Þjóðviljinn - 11.03.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1938, Blaðsíða 3
PJODVILJINN Föstudag'urinn 11. mars 1938. Sá er sterkastur, er stendur einn! Klufu hægri mennirnir Alpýðu- flokkinntilpess að styrkjahann þJÓOVIUINN M&lgagn Kommúnistaflokka lalanda. Ritatjörl: Einar Olgeirsson. Ritatjörnl Bergataöaitrætl SO. Simi 2270. Áfgrelöala og aaglýsingaskrif- atofa: Langaveg 88. Slmi 2184. Kamar út alla daga nema m&nadaga. Askriftagjald á mánuði: Reykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landina kr. 1,25 1 laoaaaölu 10 aara eintakiö. Prentamiðja J6na Helgasonar, Bergstaðaatræti 27, ilmi 4200. Út með togarana! Þolnm ekki lcngur spellvirki auðvaldsins Sáttanefndin. hefir setið á rök stólum en ekkert gengur. Gjald- eyrisástandið fer síversnandi hjá ríkinu og atvinnuástand.ið versnar fyrir verkalýðinn. En braskaraklíkan og togaraeigend- ur sitja v.ið sinn keip og banna m. a. upsaveiðarnar. Tilgangur hennar að kúga ríkisstjórnina og þjóðina, er auðsær og sj(> mönnuniím er í rauninni fórnað á altari þeirrar kúgunartilraun- ar. Þatí er liárt að þeir rnenn, sem með vinrm sinni og rneð því að hæt-ta Hfi sinu skapa grundvöll- inn að sjávarútvegnwm, skuli ekki fá refjalaust uppfyltar sanngjamar kröfur öínar, — skuti ekki einu sinni fá að vinna á þeim skipum, sem engin deila er um, Það vantar ekkj fögur orð hjá togaraeigendum, þegar þeir skála í veislum sínum fyrir minni bestu sjómanna heimsins, — en það er öðruvísi íramkom- an, þegar sjómennirnir fara fram. á að lifa eins og menn. Sjómenn geta ekki lengur þolað þessa framkomu.. Þeir heimta fund í félagi sínu, en klíkan, sem stjórnar þaf, hefur enn ekki viljað hafa hann. Er það alveg einsdæmj í kaupdeilu að ekki skuli fást fundur í fag- félagi því, sem, í deilunni á. Þannig má það ekki ganga lengur. Unidir ákvörðunum sjó- mannanna sjálfra er lausnin á þessari deilu komin, því þeir geta fundið þá, lausn, er tryggi fylgi þjóðarinnra með þeim og einangri togaraútgerðarmenn- ina sem spellvirkja og fjandmenn þjóðarheildarinnar. Sjórnannastéttin á sjálf að taka málið í sínur hendur og leysa það djarflega og viturlega. Hún getur það, því hennar bar- á,tta er í samræmi við hagsmuni heildarinnar, en skemdarverk braskaranna eru stórhættuleg tandi og lýð. Og með því að fylgja, sjó- mannastéttinni að lausn deil- unnar, getur þjóðin og' hið opin- bera léð sjóm annastéttinni það vald, sem hún þarf til að knýja togaraeigendur til að láta und- an og hætta skemdarstarfi sínu. Finnur Jónsson skrifar grein í Alþýðublaðið í gær, þar cein hann hrósar happi. yfir þeirri gæfu, sem fallið hafi Alþýou- flokknum í skaut að losna við mestan hluta meðlima sinna. Sín ulm augum lítur hver á slifrið og má vera að Finnur álítd, að s;í sé sterkastur, .sem stendur einn. Hinsvegar verður öllum almenn- ingi það á að efast um að bak við þessi orð Finns búi sá sann- færingarkraftur, að þau geti talist drengilega og skörulega mælt Hér í blaðinu hefir nokkrum sinnum áður verið rætt, um or- Osannindum Al- þýdubladsins svarad. I Alþýðublaðinu 7, þ. m. er það gefið til kynna að fórm. Starfsmannafél. »Þór« haí'i »sama sem« orðið að biðja fyrir- gefningar á fundi hjá félaginu, fyrir að hafa ritað nafn sitt und ir ávarp það, sem birtist í Nýju landi fyrir skömimu! Ekki veit sá er þetta ritar hvaðan blaðið hefir frétt þessa, en hitt er vist, að heimildarmaður blaðsins hef- ir verið lítt vandur í frásögn sinni. Sannleikurinn er sá, að Björn þurfti engrar afsök.unat að biðja og gerði það heldur ekki. Hann og þeir tveir menn aðrir, sem undir ávarpið skrif- uðu, gerðu það sem stjórnarmeð- limir Starfsmannafélagsins og reyndustþar trúir þeirri stefnu, sem tekin var upp af Alþýðu- flokknum fyrir bæjarstjórnar- kosningar, en, sem svikin va.r af bitlingamönnum í flokknum. Svo fjarri var því, að Björn ’hafi »sama sem« orðið að biðja fyrirgefniingar á fundin.um, að till. sem fram komi, þar sem lýst var fullu trausti á honum sem formanni og fulltrúa, fél. á Alþýðusambandsþingi — sér- staklega með tilliti til hinnar á- kveðn.u afstöðu hans gegn »hægri«'-mönnunum — var samþ. með 3/4 greiddra atkv. Hitt get ég vel skilið að Rúti Valdimarssyni & Co. svíði það að félögin innan Alþýðusam- bandsins skuli yfirleitt taka af- stöðu gegn hinni svívirðilegu klofningssitarfsemi sem, Alþýðu- blaðsklíkan rekur nú innan Al- þýðuflokksins, og að þessi féíög skuli vera svo lánsöm að hafa. í formannssæti mlenn sem eiga þann s’iðferðisstyrk að standa með málefnum verkalýðsins þeg- ar mesfcur hluti »foringja«liðsins leggur á flótta frá skyldum sín u.m og viðfangsefnum þeim er þrautpínd alþýða hefir trúað þeim til þess að íeysa af hendi. Mcðlirnur í Starf'smannafél. Þór. sakir þær, semi lig'gja tdl klofn- ingsins., hvernig Jónas frá Hriflu hef.ir vitandi vits notað alla aamvinnu flokkanna til að hlaða tig-narstörfum. á leiðtoga Alþýðuflokksins, svo að þeir gætu unað hag sínum í sambúð- inni. En hitfc virðisti Jóinasi hafa verið miður ljóst, að það er ekki nóg að ,færa fo.ringjun.um góðar gjafir og Virðulegar ef tjaldað er til lengri fcíma en fárra nótta. Alþýðan sem stóð að baki þess- ara manna og hafði komið þeim til maninvirðinga fékk lítið í sinn hluti, annað en að horfa á vax- andi dýrð leiðboga sinna. En svo hlaut að fara fyr eða síðar, að verkalýðurinn léti sér ekki nægja reykinn af réttunum og Ijóimann af gullinu í vösum annara,. Alþýðan hlaut að gera auknar kröfur sér til handa. Eifct af fyrstu ráðum, hennar var að sameinast í eina fylkingu, sem sótti gegn andsitæðingum sínum. En þá var það, sem for- ingjunum, sem mest höfðu haft samneyti v.ið Jónas frá Hriflu fanst semi stöður þeirra svifu í lausiu lofti. Þeir (jttiuðust að þetta tiltæki alþýðunnar væri ekki að skapi 'Jónasar frá Hriflu cg hans nóta, • því völdu þeir þann kostinn að kljúfa flokkinn í þeirri von að halda meiri hluta af íylgi hans, en raun hefir orð- ið á. Sjálfir voru þeir farnir að óttasfc róttækari og ákveðnari baráttu alþýðunnar og vildu um fram a,lt sverjla hana af sér. En örlögin urðu þessum mönn- um g.rimm. Þeir stóðu fáliðaðir eftir, og hafa nú þessa dagana mátt nauðugir eoa viijugir læra þá þungu lexíu, að sá er ekki sterkastur, sem stendur einn. ' Og klofningsmennirnir reyndu að afsaka gerðir sínar .með þvi. að þeir hefðu verið að bjaírga ríkisstjórninni úr klóm íhalds,- ins. Að vísu er þetta öfugmæli. Þó að klofningsmönnunum sé það ef 'til vill ekki ljóst, eða hafi að minsta. kosti ekki verið það þá gat verknaður þedrra hæg- lega. orðið til þess að lyfta íhald- inu í stjórnarsessinn, og enn er ekki að fullu búið að bíta úr nál- inni með það, þó að vonandi sé að gæfa alþýðunnar verði hér yfirsterkari. Ein nú er hitfc eftir fyrir hinn fylgislausa flokk, að stjórna landinu í samvinnu vjð Fram- sókn. Halda. klofningsmennirnir að meira tillit verði tekið til þedrra þegar þeir standa uppi .fylgislausir, en var á meðan verkalýðturinn fylgdi þeim að miálum.? Og að lofcum mættu þeir og' Jónas frá, Hriflu athuga það vel, hvort núverandi stjórn styrktist við að missa tva fimtu hluta af fylg'i sínu. Og síst mun Framsóknarflokknum reynast happadrýgri samvinna við klofn- ingsTnennina, en einn sterkan sameinaðan verkalýðsflokk. Baráttan gegn fasismanum. 85 kommúnistar dæmdir til daúda. Sarnkvæmt frétt frá Tokío voru nýlega 500 Kínverjar dæmdir fyrir kommúnistiska starfsemi í Manschuriu á ár- unum. 1934—37., 85 af þeim voru dæmdir til dauða. (A1 þýðublaðið mun ekki eyða mörgu'm orðum að þeimi). Mótþróinn í Ítalíu. I Turin í Italíu eru daglega fangelsaðir .frá 26 t.il 60 manns fyrir pólitískar sakir, eftir því sem, fasistablöðin þar viðurkenna. I Milano. eru fangelsin full af pólitískum föngum, mest ungum mönnum, sem nýlega hafa verið teknir fast'ir. Sam- kvæmt .frásögn ungs verka- manns, sem, sat í fangelsi 3 vikur, þá syngja fangarnir bylingarsöngva á nóttunni. Á daginn eru þeir teknir og barðir vægðarlaust, en þeir hvorki æmta né skræmta — og byrja næstu nótt á kcr- söngvum sínum á ný. Þessi ungi verkamaður hafði mörg opin sár á líkamanumi eftir misþyrminga.rnar, er honum var slept. Chamberlain segir pað — »Upplognar ásiakanir í Moskva, segir Chamibérlain« — segir Al- þýðublaðið. Til lukku með heim- ildina! Ihaldskapitalistinn Chamberlain, sá Chamberlain, sem nú er á góðum vegi með að f,á því framgengt, að Austur- ríki v-erði lagt undir þýska nas- ismann, til (>ess, að næsta skref- ið geti orðið að fara eins með Tékkóslóvakíu — sá Chamber- lain, sem, með makki sínu og hrossakaupum við fasisfcana. er á góðum vegi með að tefla öllu lýðræði og öllum friði Evrópu í glötun — þessi Chamberlain, segir, að ásakanir dómstólanna í Moskva séu upplognar, og Al- þýðublaðsmenn eru alveg sanv mála og stórhrifnir af að geta vitnað í svona fínan rnaiin. Hvoru megin er samúð þeirra meiri, Alþýðublaðsmanna, með verklýðsríkinu rússneska éða með íhaldsfasistanum Chamber- lain? Alþýðublaðið vitnar gjarnan í Chamberlain í fyrirsögnumi sín- um og er honum altaf hjartan- lega sammála. Þegar Chamber- lain gefur í skyn í ræðu, að Þjóðabandalagið ,sé lítils virði, semur Alþýðublaðið fyrirsögn næsta dag, Þjóðabandalagið einskis virði, Chamberlain segir það! Alþýðublaðið er Chamber- lain sammála um þetta, cg Hitl- er er báðuan sammála. Alþýðu- bla.ðsmenn, Hitíer og Chamber- lain eru allir hjartanlega sam- mála um, að Þjóðabandalagiö sá einskis virði. Munurinn er að udriMfifi sr /fj Jónas frá Hriflu lýkur hug- leiðingum sínnrn um falsbréfið •í gær með hjartnœnmm þekkar- orðum til lögreglunnar, fy.rir að hafa ekki haft upp á falsbréfa- riturimum, að því er manni virð- ist. Var Jónasi það þá eftir alt mest áliugamál og þakklætisefni, að sá. seki skyldi ekki finnast. Þetta verður ekki skilið nerna á einn veg. Það er í raun og vern aðeins einn aðiii í glœpamáium sem getur óskað þess af heilurn hug að rannsóknin leiði ekkert i Ijós. ★ Jónas frá Hriflu er nú búinn að uppgötva bjargráðið fyrir is- lenskt atvinnvdíf: Það er að hafa skipasmíðastöð á Svalbarðseyri. Jón-as upplýsti i gær i n. d. að strœsta skip heimsins væri nú bygt á nokkurskonar Svalbarös- eyri utan við Glasgow! Það væ.r i gert undir beru lofti og þatí Þwfti ekkert til þess — ekkert, verkstœði eða því um líkt — bara sandræmu og af lienni rynni skipið í sjóinn og vceri full- bídð!! Og Svalbarðseyri liefði einmitt þessi ágœtu skilyrði! — Það er því sjálfsagt fyrir Island að gera nú undireins tilboð til helstu skipafélaga heimsins um að byggja $kipin á Svalbords- eyri, — það væri hœgt áð byrja ó fyrirhuguðu skipi Eirnskipa- félagsins — og Jónas er auðvit- að sjálfsagður forstjóri þessn bj a rgráðafyrirtœkis! ★ Eftir útreikmnguni Alþýðubl. á iaunakjörum og vöruverði í Sovétríkjunum lætur nœrri, að árslaunin fari til þess að kaupa ein föt innst sern yst. Þá verð- tir ekkert eftir til að borða fyrir i nálega 365 daga og viðkornandi maður verður að Uggja úti alt árið wtn kring. Eitthvað hlýtur að vera bogið við reikninga Al- þýðublaðsins. Menn œttu sjálfir að reikna þetta dæmi sér til gamans og sjá hver útkoman verður. er á Laugaveg 10 opin 4—7 daglega Sími 4757 eins sá, að Chamberlain kinok- ar sér við að láta það uppi opin- berlega, en Alþýðublaðið og Hitl- er draga enga, dul á, það. Eins eru Alþýðublaðsmenn, Hitler og Chamberlain.sammála um, að sbaðhæfa, að ásakanir dómstólanna í Moskva séu upp- lognar (þó að enginn af þeim trúi því sjálfur). Munurinn er aðeins sá, að Chamberlain, sem er óheimskari maður en Alþýðu- blaðsmienn og Hitler, fer betur með þessa »skoðun« sína, lætur hana ekki í ljósi með þvílíku of- forsi og ruddaskap sem hinir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.