Þjóðviljinn - 12.03.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR LAUGARDAGINN 12. MARS. 1938 59. TOLUBLAÐ Þýski herinn ræðst inn íAusturríki Scliussiiigg segir af séi\ - Nasistmn Scyss-Inquai*t kanslari af llitlers náö. — Göring og Rudolt Hess íljúga til Vín. Er Evropiistríd yfirvoíandi ? LONDON I GÆRKVÖLDI (F. Ú.) TNNANRÍKISMÁLARÁÐHERRA Austurríkis, Seyss-Inquart, ¦-*? hefir síðdagis í dag sent Hitler skeyti og beðið hann að senda þýskan her inn í Austurríki „til þess að halda röð og reglu í landinu og hjálpa honum til pess að koma í veg fyrir folóðsúthellingar" Seint í kvöld kemur sú frétt að þýskur her sé þegar kominn inn í austurríska bæinn Linz (og er þetta staðfest í Kalundborgarfréttum, samkvæmt Reutersskeyti) Schussnigg og ráðuneyti hans hefur sagt af sér. Hitler hafði hótað vopnaðri innrás í Austurríki, áður en ráðuneytið tók pá ákvörðun að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni. Seinustu fréttir segja, að Miklas forseti Austurríkis hafi skipað Seyss-Inquart kanslara Austurríkis. Seinast í kvöld íkl. 10.50 ísl. tíma) skýrir Lundúnarútvarp- ið frá því að Rudolf Hess, fulltrúi Hitlers, sé kominn til Vín- ar og að Göring sé væntanlegur þangað á. morgun. Ætla Bretar og Frakkar að láta afstöðu Mussolinis ráða úrslitum? Austurríski sendiherrann í London fór í dag á fund breska utanríkisráðherrans og sendiherra Austurríkis í París hefir i dag átt viðræður bæði við Blum og Delbos utanríkismála- ráðherra. Breska stjórnin og franska stjórnin hafa mótmælt þeiiri .aðferð sem Þýskaland hefir haft í frammi til þess að koma ár sinni þannig f yrir borð í Austurríki og hefir þeim mótmælum þegar verið komið á framfæri í utanríkismálaráðuneyti Þýska- lands í Berlín. Hafa stjjórnir beggja þessara ríkja aðvarað J>ýskaland um^ að þetta kunni að hafa mjö'g alvarlegar afíeið ingar. Franski sendiherrafulltrúinn í Róm hefir fengið það svar frá ítölsku stjórninni í dag, viðvíkjandi fyrirspum frá stjórn sinni um það, hvort ítalska stjórnin gæti ekki veitt frönsku stjórninni nokkurn stuðning til þess að komá í veg fyrir þann háska sem í vændum kynni að vera í sambandi vsð atburði þá sem nú eru að gerast í Austurríki, að ítalska stjórnin geti það ekki. Það er alment álitið meðal stjórnniálamanna í ríkjum :sem standa utan við þetta deilumál — segir í Kalundborgar- frétttum — að hvorki Bretland eða Frakkland telji sig þess um komið að hlutast um málið að svo. stöddu. Austurrísku nasistarnir skipuleggja landrádin. Nasistar í, Innsbriick fóru í dag hópgöngu um götur borgar- innar og báru nasistamerkin á ermiunum, þótt bann hafi verið Jagt við því. Lögreglan réðist á fylkingar nasista með sverðum, en reyndist of liðfá til þess að geta tvístrað þeim. 1 Graz hefir lö'greglan slegið hring umhverfis borgina og leyf- ir engum. inji í borgina, nema að hann geti sýnt að hann eigi þar heima, eða eigi þangað brýnt er- indi. Nasistar í Vínarborg búa sig undir stórkostlegar kröf ugöngur um borgina í kvöld. Nasistar í Graz hafa tekið ráðhúsið og dregið hakakross-fánann, við hún. Þýsku nasistarnir stjórna 1 þýakum blöðum hafa birst í dag feitletraðar fréttir um það sem er' að gerast í Austurríki, þar sem meða.1 annars er sagt, að lögreglan skjóti af handahófi á nasista, að Schuschnigg haíi algerlega mist tökin á þjóðinnj og að í Austurríki ríki nú bolsé- vistískt öngþveiti. Von Ribbentrop hafði gert ráð fyrir að fara frá London. til Berlínar í kyöld, en hefir nú frestað för sinni þangað til á morgun. Seyss-Inquart biður Aust- urríkismenn að sýna þýska hernum engan mótþróa. Dr. Seyss Inquart hélt í kvöld útvarpsræðu og bað austurrísku þjóðina að sýna engan mótþróa og bregðast ekki á neinn hátt illa við þó að þýskur her kæmi inn í Austurríki því að hann kæmi þar einungis til þess að tryggja frið í landinu. Bta mynflar stjörn í Fratklanðí Kalundborgarfrétt hermjr að radikali flokkurinn franski hafi samþykt að mynda, stjórn með Leon Blum sem forsætisráð- herra og með stuðningi komm- únista. Breska útvarpið telur að síð- ustu atburðirnir í Austurríki haf i mjög stuðlað að því að létía Leon Blum stjórnarmyndun í Frakklandi. (F.Ú.) Dr, Schusclinigg. Utvarpsræða Schussniggs. LONDON I GÆR (FÚ). Schuschnigg tók þá ákvörðun að fresta þjcðlaratkvæðinu sem áttt að fara fram á sunnudag- inn, um óákveðinn tíma, eftir að hahn hafði fengið úrslitakosti fra Hitler, þar sem þess var ekki einungis krafist að þjóðarat- kvæðagreiðslunni væri frestao, heldur og að samnin.gaumleitan- ir milli Schuschniggs og verka- mannai yrðu lagðar niður og loks að Schuschnigg segði af sér og afhenti kanslaraembætti Seyss- Inquart í hendur. Schuschnigg hélt einnig út- varpsræðu í, kvöld og staðfesti í henni að Miklas, forseti Ausb- urríkis, hefði í dag fengið úr-. slitakosti frá þýsku stjórninni FRAMH. A 4. SIÐU. Adalfundnr KROIY verður Iialdinn 27. Ji. m. Fundir i félagsdeildunnm staucla uú yi'ir I félaginu ern alls 3400 manns. arnir skýrslu um störf deild- anna, þá voru og kosnir fulltrú- ar fyrir hverja tuttugu félags- menn, til þess að mæta á aðal- fundi félagsins. Á fundunum. var ennfremur rætt um það fyrir-. komulag, sem gert hefir verið aðskipta deildunum niður í 20 manna hópa og hafa fulltrúarn- ir stjörn þessara hópa ineð höndum. Hefir þetta fyrirkomu- lag stuðlað mj'óg að því að tengja íélagið og félagsmenn saman og komið sér vel fyrir báða aðila. Formaður félagsins og fram- kvæmdastjóri gáfu skýrslu um störf KRON. Rakti formað- ur aðdraganda sameiningarinn- ar á félögunum, starfsemi KRON óg framtíðarhorfur, en framkvæmdarstjóri gaf yfirlit. yfir- reksturinn á árinu sem leið. Félagsmenn eru nú 3400. Að lokum vill Þjóðviljinn beina þeirri áskoirun til allra félagsmanna að sækja vel deild- arfundina og gæta þess að hver félagsmaðUr á að mæta á fundi í sinni deild. Er bent á þetta af þeirri ástæðu að nokkur brögð hafa verið að því að menn úr öðrum deildum og bæjarhlutum haf i álitið, að þeir ættu að mæta á fundum þeim er haldnir hafa i verið. Sveinbjöm Guðlaugsson. formaður KRON. Aðalfundir í deildum KRON eru að hef jast um þessar mund- ir. I félaginu eru alls 15 deildir 11 í Reykjavík og 4 utan Reykja víkur. Fundur í deild 1 var hald- inn í fyrrakvöld og í gærkvöldi var fundur í deild 2 og í deild 3 verður f undur kl. 1 e.; h. á morgun. Fundirnir. eru haldnir í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Verður deildarfundum þessum lokið þann 22., og 27. mars verð- ur aðalfundur félagsins. Á fundum þeim sem nú haí'a verið haldnir gáfu deildarstjór-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.