Þjóðviljinn - 12.03.1938, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1938, Síða 1
Blum mynflar stjdrn í Frafflandi Schnssnigg segir af sér. - IVasistinn Seyss-Inquart kanslari af Hitlers náð. — Göring og Rndoli Hess fljúga til Vín. Er Evrópnstríd yíirvoíandi? LONDON í GÆRKVÖLDI (F. Ú.) TNNANRÍKISMÁLARÁÐHERRA Austurríkis, Seyss-Inquart, Á hefir síðdagis í dag sent Hitler skeyti og beðið hann að senda pýskan her inn í Austurríki „til pess að halda röð og reglu í landinu og hjálpa honum til þess að koma í veg fyrir folóðsúthellingara Seint í kvöld kemur sú frétt að pýskur her sé þegar kominn inn í austurríska bæinn Linz (og er petta staðfest í Kalundborgarfréttum, samkvæmt Reutersskeyti) Schussnigg og ráðuneyti hans hefur sagt af sér. Hitler hafði hótað vopnaðri innrás í Austurríki, áður en ráðuneytið tók pá ákvörðun að fresta pjóðaratkvæðagreiðslunni. Seinustu fréttir segja, að Miklas forseti Austurríkis hafi skipað Seyss-Inquart kanslara Austurríkis. Seinast, í kvöld (kl. 10.50 ísl. tíma) skýrir Lundúnarútvarp- ið frá því að Rudolf Hess, fulltrúi Hitlers, sé kominn til Vín- ar og að Göring sé væntanlegur þangað á morgun. Ætla Bretar og Frakkar að láta atstöðu Mussolinis ráða úrslitum? Austurriski sendiherrann í London fór í dag á fund breska utanríkisráðherrans og sendiherra Austurríkis í París hefir i dag átt viðræður bæði við Blum og Delbos utanríkismála- ráðherra. Breska stjórnin og franska stjórnin hafa mótmælt, þeiiri .aðferð sem Þýskaland hefir haft í frammi til þess að koma ár sinni þannig fyrir borð í Austurríki og hefir þeirn mótmælum þegar verið komið á framfæri í utanríkismálaráðuneyti Þýska- lands í Berlín. Hafa stjórnir beggja þessara ríkja aðvarað Þýskaland um, að þetta kunni að hafa mjög alvarlegar afleið ingar. Franski sendiherrafulltrúinn í Róm hefir fengið það svar frá ítölsku stjórninni í dag, viðvíkjandi fyrirspurn, frá stjórn sinni um það, hvort ítalska stjórnin gæti ekki veitt frönsku stjórninni nokkurn stuðning til þess að komá í veg fyrir þann háska sem í vændum kynni að vera í sambandi við atburði þá sem nú eru að gerast í Austurríki, að ítalska stjmnin geti það ekki. Það er alment álitið meðal stjórnmálamanna í ríkjum sem standa utan við þetta deilumál — segir í Kalundborgar- í'réttium — að hvorki Bretland eða Frakklancl telji sig þess um komið að hlutast um málið að svoi stöddu. Austurrísku nasistarnir skipuleggja landráðin. Nasistar í Innsbrúck fóru í dag hópgöngu um götur borgar- innar og báru nasistamerkin á ermunum, þótt bann hafi verið lagt við því. Lögreglan réðist. á fylkingar nasista, með sverðum, en reyndist of liðfá til þess að geta tvístrað þeim. I Graz hefir lcgreglan slegið hring umhverfis borgína og leyf- ir engum ian í borgina, nema að hann geti sýnt að hann eigi þar heima, eða eigi þangað brýnt er- indi. Nasistar í Vínarborg búa sig undir stórkostlegar lcröfugöngur um borgina í kvöld. Nasistar í Graz hafa tekið ráðhúsið og dregið hakakross-fánann, við hún. Þýsku nasistarnir stjórna I þýskurn blöðum hafa birst, í dag feitletraðar fréttir um það sem er að gerast í Austurríki, þar sem. meða.1 annars er sagt, að lögreglan skjóti af handahófi á nasista, að Schuschnigg hafi algerlega mist tökin ái þjóðinni og að í Austurríki ríki nú, bolsé- vistískt öngþveiti. Von Ribbentrop hafði gert ráð fyrir að fara frá London til Berlínar í kyöld, en hefir nú frestað för sinni þangað til á morgun. Seyss-Inquart biður Aust- urríkismenn að sýna þýska hernum engan mótþróa. Dr. Seyss Inquart hélt í kvöld útvarpsræðu og bað austurrísku þjóðina að sýna engan mótþróa og bregðast, ekki á neinn hátt illa við þó að þýskur her kæmi inn í Austurríki því að hann kæmi þar einungis til þess1 að tryggja frið í landinu. Kalundborgarfrétt hermjr að radikali flokkurinn franski hafi samþykt að mynda, stjórn með Leon Blum sem farsætisráð- herra og með stuðningi komm- únista. Breska útva,rpið telur að síð- ustu atburðirnir í Austurríki hafi mjög stuðlað að því að létta Leon Blum stjórnarmyndun í Frakklandi. (F.Ú.) Utvarpsræða Schussniggs. LONDON I GÆR (FÚ). Schuschnigg tók þá ákvörðun að fresta þjcðlaratkvæðinu sem áttá a,ð fara frarn, á, sunnudag- inn, um óákveðinn tíma, eftir að hainn hafði fengið úrslitakosti frá Hitler, þar sem, þess var ekki einungis krafist að þjóðarat- kvæðagreiðslunni væri frestað, iieldur og að samningaumleitan- ir milli Schuschniggs og verka- manna, yrðu lagðar niður og loks að Schuschnigg segði af sér og afhenti kanslaraembætti Se.yss- Inquart; í hendur. Schuschnigg hélt einnig ú.t- varpsræðu í lcvöld og staðfesti í henni að Miklas, forseti Ausb- urríkis, hefði í dag fengið úr- slitakosti frá þýsku stjórninni FRAMH. A 4. SIÐU. Adalfundur KRON verðnr lialdinn 27. þ. m. Fundir í félagsdeildunum siauda nú yfír I félaginu eru alls 3400 manns. Sveinbjörn Guðlaugsson formaður KRON. Aðalfundir í deildum KRON eru a,ð hefjast um þessar mund- ir. I félaginu eru alls 15 deildir 11 í Reykjavík og 4 utan Reykja víku.r. Fundur í deild 1 v,ar hald- inn í fyrrakvöld og í gærkvöldi var fundur í deild 2 og í deild 3 verður íundur ld. 1 e. h. á morgun. Fundirnir- eru haldnir í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Verður deildarfundum þessum lokið þann 22.^ og 27. mars verð- ur aðalfundur félagsins. Á fundum þeim sem nú haía verið haldnir gáfu deildarstjór- arnir skýrslu um störf deiid- anna, þá voru og kosnir fulltrú- ar fyrir hverja. tuttugu félags- menn, til þess að mæta. á aðal- fundi félagsins.. Á f undunum var ennfremur rætt um það fyrir- komulag, sem gert hefir verið að.skipta deildunum niður í 20 manna hópa. og hafa fulltrúarn- ir stjprn þessara hópa með höndum. Hefir þetta fyrirkomu- lag- stuðlað mjög að því að tengja i félagið og félagsmenn saman og komið sér vel fyrir báða aðila. Formaður felagsins og fram- kvæmdastjóri gáfu skýrslu um störf KRON. Rakt.i formað- ur aðdraganda sameiningarinn- ar á félögunum, starfsemi KRON og framtíðarhorfur, en framkvæmdarstjóri gaf yfirlit yfir* reksturinn á árinu sem leið. Félagsmenn eru nú 3400. Að lokum vill Þjóðviljinn beina þeirri áskorun til allra félagsmanna að sækja vel deild- arfundina og gæta þess að hver félagsmiaðúr á að mæta á f.undi í sinni deilcl. Er bent á þetta af þeirri ástæðu að nokkur brögð hafa verið að því að menn úr öðrum deildum og bæjarhlutum hafi álitið, að þeir ættu að mæta á. fundum þeim er haldnir hafa i verið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.