Þjóðviljinn - 13.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.03.1938, Blaðsíða 2
Sunnudagurinn 13. mars 1938. PJOÐVILJINN Tímaritið ,Réttur‘ ætti að vera á hverju verkamannaheimili. Það flytur árlega margar ágætar grein- ar um þjóðféiags og menningarmál, innlendar og erlendar smásögur o. m. f 1 Fyrir alla þá sem fylgjast vilja með heildarlínunumi í ís- lenskri þjóðfélagsþróun, er tíma- ritið »Réttur« ómetanleg heim- ild. Þarna er í. ýtarlegum grein- um fylgt þeimi rauðu þráðum, er þessi þróuri er ofin úr, með því að lesa »Réfct« er hægt að fá skýrt og áreiðanlegt, yfirlit um verkalýðspólitík og þjóðmál í þa,u rúm fcutbugu ár, er hann hefir komið út. En þetta er aðeins ein hlioin á þessu vinsæla tímariti. Það éru engin smáræði sem Réttur hefir fært íslenskri alþýðu af. fróð- leik og skemtun, á undanförnum áratugum. Enda hefir það sýnt sig á árinu sem leið, þegar bót. var ráðin á þeirri óreglu um úíj- komu hans, .sem verið hafði und- anfarin ár, að kaupendatalan jókst mjög og fer hún sívaxandi. Síðasta hefti 22. árg. er fyrir skömmiu komið út. Aðalefni þess eru plögg þau er farið hafa á mílli Kommúnistaflokksins og Alþýðuflokksins síðan í sumar, að sameiningarsaminingarnir hófust. Flesfc þessi plögg hafa áð ur verið birt í blöðum, en það er ómetanlegur hagnaður fyrir alla þá, semi nú og síðar vilja kynna sér þessi mál, að hafa heimild- irnar þarna dregnar saman á einum stað. Einar Olgeirsson, sá maðurinn sem, fremst hefir stað- ið í þessum, samningum' frá upp- hafi ritar inngangsgrein uin gang sameiningarmálsins, ljósa og glögga lýsingu á, samningsum- leitununumi og ásbæðunum til þess að þær báru ekki að sinni tilætlaðan árangur. Þá er í. heftinu eftirtektarverð grein eftir Skúla Guðjcmsson um húsnæðismál sveitanna. Tek- ur Skúli þai, til meðferðar skrif Jónasar-J. um þessi mál, bend- ir á. yfirborðsháttinn er einkenn- ir þau, — og lýsir loks tilraun sinni til lausnar á, húsi handa smábónda í sveifc. Halldór Stefánsson hefir ritað smásögur í öll hefti þessa ár- gangs Réttar, og er ekki að efa að hinir mörgu aðdáendur Hall- dórs vilji fá, þær í safniö. Sög- urnar hafa verið upp og riiður, uokkrar ágætar, sagan »Fyrsta verkfallið«, sem, birtist í þessu síðasta hefti er ekki með þeim bestu, en fjörleg og- læsileg eins og alt sem Halldór skrifar. Þá eru í heftinu tvær þýddar greinar um Sovétríkin, fróðlegar báðar. Það sem manni finsfc heist vanta, í, Réfct nú orðið eru þeir ágætu ritdómar um imnlendar og erlendar bækur, sem gerðu mönnum fært að fylgjast. með því besta sem út kom af róttæk- um og sósíalistískum bókum. — Það mætti vera meira af léttu efni í honum en nú er. En ár- gangur af Rétti er eiguleg og góð bók, full af fróðledk; og þýð- ingarmiklumi innleggum í sam- tímalíf þjóðarinnar. Enginn Ógnarstjörn Japana í Kína Dæmunum um, ógnarstjórn Japana í Kína fjölgar.ísí- fellu. Einn dag brendu þeir 10 þorp sama, daginn og drápu alla þá íbúa, sem, ekki koimust undan í, tíma. Þannig létu yfir 1000 manns lífið á hinn hryllilegasta hátt. 1 Nanking skutu Japanir einn dag í febrúar 500 kín- verska hermenn, sem verið höfðu stríðsfangar síðan í deseimber. Þessir menn voru murkaðir niður í einum hóp með vélbyssuskothríð. Þannig berjast Japanir fyrir því að gera Kínverja að sér vinveitfcri þjóð! Það þarf að fara meir en 1000 ár aftur í. tímann til að finna samsvarandi dæmi um villimensku í stríði og franv ferði Japana nú. FloKssMstofan er á Laugaveg 10 opin 4—7 daglega Sími 4757 verkamaður eða verkalýðssinni enginn frjálslyndur maður ætti að vera á,n þessa ágæta tímarits. T, A. Grlmur Thomsen hafði á sínum tíma fleiri og fágætaj'i nafnbætur og heiðursmerki en flestú- aðrir Js- lending-ar. Árið 1860 varð hann lega,- tionsráð, en þeirri nafnbót afsalaði. hann sér síðar; vildi ekki vinna það fyrir hana að borgai nafnbótaskatt. l’að mun hafa, verið þegar Grímur var á Islandi 1866, að maður einn í Skagafirði spurði hann í samreið með mörgu fólki, hvað það eiginlega þýddi þetta légationsráð, sem hann nú væri. Svaraði Grímur því fljótt: >Það er það, sem menn kalla á ís- iensku merakongur«. En við hliðina á honum rei.ð einn af höfðingjum í Skagafirði, sem kýmnir menn köli- uðu einmitt merakong, þvi hann var hestauðugur. Enginn skiptir peningum sínum milli annara, en hver maður tírna sinum og lít'i. Á ekkert í heiminum erum vér sóunarsamari en þetta tvent, sem bæði væri gagnlegt og hrósvert aö vera nískur á. (Montaigne). • • Grafskrift: Hann var léttur heims á vog, heyrnarlaus og gleyminn, matgráðugur, montinn og ' mikið upp á heiminn. (Porskabítur). • • Rithöfundurinn: »Þetta grunaði mig' ekki læknir. Þér yrkið þá líka«. Lækniri,nn: »Það geri ég nú bara til þess að drepa, tímann«. Rithöfundurinn: »Nú, svo þér naf- ið þá enga sjúklingat. 1 óli gamli var að leita sér að hús- næði, en það gekk mjög erfiðlega fyrir hann að fá nokkuð, þar sem. hann átti fimm börn. Dag nokkurn, þegar hann var I hús- næðisleit, sendi hann þrjá af krökk- unum upp í kirkjugarð. — Hvað mörg börn eigið þér — spurði húseigandinn. — O ég á nú þrjú í kirkjugarðinumt og' svo þessi tvö, sem þér sjáið hérr sagði óli. — Veslings maður, — sagði. hús- eigandinn vorkennandi — flytjið þér strax I íbúðina. • • Er það satt að hún fr'ú Ingvarsson se eins málug og af er látið. Ekki veit ég það; hitt veit ég að þegar hún kom úr sumarfríinu var hún mikið sólbrend — en mest á tungunni. Hver var Demosthenes? Hann var mesti ræðumaður forn- aldalrinnar. Fæddur 383, dáinn 322 f. Kr. Hann var gæddur eldheitri ást á föðurlandi SJ'nu og réðist i hinum áhrifamiklu ræðmn sínum að harðstjórum Aþenu (Alexander mikla o. fl.) af slíkri rökfimi og þrótti að nafn hans hefir lýst í gegnum aldirnar. Hann hafði að eölisfari veika og óskýra rödd, en með erfiðri og langvarandi þjálf- un tókst honum að gjörbreyta henni. Ein þeirra aðferðasem liann notaði var að tala með steinvöl- ur í munninum, til þess að styrkja þannig ákveðna hluta talfæranna. Málaferlin í Moskva, Cham- berlain og Alpýðublaðið. Austur í Moskva sfcanda yfir málaferli gegn nokkrum mönn- um, út af sakargiftumi, sem öll- umi eru kunnar. Ein ákæran er, að nokkrir þeirra hafi staðið í sambandi við ensku hernjósnirn- ar um' að veita herstjórn Breta upplýsingar um hernaðarleynd- armál Sovétríkjanna. Chamber- Jain forsætisráðherra ensku í- haldsstjórnarinnar lýsir því yfir að hún hafi ekki við neitt að styðjastl Nú víkur sögunni út til Is- lands. Hér hafa verkamenn í 30 ár barist fórnfúsri baráttu fyrir hugsjón hins stéttlausa sósíalist- iska þjóðskipulags, þess þjóð- skipulags, sem nú hefir verio stofnað austur í Sovétríkjunum. Við þetta fjarlæga, land tengir mikill hluti íslenskra verka- manna vonir sínar um sigur sósíalismans og- myndu gera það allir sem einn, ef þeir fengju aldrei að heyra þaðan nema sannleikann. Nú berst hingað út til Islands fréttin um, að dómstólar hins sósíalistiska verkamannaríkis á- isaki. a.uðvaldsríkið England um að reka njósnir í Sovétríkjunum. Og óðar en fregnin er hingað komin, tekur stærsta blað ís- lenskra verkamanna afstöðu með hinu enska auðváldsríki gegn hinu sósíalistiska verka- mannaríki, tekur af eigin hvöt- um upp sjálfboðaliðsstarf til að hreinsa hina, ensku íhaldsstjórn af áburðinum. Jafnvel þó að það væri alger- lcga látið liggja milli hluta, hvorir hefðu sannara að mæla, hinir rússnesku dómstólar í á- sökunum sínum um, að England reki njósnir í Sovéfcríkjunum, eða. Chamberlain forsætisráð- herra í yfirlýsingu sinni um, að alt slíkt sé uppspuni, þá geta ví.st allir verið sammála, um, að það ætti síst að vera hlutverk Alþýðublaðsins að taka upp varnir fyrir enska auðvaldiö í slíku máli. Ef Alþýðublaðsmenn væru í vafa um, hvorir hefou réttara fyrir sér, þá væri þeim aðeins eitt sæmandi, það. að leiða málið algerlega hjá sér. En athugum, annars öll líkindi með ofurlitlu af heilbrigðri skynseani. Hvert mannsbarn veit að á árunum næstu eftir stiúðiö sendi enska stjórnin þáyerandi, sem var þó mun »frjálslyndari« en sú núverandi, innrásarheri inn í Rússland, til þess að reyna að steypa Sovétstjórninni, >g það án þess að henni kæmi 1 rauninni nokkurn hlut við, hvað þar var að gerast, án þess að hafa minsta snefil af siðferðis- legum rétti til að blanda sér í málin, freonlur en Hitler & Co. til að skipfca, sér af Spáni og Aust urríki. Enska stjornin lagði ó- grynni fjár í það að styrkja gagnbyltingarhershöfðingjana, sem börðust gegn sovétstjórn- inni, birgði þá upp af vopnumi og hergögnum. Þá var meira, að segja Lenin lifandii, sem Alþýðu- blaðsmenn þykjast vilja láta njóta sannmælis, þá var Trotsky hátt settur maður í Sovétríkjun- um, sá sem Alþýðublaðsmenn elska af öllu hj arta., þá var þar ekki þessi voðalega »ógnar- stjórn«,, sem þeir segja, að nú fcitji þar. Og samt gat þessi á- gæta enska auðvaldsstjórn, sem þeir Alþýðublaðsmenn mega ekk ert vamm um vita, fengið af sér að hefja opinbert stríð gegn Sovétríkjunum. Hversu miklu fremur gætu þeir þá. ekki búist við að svona. »heiðarleg« og »Iýð- ræðissinnuð« auðvaldsstjórn gerði nú alt sem í hennar valdi stendur til að grafa undan Sov- étríkjunum með þeirra »harð- stjórn? « — Það er heldur ekkert laun,- ungarmál, að ensku stjórnirnar hafa altaf síðan rekið flestum stjórnum fjandsamlegri pólitík gagnvart verkamannaríkinu, reynt að mynda hernaðarbanda- lög gegn því, sent þangað spæj- ara (sbr. málaferlin gegn ensku verkfræðingunum í Moskva fyr- ir nokkrum árum) o. s. frv. Mjög fróðlegt í þessu sarrr bandi var erindi frá útlöndum, semi séra Sigurður Einarsson hélt í útvarpið á .fimtudags- kvöldið. Hann vitnaði þar í orð fyrrverandi sendiherra Eng- lands á Spáni, sem hljóðuðu á þessa lei#ð: »Ég vildi heldur sjá Englandi stjórnað af þýskum nasistumi og koaiungssinnum en af kommúnistumi, sejn væru Englendingar«. Og séra Sigurð- -ur sýndi frarn á, að þessi væri yfirleitt skoðun og afstaöa þeirrar klíku enska, auðvaldsins, semi nú réði mestu um utanríkis- mál Englands. Hann sýndi fram á, og bygði það á góðum heim- ildum, að samningamakk það, sem þessi, auðvaldsklí.ka Eng- lands væri nú að. hef ja við þýska. og ítalska, fasista,, beindist fyrst og fremst gegn Sovétríkjunum, en í annan stað gegn því lýðræð- isformi, sem ríkjandi er í lönd- um eins og Frakklandi, Tékkó- slóvakíu og með spánska lýðveld- inu. Menn skyldu nú ætla, að gagnvart. svona staðreyndum væri það ekki talin óyggjandi röksemd, þó að sökudólgurinn, í þessu tilfelli Chamberlain og hans kumpánar, hrópuðu, að all- ar ásakanir á hendur þeim um njósnir sé,u lygi tóm. Það er svar allra sökudólga við réttmætum áburði. En sfcærsta, blaðið, sem ís- lenski verkalýðurinn á, tekur í hrifningu undir með fulltrúum enska auðvaldsins og reynir að hreinsa þá af öllum áburöi, sem hver heilvita maður séry að öll líkindi eru til að sé réfctur. Hvað er hér í húfi? Það, að fasistaríkjunum takist með hjálp enska auðvaldsins að mynda nægilega sterkt hernað- arbandalag til að geta eyðilagt Sovétríkin og þa,r með leitt fas- ismann yfir allan heiminn, eftir ])á blcðugusbu styrjöld, sem mannkynið hefði þekt. Það, að auðvaldinu takist þannig að kæfa alla, sósíalistiska viðleitni verkalýðsins um margra ára- tuga skeið. Og hvað er að gerast hér úti á Islandi? Það, að klíkan, sem hefir völdin yfir blaði verkalýðs- ins, Alþýðublaðinu, er endan- lega búin að svíkja allan sósíal- isma,, tekur nú opinberleg af- stöðu með fasismanum og auð- valdinu, jafnvel á alheimsmiæli- kvarða, i baráttu þess gegn lýð- ræði og sósíalisma. Það er hryggihg;, en því mið- ur óhrekjanleg staðreynd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.