Þjóðviljinn - 17.03.1938, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.03.1938, Síða 3
ÞJOÐVILJINN Fimtudagurinn 17. mars 1938. Af staða Kommúnistafl. til gepðardómsins. Ræða Brynjólfs Bjarnasonar við 1. umræðu frumvarpsins um þvingunargerðardóm í togaradeilunnl. ÍUðOVIUINH Mftlgngn Kommftnistaílokka lrianda. Ritítjöri: Binar Olgeírsson. Rit»tj6rnS Bergsta&astræti SO. Slmi 2270. Afgreiösla og auglýsingaskrif- itofa: Laugaveg SS. Slmi 2184. Kemur út alla daga nema mftnudaga. Askriftagjald & mftnu&i: Reykjavlk og nSgrenni kr. 2,00. Annarsstaðar fi landinu kr. 1,25 1 iausasölu 10 aura eintakið. Prentimiðja Jðn» Helgasonar, Bergstaðastræti 27, simi 4200. Á að skera í kýlið — eða á a5 láta það eitra alt þjóðíelagið? Ástandið í togaraútgerðinni pkapar nú enn eirai sinni stjórn arkreppu á Isiandi. Pað er vitanlegt að vinstri stjórn kemst aldrei ,hjá því að ieysa þetta vandamál. Og það er engin pólitík að »beygja alt af hjá«. Ætli stjórnin að stjórna þjóðinni í vil, þá verður hún að þora að segja henni sarinleikann og framkvæma það sem nauðsyn krefur. Síðustu 2 áratugina hafa braskararnir í togaraútgerðinni klófest valdið yfir bönkum þjúð- arinnar og notað sparifé hennar og lánstraust ríkisins miskunn- arlaust til að braska með í eigin- hagsm.unaskyni. Þetta brask hefir flækt, ríkisbankana í sívax- andi skuldasúpu og leitt til hvers gjaldþrotsiins á fætur öðru, þó þessum gjaldþrotuim bankanna hafi verið leynt, eftir mætti og ríkið hlaupið undir bagga og, greitf miljónir króna af þjóðar- fé í töp bankanna. Þannig var Islandsbanki látinn lafa, þó hann væri þegar orðinn gjaid- þrota 1921 og altaf hilmt yfir með honum, uns hann, hrundi 1930. Á sama hátt er nú farið með Landsbankann, sem hvað eftir annað hefir verið bjargað frá, gjaldþroti, með framlögum .ríkisinsi eðia öðrumi ráðstöfunum. Alls eru töp bankanna á síð- ustu 20 árum: orðin yfir 40 milj- ónir króna. Og í kring.um. þessi töp, sem upp á síðkastið eru sérstaklega tengd við hlutafélagið Kveldúlf og Landsbankann, skapast slíkt spillingarfen, að það eitrar alt þjóðfélagið, nema hreinsað sé til í tíma. Á þessari óreiðu strandar tog- araútgerðin nú, — ekki á kaup- kröfum sjómanna. Við það verð- ur vinstri stjórn að horfast í augu., Og til að afmá þessa óreiðu verður að skifta um stjórn í. Landsbankanum, því Landsbankastjórnin hilmar yfir með bröskurunum, en,da samsek þeim í fjárimiálaspillinigunni. Kommúnistaflokkurinn hefir hvað eftir annað sýnt fram á það og krafist þess, að vald núvern andi Landsibankastjórnar verði brotið á bak aftur, ef sikapa á tryg't og heiilbrigt ástand í fjár- málum, landsins. Og deilan, sem nú stendur yf- ir, sérstaklega þó hin freka stöðvun braskaranna á upsa- veiðunum og aðgerðaleysi Lands- Þaö þarf ekki að spyrja um afstöðu verklýðshreyfingarinn- ar til þvingunarlaga um vinnu- deilur. Hver sii ríkisstjóm, er b’er slíkt frumvarp fram, verður að reikna með þeirri staðreynd, að Ivím hefir verklýðshreyfing- una á móti sér. Því má það telj- ast vísti, þó að enn hafi. ekkert komið fram um það í, umiræðun- um, að samþykt þessa frum- varps, um lögþvingaðan gerðar- dóim þýði stjórnarkreppu. Ráð- herra' Alþýðtuflojkjksins getur ekki að mínum dómi, verið í ríkisstjórn, sem hefir borið slíkt frumvárp fram, og* fengið það samþykt með aðstioð andstæð- ingaflokks, en á móti vilja ráð- herrans. Hversu feginn sem ráð- herrann vildi sitja, gæti hann það ekki, meðan hann telur sig* fullt.rúa alþýðunnar eða ein- hvers hluta heinnar. Það er viðurkent, a. m. k. með vörunum, af * fulltrúum allra, flokka, að verkfallsrétturinn sé helgasti réttur verkalýðsins. Meira að segja sjálfur höfuð- paurinn í þeim illræmdustu vi nnulöggj afarfrv., er lögð hafa verið fyrir undanfarandi þing, Thór Thórs, hefir þann sið að byrja ræður sínar með f jálgum orðum um þenna helga rétt, verkalýðsins. Svo augljóst er þetta miál, að fulltrúar borgara- flokanna finna, að ef þeir vilja láta líta á flokka sína sem lýð- ræðisflokka, verði þeir að viður- kenna þennan rétt. Ekki er hægt að hugsa sér meiri kúg'un og ó- frelsi en. að banna það með lög- u.m að menn taki sig saman urn að vinna ekkþ og þvinga menn með löggjafarvaldi til að vinna fyrir það kaup, sem þeim’ er skamtað. Hvað er þetta annað en þrældómur? Þetta er ná,- kvæmlega sama eðlis og þræl- dómur, nema að því leyti verra, að þrælunum var trygt nægilegt fæði, en meðl slíkri lagasetningu er það ekki gert. Það þarf ekki að fara langt til að sjá hver heil- indi eru í skrafi Sjálfstæðis- manna, um' helgi verkfallsréttar- ins. Þeir hafa hvað eftjr annao borið fram löggjöf um að tak- marka þennan rétt; til mikilla )nuna, og nú lýsir fulltrúi ílokksins því, yfir, að flokkurinn ætli að vera með því að afnema þenna rétt í einu sérstöku til- f'elli. En það er ekki Sjálfstæð- isflokkurinn einn, sem farið hef- ir inn á þessa braut. Framsókn- arflokkurinn lagði fyrir þingið í fyrra frv. um vinnulöggjöf, og* rnilliþinganefnd, er skipuð var framsóknar- og Alþýðuflokks- mönnum hefir ákveðið að leggja vinnulöggjafarfrv;, fyrir þetta þing. Og nú kemur forsætisráð- herra með frv. um lögþvingaðan bankans í því máli, sannar að flokkurinn hefir rétt fyrir sér. Landsbunkaklíkan verður að vikja, ef þjóðin- á að fá að bíui við örugt og heilbrigt atvinnulíf. gerðardóm í togaradeilunni., Forsætisráðherra hélt því fram, að engin hætta væri á því. að þetta yrði skoðað sem fo.r- dæmi, og lýsti því yfir að hann teldi ekki rétt að fara þessa ieið nema í ýtrustu nauösyn. Við skulum gera ráð fyrir að hér sæti að völdum ríkisstjórn, sem hefði þá yfirlýstu stefnu að tak- marka verkfallsréttinn og helst afnema hann með öllu. Sú stefna er ríkjandi í Sjálfstæðis- flcikknum, vegna afstöðu þess flokks í. þjóðfélaginu og þeirrar stéttar er hann byggist á. Þessi stefna er einnig ofarlega hjá sumum ráðamönnumi Framsókn- arfl. Ríkisstjórn skipuð slíkum mönnumi mundi pota hvert tæki- færi sem gæfist til að skella á lögþvinguðum gerðardómi. Ef sjálfsagt er að samþykkja lög- þvingaðan gerðardóm í einstök- um tilfellum, er auðvelt: að heim- færa fleiri og fleiri tilfelli i þann flokk, og endirinn yrði sá, að þvingandi gerðardómur yrði lög- festur sem föst sfcofnun. Og ekki væri ónýtt fyrir slíka aft- urhaldsstjórn að geta vitnað í fordæmi slíkt sem þetta, ef að lögum verður. Forsætisráðherra talaði um að nauðsyn bæri til að slíkur d.ómur yrði hlutla.us, skipaður hlutlausum mönnuim. Þetta er hægt að segja, en erfitt að framkvæma. En víst, er um það, að gerðadómur þar sem Hæsti- réttur skipaði meirihlutann eða oddamennina, yrði aldrei skoðað- ur sem ,hlutla,us og væri, það heldur ekki. Dóanar þeir, sem Hæstiréttur hefir kveðið upp í verklýðsmálum gefa fulla á- stæðu til þess að verkalýðurinn líti á Hæstarétt sem stéttardóm- stól. Það bendir í sömu átt, að fulltrúi Sjálfstáeðisflokksins, fulltrúi útgerðarmanna virðist vera ánægður með skipun dóms- ins. Ef athuguð er vinnustöðvun sú, sem hér er notuð sem tilefni, og forsætisiráðherra telur að eikki verði leyst á annan hátt en með lögþvinguðum gerðardómi, þá er það viðurkent af öllum, að það þarf að fást tafarlaus lausn á. deilunni. Deilan stendur um það, hvaða lausn sé heppilegust og líklegust til að binda enda á deiluna; tafarlaust. Tillaga sú, er síðast. var feld bæði af sjó- mönnum og útgerðarmönnum, var á þann veg, að líkast var að verið væri að smána sjómenn með henni. 1 tillögunni fólst eng- in raunveruleg hækkun á síldar- kaupinu, eins og útlitið er nú með síldarverð, en það er aðal- atriðið fyrir sjómönn.um. Á salt- fiskskaupinu er aðeins örlítil hækkun, sem rnundi nema ein,- ,um 15 kr. á ári, en það er ekki einu sinni nægjanlegt fyrir fé- lagsgjöldumi í Sjómannafélag- inu! Er hægt að ætlast til að sjómenn samþykki slíkt,? Samt, f var tillagan feld með litluim1 at- k'væðamun. Hvað sýnir þetta? Það sýnir fyrst og fremst, hve auðvelt er að leysa deiluna, — það sýnir, að ekki stendur á sjómönnunumJ Eg tel að engin tilraun hafi verið gerð til að leysa deiluna með þessu tilboði. Útgerðarmenn svara því svo, að þeir gangi' að því cf rikisstjórn- in uppfylli kröfur þeirra. Þessu liafa útgerðarmenn lýst yfir hvað eftir annað. Fyrir þeim era hagsmiunakröf.ur sjómannanna, ekkert aðalatriði, heldur hitt, að kröfur þeirra til ríkisstjórnar- ipnar veiði uppfyltiar. Þessr vegna er eðli vinnustöðvunarinn- ai* augljóst, Þetta er pólitísk vinnustöðvun hafin í þeim á- kveðna tilgangi að þvinga ríkis- stjórnina til framkvfeynda á vissum hlutum, og jafnvel til þe.ss að koma ríkisstjórnjmii frá. Vandamálið, sem leysa þurfti var þyí ekki fyrst og fremst kaupgjaldsmáiið, heldur hitt, að leysa kreppu togaraútgerðarinn- ar. Það sem þarf að gera er að þvinga útg&rðarmenn til að láta togarana fara út. Hvernig er það hægt? Hvern- ig er hægt að þvinga útgerðar- menn til að hætta þessari pólit- isku vinnustöðvun, sem getur orð:ð svo afdrifarík fyrir alla þjóðina? Tvímælalaust hefði verið hægt að leysa deiluna, ef fram hefði komið tillaga, ,sem eitthyað hefði kcmið tíI móts við kröfur sjó- manna um hækkun á síldar- ka.upinu. Slí.ka tillögu hefðu sjómenn samþykt. Eg vil skora á ríkisstjórnina að reyna þessa leið. I kvöld er fundur í Sjó- mannafélagi Rvíkur. Vænti ég þess fastlega, að forsætisráð- herra taki tillit til þess ef þar skyldi eitthvað það koma fram er gætti leitt til lausnar á deil- unni, í stað þess að stofna til vandræða og stjórnarkreppu. Ef slík la,usn fengist, er sjómenn gætu unað við, þá er eftir að þvinga útgerðarmenn til að láta togarana fara út. En það er á valdi bankanna. Allir vita að togaraflotinn er ekki eign út- gerðarmanna, heldur bankanna. Hyað liggur þá beinna við, en að ríkisstjórnin hlutist t(il umi að bankarnir láti útgerðarmenn hætta þessari hættulegu, póli- tísku vinnustöðvun. Ef bankarn- ir viljja ekki beita þessu valdi, ættd ríkisstjórnin þá leið að setja upp lögþvingaðan dóm' * er gerði út, um málið á grandvelli til- lagna, sáttasemjara. Þetta væri fullkomlega réttlætanlegt, vegna þess að útgerðarmenn eiga fæst- ir togarana sjálfir, — það er raunar hreinasta, hneyksli að þessir menn, sem ha,fa yfirráð yfir þýðingarmiklumi fram- leiðslutækjum, án þess að eiga þau sjálfir, skuli geta efnt til pólitískra vinnustöðvana og stofnað svo þjóðarbúskapnum í voða. Ef ríkisstjórnin hefði farið Vöruverð i Sovéíríkj- unum. PRAMHALD AF 2. síðu. ins sjálfs. Meistarar í þessari að- ferö eru þýsku nasistarmr. ls- lenska afturhaldið er að læra af þeim. Hvernig á íslensk alþýða að s-vara þessari krossfei'ð gegn sósíálismanum? Hún á að gera það með., því, að endurreisa So- vétvinafélagið, efla það og koma sannleikanum um Sovétríkin inn. á hvert íslenskt alþýðom heimili. Eggert Þorbjarnarson. Papanin. FRAMH. 2. SXÐU. sinn mikla þátt í því að við gát- um, lif að þarna, saman í níu mán- uði án þess að nokkru sinni slett- ist. upp á, vinskapinn, og gáturra afkastað eins miklu starfi og raun ber vitni um Prófessor Schmidt endar við- talið með þessum orðum: Mér þykir vænt um, að þú og Sovétblaðamennirnir skyldu vera þeir fyrstu til að Jbjóða okk- ur velkomna, til Vestur-Evrópu. Þegar báturinn leggur frá skipinu, standa leiðangursmenn- irnir úti við borðstokkinn, veifa til okkar og hrópa húrra. Helge H olm. Ný bók. »Æfintýrið fr,á Islandi til Brasilíu« eftir Þorstein Þ. Þor- steinsson rithöfund er nýkomið í bókaverslanir. Fjallar bók þessi um ferðir Islendinga til Brasilíu fyrii nálega 80 árum>, Þá var hér á landi sterkur hugur manna.á meðal um landnám í Brasilíu og* fóru noikkrir. Menn þessir hafa, að mestu leyti gleymst og minning þeirra eink- um lifað af skáldsögu Jóh. M. Bjarnasonar »Brasilíufararnir«. Nú hefir Þorsteinn Þ. Þor- steinsson ritað sögu þess,ai*a manna, eftir þeim föngum, sem fyrir hendi eru. Bókin fæst hjá öllumi bóksölum og er hún hin vandaðasta að frágangi. Bókar- innar verður nánar getið-síðar hér í blaðinu. þessa l&ið, þá hefði hún staðið sem sigurvegari i þessu mátí, — hefði sýnt, að hún er húsbóndi yfir eignum þjóðarinnar, yfir bönkunum. Ef sú leið er farin, sem forsætisráðherra vill, þá eru það útgerðarmenn, sem eru sigurvegararnir. Xhaldinu hefðl þá tekisfc ætlun sín, að koma a stjcrnarkreppu og öðrum va:nd- ræðutmi, Viðvíkjandi frv. Alþýöu- flokksinsi vil ég segja þetta. Verði farin sú leið, að hafa lög- þvingun í þessum málum, hníga engin rök til að ganga lengra en það frv. gengur. En þetta frv. feiur í sér, eins og frv. forscefis* ráðh<&rra, að ákveða kjör sjó- manna með lögþvingun. Ég lýsi því yfir, fyrir hönd Kommún- istaflokksins, að hann er einnig andvígur því frumvarpi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.