Þjóðviljinn - 18.03.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.03.1938, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Föstudagurinn 18. mars. 1938. plÓÐVILJINN MSIgagn Kommúnistaílokks ' lalands. Ritatjðrl: Einar Olgeirsson. RitatjörnS BergataCastræti 30. Slmi 2270. itfgraifisla og augiýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kimor út alla daga nema mánudaga. Askriftagjald S míínuöi: Raykjavlk og uágrenni kr. 2,00. Annarssíaðar á iandinu kr. 1,25 1 lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðja J6n» Helgasonar, Bergstaðastræti 27, aími 4200. Gerðardömuriim og stjórnarkreppan.' Menn vöknuðu í gærmorgun við þau tiíðihdi, að búið var að keyra í gegnuni: þingið lögþving- aðan gerðardóm í togaradeilu þ.eirri, sem nú sitendur yfir. Rík- isvaldið ,h.afði í. fyrsta sinni grip- ið til þeirra ráða að taka af mönnum samningafrelsi, og gert þeim að skyldu að hlíta þeim úr- skurði, sem utanaðkomandi að- ilar settu. Með lagasetningu þeirri, 'Sem meiri hluti Alþingis hvarf að í fyrrinóitt er horfið inn á hættu- legar brautir. »Á mjóum þvengj- umi læra hvolparnir að ,stela« og með lögþvinguðum gerðardómi í einu máli er rudd braut að lög- þvinguðum gerðardómum um kaup og kjör verkamanna al- ment í framtíðinni. Undantekn- ing sú sem Hermann Jónasson talaði um í sambandi við gerðar- dómsfrumivarp sitt getur endur- tekið sig á hverri vinmudeilu. Það hefir ekki til þessa dags orð- ið lýðræðinu t,il verndar að af- nema það. Dæmin eru deginum ljósari úr sögu síðustu ára, hvernig silíkt hefir gefist. Pað er langt, síðan að öllum al- menningi var orðið það Ijóst, að hér var ekki að öllu um venju- lega vinnudeilu. að ræða. Það var ekki kaup og kjör sjómannanna,* sem umi var deilh Útgerðarmenn stöðvuðu togara,nia ekki fyrst og fremst vegna þeirrar lítilvægu kauphækkunar, ,sem sjómenn fóru fram á. Morgunblaðið höf- uðmálgagn útgerðarmanna sagði að kröfur sjómanna væru í alla staði réttmætar ag mœttu ekki tminni vera,(!). Það sem útigerð- armenn heimtuðu var valdið yf- ir ríkisstjórninni, valdið yfir gjaldeyrinum, óskorað olboga- rúm til þess að ausa fé ba,nk- anna í sína hít eftirtölulaust og órannsakað af ’nálfu hins opin- berá. Og það hljóp heldur en ekki á snærið hjá útgerðarmönnum. Þeir höfðu um nokkurn tírna horft með vaxandi velvild og stíg andi gleði á Jónas frá Hriflu brosandi út' í hægra munnvikið. Þar sáu þeir uppfylling vona sinna, mianninn, sem gætí veitt þeim fulltiingi til þess að knýja frarn kröfur sínar og rutt þeim leiðina að valdasfcólum ríkisvalds ins og fjárhisium, þjóðarinnar. Útgerðarmenn sáiu rétt. Jónas gleypti agnið og þá var ekkert annað eftir en að láta hann þvinga fram, í flokki sínum ein- hverja þá la.usn togaradeilunn,- Hernadaráætlun Jónasar írá Hritln. Ilann sundrar Alþýdnílokknum til að greiða götuua fyrir samstarfi við íhaldió. Hægri foringjar Alþýðuflokksins og Fram- sóknarmenn hafa látið íhaldið og Jónas frá Hriflu hafa sig að leiksóppi. I siðari ræðu sinni, í efri deild í .fyrradag skýrði Brynjólfur Bjarnason atburði þá, ,sem nú eru að gerast, og aðdraganda þeirra' á, þessa. leið: Framsóknarmenn, eða þeir ,sem ráða meðal þeirra, vildu sýnilega enga friðsamlega lausn á togaradeilunni. Þeir sem orð- ið hafa ofan á í Framsóknar- flokknum, vildu enga lausn á þessu máli, sem alþýðan getur sætt sig við. Með þes,su höfðu þeir alveg ákveðinn tilgang. Það eru til menn í Framsókn- arflokknum, sem hafa alveg ákveðna, hernaðaráætlun. Það eru menn, s,em, fyrir hvern mun vilja slíta samvinnu verkamanna og bænda og nálgast Sjálfstæðis- flokkinn. Þessari hernaðaráætlun var framfylgt á þesisa leið., — Fyrst var foringjum Alþýðuflokksins sagt að þeir yrðu að losa sig við vinstri arminn í. sínum eigin flokki. Það var ekki nóg með að þeim, væri bannað að hafa* nokkra samvinnu við koanmún- ista — heldur urðu þeir að Tdjúfa Mþýðuflríkkinn. Þeir urðu að ganga inn á vinnulög- gjöf sem verkalýðsfélögin voru andvíg. Þeir urðu að samþykkja gífurlegar tollahækkanir á nauð- synjavörum. Alt var þetta gert að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir samvinnu við Framsóknarflokk- ínn. Svo þégar alt þetta var fengið ar, sem Alþýðuflokkurinn gat ekki fallist á. Ef.ráðherra Al- þýðuflokksins yrði að fara úr stjórninni, þótti íhaldinu lík- urnar vaxa fyrir þyí að sæti hans sfcæði autt, uns einhver íhaldsmaður gæti klófest. það mieð hjálp Jónasar frá Hriflu. Fyrir atbeina Jónasar frá Hriflu hefir þetta bragð hepnast að nokk.ru., Ráðherra Alþýðu- flokksins fer úr ríkisstjórninni og’ sæti hans verður aufcfc. Um, framhald leiksins verður engu spáð. En hitt er verk alþýðunnar, að sjlá svo um að þefcta tilræði við lýðfrelsi og samningarétt í land- inu renni út í sandinn. Fyrst og fremst, hvílir s,ú skylda á herð- um sjómannanna, að standa upp og mötmæla gjörræðinu allir semi einn. Þeir verða að minnast þess; að þvingunardómur sá er Jónas frá Hriflu hefir illu heilli látið forsætisráðh. keyra gegn, um þingið kemur aldrei til fram- kvæmda, ef sjómennirnir standa saman og mótmæla honum'hik- laust og einarðlega. þá var þessum vesalings mönn- um sagt: Nú eruð þið veikir, 'ríúnir að fylgi og klofnir og haf- ið engan heilsteyptan floklc að baki ykkar. Við slíka menn get- um við enga samvinnu Ivaft. Svo, var þetta fyrsta, besta tækifæri nofcað. Borið fram ffv. um þvingunargerðardóm, sem vitanlegt var fyrirfram að Al- þýðuflokkurinn gæti ekki geng- ið að. Takmarki íhaldsins og' aft.urhaldsins í Framsókn var náð. Vinstri stjórnarsamvinnan rofin., Gatan rudd fyrir íhaldið. Allt var þefctfa, framkvæmt eft- Framhald af 1. síðu. hann yfir fylgi sínu við þving- unargerðardóminn, -ag var ánægður með stjórnarkreppuna. Einar Olgeirsson flufcti langa ræðu og réðst á gerðardóminn, og aðferð Framsóknarflokksins í þessu máli. Benti hann á með skýrum rökum að engin trygg- ing- væri fengin fyrir því að skip in færu á veiðar, þó að gerðar- dómur væri lögfestur. Slík trygg ing fengist ekki nema að samið væri við sjómennina. Taldi hann Framsóknarflokknum heppileg- ast að gera sér Ijóst, áður en lengra væri farið, að það væri ekki hægt að halda skipunum út á móti vilja sjómannanna. Togaraútgerðin væri, orðin slíkt kviksyndi f jármálaspilling- a,r og óreiðu, að engin varanleg lausn væri á þessu máli önnur en sú að hreinsa til í þessu feni, hvorfc sem það væri vilji Lands- bankastjórnarinnar eða ekki. Sýndi Einar fram á hin stór- hæfctulegu yfirráð Landsbanka- klíkunnar yfir nokkrum hluta Framsóknarflokksins, og hvern- ig þessi klíka ynni að því, með ráðnum hug að eyðileggja sam- vinnu vinstri flokkanna og taka höhdum saman við íhaldið. Það er skýlaus krafa verkalýðshreyf- ingarinnar, að spillingin verði gerð upp, að úr því verði skorið, hvorfc það er Alþingi, og ríkis- stjórnini, sem á að ráða, eða stjórn Landsbankans. Þaðan eru kröfumar um lögþvingaðan gerd ardóm komnar. Ef vinstri stjórn á að geta sta.rfað í, samræmi við vilja þeirra 30 þúsund vinstri kjósenda, er sendu vinstri meiri- hluta inn á þingið í sumar, verð- ur hún að láta Landsbanka- stjórnina hlýða, sér. Framsókn ir ákveðinni hernaðaráætlun manna, sem stjórnuðu taflinu. Og hægri foringjarnir í Alþýðu- flokknum og fjöldinn af þing- mönnum Framsóknar hafa verið eins og peð í hendi þeirra. Það, sem nú ríður á — það er að verkalýðurinn sameinist allur óg skapi sér trausta, sósíodist- iskci forustu, sem hefir land fyrir stafni. — Það er skilyrði þess að hægfc sé að skapa traust bandalag verkalýðs og bænda — sem ekki verður truflað af lodd- arakúnstum; manna, sem gerst hafa verkfæri andstæðinganna. m prðartlóffiinn os verður að velja, anpaðhvort að stjórna með íhaldinu eða verka- lýðnum. Það er ekki hcegt að leysa þessa cleilu án. sjómannanna, og síst með því að ganga í berhögg við þau réttindi, sem verkalýðs- hreyfingm hefir áunnið með langrí baráttu. Verkalýðsflokk- arnir munu standa sem einn maður í baráttunni gegn þving- unarlögunwn. Ráðherrarnir töluðu aftur og ennfremiur Þórsteinn Briem er lýsti yfir fylgi Bændaflokksins við þvingunarlögin. Héðinn Valdimarsson talaði eindregið gegn gerðardómnum og lagði fram eftdrfarandi rökstudda dagskrá, undirritaða af honum ásamt Isleifi Högnasyni og Ein- ari Olgeirssyni: »Þar sem frumvarpið leysir ekki deilumál sjómanna og út- gerðarmcmna, né tryggir á neinn hátt áframlialdandi rekstur togaraútgerðurinnur, en er hinsvegar bein árás á viðurkend réttindi verkalýðs- samtakanna og lýðfrelsið i landinu, og þar sem þingið einnig kemst ekki hjá því, að taka wtgerðar- og> bankamáiin í heild til varanlegrar úrlausn- ar vísar deildin þessu frum- varpi frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. Héðhm Valdimarsson, Isleifur Högnuson, Einar Olgeirssow. Voru allar þrjár umræðurnar hespaðar af um nóttina. Sí.ðasfc talaði Einar Olgeirsson. At- kvæðagreiðslan fór svo að rök- studda dagskráin var feld gegn atkv. Alþfl. og Kfl., frumvarpið afgreitt sem lög með atkvæðum Framsóknarmianna, Sjálfstæðis- flokksins og Bæmdaflokksins gegn atkvæðum kommúnista og Alþýðuflokksmanna, (m Moggimi er að sle'tta því öðru- hvoru, til að leiða athyglina frá sínuui eigin óskum og vonum, að kommúnistar óski eftir eymd og' fá.tcekt alþýðunnar, til þess að skapa betri jarðveg fyrir sína eigin starfsemi. Þetta er auðvit- að alveg öfugur sannleikurinn. Einmitt í barábtunni fyjrir bcett- um lífsskilyrðum innan auð- valdsskipulagsins þroskast verkalýðurinn best til úrslita- baráttu sinnar fyrir sósíalism- anum. Einmitt sú alþýða, sem gerir liáar kröfur til lifsins og lœtur sér ekki\ lynda kaupkúg- un, vinmdöggjöf og aðra rétt- indaskerðingu auðvaldsins, er iíklegust til að fylgja kommún- istum að málum. Hinsvegar getur auðvaldiö ekki vcent sér fylgis af annari alþýðu en -þeirri, sem er fáfróð og kúguð, fátæk og sveitandi. Þess vegna er það þess stefna að svipta alfyýðima öllum mann- réttindum og öllum skilyxðum til rnönamm samboðins lífs — ekki ekki einungis í því skyni að auðga sjáift sig, lieldur líka og ekki eimingis í því skyni að sér fylgisspaka, en fráhverfa frelsisstefnu kommúnismans. Morgunblaðið fcest ekki til að viðurkenna þessi sannindi. En stundum glopra þó lcapítálist- arnir þessu út' úr sér. Vér vilj- um. benda Mcrgunblaðinu á grein, senv birtist 5. nóv.. 1937 i. stærsta íhaldsblaði Englands, »Tvmes«. Þar stendur meðal annars: »Margir af stóreignamönnum og forstjórum atvinnufyrir- tækja í Frakklandi vvrðast ekk- ert hafa lært siðan 1929. Þeir hafa viðhaldið sínum miðalda- legu skoðunum. Það eru aðeins fáar vikur stöan einn ósvikinn meðlinvur þessarar atvinnurek- endastéttar sagði við frébtarit- ara þessa blaðs (Times), að von- laust vœri wm, að Frakkiand næði aftur smum góða, gamia efnahag, á meðan verkamenn- irnir væru í góðwm lioldum og vel nærðir (»sleek and well fed«)«! Þetta segir sjátft íhaldsblaðið »Times« um sína Jcapítalistisku vini og samherja í Frakkiandi. Skyldi ekki íhaldið Jiérna Jiugsa, eittJvvað líkt? Skylt er skeggið hökunni! Póstferðir á morgun Frá Reykjavík: Mosfellssveit- ar, Kjalarness, Kjósar, Reykjæ ness, ölfuss- og Flóapcsfcar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Fagranes tíl Akraness. Til Reykjavíkur: Mosfells- sveitar, Kjalarness, Reykjaness, , Kjósar, ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Fagranes frá Akranesi. Nýja Bíó sýnir enn söngvamyndina »Þar sem lævirkinn syngur«, með Martha. Eggerth í aðalhlut- verkinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.