Þjóðviljinn - 18.03.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1938, Blaðsíða 4
gs I\íý/a T5io sg Þar sem lævirkinn syngur Hrífandi fjörug' söngva- mynd frá Vín leikin af MöRTU EGGERTHS Hin yndislega söngrödd leik- konunnar hefir aldrei verið tilkomumeiri en einmitt i þessari mynd. Næturlæknir í nótt. er Gísli Pálsson, Lauga- vegi 15, sími 2474. Næturvörður er í Ingólfs- cg Laugavegs- apóteki. Sundmótið. FRAMHALD AF 1. síðu. sek. Metið á Jónas Halldórsson á 28,5 sek. 100 m. bringusund, stúlkur inn- an 16 ára. 1. Hulda Bergsd. (K. R.), 1 mín. 55,8 sek. ' 100 m. bringusund, karlar. 1. Ingi Sveinsson (Æ) 1 mín. [ 24,3 sek. Metið á Ingi á 1 mín. 23,2 sek. 100 m. bringusund, konur. 1. Jóhanma Erlingsd. (Æ) 1 mín. 41,2 sek. Metið á Klara ir Klængsd. (Á) 1 mín. 38,0 sek. 500 m. frjáls aðferð, karlar. 1. Jónas Halldórssom (Æ) 6 m)ín. 58,8 sek. Gamla metið átti Jónas. á 7 mín. Í6,8 sek. Litvinoff. FRAMH. AF 1. SIÐU. slíkar ákvarðanjr, sagði Litvin- off, þá munum vér ekki hika við að taka þær einir. Hann var þá spurður hvernig Rússar færu að þvi og svaraði hann þá, »þar sem viljann ekki vantar, þar vantar ekki ráð«. Útvarpið í dag 19.20 Lesin dagskrá næstu viku 20.15 Erindi: Guðmundur góði Hólabiskup (Guðbr. Jónsson próf essor). 20.40 Orgelleikur úr Fríkirkj- unni (Páll Isólfsson). 21.10 Upplestur: Kvæði (Guð- mundur Ingi Kristjánsson bóndi). 21.25 Hljómplötur: Létt lög. 21.30 Upplestur: »Einstæðing- ar«, eftir Guðlaugu Benedikts- dóttur (frú Sigurlaug Árna- dóttir).; 21.50 Hljómplötur: Harmóníku- lög. 22.15 Dagskrárlok. opinbers stj órnmálafun d ar í Gamla Bíó í kvöld klukkan 6 e.h. stundvíslega Umræduefni: Niels Nielssen er meðal farþega á Dr. Alex- andrine til Reykjavíkur og kem- ur hann hingað til þess að flytja fyrirlestra við háskólann, (FO). St|ópn.málaástan.did sjómannadeilan. «BIáa kápan« var leikin á miðvikudaginn við mikla aðsckn. Næsta sýning verður í kvöld klukkan 8f. Að- göngumiðar seldir í dag í Iðnó eftir kl. 1. Þingfundir féllu niður í gær vegna a.nd- láts Jóns Baldvinssonar. Ræðumenn; Brynjólfur Bjarnason, Björn Bjarnason, Einar Olgeirsson, Haukur Björnsson og Dorsteinn Pétursson. Aðgöngumiðar á 25 aura seldir á skrifstofu flokksins, Lauga- veg 10 (sími 4757), á afgreiðslu Ljóðviljans, Laugaveg 38 (sími 2184) og við innganginn. GamIaI3'io A TAYLOR skipstjöri Stórfengleg og spennandi kvikmynd gerð eftir hinni áhrifamiklu sjóferða- og æintýrasögu TED LESS- ER »SOULS AT SEA«. Aðalhlutverkin leika hin- ir vinsælu og ágætu leik- arar GARY COOPER GEORGE RAFTog FRANCES DEE. Myndin, er bönnuð börnum innan 14 ára. Hljómsveit Reykjavíkur. »Biáa íajaa« (Tre smaa Piger). verður leikin í kvöld kl 81-. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir ld. 1 í Iðnó, sími 3191. Mál ar a s veinaf é lagið mótmælir vinnulög- gjöf- Málarasveinafélag Reykjavík- ur samþykti á fundi sínum 16. þ. m. m.eð samhljóða atkvæðum mótmæli gegn frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur, sem fram er komið. Samþyktin er svohljóðandi: »Vegna þess að Málarasveina- félag Reykjavikur telur að frv. það til laga um stéttarfélög og vinnudeilur, sem fram er komið frá vinnulöggjafarnefnd, hafi inni að halda ákvæði er allveru- lega, skerði þá hagsmuni er fé- lagið hefir náð gegnum margra ára baráttu, en hinsvegar ekki inni að halda nokkrar kjarabæt- ur okkur eða öðrum iðnaðar- mönnum til handa, þá ákveður félagið a,f framangreindumi á- st,æðum að mæla eindregið á móti frumvarpinu og einnig að vinna að því í samráði við önn- ur félög að það verði eigi að lög- um«.i Vieky Baiim. Helena Willfuer 72 Malí. Tintin lyfti hendinni og tajdi á sínum fimm fingrum, lengra yar hann, ekki kominn í reiknings- listinni. Svo varp hann önclinni miæðulega. »Hvað lengi ætlið þið að halda áfram að hugsa og hafa ekki tíma ,til ineins«, spurði hann. »fig veit ekki, Tintin minn, — ég veit það ekki«, svaraði Helena, og nú var það hún sem andvarpaði mæoulega. »Það getur verið að það sé bráðum búið, en það getur líka orðið langur, langur tími ennþá«. »Þá verð ég líka orðinn stóir«.. »Það getur víst vel verið, Tintin minn, en ekki d,ug- ar að vera óþolinmóður«. Pési steinsvaf með opin augun. Tintin lá með höf- uðið á hlýjumi feldinum. Nokkra stund sá hann hvíta sloppinn hennar. Malí þvei tast fram og aftur um til- í'aiUnastofuna, en svo varð stóra flaskan að karli með ýs.t.ru og korkhatt á höfðinu, og Tinitin datt útaf, þreyttur af að hugsa. Helena nam staðar og horfði á sofandi barnið. Enn var einn dagur liðinn. Doktor Mítsuro kom hljóölaust og brosandi dnn., »Þér eigið að koma upp. Nú stendur slagurinn! Við fáum ær- lega næturvinnu. Á ég að bera Tin.tin í rúmið?« >;Þakka yður fyrir, en. mér þykir sjálfri svo gaman að mega leggja hann útaf. Viljið þér segja, Köbbelin að ég komi sitrax. Og biddu herra. Fabian að taka glykogen-upplausnina út. úr sterilisatoa’num eftir tutt- ugu mínútur og kalla á mig«. Hún tók barnið í fang sér. Mitsuro losaði varlega kanínuna, úr höndum sofandi, drengsins. F.uglarnir í. garcanum fóru alt í einu að kvaka, og herra Fabian, sótti. Emil út á garðinn og lét hann í kassann sinn. Fyrstu léttu kvöldskýin voru að læðast; upp á himin- inn, er enn var heiðskýr. »Hvernig er með þreyt.una«, spurði doktor Mitsura »öjæja, — ég er orðin talsvert þreytt«, sagði hún og bar barnið varlega upp á loftsherhergið, þar semi að hún hélt til. »Þér ættuð að reykja, það heldur manni við«, sagði japaninn brosandi., »Ég er farinn að nota, kóla«, svaraði hún. »Sjíva. er farinn að fá sér spra,utur«, sagði Mit- su,ro iægra. »Það hefir hver sína aðferð til þess að halda sér á fótun.umk »Já, Mitsuro«, — Helena nam staðar fyrir utan. dyrnar, með barnið í fanginu. »Get,ið þér hugsað yður það, að til skulu vera menn, sem borða, o,g sofa, á rétt- ,um timum, —ég get varla gert mér það í hugarlund«. Doktor Mitsuro stóð niður á stigaþrepinu, með kan- ínuna í fanginu. Ljó,s glampaði einhversstaðar og brotnaði í gleraugunum hans, og hann brosti hinu ein- kennilega — dularfulla brosi Asíumannsins. »Þolinmæði«, sagði hann. »Þolinmæði, þolinmæði, þolinmæðik Þetta fjórum sinnum endurtekna orð var skýring- in á neilli mannsæfi. n: * * Á sléttunni utan við bæinn lágu heljarstórar sam- byggingar, eign hlutafélagsins »Suðurþýsku efnaverk- smiðjurnar«. Turnar og reykháfar gnæfa þar við him inn, og loftið er sótugt og þungt. Allsstaðar eru braut- arspor og hvæsaridi lestir, kranar og pípur. Út úr stóru sölunum berst stöðugur, drynjandi hávaði. Heiena Willfúer kemur vetrardag einn inn u.m járn- hiÍGiið, og veit fyrst ekki hvert hún á að snúa sér í öllum þessumi húsaþyrpingum og gauragangi. Hún. er klædd dökkri kápu og með lítinn, látlausan flóikahatt, en á höndunum hefir hún. nýja hjartarskinnshanska, og er nú reglulega frúarleg. »Doktor Botstieber bað mág að koma á þessum tíma«, segir hún við dyravörðinn, cg er hann heyrir það, tekur hann ofan. Annar maður kom tdl og fór með henni að litlu lestinni, sem notuð var til manna- flutninga innan verksmiðjusvæðisins. Helenu þótti vænt um kalda blæinn, sem lék um andlit henni, er hún þeyttist; af Stað í litla, opna vagninum, og hún brosti er hún fann efnalyktina, sem lagði út frá að- alverksmiðjubyggingunni. Þegar þangað kom var far-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.