Þjóðviljinn - 23.03.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.03.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR MIÐVIKUDAGINN 23. MARS. 1938 68. TOLUBLAÐ Taka Frakkar Minorca og 8pánska-Marokko? Adalblad franskra jafnaðarmanna tekur undir kröfu kommúnista um öf lugan stuön- ing viö spönsku stjórnina og krefst hern- adarlegra aðgerða gegn sókn fasismans. 140000 erleodra hermanna í liði Francos i Arragoniiisókninni, en 20ooo Spánrerjar Fjöldafundur í París mótmælir innrás fasistaherjanna á Spáni. EINKASKEYTI TIL ÞJOf^lLJANS KHÖFN I GÆRKVöLD/ •W AFNAÐARMANNALEIÐTOGINN Zyromski krefst *" þess í grein í aðalmálgagni jafnaðarmanna »Populaire« að Frakkland svari sókn fasismans á Spáni með eftirfarandi adgerðum: 1. Frakkar taki eyjuna Minorca á sitt vald til að vega á móti hinum sterku hernaðarstöðv- um Itala í Mallorca. (Mallorca og Minorca eru stærstu eyjarnar af Baleareyjunum.), 2. Frakkar taki Spánska-Marokko her- sliiidi vegna þeirrar hættu sem Franska-Mar- okko er búin af yfirráðum fasismans þar. 3. Fjölmennur her sé hafður til taks við Píreneafjöll. 4. Lýðveldisstjórninni spönsku sé veitt öll nauðsrnleg hjálp. Frönsku blöðin birta nú nákvæmar skýrslur um herstyrk Franeos á Arragoniu-vígstöðvunum. í liði hans þar eru 60 000 ítalskra hermanna,"" 10 000 Þjóðverjar, 20 000 Portugalar, Rúmenar og Ung- verjar, 10 000 manna nýlenduhersveit og 20 000 Spánverjar. FRÉTTARITARI Sovétstjórnin hvetur Frakklandsstjörn til aö veita spánska lýðveldinu lið L0ND0N I GÆRKV. (FÚ). 1 Barcelona er haldið áfram að grafa upp úr rúsitunurru lík þeirra manna sem farist hafa í loftárásum undanfarið.. Er þetta mjög erfitt verk og stóo-- hættulegt. Umi þúsund lík eru þegar fundin og talið sennilegt að miklu fleiri muni hafa farast. Landvarnarmálaráðherrann í Barcelona gaf út opinbera til- kynningu um það í dag að þrátt fyrir hamrömm áhlaup sem her Francoe hafi gert á Aragoníu- vígstöðvunum:, með öllum^ helstu hernaðartækjumi nútímans, hefði honum ekki tekist að vinna neitt á nú upp á síðkastið. Uppreisnarmenn á Spáni hafa hafið nýja sókn á vígstöðvunum á Norður-Aragoníu og sækja fram frá Huesca, en sú borg hef- ir verið umkringd af. stjórnar- hernum síðan borgarastyrjöldin hófst. ;r a n s k M flROKK'oa LONDON 1 GÆKVR. (FO) Franski utanríkismálaráðherr ann Poul-Boncour, átti, á, laugar- daginn tal við fulltrúa Sovét- ríkjanna í París og er mælt að þeir hafi rætt um þá kröfu Rússa að franska stjórniru veitti spönsku stjóirninni lið. Kort af Marókko og Suður-Spáni Stjórnin í Lithauen segir ai sér. Stjórnin í Lithauen hefir sagt af sér, vegna, þess að hún neydd- ist til að ganga að úrslitakostum Pólverja. Smetana forseti hefir tekið lausnarbeiðninía gilda, en beðið ráðherrana að gegna störf- um sínuml áfram> þar til forsæt- isráðherrann kemur heim en hann dvelur nú í Sviss sér til heilsubótar. (F.O.) ^ Kjartan Thors telur líklegt að togararnir f art út Þjóðviljinn hafði tal af hr. Kjartan Thórs seint í gœrkvöldi og spurdi hvort atvinnurekendur hefðu tek ið afstbðu til gerðardóms- ins á fundi þeirra í gær. Svaraði Kjartan því, að á fundinium, hefði að vísu verið rætt málið, en engin ályjctun samþykt i því. Út- gerðarmenn hefðu strax þegar l'ógin u'm- gerðardóm voru samþykt ákveðið að hlíta þeim dómi, og sú ályktun stæði óhögguð. Frá félagsins hálfu yrðu engar hömlur á það lagðar að skipin fæfu nú þegar til veiða, og teldi hann líklegt að svo yrði. gíir heldur stóra sýn- ingu í París Gunnlaugur Blöndal listmál- ari og frú hans eru nýlega farin til Parísar og- munu dvelja þar um hríð. Mun Gunnlaugur mála þar nokkrar myndir og hefir þegar verið ákveðið að hann haldi stóra sýningu í París, þeg- ar kemur fram, á sumarið. F.tJ, DOLFUSS. Þjóðhetjur nas- istanna: Morðing- jar og glæpamenn 140 gyðingar eru greftraðir í Vín daglega. LONDON 1 GÆRKV. (FO). Ýms'ar tillögur hafa komið fram um það, á hver.n hátt eigi að reisa við æru nasistans sera tekinn, var af lífi fyrir að myrða Dolfuss 1934. Meðal annars er lagt til að mál hans verði tekið íyrir á ný og sá dómur feldqr, að hann sé sýkn saka, en önnur tillaga er sú að lík hans verði grafið upp og jarðað á ný með mikilli viðhöfn og síðan reiet minnismferki á, gröf hans. Ekkja Dolfuss Austurríkis- kanslara er flúin frá Austurríki til Sviss, eftir því sem, segir í frétt frá, Austurríki í. dag. 1 Genf stendur nú yfir alþjóð- leg ráðstefna Gyðinga... Ráðstefn- an hefir samþykt ályktun þess efnis, að Gyðingar í Austurríki sæti nú verri meðferð og meiri ofsóknum, en nokkru sinni hefir verið hlutsikifti Gyðinga í Þýska- landi, I Vínarborg séu nu jarð- aðir 140 Gyðingar daglega, en áður ha.fi meðaltalan verið fjór- ar jarðarfarir á dag í. grafreit- um Gyðinga. I AIJiÍlE J»í Forsætisráðherra gefur yfirlýsingu. Tillögu Einars Olgeirssonar og fsleifs Högnasonar um gjaldeyri handa inn- lenda iðnaðinum vísað til nefndar. Forstætisráðherra gaf í byrj- un fundar í neðri deild í gær yfirlýsingu um að lausn íogara- deilunnar væri nú að nálgast og hann myndi því byrja á eftir- grenslun í þinginu eftir hinu póli tíska ástandi, svo trygt sé að ráðuneytið hafi þingræðislegan meirihluta bak við sig., Fyrir n. d. lá í gær til einnar umræðu þingsályktunartillaga frái Einari Olgeirssyni og Isieifi Högnasyni um, að skora á ríkis- stjórn að hlutast til um, að næg- ur gjaldeyri fáist handa inn- lendri iðju. E. 0. hafði fram- ,sögu.i Sýndi hann fram á hver voði vofði yfir, ef innlendur iðn- aður yrði að meiru eða minna ieyti að stöðvast vegna hráefna- skorts, þar sem, þúsundir manna hefðu nú lífsviðurværi sitt af þessum iðnaði. Lagði Einar til að tillögunni yrði vísað til iðnaðar- nefndar svo hún gæti, athugað ástandið og látið álit sitt í ljósi við framhaldsumræður málsins. Var það samþykt með 17 atkv. — Skúli Guðmundsson kom með tillögu um að vísa málinu til rík- isstjórnarinnar, en tók hana aft- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.