Þjóðviljinn - 23.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.03.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 23. mars 1938. PJOSVILJINN Erlend yfirlit 9 Sovétstjórnin boðar til heimsráó- stefnu til ad hefta ofbeldi fasismans ♦ Áköf sókn innrásarherjanna á Spáni. Pólland neyð- ir Lithauen til að ganga að afarkostum. Síðastliðna viku hafa þýsku nasistarnir, ásamt austurrisku landráðamönnunumi, trúlega unnið að því að brjóta Austur- ríki undir harðstjórn Hitlers. Daglega berast, fréttir um nýj ar »ráðstafanir« í þessu skyni, nafn ríkisins þurkað út, stjórnin gerð að fylkisstjórn innan þýska ríkisins, innlimunin fullkomnuð. Tugir þúsunda verkamanna og annara andstæðinga stjórnar- innar eru settir í dýflissur, fjöldi manna myrtur, aðrir fremja sjálfsmorð. 1 fám orðum sagt: Nasistastjórn í algleym- ingi. Verður Tékkóslóvakía næsta fórnin? Þannig hefir verið spurt um aJla álfuna síðustu vikurnar. Stjórnir Sovétríkjanna og Frakklands lýstu því yfir, að þær mundu standa við allar LITVINOFF. skuldbindingar sínar, ef, til inn- rájsar í Tékkóslóvakíu kæmi. Breska stjórnin hefir gefið loðna yfirlýsingu um stuðn- ing við málstað Tékkóslóvakíu, en hefir slegið ýmsa var- nagla. Margt bendir til að næsta stórorusta fasismans eigi að standa á Spáni.. Talið er að þýska stjórnin hafi samið við Mussolini um hlutleysi við inn- limun Austturrí.kis gegn því að Þjpðverjar og Italir tækju að því loknu til óspiltra málanna á Spáni, heltu þar inn hergögnum og vopnum, og trygðu Franco sem skjótastan sigur. Þýska nas- istastjórnin treystir því, að Frakkland verði hættulaus óvin- ur, ef það væri skorðað milli þriggja fasistaríkja, Spánar, Italíu og Þýskalands. Eins og segja máttli með téttu, að ár- gangur Hitlers í Austurríki væru fyrstu sigrarnir í styrjöld við Frakkland, má segja, að endanlegur sigur fasismans á Spáni gæti orðið úrslitasigurinn yfir Frakklandi. Her Francos, ásamt nýjum og sterkum innrásarher, þýsk- um og ítölskum, er nú byrjaður á sókninni rniklu, er boðuð var i'yrir löngu, — en 'sem tafðist á þriðja mánuð vegna hins óvænta sigurs stjórnarhersins1 við Teru- el. Múlaflutningsmaöur einn geysilega feitur var á gangi viti á götu, og mætti fátækri konu, sem bað hann um ölmusu. Málafærslumaðurinn neitaði konunni, um ölmusuna. »Mætti ég biðja; yður um einn skö af yður, sem þér eruð hættur að nota«. »Til hvers?« spurði málafærslumað- urinn. »Jú, náðugi herra«, svarar konan, »ég ætla. að nota. hann fyrir vöggu handa yngsta, barninu mínuc. • • Jón: »Hvað er að sjá þig, kvæntan manninn, vera að festa tölu á kápuna þína«. Bjarni: »Sei, sei, nei, það er ekki kápan mín, það er kápan konunnar minnar«. • • Öldruð kona, var að horfa á knatt- spyrnu sem hún hafði aldrei séð fyr á æfi sinni. Hvert ætla þeir með boltann? spurði gamla konan að lok- svona mikið fyrir þessu. Þeir ættu miklu auðveldara; með að koma bolt- anum gegn um sitt eigið hlið en að vera að basla, við að koma honumv gegnum hliðin hvor’ hjá öðrum. • • A (við beiningamann): »Hvað hafið þér verið lengi atvinnulaus«. Belningðiiiaðiii'inn: »Síðan móðir mín dó«. A: »Hvenær dó móðir yðar«. Beiningainaðuiinn: »Þegar ég fædd- ist«. • • Anna litla: »Hann Jón er úti í garði og stígur ofan á alla litlu ormana«. Móðirin: »Það er ljótt af honumc. Anna: »Já, og hann vildi ekki lofa mér að stíga niður á einn einasta af þeim«. • • Maður kemur inn 1 búð og segir reygingslega.: »Láti.ð þér mig fá dá- lítið af hundabrauði, en fljótt, það er, handa hvolpi«. Biiðarinaðurinn: »Sjálfsagt, en á ég að búa um það eða ætlið þér að éta TiUtynning frá Gjaldeyris- og innflutningsnefnd Hér með er skorað á alla þá, eða aðstandendur þeirra, sem óska að fá yfirfærslur vegna náms er- lendis á yfirstandandi ári, að senda oss hio fyrsta, og í síðasta lagi fyrir 15. apríl n. k. skýrslu um eftir- greind atriði: 1. Námsgrein, og einnig við hvaða skóla eða stofnun nimið er stundað. 2. Hve langan,, tíma er gert ráð fyrir að námið takí og hve langt því, er komið. 3. Hve mikið fé í ísl. krónum viðkomandi gerir ráð fyrir að þurfa mánaðarlega þann tíma, sem um er er að ræða. Það skal tekið fram, að umsóknir um gjaldeyris- leyfi fyrir námskostnaði þarf að senda á venjulegan há;t,t, þótt skýrsla hafi verið gefin samkv. ofanrituðu og jafnframt að þeir, sem ekki senda skýrslu, tmega búast við að umsóknir þeirra verði ekki teknar til greina, aðeins af þeirri ástæðu. Jafnframt eru þeir menn, sem kunna að hafa í hyggju að byrja nám erlendis á þessu ári, varaðir við að gera nokkrar ráðstafanir þar að lútandi, nema hafa áður tryggt sér leyfi tál yfirfærslu á námskostn- aðinum. Gildir þetta einnig um aðra, er óska yfirfærslu vegna dvalar erlendis, þótt eigi séu þeir við nám. Reykjavík, 18. mars 1938. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd Undanfarna, daga hafa svo að ségja látlausar loftárásir verið gerðar á Barcelona, höfuðborg Kataloníu. Þýskar og ítalskar flugvélar hafa þar látáð eldi og dauða rigna yfir friðsama bæj- arbúa, um 3000 manns hafa lát- ið lífið, yfir 10.000 manns eru heimili.sla.usir. Gegn þessu ofurefli verður lýðveldisherinn að berjast, án þess að lýðræðisríki Vestur-Ev- rqpu virðist vita af því hvað hér er í veði fyrir lýðræðið í heim- inum og fyrir örlög Frakklands sérstaklega. Frönsku kommún- istarnir, kommúnistafl. allra landa og stjórn Sovétríkjanna hafa, gert alt sem í þeirra valdi stendur til að fá þessari afstöðu breytt, enn sem komið er hefir það ekki tekist. Hin nýja stjóm Leon Blums, með nýja utanrík- ismálaráðherranum Poul Bon- ccur, hefir enn sem komið er ekki sýnt aðra afstöðu til þess- ara mála en fyrirrennarar þeirra. Stefna ofbeldisins í milliríkja- májum hefir fengið nýja stað- festingu þessa vikuna. Ut af smávægilegum landamæraskær- um setur fasistastjórn Póllands nágrannaríkinu Lithauen úr- slitakosti, og hótar að beita hernaðarlegumi yfirb.urðum ef ekki verði að þeimi gengið skil- yrðislaust. Pólski herinn marsér- ar að landamærunum og kostii Pólverja, sem þýða auðmýkingu Lithauens fyrir erlendu valdi, og raunverulega uppgjöf á fullu sjálfstæði þess, eru samþyktir, vegna þess; eins, að her, sem er Lithauen ofurefli, bíður tilbúinn við landamærin. Ef þessi, stefna fær að halda áfram að grasséra í. álfunni, er allur þjóðarréttur gerður einsk- isvirði, og smáþjóðirnar verða varnarlaus Ieiksoppur milli fas- um. Þeir ætla vlst að koma honum í gegnum þessi hlið, sagði sonur henn- ar, sem va.r með í förinni. Litlu síð- ra segir gamla konan aftur: »Ekk- istastórveldanna. Bretland og Frakkland vígbúasti eins ótt og þau mieð nokkru móti geta, en þeim kemur það að litlu haldi þó að fasistaríkin ætli að »éta þau seinast«, seðja sig fyrst og styrkja á löndum smáþjóðanna. Mitt í þessari vígöld og varg- öld standa Sovétríkin sem hið eina örugga vígi, er hugsjón friðar og réttlætis á í heimiinum. Ríki verkalýðsins og bændanna, ríki sósíalismans, hlýtur að sjálf sögðu að taka forystuna í bar- átitunni gegn villimensku og rétt- leysi fasismans, einnig á al- þjóðamælikvarða. Yfirlýsing Litvinoffs, um allsherjarráð- stefnu vegna framkomu fasista- ríkjanna, hefir vakið heimsat- hygli. »Það verður að veita yfir- gapgsstefnunni viðnám, lýðræð- isríkjunumi ber skylda til að hefjast þegar handa um ráð- stafanir til að koma í. veg fyrir heimsófrið, og vernda þá, sem það hér inni?« • • HagiiæiTinKiuiiin: »Miki,ð óhemju fé tapa ég árlega í vöxtum af því að eiga engar innstæður«. er.u í hættu staddir. En — ef lýðræðisþjóðirnar fásti ekki til að taka slíkar ákvarðanir«, sagði Litvinoff, *þ& mivnum vér ekkí hika við að taka þær einir<. Að baki þessa manns stendur hið volduga stórveldi verkalýðs- ins og bændanna, ríki sósíalism- ans. Til áréttingar þessium orð- um fylkir liði sterkasti og þjálf- aðasti her heimsins, Rauði her- inn. 1 samræmi. við þessi alvöru- orð hugsar alþýða auðvaldsland- anna, undir þau taka sósíalistar umi allan. heim. Og enn er ástæða til að vona að lýðræðisstjórnir Vesturevrópu sjái að sér áður en blóðalda fasismans nær að flæða yfir lönd þeirra, tortímia menn- ingu þeirra, og týna frelsi þjóð- anna, og *rísi upp til varnar í bandalagi við þau öfl, er berjast fyrir frelsi, réttlæti og friði á jörðu. 20.—3.—’38. '£, G. ert skil ég í mönnunum, að hafa Tilkynning til einstakra áskrifenda úti á landi Peir áskrifendur, eiga eftir að greiða blað ið frá fyrra ári, verða að hafa greitt skuld sína fyrir 1. apríl, annars verða stöðvað- ar sendingar til peirra. Afgreiðsla Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.