Þjóðviljinn - 24.03.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.03.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR FIMTUDAGINN 24. MARS. 1938 69. TOLUBLAÐ ^^B1 Formaður dönsku hljáparnefndarinnar, Berrihöft kammerherra, að skoða götuauglýsingu frá nefndinni. Norðurlandabúar veita alþýðu Spánar margvíslega hjálp. Áskorun til ríkisstjórnanna um páttöku í fjársöfnun. — Svíar senda spánska stjörnarhernum tuítugu og einn sjúkravagn. EINKASKEYTI TIL ÞJÖP^ILJANS KHÖFN I GÆRKVöLD? SAMBAND sænsku verkalýðsfélaganna hefir ákveð- ið að kaupa 16 sjúkravagna handa lýðveldissinn- um á Spáni. Hjálparnefndin í Stockhólmi héfir veitt 15 000 kr. til að kaupa þrjá sjúkravagna í viðbót og hjálparnefnd- in í Gautaborg hefir veitt 10 000 kr. í sama skyni. Verða því 21 sjúkravagn sendir til Spánar á næstunni sem gjöf frá sænsku alþýðunni. FRÉTTARITARI LONDON I GÆRKV. F.U. Ríkisstijórnir Norðurlanda ¦haf a fengið áskorun um að taka pátt í alþjóðlegri fjársöfnun til hjálpar heimil'islausum börnum á Spáni. Sá sem hefir umsjón með þessari söfnun, er norski -dómarinn Michael Hansen. Þessi hjálparstarfsemi verður póli- tískt hlutlaus, en mun þó verða mest í Kataloníu, því þar er þörfin mest. Auk þess heldur ¦sænska spánarnefndin sem tók til starfa í fyrra stöðugt áfram vað isenda stjórnarsinnum mat- væli, aðallega niðursoðið kjöt, smjör og mdólkurduft. Einnig sér nefndin fyrir 8 barnaheimilum fyrir landflótta spönsk börn í Frakklandi. Ennfremur sendir siorska; hjálparnefndin stjórnar- sinnum matarbyrgðir og hefir 9n. a. sent til Spánar 15 þús. kg. af þorskalýsi þetta ár. Nefndin fékk nýlega þakkarávarp frá -spönsku ríkisstjórninni, þar sem hún f ullyrðir að lýsið hafi orðið til að bjarga þúsundum barna f rá því. að verða sjúk af næring- arskorti. Flokkur Henleins orðinn stærstiþing- flokkurinn í Tékkó- slóvakíu. En hefir þó ekki nema 55 þinjorsæli af 300 LONDON 1 GÆR (FO). Bændaflokkurinn í Tékkósló- vakíu og kristilegi jafnaðar- mannaflokkurinn hafa svift stjórnina stuðningi sínum og sleg-ið sér saman við flokk Hen- leins, Sudeten-Þjóðverjana, en sá flokkur krefst algerðrar sjálf stjórnar innan Tékkóslóvakíu fyrir Þjóðverja þar búsetta, Sudeten-flokkurinn er nú orðinn stærsti flokkurinn í þinginu í Tékkóslóvakíu, eða alls 55 af 300 þingmönnum.; Annar fámennur flokkur Þjóðverja er í tékkneska þinginu og hefir stutt stjórnina alt til þessa. Kínvepski hepinn í ákaf ri sókn á Lunghai- vígstöðvunum. 10 OOO manna japanskt herlid umkringt. — Japanir ætla ad stofna leppríki í öllum þeim fylkjum Kínaveldis, sem þeir hafa á valdi sínu. Frá Lunghai-járnbrautinni. Enn standa bardagar i Kína um: Lung-hai járnbrautina og þó einkanlega um Su-chow, þar sem járnbrautin frá Tientr-sing til Nanking sker Lung-hai járn- brautina sem liggur vestur inn í mitt landið. Síðustu þrjá dag- aua, hafa.Japanir ekki birt nein- ar fréttir;um sigra á þessum víg- stöðvum, og í gær kemur* frétt frá Kínverjum, um það að kín- verski herinn hafi nú umkringt að mestu 10.000 manna japanskt lið og hrakið það til baka norð- ur á bóginn og sé Su-chow úr allri hættu í bili. Erlendir blaðamenn spurðu japanska hermálaráðherrann að Blaðamennska náms- grein >ð liáskólaun i Gautahorg KHÖFN 1 GÆRKV. F.O. Það er- ráðgerti að stofna á næsta hausti nýja deild við há- skólann í Gautaborg. Þetta yrði venjuleg heimspekideild, en með þeirri nýbreytni að aukaíræðsla verður veitt þeim nemendum, sem ætla að gefa sig að blaða,- mensku og taka þeir síðan próf í þeim námsgreinum. Fái þeir ekki atvinnu við blöð eða hverfi frá því starfi er þeim gefinn kostiur á að endurtaka prófið n.ð nokkrum breytingum: og gildir það þá sem próf í þjóð- félagsfræði. I Svíþjóð bætast við 50—60 nýjir blaðamenn á hv^rji ári svo búist er við að þ°s ' uýja deild verði allvel sóitt. því í gær hvað hann hefði meint meö því að Japanir mundu aldr- ei gefa eftir einn þumlung af því, landi semi þeir hefðu unnið í Kína, né heldur neitt af þeim réttindum sem! þeir hefðu áunn- ið sér þar. Hann skýrði það þann ig að á því svæði í Norður- og Mið-Kína, semi Japanir hefðu lagt undir sig mundi verða stofn uð sj;álfstæð ríki með sömu af- stcðu til Japana og Manchukuo. Það hefir komið í ljós, að Jap- ani sá sem skotinn var til bana í Hong-Kew í gær féll fyrir eig- in hendi, en var ekki myrtur, eins og Japanir héldu fyrst fram. (London í gærkv. F.O.) 100000 verkamenn í París leggja niður vinnu. Einkask. til Þjóðv. KhÖfn í gærkv. Verkamenn í tutt- ugu stóriðnaðarfyrir- tækjum í París lögðu niður vinnu í dag. Var það gert i mót mælaskyni við þá á- kvörðun atvinnurek- enda að neita að fram- lengja núgildandi launasamninga. I verkfallinu taka þátt um 100000 manns FRÉTTARITARI Landburður af loðnu á suð- urlandi I stórbrimi, sem, verið hefir við suðurströnd landsins undan- f arna daga, hefir rekið mikið af loðnu ,á ýmsum stöðumi og liggur hún í hrönnum á fjörunum. Mest hefir kveðið að þesau við Landeyjasand, en undir Eyja- fjoliumi og austur með söndumi hefir einnig frétst um reka, en minni. Símflstöðvarstjórinn í Hallgeirs ey sagði um þetta í símtali, í dag: Við Landeyjar hefir rekið feiknamjkið í dag og nótt. — Að vísu hefir borið á reka undan- farið en ekki svipað því eins og nú, og í fjölda mörg ár hefir ekki verið þvílíkur reki. — 1 dag hef ir verið gengið héðan á rek- ann og loðnan hirt. Lá hún í hrönnum ,á fjöru, sem er um 1000 mietra löng, og hafa verið hirt 6—7 vagnhlöss og þó er eitt- hvað eftir. (F.Ú.) Olíufjramleidslan 1 Mexiko gengui* vel undir stjórn verkamannanna. Erlendu auðhringarnir leita til Bandaríkjastjórnar um stuðning. LONDONIGÆR (FÚ). Fjármálaráðherra Mexíco hef- ir, samkvæmt fyrirmælum Car- denas forseta, tilkynt hinum er- lendu olíufélögum1 aö stjórnim í Mexíco sé fús tál að ræða við þau nú þegar um greiðslu fyrir það land og þau framleiðslutæki sem hún hefir tekið eignarnámi. Framleiðsla á olíu heldur á- í'ram óhindrað undir stiiórn verkamannanna sjálfra og hefir ekki komið til neinna óeirða. Fjögur amerísk olíufélög sem rekið hafa olíuframleiðslu í Mex- íco hafa snúið sér til Banda- ríkjastjprnar og beðið hana að hlutast til um mál þeirra við stjórnina í Mexíco. Stjórn félag- anna heldur því fram, að þau hafi ekki fengið rétti sínum framgengt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.