Þjóðviljinn - 25.03.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1938, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Pöstudagurinn 25. mars 1938. luóoviuimi M&lgagn Kommúnistallokka IsUnda. Rltstjörb Einar Olgeirsson. RitstjörnSJ Bergstafiaitrseti 30. Slmi 2270. ▲fgreifisla og aagiýBÍngaakrll- stofa: Laagaveg 38. Slmi 2184. Kemor út alla daga nema mánudaga. Askriftagjald á míinuBi: Reykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarsstafiar & landinu kr. 1,25 t lausasölu 10 aura eintakifi. Prentsmiðja Jöns Helgasonar, Bergstafiastræti 27, siml 4200. „Aldrei skyldu gler- húsbúar grjóti kastaí4. Það ber ekki svo sjaldan við, að Alþýðublaðið ásaki okkur kommúnista fyrir ábyrgðarlaust; ga,spur og ábyrgðarleysi í lands- málum. Má þó hiklaust segja að þá fari skörin að færast: upp í bekkinn þegar piltar þeir, sem stjórna Alþýðublaðinu fara aó gasipra um ábyrgð í stjórnmál- um. Eitt af því síðasta í þeim efnumi er sú röksemd Alþýðu- blaðspiltanna, að kommúnistar hafi gert alt. það sem þeir máttu til þess að eyðileggja vinstri sam vinnu í ríkisstjórninni. En í tdl- efni af þessu vill Þjóðviljinn spyrja: Voru það kom,m,únistai', sem settu Framsókn þriggja, mánaða hengingarfrestinn fyrir rúmu ári síðan. Finnbogii Rútur kannast áreiðanlega betur váð uppruna þess plaggs en nokkur kommúnisti. Þá. fór, ekki mikið fyrir ábyrgðartilfinning.u hans i íslenskum stjórnmálum eða sam- hug hans með vinstri stjórn. Og ef litið er á inmihald. plaggsins verður ekki vart við neitt annaó en gí.furyrt glamiuryrði. Hvar var ábyrgðartilfinning Finnboga Rúts í síðustu þing- kosningum. Hvar lét klíka sú semi fer með völdin í Alþýðusam- bandinu fulltrúa sína draga sig til baka fyrir þeim fulltrúum Framsóknar, sem voru í hættu, stiltá ekki Alþýðuflokkurinn upp á móti, kommúnistum bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri, þar sem. mjklar líkur voru til þess að komimúnistar ynnu þing- sætdð ef Alþýðuflokkurinn hefði stutt þá, eins og f jöldi flokksmeð- limanna vildi. Var það af ábyrgðartilfinn- ingu fyrir öruggum, vinstri rneiri hluta á þingi og í ríkisstjórn, seni Finribogi Rútur og kumpánlar hans klufu Alþýðuflokkinn í vet- ur, til þess að létta Jónasi frá Hriflu gönguna t,il hins lang- 'þráða stefnumóts við Jensens- sonu. Var það að taka með gasp- urslausri stillingu á þeim m'ál- um þegar klofningsklíkan lét Jónas frá Hriflu hafa sig til þess að reka Héðinn Valdimarsson úr ílokknum með meginþorra flokksmanna, til þess eins að Jónas gæti á eftir sagt, við þessa sömu menn, er hann hafði haít að ginningafíflum: Þið eruð fylg- islausir og ykkur þýðir ekkert að treysta, þar sem þið hafið ekk ert fólk að baki ykkar. Til hvers var togara- ílotinn stoðv adnr ? Hugleiðingar togarasjómanns um deiluna orsök hennar og afleiðing Fyrir nokkrum dögum, birtist ckkur sjómönnum lögþvingað- ur gerðardómur \ togstreitu þeirri sem staðið hefir un,dan- farna mánuði m,illi útgerðar- manna og sjónmnna. Slíkur varð árangur þeirrar æfintýra- stjórnmiálamensku, sem kyr- stöðu og kúgunaröfl íhaldsins hafa framkvæmt á kostnað allra hánna vinnandi stétta í landinu. Tog.urunum, sem eru mikilvirkustu framleiðslutæki þjóðarinnar hafa þeir haldið í kyrstöðu til ómetanlegs 'tjóns •fyrir þjóðarheildina, en notað réttmætar kaupkröfur togara- háseta sem skotvopn á ríkis- stjórnina til aukinna hlunninda og gjaldeyrisfríðinda fyrir heild- salaklíku Reykjavíkur. Þannig hafa þeir reynt að skapa þeim enn betri aðstöðu til einokunar á nauðsynjum almennings, sem, um leið gæti orðið einn áfanginn í viðleitni þeirra til að kyrkja neytendasamtökin. Undanfarnar vjkur hafa auk sjómanna mörg hundruð verka- manna og kvenna, tapað góðri atvinnu tfyrir stöðvun upsaveið- anna, eni þær* veita, sem kunn- ugt er, mjög mikla atvinnu í landi, vegna, herslunnar. Með blygðunarlausri rósemi og ábyrgðarleysi gag-nvart svelt- andi alþýðu hafa útgerðarmenn horft á togaraflotann ligg-jandi inn í Sundum eða fjötraðann við hafnargarðinn. Aðeins örfá skip, sem sloppið hafa, gegnum járn- greipar þessara verklýðsböðla, koma í höfn eftir 4—5 daga úti- vist sökkhlaðin af upsa, ]x>rski, og ýsu. Lýsið úr fisklifrinni nægir til þess að borga, allan út- Alt eru þetta staðreyndir sem tala sínu máli um »ábyrgðartil- fínningu« Finnboga Rúts og kumpána han,s og »áhuga« þeirra fyrir samstarfi Alþýðuflokksins og Framsóknar. Kommúnistaflokkurinn hefir hinsvegar æfinlega verið á móti, æfintýraþólitík Finnboga Rúts. Hann bauð ekki fram: í neinu því kjprdæmi, þar semi þingmanna- efni Alþýðuflokksina og Fram- sóknar virtust vera i hæfctu. Kommúnistafloikkurinn reynir að sameina allan verkalýð í eina f.ylkingu, ,sem stæði örugg og hiklaust vörð um vinstri stjórn og vinstri politík. Alt var þetta eitur í beinumi Finnboga Rúts og hans manna. Og kommúnistarnir munu halda áfram að beita, sér fyrir þessum málum með sömu ábyrgð artilfinningu og fyr. Hinsvegar bendir alt, til þess að Finnbogi Rútur haldi áfram á sömu braut og áður og að hann telji það ekki aðeins hlutverk sitt að kljúfa raðir verkalýðsins, heldur einn- ig raðir allra vinstri manna í landinu. gerðarkostnaðinn. Ýsan, sem er mjög óverulegur hlutii aflans er seld fyrir 600—1000 kr. eftir hvern túr, til neyslu í hænumi Ýmsir menn, sera áhuga hafa á upsaveiðum. og sjá gróðann sem sagt liggjandi á borðinu, fór.u fram á það við »eigend- ur« togaranna, að fá þá leigúa um tíma, en var harðneitað. Nú skildi einhver halda að út- gerðarmenn óttuðust offram- ieiðslu á hertumi upsa og þar af leiðandi markaðstregðu, en sú hlið málsins. þurkast burt fyrir þeirri staðreynd að markaður á þessari vöru virðist mikill og engar lík,ur fyrir að hann verði tæmdur í bráð. Verkamenn og iðnaðarmenn, dettur ykkur í hug, að þessi hildarleikur íhaldsins snerti ekki ykkar hag og atvinnuskil- yrði? Viljið þið ekki gera. ykkur ljósa grein fyrir hvað sú ráö- stöfun þýðir í ra,un og, veru að stöðva aðalframleiðslutæki þjóð- arinnar, togarana, sem eru sterkasti þátturinn í. sköpun þeirra hráefna, sem er undir- staðan að gjaldeyri Islendinga, og skapar kaupgetu þjóðarinnar til iðnaðar, húsabygginga og lífs- nauðsynja yfirleitt. Nei, þessi framkoma íhaldsins mun í ná- inni framtíð hafa. víðtækar og afdrifaríka.r afleiðingar, sem ná fil margra ykkar. Flestum mun kunnugt, að nú sem stendur á stjórmin í svo miklum erfiðleik- um með að útvega gjaldeyri til kaupa á hráefnum fyrir iðnaö- inn, að dæmi slíks hafa ekki verið áður. Á næstu mánuðum dregur chjákvæmilega að því, að fólki í hinum ýms,u iðngrein- umi verður sagt upp atvinnu sinni í tuga ef ekk,i hundraða- tali. Hvað bíður þessa fólks ann- að en þau hörðu örlög að bætasr, í hóp atvinnuleysingjanna og deila hungurtilverunni með þeim, Það er erfitt, í stuttri blaðagrein að gera svona víð- tæku máli nein skil til hlítar; En það er óhjákvæmilegt að líta á ;aðra aðalhlið þessa máls þ. e. sú hliðin, semi snýr að togara- hásetum, sem nú ha;fa verið hraktir úr sínu eina og sterk- asta vígi, félagssamtökunum. I ársbyrjun 1937 hófu hin ýmsu stéttarfélög baráttu sína fyrir bættum kjörum. Undan- tekningarlaust geta, þessi félög nú litið yfir liðið starfsár með ánægju yfir nokkrum árangri. Prentarar, múrarar, trésmiðir, málarar, bifvélavirkjar að ó- gleymidum eyrarverkamönnun- um o. fl. hafa hækkað kaup sitt, flest; m,eð föstum taxtaákvæðum Klæðskerar tilkyntu hækkun á saunmskap t. d. á karlmannaföt,- um úr 85 kr. uppí alt að 105 kr. öllum meðal sanngjörnum rnönnum ber samani um að allar séu kaupkröfur þessar bygðar á fylstu sanngirni. Verð ýraissa nauðsynja hafi hækkað allveru- lega og réttlætt kröfur fólksins; umi hærra ka,up. Togarahásetar hafa búið við sína samninga frá því 1935, en með samningunum þá fengu þeir. cnga kauphækkun, heldur ao- eins staðfest kjör þeirra 2 eða 3ja háseta semi lögskráðir eru á þá togara sem kaupa bátafisk á- höfnum víðsvegar um land og sigla með hann í. ís til Englands. Ennfremur viðurkenda lág'- markstölu háseta á ísfiskveiðuin en þar mun álifc togaraskipstjóra hafa ráðið mjklu um. Það er langt síðan, þetta var. Dýrtíðin hefir aukist, flestar eða allar aðrar stéttir þjóðfélagsins hafa, fengið bætt kjör — nema togar as j ómenn. Utgerðarmenn djrfast heldur ekki beinlínis að neita réttmæti kaupkröfu sjómannanna. Þeir fáu útgerðarmenn sem ennþá eiga. togarana, myndu eflaust ef • þeir hefðu mátt ráða, orðið við henni — en þeir eru ofurliði bornir í útg'erðarmannafélaginu. Kveldúlfsklíkan hefir þarna tek- ið forustuna sem oftar áður og hefir nú með aðstoð Framsókn- arflokksins ráðist gegn hags- munurn sjómanna. Fordæmið er skapað með lög- festingu gerðardómsins. Hinn kaldi hrammur löggjafarvalds þessa auðvaldsskipulags, sem alt ,a.f er nú að koma betiur í ljós, hefir gripið klóm sínum fyrir kverkar sjómannafélaganna og ógnar með að kyrkja þau. Að hvaða stéttafélagi kemur næst? Dagsbrún? Iðnaðarmannafélög- unum? Ihaldið hefir skapað sér sterka aðstiöðu inn,an ríkisvalds- ms og enginn þarf að eíast úm að það munj ekki notfæra sér hana til þess ýtrasta, En þessi grí.mulausa herferð sem íhaldið hefir nú hafið gegn alþýðunni ætti að geta orðið til l>ess að þeir semi fastast, hafa sofið og lengst hafa, láfcið blekkj- ast af hin|u sefjandi lýðskrumi íhaldsflokksins leituðu nú þeg- ar styrktar í efldu félagslífi og samhygð meðal stéttabræðra sinna og komist áþrejfanlega að raun um hvað máttur samtaka og þroskaðs félagslí.fs orkar. Togarasj ómaður. Þýska villimennskan heldur innreið sína í Austurríki. Lýsing á fyrstu valdadögnm nasista í Vínarborg Um leið og fyrstu þýsku hern- aðarflugvélarnar byrjuðu að sveima yfir Vínarborg, hófst ógn aröld í Austurríki. Undir stjórn þýskra lögregluforingja byrjuðu stormsveitarmennirnir »lögreg'lu vernd« sína. Fýrstu nóttina gerðu nasistar húsrannsóknir og fóru eyðandi höndum um samkomuhús ýmsra pólitískra deilda, Þeir umsneru öllu í varnarliðsskálum Föður- landsfylkingarinnar og sama sagan endui'tók sig í byggingum og samkomuhúsum v.erkalýðsfé- laganna (en þeim; hafði Schu- schnigg afhent eigur sínar fyrir fáeinum dögum). Mikill fjöldi Gyðinga og hvers- konar manna, sem voru nasist- umi þyrnir í auga voru teknir til fanga og farið með þá burt. Annan daginn kom svo Himmler foringi þýsku leynilög- reglunnar í eigin persónu, ásamt fjölda þýsikra lögreglumanna og stormsveitarmanna. Aðseturs- staður hins bannaða austurrlska nasistaflokks, sem -stendur í nánd við Burg-leikhúsið var gért að einskonar hermannasikála. Þangað voru settir 3500 storm- sveitarmenn, og um leið hófst hreinsunin fyrir alvöru. Stormsveitarmennjrnir voru klæddir í nýja þýska einkennis- búninga og þeim voru fengin ný þýsk vopn í hendur. I kjallara hússins voru »innréttaðir« yfir- heyrsluklefar af sömu tegund og hinir alræmdu yfirheyrsluklefar við Prinz Albrechtstrasse í Ber- lín. Fangarnir dnifu að hvaðan- æva í lokuðumi einkabifreiðum. Aðeins: þeir nafnkendustu úr hópi fanganna voru teknir til vfirheyrslu af Dalúges lögreglu- foringja, og mönnum hans. Meg- in þorri fanganna, þar á meðal nálega allir verkamennirnir voru hinsvegar -skildir eftir í vörslu S.A.-mannanna, í hinum ýmsu pyntingarklefum hússjns. Fjöldi austurrískra, verka- manina, sosíalista, kommúnista, Gyðinga og- kaþólskra manna eru horfnir og hin,a,r ægilegustu frásagnir urn misþyrmingar og morð ganga um borgina. Strax á öðrum degi byrjaði svo ósamkomulagið milli hinna þýsiku og austurrísiku lögreglu- manna,. Þann dag gaf Himmler út yfirlýsingu ]>ess efnis, að hann ásakar mjög hina aust.ur- rísku starfsbræður sína, fyrir að hafa slept ýmsum þeim úr landi, sem mlestur fengur var að hafa hendur í hári. Segir Himmler að sumum hafi gengið til þess trassaskapur, öðrum hugjeysi og ýmsurn, linkend. Vegna þessara atburða, réði Ilimmler Hitler frá því að takast: á hendur för tili Vínarborga,r svo snemma sem raun varð á. En jafnframt; herti hann um allan helming á ofsókn- unumj gegn andstæðingum nas- ismans. Útbreiðið Þjóðviljann!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.