Þjóðviljinn - 29.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1938, Blaðsíða 2
i»rLðjudagurinn 29. mars. 1938. ÞJOÐVILJINN Karlakór Akureyrar kominn til Reykjavikur. Fyrsti samsöngur kórsins verður í Gamla Bíó í kvöld ki. 7 Karlakór Akureyrar kom hing að tdl bæjarins með Dr. Alex- andríne á sunnudagsmorguninn. Ætlar kórinn að dveljast hér aó minsta kosti vikutíma og skemt a bæjarbúum með íþrótt sinni. Tíð indamaður Þjóðviljans átti í gær tal við Áskel Snorrason scngstj. kórsins og kennara hans, um kórinn sjálfan og söngför hans hingað fcil Reykjavíkur. Hvenær var kórinn stofnað- ur? Karlakór Akureyrar var stofn aður í janúar 1930. Meðlimir kórsins höfðu þó komið saman til æfinga um. nokkurt skeið, áð- ur kórinn var stoínaöur. Stofn- endur voru rúmlega tuttugu en nú telur kórinn 41 meðlim, en af þeim eru hér nú 35, auk söng- stjóra og fararsfcjóra. Hvad getur þíi sagt mér af st'órfum kórsins? Kórinn hefir aðallega, lagt á- herslu á að æfa lög við alþýðu- hæfi og með íslensikum textum. Hann hefir haldið samsöngva árlega á Akureyri, og auk þess á Siglufirði, Húsavík, Sauðár- króki og víðsvegar um sveitir Byjafjarðarsýslu, Suður-Þing- •yjarsýslu og Skagafjarðar- sýslu. Auk þess hefir hann sung- íð á mörgum skemtisamkomum, bæði á Akureyri og í nærsveit- um Akureyrar. Kórinn er með- limur í Sambandi norðlenskra karlakóra (Söngfélaginu Hekla) og hefir sungið á söngmótum þess á Akureyri, Húsavík og Laugum. Ennfremur er hann meðlimur í Sambandi íslenskra karlakóra. Hvenær var ákveðið að fara söngför liingað til Reykjavíkur? Á síðastliðn.u hausti ákváðum við að ráðast í þessa. söngför ef ástæður leyfðu, og nú erum við komnir hingað. Suðurförina hugsuðum við sem prófstein á getu kórsins, og okkur til upp- lyftingar. Og svo má ekki gleyma því að söngfarir, sem þessar efla, mjög áhugann meða.1 félagsmanna, en það er mikils- vert atriði fyrir okkur eins og aðra. Hvenær verður fyrsta söng- skemtun ykkar hér í Reykjavík? Við höldum fyrstu söngskemfc- unina, í kvöld kl. 7 í Gamla Bíó. Þar ætlum við meðal annars að syngja lög eftir íslenska höf- unda, eins og Sig’valda Kaldar lóins, Sigfús Einarsson, Friðrik Bjarnason og fle'iri íslenska höf- unda. Þú hefir fengist við tónsmíð- ar að undanförrm. Syngið þið ekki eitthvað af þeim tónverk- wm? Jú, við munum syngja á næsta samsöng okkar eitt eða tvö lög, sem ég hefi gerfc og vænt anlega f'leiri síðar. En auðvitað er kórinn ekki kominn hingað, •fyrst og fremst til þess að fara með mína.r tmsmíðar. Af öðrum lögum1 má nefna »01af Tryggvar son« eftir Reissiger, vorsöng eft- ir prins Gustaf og nokkur lög eftir Bellman. Hvað' gerið þið ráð fyrir að halda margar söngskemtanir hér syðra? Um það er ekkert að fullu af- ráðið ennþá, en við gerum ráð fyrir að halda, að minsta kosti þrjár söngskemtanir hér og eina í Hafnarfirði. Hafið þið hugsað ykkur að fara víðar um hér sunnanlands? Um það hefir ekkert verið ákveðið ennþá, og það fer no>kk- uð etftir ástæðum. Við vitum ekki fyrir víst með hvaða ferð við förum norður og ef tími og aðrar ásfcæður leyfa höfujm við það í hyggju. Við höfum ekki sett okkur í nein sambönd hér syðra utan Reykjavíkur og Hafnarf jarðar enn sem komið er og getum því ekkert fullyrt, um hvernig ferðaáætlunin kann að lífca út að lokumt Hvernig líst þér á Reykjavík? Mér hefir æfinlega li.tist vei á höfuðsfcaðinn, og bærinn hefir tekið miklum stakkaskiftum til hins betra, a.ð yfcra, útliti, síðan ég kom hér síðast, en síðan eru liðin m,eára en 12 ár. Ég veit, að Reykvíkingar hafa áhuga fyrir kórsöng og vona a.ð þeir virði það sem áfátfc er um viðleitni okkar til betra vegar. étilegujnaðui’ á Kejkjavíkurgötum. Eftirfarandi frásögn birtist i einu Reykjavíkurblaðinu skömmu eftir aldamótin: Sá atburður va,rð 12. þ. m., að maður nokkur ókendur reið allhart um götuna. Eftir nokkra mœðu náði Pétur pólití í manninn skamt frá Jóni Pórðarsyni kaupmanni. Var mað- urinn þá á hestba.ki, hafði tvo til reiðar og búinn til brottferöar. Pét- ur er ungur I tigninni og vildi nú sýna rögg af sér og þreif til manns- ins, — náði hann í kápulaf hans. En maöurinn beið ekki boðanna, sló 1 hestinn og baðaði út öllum öngum. Pétur lafði 1 kápulafinu og hékk þar upp eftir stignum. Sá ókunni sló nú I a,f öílu afli, kom ólin í höfuð 'Pétri; tók nú hesturinn sprett mikinn, en rifa kom í kápuna; slepti Pétur tök- um og greip til höfuðsins. f þeim stympingum misti maðurinn hattinn af höfði sér. Pétur bað ha,nn taka, hattinn, en hinn gaf því engan ga.um; bað pólitíijð menn þá að taka mann- inn, en fáir voru þess fýsandi. Þó reyndi einhver að stöðva; hann, en fékk svipuhögg og v arð frá að hverfa. Pétur og iýðurinn horfði inn veginn, en maðurinn reið berhöfðað- LONDON I GÆRKV. (FO). 1 tilkynningu frá stjórn Fran- cos fcil sfcjórnarinnar á Italíu segir, að í, orustunum, sem átfc hafi sér stað á Spáni undanfar- ar vikur hafi 29 liðsforingjar og 253 óbreytfcir liðsmenn ítalskir fallið, en 125 liðsforingjar og 1300 óbreyttir hermenn særst. Auk þess sé 33 m&nna saknað. Uppreisnarmenn telja sér sig- ur á fcveimur vígstöðvum, í Ara- goníu og eru nú komnir inn í Kataloníu á einum stað. 1 nófcfc sem leið gerðu þeir skyndiá- hlaup og komust yfir um fl.iót nokkurt, seto, myndar landa- merki Kataloníu á einum stað. Stjórnin hafði sent; þangað 39 herdeildir, en þær virðast, ekki hafa gert; neina, tilraun til aö verjast. Var flóttinn svo hraður og eftirför uppreisnarmanna svo greið, að atórskotalið þeirra átti fult í fangi með að fylgja eftdr framvarðarsveitunumi. Þá hafa uppreisnarmenn tekið Fraga, en sú borg er skamt frá Levida, sem er * næst stærsfca borgin í Kataloníu, og aðeins um, 125 km. frá Barcelona. Sá hluti upp- reisnarhersins, sem sækir fram frá Huesca, hefir tekið Ba.t- bastré en þaðan liggur járn- braut til Lerida. Á suðurvígstöðvunum í Ara- ui guði á vald og hvarf úr sýn. Eng- inn þekti manninn og ætla. menn að þetta. muni hal'a verið útilegumaður. Væri það ekki ráðlegt, að fá nú Jón gamla söðlasmi.5 frá Hlíðarendakotí til þess að vera, hér pólitt? Hann et’ hér í bænum hvort sem er þessa dag- ana. • • Jón Jónsson kaupmaður hafði þurft að senda. eftir lækni, og ávarþ- aði hann á þessai leið: — Þó að ég hafi sent eftir yður, læknir minnr verð ég að játa, að ég hefi ekki nokkra trú á læknavísindum nútim- ans. — Það gerir ekkert til, svaraðí læknirinn. Asninn hefir enga trú á dýralækninum, en læknast samt. • • 1 kvæðinu Eden snýr Þorsteinrt Erlingsson máli sínu til Sig. Breið- fjörð og vill heimta hann úr helju; .... komdu, hver vSsan er vor nú viljum við borga, þér óðinn; hann léttir oss heiman og heima vor spor, ég heyri hvert barn kunna Ijóðin, — og ef að við fellum þig aftur úr hor, í annað sinn grætur þig þjóðin. goníu, eða í grend við Caspe, rnæfca uppreisnarmenn affcur á mótí talsverðri mótspyrnu. Kaupfélag alpýðu FRAMH. AF 1. SIÐU. undir leiðsögn þessara manna og nú bætist; eitt við. I gær ræðsfc Alþýðublaðið harkalega að kommúnistumi fyr- ir aðgerðir þeirra í samvinnu- málum hér. Þó veit hvert mannsbarn í Reykjavík, sem nokkuð hefir fylgst með sögú samvinnunnar, að það eru ein- tnitt kommúnistar, sem, hafa hafið merki samvinnunnar hæst og með glæsilegustum árangri hér í. Reykjavík með góðu sam- starfi við samvinnumenn úr öðrum flokkum, þar á meðal Ai- þýðuflokknum. Alþýðublaðsklík- unni væri því heilladrýgst að þegja um. samvinnumál, Ctbreiðið Þjóðviljaim! Tílkynning til einstakra áskrifenda úti á landi Peir áskrifendur, eiga eftir að greiða blað- ið frá fyrra ári, verða að hafa greitt skuld sína fyrir 1. apríl, annars verða stöðvað- ar sendingar til peirra. Afgreiðsia Þjóðviljans. Iskyggilegar horfur á Spáni. Uppreisnarhepinn er sagðnr vera kotninn inn í Katalóníu á einum stað. Stjornarherinn skortir vopn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.