Þjóðviljinn - 31.03.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.03.1938, Blaðsíða 1
3. AKGANGUR FIMTUDAGINN 31. MARS. 193& 75. TOLUBLAf) Barátta Jönasar frá Hriflu gegn iðn- aðarmönnum. Dómur í máli Sveinbjarnar Kristjánss. Utó mánaðamótin janúar og febrúar sfcöðvaði Samband meistara í byggingariðnaði Sveinbjörn Kristjánsison húsa- smíðameistara við málnmgar- vinnu í húsi, sem hann var að byggja, Töldu meistarar aó Sveinbjörn hefði ekki, sam- kvæmt lögum um iðju og iðnað, rétt til að vinna að málningu. Jafnframit óskaði meistarasam- Jbandið eftir úrskurði lögreglu- stjóra um málið. Meðan rann- .sókn málsins fór fram setti meistarasambandið húsið í bann og' var bæði meisturuim og svein- <um 1 byggingariðnaðarsamtök- unum bannað að vinna hjá Sveinbirni, svo sem samþyktir og samningar þessara samtaka gera ráð fyrir. Dómur er nú genginn í máli jþessu og var Sveinbjörn sýknað- «r. Sýknudómurinn er bygður á Jpeim forsendum, að Sveinbjörn hafi íeyfi til að vinna að máln- ingu »fyrir sjálfan sig og sitt heimilí« eins og segir í iðnlögun- um. — Er hér vitanlega um, al- rangan skilning að ræða, þar sem það er vitað að byggingar Jiær, sem Sveinbjörn þessi hefir liyggt, eru alls ekki bygðar »fyr- Stjórnin í Tékko- slovakiu sest að samningaborði með Sudeten-Þjóðverj- iim um kröfur þeirra LONDON I GÆRKVÖLDI 1 frétt frá Prag segir, að rstjórnin í Tékkóslóvakíu muni ínnan skamms hefja viðræður •við fulltrrúa Sudeten-Þjóðverja, um þær kröfur, sem flokkurinn hefir lagt fram um sjálfsstjórn í héraðsmálum. Stjórnin hefir í hyggju að sameina öll lagaá- kvæðii viðvíkandi þjcðernis- minnihlutum í landinu í einn lagabálk. Þessi tilkynning var birt í Prag í gær. Sudeten Þjóð- verjar krefjast nú þess, að al- mennar kosningar og kosningar í sveitastjórnir séu látnar fara ;fram tafarlaust. F.Ú. ir hann. eða hans heimilk, held- ur er hér um framleiðslu að ræða, semi seld er hæstbjóðanda eins og hver önnur framleiðsla iðnaðarmanna. Með dómi þessum er því frek- lega gengið á skýlausa lagalega vernd, sem iðnaðarmönnum er veitt að landslögum. Þessi dómur er þó aðeins einn þáttur í herferð þeirri, sem Jónas frá Hriflu hefir hafið gegn öllum iðnlærðum, mönnum. — Virðist Jónas hafa, sjúklegt hatur á öllu því er lýtur að sér- þekkingu manna.;— Hef ur hann gengið svo langt í þessu, að fyr- ir atbeina Framsóknarmanna munu beinlínis hafa verið gerð- ar rá,ðstafanir til þess að flytja hingað iðnaðarmenn og fúskara utan af landi í þeimi tálgangi að rjúfa samtök iðnaðarmanna og svifta þá öllum lagalegum rétti. Jónas hefir með'árásum, sínum á iðnaðarmenn beinlínis hvatt menn til að haf a að engu öll gild- andi lög umi iðnað. Það virðist nú vera kominn tími til þess að iðnaðarmenn sem heild heimti skýr svör af Framsóknarflokknum í, þessum málumi og afstöðu formanns flokksins. Sé það stefna Fram- sóknarflokksins, siem Jónas hefir túlkað í iðnaðarmálunum verða iðnaðarmennirnir að taka af- stöðu til flokksins sem slíks. 8ókn Francos til Lerida stödriid? Stjörnarherinn vinnur f jölda þorpa vid TerueL Byrgi stjómarliða á Teruel vígsl'ádvunum^. EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS, Khöfn í gærkv. STJÓRNIN 1 BARCELONA til- kynnir í dag að framsókn uppieisnar- manna til Lerida sé stöðvuð. 1 síðustu 36 klukkuitundirnar hafa staðið yfir grimmilegar orustur við Cincafljótið og uppreisnarmenn hafa ekkert unnið á. Stjórnarherinn hefir byrjað gagnsókn við Teruel og pegar tekið fjölda porpa í grend við borgina. FRÉTTARITARI. »Þegar vér förum út í ófriðinn, verðumfvér að drotna í loftinu og eyðileggja miskunarlaust baráttuþrek og sigurvonir övinaþjóðanna«. Öll ræða Mussolinis var hötanir ura stríð og stríðsæsingar. LONDON 1 GÆRKV. F.O. Síðdegis í dag hélt Mussalini ræðu í öldungadeild ítalska þingsins um vígbúnað Itala. Þykir ræðan ein hin eftirtektar- verðasta, er hann hefir lengi haldið. Hann mælti m. a. á þessa leið: »Besta vörnin, sem auðið er að koma við í ófriði er sú, að ráðast á, og vér erum að búa oss undir það, að hafa á takteinum bæði menn og hergögn fyrir ó- frið þar sem skjótlega verður skorið úr málunum'«. Þá sagði hann ennfremur að hermanna- flutningarnir til Spánar og Li- byu hefðu ekki veikt Italíu að neinu marki, »1941 mun svo verða komið, að vér hófum á,tta f'yrsta flokks oirustíuskip, og fjögur af þeim alveg ný. 1 þvi sambandi má minnast þess, að skerfur flotans til lausnar Ab- essiniustyrjöldinni var ajlveru- legur, en því er óhætt að lof a, að í næstu styrjöld mun floti vor ekki liggja aðgerðarlausi inni á höfnum, Pess má ennfremur geta, að vér hb'fum 20—30,000 flugmenn á takteinum Talan ein út af fyrir sig segir ekki mikið, en þess ber að gæta, að hundr- uð þessara flugmianna hafa dýrmæta: reynslu sem þeir hafa aflað sér í tveimiur. styrjöldum, hvorri á eftir annari — styrjöld- inni í Abessinju og styrjöldinni á Spáni. Og þegar vér förum út í ófriðinn, þá verðum vér að drotna í. loftinu cg eyðileggja mii.skunnarlaust baráttuþrek og sigurvonir tivinaþjóðanna«. »Tvenns þarf að gæta í ófriði: árásarinnar og mótetöðunnar. Til skjótra, árása verðum; vér að reiða oss, á flotann, árásarflug- vélarnar, stcrskotalioið og hern- PRAMHALD A 4. SIÐU CORDELL HULL - utanríkisráðh. Bandaríkjanna. Cordel Hull reynir að mynda alþjóða- samtök til hjálpar austurrískum f lótta- mönnum. LONDON I GÆR (FO). Tíu ríki hafa nú þegar senfc svör sín við májaleitun Cordell Hulls, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, um skipun nefndar til þes.s að greiða, fyrir austurrískum; flóttamönnum. Eru þetta sjö ríki í Suður-Ame- ríku og: Frakkland, Belgía og Svíþjcð, og svara öll játandi, en Svíþjóð tekur þó þann fyrirvara, að hún leggi til mann í nefnd- ina ef það verði alment • sam- komulag meðal stjórna að skipa hana. Italía hefir neitað að taka þátt í nefndarskipuninni. Stjórnarnefnd aJþjóðaráðs Gyð- mga. hefir tjáð stjórn Banda- ríkjanna þakklæti sitt fyrir þessa uppástungu. Hundirad spreng- jum varpad nid- ur yfir Castellon. LONDON 1 GÆR (FO). 1 gær urðu bæir á ströncl Kataloníu fyrir loftárásum. Um eitt hundrað sprengjum' var varpað niður yfir Castellon og ollu þær töluverðu manntjóni. Landvarnarráðuneyti spönsku stjórnarinnar hefir tílkynt hin- um tveimur stærstu verka- mannasamböndum! á Spáni, að allir verkamenn, sem: unt sé að vera án vegna atvinnuveganna, verði tafarlaust að ganga í her- þjónustu. Spánska sendisveitin í London hefir lýst þyí yfir, að írétt sú, sejm birtist. í málgagni páfans í. Róm, á dögunum, að 27 kaþólskir prestar hefðu verið teknir af lífi af stjórnarhernum. þegar hann tók Teruel, sé ekki sannleikanum^ samkvæm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.