Þjóðviljinn - 02.04.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.04.1938, Blaðsíða 1
'Æmmm iill 3. ÁRGANGUR LAUGARD. 2. APRÍL 1938 77. TÖLUBLAÐ ferkbll á f htaliiaskipgi- iiiíi voflr srfir m ð læstimðl. Snmningar rnnnn út i gær on b af a ekkt náðst að oíio. Allt startsfðlk skipanna stendar I delluel. Eins og kunnugt er, sögðu sjómenn, kyndarar, loftskeyta- menn, stýrimenn, vélstjórar og þjónar upp samningum þeim, sem gilt höfðu við Eimskipafé- lag íslands og Skipaútgerð rík- isins. Samningar þessir runnu út í gær og hefir ekki ennþá tekist að semja milli deiluað- ila. Má því búast við að verk- fall hefjist á flutningaskipun- um strax er þau koma til hafn- ar hér í Reykjavík, ef samning- ar takast ekki fyrir þann tíma. Gullfoss er væntanlegur í kvöld og Esja á morgun. Samningaumleitanir hafa undanfarna daga farið fram milli deiluaðilanna, en þrátt fyrir marga fundi og mikið þóf hefir enn ekki náðst samkomu- lag um málið. Eftir því sem sáttasemjari ríkisins í vinnu- deihim skýrði blaðinu frá í gær hafði formaður samninga- nefndar, þeirrar er hefir með málið að gera af hálfu Eim- skipafélagsins leitað til hans um sættir milli stýrimanna og útgerSarmanna. Um önnur atriði deilunna|i' kvaðst hann ekki hafa verið beðinn um að koma með neina málamiðlun. Benda því allar líkur til þess, að tæplega verði búið að semja um mál allra deiluaðilanna fyr en eftir nokkurn tíma, ef samn- ingar nást á annað borð. ?Evrópa er hernaðarvél seiin er að því komín að taka til starfa' — segir Hoover fyrv. forseti. LONDON í GÆRKV. FU. Hoover, fyrverandi Banda- ríkjaforseti, er kominn til New York úr för sinni til Evrópu. í dag flutti hann ræðu fyrir utan- ríkismálanefnd New Ybrk rík- FRANCO HOOVER is og sagði þá m. a. að Evrópa væri ekkert annað en hernaðar- vél, sem að því væri komin að taka til starfa. Hann sagði enn- fremur, að það væri almenn fckoðun í Evrópu, að Bandarík- in hlytu að dragast innt í næstu Evrópustyrjöld, en gagnvart þessu sagðist hann vilja leggja áherslu á það, að Bandaríkin yrðu að halda frið við einræðis- ríkin í Evrópu engu síður en lýðræðisríkin. Stiórnin í Mexiko gerir ráðstafanir til að losna við olíu- hringana að fullu. LONDON 1 GÆRKV. FU. Mexikanska stjórnin hefir á- kveðið að verja vissum hluta af tekjum olíunámanna til þess að greiða hinum fyrverandi eig- endum fyrir réttindi þau, sem þeir hafa verið sviftir með eignarnáminu. Auk þessa hefir stjórnin á- kveðið að taka innanríkislán til í sókn vlð Lerida ppreisDarmemi reyndo að taka borgina í gær en mistékst pao alveg EINKASKEYTI TILÞJÓÐVILJANS KHÖFN í GÆRKV. TJÓRNIN I BARCELONA tilkynnir að lýðveldisherinn hafi unnið mikinn sigur á hersveitum uppreisnarmanna við Lerida. í dag gerðu uppreisnarmenn örþrifatilraun til þess að ná borginni á vald sitt. Studdu þeir sókn sína með flugvélum og skriðdrekum, en urðu að hröklast undan fyrir hersveitum stjórnarinnar, enda hafði þeim borist 15000 manna liðsauki. Sijórnin sigrar við Guödalajara og "eruél Stjórnin tilkynnir ennfremur að hersveitir hennar vinni á í grennd við Teruel og hafi þær sótt fram um 6 kmi. í dag í áttina til Abarracia. Áþessari leið vann stjórnarherinn ýmsa bæi sem hann hefir ekki áðurhaft á valdi sínu síðan styrj- öldin hófst. Þá tilkynnirstjórnin einnig sigurvinninga á Guadalajara-vígstöðvunum. FRÉTTARITARI. n EI við petoi varið Letida í day getam við varið hana endalasst" LONDON í GÆRKV. FU. Yfirforingi stjómarliðsiiis í Lerida sagði við fréttamann frá Reuten-fréttastofunni í dag: „Ef vér getum jhaldið uppi vörninni þangað til á morgun, þá getum vér haldið henni á- fram endalaust, því að oss hef- ir verið lofað hjálp, sem á að kontó í kvöld". En þegar þessi orð voru töluð, sást ekki til neinna hjálparsveita, segir tíð- indamaður Reuters. Fimm þ'úsund stjórnarliðar hafa nú flúið yfir landamærin til Frakklands. Þeir segjasthafa neyðst til að flýja vegna skorts á skotfærum, en þeir muni hverfa aftur og verða þeir sem það vilja, sendir aftur til Barce- lona. (- þess að greiða hinum fyrri eig- endum fyrir réttindi þeirra.. Svo er að sjá, sem Banda- ríkjastjórn ætli að gera sér að góðu að þetta eignarnám fari fram þar sem þegnum hennar er boðin greiðsla í stað rétt- inda sem þeir hafa mist. COMPENYS forseti Kataloníu.. Hlutleysisnefndin þœfir Spánarmálin. LONDON í GÆRKV. FU. Á fundi hlutleysisnefndarinn- ar, sem haldinn var í London í gær, var samþykt með meiri hluta atkvæða, að veita báðum stríðsaðilum á Spáni hernaðar- réttindi þegar 10 þúsund sjálf- boðaliðar hefðu verið fluttir á brott frá Spáni úr liði hvors um sig. Bretar, Frakkar, Þjóð- verjar og ítalir hafa fallist á þessa tölu, en Rússum finsthún of lág. Þá var einnig rætt um gæslu- starf við landamæri Spánar og þeirra landa, sem að því liggja. Plymouth lávarður skýrði frá | Haraidur Guð- $iniundsson kos- inn forseti sam- einaðs þings. Fundur í sameinuðu þingi í gær hófst með forsetakosn- ingu. Var Haraldur Guðmunds- son, þingmaður Seyðfirðinga, kosinn forseti Sameinaðs þings með 26 atkvæðum, 17 seðlar voru auðir. Rússneskur flugmaður reynir að f inna Levanevski. EINKASK. TIL ÞJÓÐV. MOSKVA I GÆRKV. í gær flaug heimskautsflug- maðurinn Mosjkoffski frá Rudolfseyju til þess að leita að leiðangri Levanevskis, sem týndist í Norðurvegi í fyrra sumar. Mosjkoffski flaug í áttina til norð-austur-odda Grænlands, þar sem talið er líklegt að ísrek kunni að hafa borið flugvélina á þær slóðir. Moskoffski flaug nokkuð yfir ísnum á þessum slóðum og lenti aftur í Rudolfseyju eftir Q stunda flug, án þess að hafa orðið nokkurs var um Levan- evski. FRÉTTARITARI. því, að innan skams yrði að leggJ3 niður alt gæslustarf nema eitthvað breyttist. All- margir meðíimir hlutleysis- nefndarinnar hafa ekki greitttil- lag sitt til viðhalds gæslustarf- inu, þar á meðal Bretland.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.