Þjóðviljinn - 02.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.04.1938, Blaðsíða 2
Laugardaginn 2. apríl 1Q38. ÞJÓÐVILJINN Það var ekki gainan að togurun- um i gamla daga meðan Islendingar áttu enga sjálfir — eins og eftirfar- andi glefsur úr Reykjavíkurblaði frá 1901 gefa hugboð um: • • Um fiskirí alment á þilskipunum hafa litlor fregnir borist; trawlarar segjast litið hafa. fiskað og er þar bættur skaðinn. • • Botnvörpunga-gamanið er nú tek- ið að grána. 1 fyrra dag sendi Vída- lín konsúll uppskipunarbát út I »trawlarana«, sem láu á höfninni, til að sækja. í soðið. Þar með verð- ur liklega. að álíta, sníkjuferðir manna um borð í »trawla,rana« sama sern löghelgaðar, og »ísafold« má hætta að geispa, út af »tra,wlara«-farganinu. j • • Týnst úr gæslu hefir Ásgeir Eg- ilsson sá er póstþjófnaðurinn sannað- ist uppá; lögreglan brá við skjótt að vanda, þegar almælt var orðið að hann væri búinn að koma, sér í »trawlara«, sem hér lá á höfninni — þann sama, er mótþróann ætlaði að sýna Steingrími sýslum. Þingeyinga | hér um árið; — réri lögreglan út og i'yrirfann hvergi sökudólginn. Lög- regian hér i bænum þyrfti að fá sér betri gleraugu, en hún hingað til hefur haft, því þetta er svo sem ekki í fyrsta. skiftið sem rnenn »skjóta henni ref fyrir rass«. • • Kennarinn í stjörnfræði: »Fjar- lægðin til reikistjörnunnar Pyramus, sem þið hafið séð í sjónaukanum, er 800751623 km«. »Einn lærisveinanna: »Má ég spyrja. prófessorinn, er það reiknað frá yfir- borði jarðarinnar eða héðan af loft- inu, þar sem við stöndum«. Maðurinn: »Veistu, að kona, stór- kaupmannsins gengur í svefni?« Konan: »Nei, hvað er að heyra, og þó eiga þa,u tvær bifreiðir«. c c Máiarinn: »Það tók mig næstum 10 ár að finna það út að ég hafði engar máiaragáfur«. Gesturinn: »Hættir þú þá?« Málarinn: »Nei, það gat ég ekki, I)ví að þá var ég orðinn frægur«. O 0 Stjórnmálamaðurinn: »Það er ekki sérlega fallegur vitnisburður, sem þú kemur með úr skólanum í dag«. Dóttirin: »Hann er þó ekki verri en sá, sem þú fékst 1 blöðunum í gær«. Kaupmaðurinn (við búðarþjón, sem kemur of seint einn morgun): »Klukkan er 20 mínútur yfir«. Búðarþjónninn: »Ég bið kaupmann- inn auðmjúklega að afsaka það; kon- an mín færði mér son í nótt«. Kaupmaðurinn: »Hún hefði heldúr átt að færa, yöur vekjara,klukku«. Svínakjöi Nauiakjöi Dilkakjöi Hangikjöi Svið Vefsiuriin I]oí & Fiskor Símar 3828 og 4764. Heimavlst Laugarnesskóla í Reykjavik Þar hafa undanfaiia ár dvallð 96 böru við gððan aðbdnað. Þjóðv ljanum hefir borist skýrsla um Heimavist, Laugar- nesskóla, í Reykjavík, á tím'abil- inu 1. des 1935 til 31. des. 1937. 1 heimavijstinni bafa þenna tíma dvalið 96 börn, 48 piltar og 48 stúlkur á aldrinum 8—14 ára. Af þessum, 96 börnum voru 61 berklasmituð og 33 höföu dvalið í sjúkrahúsum, mest- megnis vegna kirtlabóJgu eða innvortiskirtla. Sextán barnanna höfðu mist 1—1-1 vetur úr skóla, áður en þau kom,u í heimavistina, en fjórtán höfðu mist 2 vetur úr skóla, sex börn 3 vetur og átta þeirra höfðu ekki getað sótt neitt skólanám. Kenslu nutiu börnin þann tí.ma sem þau dvöldu í heima - vistinni. Kent var 3—5 kl.tíma íslensku, vönduðu og sterku er best að kaupa í GúmmískógerðiQDÍ Laugaveg 68 Þar eru líka mjög vandaðar við£erðir á allskonar gúmmí' skófatnaði. Ennfr. höfuinviðoft til gúmmívettlinga. Reynslan hefir sannað, að það borgar sig að skipta við á dag, eftir aldri þeirra og getu. Árangur af dvöl barnanna í heimavistinni varð sem hér seg- ir; Sex þeirra, eru farin úr skóila, en vegnar vel, 55 sækja skólann að staðaldri og eru hra.ust, 11 sisekja skóla undir lækniseftir- liti, 4 .sækja s,kóla öðiru hvoru, en eru heilsutæp, 4 hafa ekki, getað sótt, skóla sökum van- heilsu, 3 eru á berklahæli, eitt er fatlað, cg getur því ekki sótt skóla (annars hraust), 12 eru nýkomin úr heimavist (geta annars sót-t skóla). Skýrslan hefir einnig inni að halda sundurliðaða skrá um þyngdar- og hæðarframför heimavista,rbarnanna, og miá sjá af henni, að börnunum hefir farið prýðilega fram þann tíma, er þau dvöldu þar. Skóvlðgerðir Sækium — sendum. Fljót afgreiðsla. Skóvinoustofa Jens Sveinssonar Njál^götu 23, sími 3814. Skrifstofa flokksins Gúmmískógerðína Laugaveg 68 er á Laugaveg 10. Opin alla alla virka daga frá kl. 4—7 e. h. Sími 4757. t Hvenær fá kartöflu- framleiðendur verð- launin sem lofað var? Þaö vita víst allir, að seinasta sumar var óhagstætt með upp- skeru jarðarinnar. Það var þulið í ríkisútvarpinu og skrif- að í blöðum landsins um lélegan árangur af striti mannanna á því sviði, og þarf ég ekki að fjölyrða meira um það. Ég vil aðeins taka til athugunar jarð- eplaræktina seinasta sumar, sem varð með það lélegum árangri, að það verður erfitt að muna eftir öðrum verri, að minnsta kosti hér í nágrenni Reykjavík- ur. Fulltrúar þjóðarinnar á Al- þingi sýndu skilning sinn á þeirri nauðsyn að við ræktuð- um okkar jarðepli og þeir lög- leiddu að veita verðlaun öllum þeim, sem auðnaðist að auka framleiðslu sína, og mundu þau verðlaun nema á seinasta árs framleiðslu aukningu 2 kr. á tunnu. Nú er það víst að flestir þeir, sem leggja aura sína í þessa framleiðsluáhættu eru fátækir verkamenn og sum- ir hafa orðið að fá lán til að koma sér á stað, í þeirri von, að þeir með uppskerunni gætu greitt það og hefðu eitthvað fyrir vinnu sína, en fengu svo hvorugt. Þar hafa vonbrigðin orðið sár. Nú er það svo, að allir þeir, sem byrjuðu á jarð- eplarækt á þessu óhappa sumri og annars fengu nokkra upp- skeru og einnig þeir sem höfðu framleiðslu aukningu eiga að fá greiddar 2 kr. á hverja tunnu, sem verðlaun, en nú er komið fram í apríl og engin verðlaun komin enn. Fátækt verkafólk er í óðaönn að búa sig undir garðrækt á sumri komandi, reiðubúið að vanda, að leggja fram krafta sína til velferðar þjóðarheildinni. Vill nú ekki hið opinbera gera það minnsta, sem þetta fólk getur farið fram á, og það er að borga verðlaunin tafarlaust. Kartöfluframleiðandi. Kinverjar mano sigra. Pen Te Huai heitir einn af herforingjum 8. hersins kín- verska. Hann hefir gefið eftir- farandi skýrslu um stríðshorf- urnar, og hafa þær víðsvegar um lönd vakið mikla athygli. Þar sem fréttir þær, sem hing- að berast frá Kínastríðinu, eru mjög af skornum skammti, þyk- ir rétt að skýra lauslega frá ummælum Pen Te Huai í aðal- atriðunum. Þegar herstjórnin japanska sá, að kínverska herstjórnin var albuin að verjast, lögðu þeir aðal kappið á, að ná á sitt vald norðurfylkjum Kína. Innrás þessi var framin undir því yfir- skyni, að veita þessum fylkjum sjálfstjórn. Meðfram öllum veg- um og járnbrautum í þessum hluta landsins, voru hátt á ann- að hundrað þúsunda friðsamra borgara teknir af lífi. Ótal kon- ur voru teknar og sendar til japönsku hermannaskálanna hermönnunum til gleði. Þetta sama gerðist hvarvetna, þar sem japanski herinn fór um kínverskt land. En neyðin, ránin, manndrápin og morðin gerðu ekkert aniiað i en að tengjá kínversku þjóðina saman traustari böndum. Þó að stór landflæmi, séu hernumin af Japönum og mannfall hafi orð- ið gífurlegt í liði okkar, þá höf- um við á undanförnum mánuð- i um eignast ómetanlega reynslu. Á þessum tíma — segir Pen Te Huai — höfum við verið að skipuleggja alþýðuna og hefir því starfi miðað áfram með degi hverjum. Munurinn á aðstöð- unni nú og í Mansjukuostyrj- öldinni er svo mikill, að hónum verður ekki með orðum lýst. Munurinn er fyrst og fremst sá, að nú vill enginn einasti her- ’íiaður ocf engin lierdeild geí- ast upp. Hrvðiuverk Japana hafa ekki náð tilgangi sínum, að lama kínversku þjóðina. Þvert á móti hefir hún stælst í hverri raun. Nú veitir 8. kín- verski herinn hér öfiuga mpt- spyrnu. Agnes Smedley, hinn álkunni rithöfundur, sem dvalið hefir árum saman í Kína og þekkir manna best til allra landshátta I>ar í landi, segir svo um bar- ,áttu 8. hersins: Augu heimsins beinast fyrst og fremst að vígvöllunum í Jangste dalnum. En það eru fleiri vígvellir í Kína^, I Norður- Kína eru vígvellir sem taka yfir þúsundir fermílna. Hér er það sem 8. herinn berst. Á þessum vígstöðvum eru ekki til venju- legar víglínur né baklendi í venjulegri merkingu. Hvar sem bóndi. verkamaður eða stúdent stendur er barist. Hér er það sem 8. herinn hefir skipulagt meira en hundruð þúsund manna her og kent þessu fólki að bera vopn. Á sérhverri hæð, í sérhverjum dal, bak viðhvern akur og í öllum húsum eiga Japanir von á árásum. Einn hinna japönsku liðsforingja, sem fórst í ófriðinum, hafði ritað eftirfarandi orð í vasabóksína: „Rauði herinn ætlar að æra mig. Við getum vel barist við hann á daginn, en á hverrinóttu megum við eiga von á árásum hans‘2 i Tientsin eru áhrifkom- múnista mjög sterk. Á þessum stað hafa Japanir þrátt fyriralt beðið hið mesta afhroð á mönn- um og mannvirkjum. Konurnar í Kína tóku mikinn þátt í orustunum, þær gengu fast fram við hlið hermann- ,anna, þær vörpuðu hand- sprengjum engu síður en þeir. í stríðsbyrjun — segir Pen Te Huai — lýstu Japanir því jyfir, að þeir mundu sópa átt- unda hernum kínverska af yfir- borði jarðarinnar. En það hefir reynst þeim jafn erfitt og að ausa vatni með botnlausri fötu. Reynslan sýnir hinsvegar glögt, að fólkið skipaði sér við hlið 8. hersins. Pen Te Huai heldur áfram: ..Reynslan hefir sýnt okkur, að það er ekki hægt að verjaland- ið áfrám fyrir innrás Japana með hernum einum. Það þarf að skipuleggjá alþýðuna með baráttu, engu eíður en herinn. Oangur stríðsins sýnir það og sannar, að alþýðaú f Kína liefir þegar gert mikið strik í hern- aðaráætlanirJapana. pó að við höfum beðið ósigra, verður sig- urinn okkar að íokum ef við höldum nógu sleitulaust áfram. Það hefir komið glögglega í ljós, að skotgrafarhernaður er okkur óhentugur. Smáskæru- stríðið er okkur hentugast, þar sem útbúnaði okkar og þjálfun ier í mörgu ábótavant, og stend- ur langt að baki hertækni Jap- ana. Við þetta bætist að styrj- öldin fer fram á kínverskri jörð, sem við þekkjum miklu nánar en hinir erlendu innrásarherir. Og svo má heldur ekki gleyma því, að við eigum bándamönn- um að mætja í hverju þorpi, en þeir fjendum. Samt er öllum ljóst, að óvirkur mótþrói nægir ekki til þess að gjörsigra Jap- ana. Við verðum að skipuleggja vörn okkar til árása. 'Þetta er þó fyrst og fremst nauðsynlegt, þegar Japanir eru teknir að þreytast, af langvarandi smá- skærustyrjöldum. Framh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.