Þjóðviljinn - 03.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1938, Blaðsíða 2
Sunnudagínn 3. apríl 1938 ÞJÓÐVILJINN Schussnig situr í fangabúðum Hitlers og bíður dóms. Hann hefir að visu kynst fangabúðum áður.. 18 ára gamall fór hann í stríðið sem sjálfboðaliði og var 1915 tek- inn til fanga af ítölum og dvaldi í itölskum fangaherbúðum það sem eftir var stríðsins.. ** Þjóðviljinn hefir áður skýrt frá ýmsum gamansögum, sem í gangi voru um Dollfuss Austurríkiskansl- ara.. öðru máli var að gegna um Schussnigg. Menn væntu ekki neinna skemmtisagna um hann.. Um það ber eftirfarandi smásaga vott: Nokkru eftir að Schussnigg varð kanslari hittust 2 Vínarbúar, í Stef- ánsskógi. „Ég hefi fengið vinnu“, segir annar. 2 „Hvað hefirðu fengið? Vinnu? Það er þó ómögulegt!" segir hinn. „Jú, ég bíð í Sankti Stefáns- kirkjunni og bíð eftir að eitthvað skemmtilegt verði sagt um Schuss- nigg.. Þegar það verður gert, á ég að hringja klukkununj".. „Hmmmm. Þetta getur maður varla kallað vinnu.. Hvað færðu fyrir það?“ „Ég fæ fimmkall á dag.. En það er líka lfstíðaratvinna!" ** Schussnigg hefir áður fengið að kenna á glæpamennsku nazistanna.. Kona hans dó í bílslysi 1935 og var almennt álitið, að nazistarnir hefðu íátt þátt í því bílslysi.. Þeir höfðu ofsótt frú Schussnigg á svivirðileg- asta hátt fram í dauðann.. Þeir sendu henni hvert hótunarbréfið á fætur öðru, sögðust myndu myrða mann hennar, lögðu jarðarfarartil- kynningar, dánarauglýsingar um hann inn í Jbréíin og héldu þann- ig áfram að hræða konuna, unz hún var orðin mjög veikluð á taugum. Schussnigg tók daúða hennar afar nærri sér. Um undursamlegar lækningaverk- anir þess góða lyfs, I. Paul Liebes Maltextrakt med Kina\og járni gef- ur að lesa ií eftirfarandi yfirlýs- ingu: I mörg ár ^þjáðist ég af taugaveiklun, höfuðsvima og hjart- slætti, var ég orðinn svo veikur, að ég lá í rúminu samfleytt 22 vik- ur. Ég leitaði ýmsra ráða, sem komu mér að \ litlum notum.. Ég reyndi Kína og Brama, sem ekkert bættu mig. Ég fékk mér því eftir læknisráði nokkur glös af I.. Paul Liebes Maltextrakt með Kína og járni, sem kaupm. Björn Kristjáns- son í Reykjavík selur og brúkaði þau í röð. Upp úr því fór mér dagbatnaiídi.. Ég vil því ráða mönnum til að nota þetta lyf sem þjást af líkri veiklun og. þjáð hefir mig.. Móakoti í Reykjavk 29.. des. 19C0.1 Jóhannes Sigurdsson. ** Nijr prestur (við eitt af sóknar- fcörnum sír.um): „Nágranni yðarseg- ir að ræðurnar mínar séu andlaus- ar“. Sóknarbarnió: „Ekki skuluð þér taka yður það nærri prestur góður, hann hefir aldrei haft neina sjálf- stæða skoðun; hann segir ekki ann- að en það sem h'ann heyrir aðra segja". ** Bóndakona nokkur seldi 2 kýr meðan maðurinn hennar var fjar- verandi. Kaupandinn hafði enga peninga til að borga með, ogkonan vildi ekki sleppa kúnum við hann nema því aðeins, að hann setti henni einhverja tryggingu fyrir gjaldinu. „Qott og vel“, sagði mað- urinn, „ég set þá aðra kúna til tryggingar“.. Það gerði konan sig ánægða með. Slarfsslúlknafélagið »Sókn« FllNDUR í K.R.-húsinu, uppi n.k. þriðjudag 5. þ. m. kl. 9 s.d. FUNDAREFNI: Mjög áríðandi mál. Félagskonur, mætið allar! Stjórnin. Gerist áskrifendur! Sellufundir falla niður á morgun vegna útvarpsumræðnanna. Framhalds-aðalfundur deildarinnar verður sennilega um miðja vikuna. Kjötfars Miðdagspylsur Kindabjúgu Best og ódýrust í Milnerskfötbúð Sími 3416. Gúmmísköna íslensku, vönduðu og sterku er best að kaupa í Gúmmísk óger ð inni Laugaveg 68 Þar eru líka mjög vandaðar viðgerðir á allskonar gúmmí- skófatnaði. Ennfr. höfutn við oft til gúmmívettlinga. Reynslan hefir sannað, að það borgar sig að skipta við Gúmmiskógerðina Laugaveg 68 Happdrætti Háskóla Islands Endurnýjun íil 2. flokks er hafin Allir taelBsniilar eris oppseldlr (að undanteknum nokkmm miðnm á stangii i nokkrum umboðum.) iðmuleiiiis era hálfmiðar á protum. Endurnýjunarfrestur iil 2. flokks er iil 4. apríl. Eftir pania tfima eifga viðskiStamenn á hættn að raiðar peirra verði seidir ððrnm, ' sérstaklega heil og hálfmiðar, þar sem þeir miðár eru nær uppseldir. Kfnverjar mnnu sigra. Framh. í bardögunum sýndi það sig, að hernaðaraðferð Japana var alls ekki eins skæð og menn almennt hafa álitið. Japanir gera árásir því nær eingöngu með stórskotaliði, bryndrekum og flugvélum. Samt tókst þeim ekki að ná einni einustu byssu frá okkur. . Áttunda herdeildin er miklu lakar útbúin en Japanir. Hún er yfirleitt langverst útbúin af öllum herdeildum Kínverja. Þó tókst okkur á skömmum tima að ná 3000 byssum, eyðileggja yfir 20 flugvélar, 1000 bryn- dreka og flutningabíla. Við tók- uin mergð vélbyssa og skot- færa, meira en 1000 hernaðar- hesta, fallbyssur og allskonar áhöld. Þar að auki gereyði- lögðum við hina frægu 5. her- deild Japana og árásarsveitir herforingjans Li ho.. — Þar með eru færðar sönnur á það, að hinar verst útbúnu hersveit- ir Kínverja geta sigrað hinar bezt skipulögðu og vopnuðu hersveitir Japana. Hinn reglulegi her Kínverja telur um 2% miljón manna. Á fyrstu fjórum mánuðum stríðs- ins féllu eða særðust um 10 af hundraði. Hjá Japönum, sem hafa 300,- 000 manna varalið undir vopn- um, féllu og særðust 150000 manns á sama tíma. Með hinurn reglulega her getum við haldið stríðinu á- fram í eitt ár ennþá. Auk þess getum við takmarkalaust mynd- að nýjar herdeildir, sem telja miljónir manna. Framfærsla hermannafjölskyldnanna er mun bétri nú en áður, og geta hermennirnir því farið í stríð- ið án þess að hafa áhyggjur þeirra vegna. í nýju herdeild- unum eru sjálfboðaliðar, sem eru fullir áhuga, þjálfaðir og í nánu sambandi við fólkið. Auðvitað reyna. Japanir með lygum og sögusögnum aðtelja hermönnunum trú um, að við séum ekki færir um að standa í stríði, að töp okkar séu ó- óbærileg, útbúnaður ónógur í alla staði og að við kunnum ekki að stjórna ríki okkai>Við verðum að skella skolleyrun- um við þessum ósanniiidum og mótmæla þeim með gerðum okkar. Framkvæmd lýðræðisins í æðstu merkingu þess mun veita okkur þann kraft, sem viðþurf- um tii þess að bæta hagþjóð- arinnar og skipuleggja vörn landsins. Með árásum sínum stefna Japanir til suðurs; en herdeild- ir okkar munu verða áfram í Norður-Kína. Við erum stað- ráðnir í því, að .þyngja Jap- önum á allan hátt, þangað til þeir eru til fulls reknir úr Norður-Kíiia og Mandsjúríu. 100 miljónir manna búa í Norður-Kína, en stríðshópar sjálfboðaliðanna s kifta nú mörg- um tugum þúsunda; enginnveit með vissu, hve margir þeireru — en allir þessir herskarar eru á þeim svæðum, sem Japanir segjast hafa á valdi sínu.. Já, Japanir hafa gleypt Norð- ur-Kína á líkan hátt og sprengju, sem springur fyr eða ,seinna. Óvinirnír hafa reynt að eyði- leggja samböndin á milli hers- ins og bakstöðvanna, en þeim hefir hvergi tekist það. Þaðer- um við, sem höfum eyðilagt sambönd þeirra víðast hvar. Sumstaðar skilja Japanir setu- lið eftir í borgunum, en það er einangrað og allslaust og við höfum umhverfið á okk- ar valdi, svo að Japanir verða að flytja þeim matvæli meii flugvélum. Oft yfirgefa íbúar og her- menn borgirnar, þegar sýnt þykir, að þeir geta ekki varií þær gegn Japönuin, og taka þá með sér öll matvæli. Og reyni Japanir þá að afla vista utan borganna, þá ráðast allir á þá í smáhópum og jafnvel konur og börn taka þátt í þessum árásum. 8. herdeildin mun gjörbreyta Japani í Norður-Kína daga og nætur, þar til nýji herinn, vel æfður og vopnaður, kemur og sópar þeim í burtu eins og snjó á vordegi. Alt er undir okkar starfi kom- ið. Sigurinn er fram undan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.