Þjóðviljinn - 05.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.04.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 5. apríl 1938 ÞJÓÐVILJINN illiiiiiiiilliliiiliilliílllillllllliliilliillll Elmm dagnr á Spánl Efftip Hallgrfim Hallgrfimsson. Þ.að var ekki byrjað að skíma þegar lúðrablásturinn vakti okkur kl. 6,30 um morguninn. Þetta var einum tíma fyr en venjulega. Menn klæddu sig í herskálanum, breiddu yfir rúm- in og þvoðu sér.. Svo var geng- ið fylktu liði til kirkjunnar frá öllum herskálum. Fylkingarnar þokuðust utan úr myrkrinu úr öllum áttum, flestir hljóðir, því það kostar áreynslu að syngja snemma morguns. — Torgið framan við kirkjuna fylltist smám saman af hermönnum. Það var eins og ótal lækir hefðu runnið hingað til þess- arar lægðar, og orðið þar af mikið flóð, sem enga útrás fann.. Þó leysistbráttúrvandan um, því kirkjudyrnar opnuðust og flóðið tók að seitla inn, þar til ekkert var eftir. Við vorum etaddijr í því húsi bæjarins, sem gnæfði yfir öll önnur, bæði hvað stærð og mikilleik snerti. Engin önnur bygging hefði get- að rúmað þennan fjölda. Manni datt jafnvel í hug, að hér væri rúm fyrir hvert mannsbarn bæj- arins. Þess vegna var það kirkj- an, sem orðið hafði fyrir val- inu — að verða matsalur hers- ins. — Kaffi var skenkt í stór- um pjáturskálum, og hver her- maður fékk vænt stykki af hveitibrauði. Það var morgun- verðurinn.. — Svo gengu menn heim til skálanna á ný; en ekki leið á löngu þar til aftur var kallað: Formar! Aftur var liði fylkt, og í þétta skipti var gengið út til Fánatorgsins. Sjálfsagt hefir þetta þríhyrnda auða svæðj í miðbænum aldrei verið skírt Fánatorg, en við höfðum gefið því þetta nafn, því hér stóð fánastöngin, og hvern morgun hófum’við starf- semi dagsins með því að fylkja liði við stöngina og sjá fána lýðveldisins renna að hún. Kompaníin runnu hljóðlaust 5nn á torgið. í morgunskímunni var hægt að greina, að 1. kom-. paní bar alvæpni: Riffla, stál- hjálma, skotfærabelti. Heill kjarrskógur af b.yssustingjum.. Lúðraþeytarinn blés merkið „Fir-me!“ Voldugur stígvéla- skellur dundi við og allir stóðu teihréttir og þegjandi. — Þús- und ungir menn frá tuttugu þjóðum — komnir hingað til að berjast fyrir lýðræðið; sjálf- boðaliðar hvaðanæfa frá, menn, sem ekki vildu að fasistaherir Berlínar og Rómar brytu niður sjálfstæði þessa lands, í dag, — og hinna lýðræðislandanna síð- armeir. Það var rétt að við gát- um greint hinn þrílita fána lýð- veldisins, þegar hann rann upp eftir stönginni. Aftur blásið. Nú stóðu allir ,,Discanso“. — Kommandantinn tók til máls: „Félagar! Bataljónin marsérar í dag til annars bæjar 20 km. í burtu. Herinn hefir sjaldan komið þangað áður, og þessi mars verður einskonar „própa- ganda“-leiðangur. Ég vona, að sérhver hermaður hegði sér á • ■ ■ ■ ,..................................................... CBHLDSmOB Við hlið hermannask ðlans í Barcelona, göngunni og meðan dvalið verður í bænum eins og góð- um lýðveldishermanni sæmir, svo að förin stuðli til þess, að treysta bandið milli hersins og almennings, sem utan hersins stendur. 5. kompaní fékk’ í gær aukaskammt af sígarettum í verðlaun. Ekki myndi þaðskaða að félagarnir í 5. kompaníi gæfu bæjarbúum nokkrar sí- garettur“.. — Ræðan var þýdd yfir á nokkur önnur mál. Svo var athöfninni lokið, og mars- inn hófst eftír merki lúðraþeyt- arans. Fyrst hið vopnaða kom- paní, léttu og þungu vélbyssu- skytturnar, „skarp“-skytturnar (snaipers), undirforingjaskólinn o.s.frv. — Þýzku félagarnir í kompaníinu framan við okkur hófu sinn taktfasta göngusöng: Buxensteinlied. Svíarnir í kring um mig tóku að syngja „Halda- Lotta“, og á næsta augnabliki hafði allt 5. kompaní tekið und- ir. — Það var geisilong fylk- ing, sem teygði sig út úr þorp- inu, út eftir hinum bugðótta, hvíta þjóðvegi, út í gráa morgfc unskímuna. — það glampaði á svarta byssustingina og hjálm- hna í fylkingarbrjósti. — „Pro- paganda“ með vopnum og sí- garettum, hugsaði ég. Jú, því ekki það? Það er eiinnig „pro- paganda“ , a .m. k. á stríðs- tímum, þegar þjálfaður og vel vopnaður her marsérar, — og sígarettur eru gulis ígildi á Spáni í dag . Það ber ekki svo ýkjamargt nýstárlegt fyrir augu á ferða- lagi um spönsku hásléttuna: Lágar hæðarbungur og lægðir. Endalausir akrar: Vín, korn, kál, olívutré — og fjöldi nytja- jurta, sem ég veit engijn deili á.. Hér og þar litlir pinju-skóg- arlundar, einkum efst á hæðun- um. Engin byggiing á margra km. svæði, rétt eijns og allt væri nytjað af ósýnilegu fólki. En ráðningin kemur þegar næsta þorp blasir við. „Þorp- ið“ er næstum því heil borg með íbúa svo skiptir þúsund- um.. Spánverjar eru félagslynd- ir menn. Einstakir bóndabæir sjást varla. Landið er vel rækt- að. Hinar stóru ekrur gamla aðalsins eru nú í eigu bænd- anna. Jarðarhungrinu er loks- ins fullnægt hjá spánska smá- bóndanum í lýðveldishéruðun- um.. — — — Svo komum við loks til bæj- arins ..Sá vottur af ótta yfir því, að bæjarbúar væru ekki meir en svo vinveittir lýðveld- inu, sem gert hafði Vart við sig vor á meðal, reyndist vera til- efnislaus. i Bæjarbúar gengu fjölmargir til móts við herinn og fögnuðu okkur hið bezta. Þegar inn á torgið kom framan við stóru, gömlu kirkjuna í miðju bæjarins — en slíkt kirkjutorg vantar aldrei í spönsku sveitaþorpi — var svo að segja allur bærinn þar sam- an kominn með músík og fána til að fagna komu okkar. Ræð- ur voru fluttar. Þjóðsöngur- inn leikinn. Að lokum hróp- uðu allir margfalt „I Viva!“ fyrir Spáni, Rússlandi og Mex- ico. Hin tvö síðarnefndu lönd hafa ein allra veitt spánska lýð- veldinu þann stuðning, sem að mestu gagni mátti koma: Sent því hergögn. Þessu gleyma Spánverjar aldrei. Og þegar þeir við hátíðleg tækifæri vilja votta 1 okkur, hermönnum al- þjóðasveitarinnar, vináttu sína og þakklæti, þá hrópa þeir ein- faldlega: I Viva Russia! I Viva Tlikyunln frá Friðarfétaginu. Reýkjavík, 29. marz 1938 I Útvarpi og blöðum er daglega sagt frá þeim hörm- ungum, sem spanska þjóðin á nú við að búa, og gerum vér oss þó sjálfsagt litla hugmynd um þann hryllilega veruíeika, sem þessar frásagnir eru reistar á. Sárast af öllu hlýtur þó alla hugsandi menn að taka til barnanna, sem varnarlaus og án allra saka verða að þola allar skelfingar styrjalaldarinnar. — Hjálparstarfsemi 'hinna hlutlausu þjóða hefir þá einnig snúizt mjög að því, að hjálpa börnunum á ýmsan hátt. Fjölda rnörg börn hafa verið flutt úr Iandi, og hefir ýmist góðhjart- að fólk tekið þau, eða þau hafa verið sett á barnahæli. Sömu- leiðis hefir verið sent mikið af matvælum til Spánar, börn., unum til bjargar. Hafa frændþjóðir vorar á Norðurlöndum meðal annars gengið mjög vel fram’ í þessari hjálparstarfsemi, sem spanska stjórnin telur liafa komið börnunum að miklu liði. Þó að vér íslendingar séum þess ekki umkomnir, að leggja mikið af mörkum til hjálpar börnum suður á Spáni, þá cig- um vér þó eina þá vörutegund, sem þeim má mjög að gagni verða, en það er þorskalýsi.. Er það liarla ólíkt íslendingum, ef þeir vilja verða eftirbátar allra annara, þegar um miskunn- arverk og lijálp til handa börnum er að ræða. — í trausti þess var á fundi íslandsdeildar friðarfélagsins „Mellanfoíkiligt samarbete“ samþykkt, að félagið beitti sér fyrir samskotum til lýsiskaupa handa spönskum börnum. Samkvænrt þessu leyfir stjórn íslandsdeildarinnar sér að snúa sér til allra félaga og einstaklinga, sein liafa skilningllá og samúð með hungruðum og þjáðum börnum á Spáni, og skorar á þessa aðila að hefja nú þegar fjársöfnun til lýsife- kaupa handa þeim. — Stjórn Friðarfélagsins býðst til að taka við því fé, sem safnast, kaupa lýsi fyrir það og koma því til réttra aðila. Það fé, sem ,safnast, óskast sent gjaldkera félag.s- ins, frú Aðalbjargar Sigurðardóttur, Lauganesi við Reykjavík. Guðlaugur Rósinkrans formaður. Aðalsteinn Sigmundsson Aðalbjörg Sigurðardóttir ritari gjaldkeri. Mexico!“ Degi var þegar liallað; við höfðum dvalið nokkra tíma í bænum; snætt góðan miðdeg- isverð á kirkjutorginu, gengið um hlykkjóttar göturnar og stofnað til skemmtifundar með söng, dansi og hljóðfæraslætti undir berum himni. Þá var merki gefið um brottför. — Stuttar kveðjuraðir.. „I Viva Espana!“ — og haldið af stað út á hvítan, bugðóttan þjóðveg- j inn á ný.. Helmingur fullorðna fólksins og hver einasti ungl- ingur fylgdu okkur á leið.. — sumir langan spöl. „I Salud Camerados!“ hrópuðu þau að skilnaði og réttu upp krepptan hnefann.. Sumstaðar stóðu kon- ur og unglingap í löngum röð- um við veginn — öll með hnefa til Alþýðufylkingar- kveðju, þegar við gengum framhjá.. „Eitt er víst, og það er, að þessir krakkar verða aldrei fasistar“, sagði ég við næsta förunaut minn, rauð- hærðan Dana að nafni Kaj.. Hann samsinnti því. Við héld- um áfram á hergöngu eftir þjóðveginum; sólin var að síga til viðar. — „Það er sagt, að það eigi að fara stór sending frá okkur til vígstöðvanna næstu daga“, sagði einn í fylk- ingunni. Slíkar fréttir þjóta jafnan með leifturhraða um alla bataljónina. „Já, það er sagt að margir Skandínavar liafi fallið við Teruel, svo við fáum vonandi að fara í skarðið“. Við fyllumst tilhlökkun. Allir vildu sem fyrst komast til vígstöðv- anna. Það dimmir fljótt á Spáni eftir sólsetur; nú var orðið hálfrokkið. — Við þrömmuð- um áfram í rökkrinu föstum skrefum.. Gatan dundi undir. Hallgrímur Hallgrímsson Karlakör Akureyrar sigrar með hverjum samsöng. Karlakór Akureyrar söng á sunnudaginn í Gamla Bíó fyr- ir troðfullu húsi áheyrenda og við mikinn föghuð af þeirra liálfu.. Varð kórinn að endurtaka flest lögin, er voru á söngskránni. Má tvímælalaust fullyrða, að vinsældir kórsins fari vaxandi með hverjum samsöng.. Kórinn hefir á að skipa á- gætum söngkröftum og prýði- lega þjálfuðum.. Sýndi öllfram- koma kórsins, að söngstjórinn, Áskell Snorrason, hefir lagt mikið starf og alúð í stjórn hans og æfingu. Karlakór Akureyrar söngenn fremur í útvarpið í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.