Þjóðviljinn - 07.04.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.04.1938, Blaðsíða 1
Yinnuiög- 3. ÁRGANGUR FIMMTUD. 7. APRÍL 1938 81. TÖLU8LAÐ Stjórnarherion í sókn í Andalúsíu Lýðveldisstjórnin endurskipulögð — Negrin verður for- sætis- og hermála- ráðherra. ;,,,..'iŒ!W?™*:í Juan Negrin forsætis- og hermálaráðherra. LONDON í GÆRKV. FU. Frá Madrid koma fréttir um nýja sókn, sem stjórnarherinn hafi hafið um 70 mílum fyrir norðan Sevilla í Andalúsíu, og segir, að stjórnarhersveitimar hafi tekið talsvert af hergögn- um frá uppreisnarmönnum, en bardagar hafi verið grimmir. Stórorustur við Guadalaj ^ra Einnig er sagt, að skæðar or- ustur hafi staðið yfir undan- farna sólarhringa á Guadala- jaravígstöðvunum norðaustan við Madrid, og halda uppreisn- armenn því fram, að stjórnar- hersveitirnar, sem hófu sóknina fyrir nokkrum dögum, hafi orð- ið að hopa á hæl. I tilkynningum uppreisnar- jtnanna í dag er ekkert minnsl á frekari sókn til Miðjarðarhafs. Yerkalýðssam- böndin fá full- trúa í stjórninni Spánska ráðuneytið hefir ver- ið endurskipulagt, með tilliti til þess, að hin tvö verkamanna- (sambönd hafa gengið í alþyðu- fylkinguna og fá því sæti í stjórninni.. Dr. Negrin er eft- ir sem áður forsætisráðherra, en gegnir einnig embætti he'r- málaráðherra.. Prieto, fyrver- andi hermálaráðherra, er ekki í stjórninni.. Dr. Negrin fór áð- ur raeð embætti fjármálaráð- Jðnas frá Hriflu ræðst ð Kanpfélag Reykjavíkrar Páll Zóphóníasson og Brynjólfur Bjarnason halda uppi vorn- um fyrir lýðræðið í S. Í.S, - Jónas gerir samfylkingu við ihaldið i byggingarmálum Kaupfélags Reykjavikur. I efri deild urðu í gær hvass- ar umræður um breytingarn- ar á samvinnulögunum. Réðst Jónas frá Hriflu af offorsi miklu á KRON, og lýsti því yfir, að tilgangur frumvarpsins væri beinlínis sá, að takmarka fulltrúaréttindi þess félags og að fyrirbyggja, að það næði á- hrifum í Sambandi ísl. sam- vinnufélaga. Páll Zóphóníasson og Brynj- ólfur Bjarnason héldu uppi vörn um fyrir lýðræðið í Sámbandinu Fyrir lágu breytingartillögur frá Páli á þá leið, að fulltrú- ar á aðalfund Samb. skyldu kosnir samkvæmt meðlima- fjölda hverrar deildar, en þó sett nánari ákvæði til að tryggja að félög, sem aðeins eru !$1 málamynda í Sambandinu og skipta ekki við það nema að litlu leyti, fengju ekki of marga fulltrúa. Við þessa breytingartillögu Páls ber Brynjólfur Bjarnason fram skriflega breytingartillögu Alvarez del Vayo utanríkismálaráðh. herra, en hefir nú falið það öðrum. Fulltrúum verkamanna- samtakanna hafa verið veitt embætti kennslumála-, og heil- brigðismála- og dómsmálaráð- herra. Del Vayo er aftur gerður að Utanríkismálaráðh. í spönsku stjórninni, en það er nú næstum því ár síðan hann lét af því starfi. Hið nýja ráðuneyti gaf í dag út boðskap um stefnu sína, og segir, að það muni halda áfram stríðinu þar til sigur sé fefig- inn .. er átti að útiloka, að stjórn Sam bandsins gæti svift félög full- trúaréttindum eða skert rétt þeirra með því móti að meina þeim viðskipti. Páll Zóphóníasson taldi stór- hættulegt að innléiða í sani- vinnuhreyfinguna það hlutafé- lagaíyrirkomulag, er gert væri með frumvarpinu, að fulltrúarn irá aðalfundi Sambandsins væru fulltrúar, fyrir krónurnar en ekki mennina í félögunum... Fulltrú- réttindi kaupfélaganna ætti ekki að takmarkast við það, hvort við þau skiptu stórbændur eða smærri bændur, auðugir menn eða fátæklingar.. Jónasi frá Hriflu varð fátt um svör, og brá hann sér í þann fúkyrðaham, sem er að verða ræðuform þessa þing- manns á Alþingi, og fór að tala um einhvern Iögreglustjóra í Rússlandi og önnur álíka skyld mál því, sem um var að ræða. Ekkert vit væri að láta kaupfélög, sem stofnuð væru á „óþroskuðum svæðum"(!) fá nokkra verulega hlutdeild í stjórn Sambandsins, sagði Jón- as, en gaf enga nánari land- fræðilega takmörkun á þessum „óþroskuðu svæðum". Brynjólfur Bjarnason hirti Jónas eftirminnilega fyrir þenna strákskap og útúrdúra og varði KRON fyrir árásum hans, og Páll Zóphóníasson sagðist ekki trúa því, að Jónas sjálfur vildi þær breytingar, sem frumv.. fer fram á, heldur mundu þar einhverjir aðrir vera að verki. Atkvæðagr, var frestað. Síðar á þessum sama fundi gerðust þau tíðindi, að Jónas gerði samfylkingu við íhaldið í húsbyggingarmáli Kaupfélags- ins(notkun lóðarinnar við Banka stræti 2), og taldi að rétt væri að fella frumvarpið, sem Nd. er búin að samþykkja.. Magn- ús Jónsson þakkaði liðveizluna fyrir hönd íhaldsins og sagði að eftir ræðu Jónasar væri ó- þarfi fyrir sig að tala! Það vant ar ekki bræðralagið til að ganga á móti hagsmunum sam- vinnumanna í Reykjavík. Mbl., Jónas Jónsson og Magnús Jóns son á nákvæmlega sömu lín- unni! varpið kcmur til 1. umræðu í dag. Frumvarp Gísla Guðmunds- sonar um stéttafélgö og vinnudeilur hefir nú verið lagt fram og kemur til 1, umr. í Nd. í dag. Frumvarp þetta er lagt fram á' Alþingi þrátt fyrir það, að yfirgnæfandi raeiri- hluti verklýðssamtakanna hafi lýst sig því mótfallinn í því formi, sem það er hú. . Haraldur Guðmundsson og fylgismenn hans telja sig þess umkomna^ að virða þenna vilja verkalýðsins að vettugi og hafa í hyggju að samþykkja þetta frumvarp með Framsóknarmönnum. En verkalýðurinn hefir enn ekki sagt sitt síðasta orð um þetta og þingmenn mega reiða &ig á, að fylgzt verður með gerð um þeirra. Allir þeir, sem talað hafa um þessi mál á þingi, hafa viðurkennt, að óviturlegt sé að setja slíka löggjöf gegn vilja verkalýðsins.. pað mun Hka sýna sig, ef til kemur! FarmannadeUan lcyst! Farmannadeilan er nú leyst hvað snertir háseta og kynd- ara. Báðir deiluaðilar, stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur og stjórnir útgerðarfélaganna samþykktu á áttunda tímanum í gærkvöldi málamiðlunartillögu sáttasemjara.. Aðalatriði hennar eru þessi: 1. Tímakaupið (eftirvinnukaupið) hækkar um 10 aura á klst. 2. Sumarfríið með kaupi lengist úr 7 dögum upp í lOdaga. 3. Mánaðarkaupið sjálft hækkar ekki, en( í þess stað fengu sjómenn fram ýms fríðindi, er þeir telja sér mikinn hagnað að. Samningunum verður nánar lýst á morgun. Gullfoss fðr ekki úr höfn í gærkvöldi, en búast má við, að úr þessu verði engin stöðvun á skipunum, þar sem stýri- menn og vélstjórar hafa lýst því yfir, að þeir muni fara út upp á væntanlega samninga. ,Dagsbrún4 hindrar fækkun í atvinnu" bótavinnunni Bæjarstjórnaríhaldið varð að láta undan. Svo scm skýrt var frá hér í blaðinu í gær, hafði bæjar- stjórn ákveðið að fækka um 67 /rnenn í atvinnubótavinnunni frá og með deginum' íídag. Stjórn Dagsbrúnar, ásamt at- vinnuleysisnefnd félagsins fór í gær á fund borgarritara, og krafðist þess, að hætt yrði við fækkun þá í atvinnubótavinn- lunni, sem ráðgerð var. Borganilari tók . dauílega undir kröfur vcrkamanna, cn lofaði að bera þær undir bæj- arráð. . Bæjarráðið kom saman til fundar í gærkveldi og ákvað að fækka ekki að sinni í atvinnu- bótavinnunni. Samtök verkamanna hafa nú eins og svo oft áður sýnt hverju þau megna ef þeim er beitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.