Þjóðviljinn - 07.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.04.1938, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudáginn 7. apríl 1938 1 gömlum blöðum úði og grúði af auglýsingum um ýms skottulæknalyf svo sem „Brama“, „Kinalifselixir“ og „Voltakrossa“.. Hér birtist ein slík auglýsing: ** „1 sex undanfarin ár hefi ég þjáðst af megnum veikindum á sál— inni, og höfi ég brúkað ýms meðul en ekkert hefir dugað, þar til- fyr- ir 5 vikum, að ég fór að brúka „Kínalífselixir,, Valdemars Peder- sen ffá Friðrikshöfn, brá þá strax svo við, að ég fór að geta sofið reglulega, og þegar ég var búinn að brúka 3 flöskur, var ég orðinn talsve'rt betri, og hefi þá von, að með áframhaldandi brúkun verði ég albata. Þetta er mér sönn ánægja að votta.. Síaddur í Reykjavík 12.. ágúst 1891 Pétur Bjarnason frá Lundarhóli. Kona ritaði 'einu sinni fjarver- andi bónda sínum, sern ekki er neitt tiltökumál.. 1 bréfinu lýsir hún því, hve sáran hún þrái IiEÍmkomu hans, með þessum hjartnæmu orðurn: „Dag og nótt er ég að hugsa um þig og i hvert skipti, sem ég lít frakkann þinn, sem hangir hérna á þilinu, hugsa ég með sjálfri mér: Guð gæfi, að minn ástkæri eigin- maður héngi .þarna í staðinn fyrir frakkann".. ** Vertu.sæll, vinur minn.. I dag fer ég utan.. Þar ætla ég að stað- festa ráð mitt, og ef -til vill sjá- umst við aldrei framar.. Vinurinn: Sýndu mér þá síðasta greiðann hérna megin grafarinnar og lánaðu mér 100 krónur. ** Alexander mikli mælti svo fyrir að önnur hönd sín skyldi hanga út fyrir líkkistubarminn að sér látn- um, til þess að allir gætu séð hve. snauður hann yrði að fara i gröf- ina, þrátt fyrir alla sína sigurvinn- inga. ** Dúmarinn: Mér er það alveg ó- . skiljanlegt, hvernig þér hafið sleg- j ið mann’inln í úcjt í einu höggi með í eintómum höndunum.. Ákœrði: Á ég kannske að sýna dómaranum, hvernig það bar að? ** Maður nokkur var kallaður fyr- ir rétt og spurður maðal annars hvort hann væri giftur og hvort hann gæti sannað það.. Mannauminginn benti á stórt ör sem hann hafði á höfðinu. ofnlttgsmennlriiir reyna aH sfela Aipýðahúslnu 5»eir auka hlufafél óleyfiKega nm 40 fiflsuDd krðnur til pess að verklýðsfélOgin verOI fi mln-nfi hiuta. — Hver liigleysan rekur aðra á aðalfsindl h.f. AKþýðnhús Reykjavfiknr. Síðastl.. fimmtudag var hald- inn aðalfundur í h.f. Alþýðuhús Reykjavíkur. Hús þetta hefir að undanförnu verið að miklum meirihluta eign verkalýðsfélag- anna hér í Reykjavík, enda mun svo hafa verið ætlazt til í öndverðu, að húsið yrði eign þeirra. En á fundinum kemur f>að í Ijós, að| í ágúst í sumar hafði klíka sú í hægra armi Al- þýðuflokksins, sem stendur með Stefáni Jóh. Stefánssyni, gert tilraun til þess, að hrifsa húsið undir sig. Menn veiti því athygli, að þetta skeður á sama tíma og samningar hófust um sameiningu verklýðsflokkanna.. Fundurinn hófst með því, að Stefán Jóh. Stefánsson, sem var fundarstjóri, neitaði mönnum þeim er Fulltrúaráðið hafði falið að fara með atkvæði sín, um at- kvæðaseðla, en þeim hafði Guðm. R. Oddson verið búinn að stela fyrir nokkru. Úrskurð- aði Stefán að hann skyldi halda þeim þvert ofan í ákvarðanir Fulltrúaráðsins. Með þessari á- kvörðun Stefáns Jóh. Stefáns- sonar er umboðið tekið af verka lýðsfélögunum til þess að fara með atkvæði fyrir þá hluti, sem það átti í húsinu. En það var ekki alt búið með þessu. Hlutafé hússins var um 90 þús. króna og áttu verka- lýðsfélögin méirihluta þess eins og áður er sagt, en nú hafði það verið aukið um 40 þúsundir króna, án þess að minsta kosti flestum hinna eldri hluthafa væri gert aðvart svo að þeir gætu líka aukið hlutafé sitt og var þetta gert þvert ofan. í sam- þyktir félagsins, en í freim segir svo: „Þegar hlutaféð er aukið skal í hvert sinn gefa eldri félögum kost á að leggja upphæðina fram í hlutfalli við upphaflega hlutabréfaeign þeirra. Hafi þeir ekki gert það fyrir 1. júlímán- aðar ár hvert, má selja hluta- bréfin öðrum“. Engum félagsmönnum fyrir utan hóp klofningsmannanna hafði verið gefinn nokkur kost- ur á auka hlutafé sitt. Innborganir þessa hlutafjár hafa aðallega farið fram fyrri hluta ágústmánaðar, og þarf ekki að efa, hvernig á þeim stendur. Um þessar mundir voru samningarnir að hefjast milli Alþýðuflokksins og kom- múnista. Hægri foringjarnir voru þá þegar staðráðnir í því, að kljúfa, ef sameining næðist. En til þess að geta farið með Alþýðuhúsið er þeir kveðja ís- lenska verkalýðshreyfingu juku þeir svo hlutafé hússins, aðþeir hefðu þar sjálfir meiri hluta. Vitaskuld er framkoma þessi lögleysa frá upphafi til enda og má því búast .við að það verði dómstólanna að skera úr því, hvort Stefáni Jóh. Stefáns- synj og fylgifiskum hans á að líðast að svæla undir sig eignir verkalýðsins. Það er og athyglisvert, að menn þessir sem nú hafa aukið svo mjög hlutafé sitt eða látið skrifa sig fyrir svo stórum hlut- um, höfðu áður greitt aðeins tvö þúsund krónur, sem hluta- ifé í húsinu. Að vísu getur það skýrt þetta að nokkru, að sumir hluthafanna eru börn á ferming araldri og námsmenn erlendis. En sú spurning hlýtur þá vakna, hvaðan slíkum mönnum hefir komið fé til slíkra hluta- bréfakaupa. Opiö bréf tii eins ó¥in- ar Sovéíríkjanna. Eftir Upton Sinclair. Ameríska tímaritið „New Masses“ birti nýlega opið bréf frá Upton Sinclair til rithöfund- arins Eugen Lyons, en sá hafði ráðist heiftarlega á Sovétríkin i skrifum sínum. Ritstjórn tíma- ritsins benti jafnframt á tvær sögulegar villur sem Sinclair geri sig .sekan í: 1. Bolsévikabylt ingin 1917 var ekki verk fá- memjs hóps byltingarmanna, heldur uppreisn fjöldans, verka- manna, bænda og hermanna. Kommúnistaflokkurinn hafði um það leyti mörg hundruð þúsund meðlima. — 2. Upphaf Trots- kismans er ekki hægt að miða við 7. heimsþing Alþjóðasam- bands Kommúnista árið 1935. Málaferlin síðustu hafa leitt í ljós, að glæpastarfsemi Trotsk- ismans gegn sósíalismanum hófst ekki síðar en 1917. Hér fer á eftir útdráttur úr bréfi Uptons Sinclairs: „Rússneska þjóðin lifði öid- um saman undir óskaplegri kúg- un, hún átti engar lýðræðisstofn anir, vissi ekki hvað frelsi var. Þjóðinni var haldið í vanþekk- ingu um menningarstrauma sam tíðarinnar; stærsti hluti hennar voru bláfátækir bændur, ný- slopnir úr ánauð, eyðilagðir af drykkjuskap og hjátrú. Eftir þriggja ára þjáningar heims- styrjaldarinnar tókst fámennum hóp byltingamanna, sem trúðu á samvirkjuna (kollektivismus), að taka völdin. I þann tíma liélt ég því fram, að þeim mundi ekki takast að halda völdunum lengur en svo sem sex mánuði; en þeir hafa ráðið ríkjum í 20 ár. Mér skjátlaðist svo hrapal- Iega, að ég þori varla. að- láta í Ijós álit mitt nú. Þessum fámenna hóp bylting- . armanna tókst að gera kenning- ar sínar um samvirkjuna vinsæla meðal liinnar 170 miljóna þjóð- ar. Jafnframt mentaði hann og skólaði alþýðuna. 'Lítum til sögu Rússlands. Eft- ir stríðsárin þrjú kom bylting- arárið mikla, og mörg borgara- stríðsár, er skildu landið eftir nær bjargarlaust. Ég get aldrei hugsað um Rússlandsmál án þess að minnast þeirra erfiðu ára, þeirrar umhyggjju og á- stríðu er fylti liuga allrar stríð- . andi alþýðu. I baráttunni gegn heimsauðvaldinu, sem birtust í gerfi stórveldasambands, er einnig Bandaríkin tóku þátt í, lærði rússneski verkalýðurinn að hata gagnbyltingasinnaða samsærismenn, og losa sig við þá hvað sem það kostaði. Mitt álit er, að Rússar hafi átt í ófriði öll þessi 20 ár, síðan ríkið var grundvallað. Það er ekki einungis að ræða um við- skiftabönn, stjórnmálaflækjur, skemdarstarfsemi og njósnir, heldur beinlínis um undirbún- ing áð hernaðarárás, — hér er _ um ■ að ræða vopnahlé m illi tveggja styrjalda. Ég hefi vitað það öll þessi ár, að það verður ráðist á Rússana hvað eftirann- að. Ég hefi ekki þreyst á því að halda þessu fram, og ég hefi ekki ráðist á ýms atriði er mið- ur hafa farið vegna þess að Rússland var að búast til varnar Og svo komu þeir Mussolini og Hitler og Japanskeisari til sögunnar. Þegar ég er beðinn^ um að gefa lýsingu á fasisman- um, þá segi ég altaf það sama: Fasisminn er auðvaldsstefna að viðbættum morðum. Fyrir ári síðan gaf ég eftirfarandi yf- irlýsingu á ríthöfundaþingi: „A1 Capone cr hámentaður mað ur, stjórnspekingur og heiðurs- maður hjá þcim mönnum, cr sitja að stjórn í vissum ríkjum'h Þeir atburðir ,er síðar hafa gerst, neyða mig til að bæta við þennan stigamannalista nöfn um Francos og nokkurra jap- anskra hershöfðingja. Og því verður ekki móti mælt, að fái fasistarnir að þjóna lund sinni á Spáni og í Kína, munu þeir áður en langt um líður gera al- vöru úr þeirri fyrirætlun sinni, að reyna að eyðileggja hið sam virka ríki verkalýðsins, Sovét- ríkin.. Hitler hefir lýst því ó- tvírætt yfir, að hann ætli sér að leggja undir sig Ulcrainu, og Japanir hafa lýst yfir samskon- ar fyrirætlunum um Kyrrahafs- héruð Sovétríkjanna. Hvað eftir annað hafa Sov- ,, étríkin lagt fram, í Genf ákveðn ar uppástungur um afvopnun. Afturhaldsblöðin hafa lýst þess- um tillögum svo, að þær væru gerðar einungis í blekkingar- skyni. En það er of billega sloppið! Hversvegna berjast vopnaframleiðsluhringar heims- ins gegn afvopnunartillögum Litvinoffs? Vegna þess, að þeir skilja, að Samvirkt þjóðfélagget ur þrifizt og þróazt án nýlendna og erlendra markaða, en auð- valdsþjóðfélag þarf hvort tveggja, og það meira að segja í stöðugt auknum mæli, — auð valdsþjóðfélög hljóta því hvað eftir annað að hefja árásarstyrj- aldir, ef þau eiga að geta forð- azt innri byltingar. Það er sannfæring mín, að með hinum marg endurteknu tilboðum um afvopnun, hafi Sovétríkin dregið sig undan á- byrgð á komandi styrjöldum, og öðlazt siðferðilegan rétt til að leggja þá ábyrgð þeim ríkj um á herðar, er hafa neitað að taka þessar tillögur til greina, • ien í jþess stað óaflátanlega und- irbúið árás á Sovétríkm. Ég sé skýrt hvernig komandi heimsstyrjöld nálgast, og ég þori að fullyrða, að vinir menn- ingarinnar eiga ekki nema um tvennt að velja: Viljið þið sjá Sovétríkin moluð niður, eða viljið þið sjá Hitler, Mussolini Franco og Araki gerða óskað- lega? Þetta er sú spurning, sem hver einasti sósialisti verður að svara, hver einasti maður, sem vill að mannkynið haldi áfram á braut framfara og menningar. Mikið hefir verið talað um „hin andstyggilegu málamynda málaferli“ í Moskva. Hvað mig snertir, þá lít ég svo á, að hér sé um að ræða einföld- ustu og sjálfsögðustu pólitísk.ar og hernaðarlegar ráðstafanir í því neðanjarðarstríði, sembeint er gegn Sovétríkjunum, — stjórnað af afturHaldsseggjum, sem hafa yfir ótakmörkuðum fjármunum að ráða, og nota sér á allan hugsanlegan hátt þau öfl jnnan landsins, sem þeir komast í samband við. . Ég geng þess ekki dulinn, að í Rússlandi dvelja útsendarar þýzka og japanska fasismans* sem' látast þar vera öllum rót- tækari, — alveg á sama hátt og agentar Fords, Weirs og Girdlers laumast inn í verklýðs hreyfingnna hér í Ameríku, þykjast vera kommúnistar og gera allt, sem þeir geta til að æsa til ofbeldisverka og upp- þota, til þess eins, að skaða verkalýðshreyfinguna^.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.