Þjóðviljinn - 08.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.04.1938, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN t :sa Fostudaglnn 8. apríl 1938 Mennlngar- Maxim 100 1*J og hvíldargorður* Gorkiu i Moskva Ungar íþróííasíúlkur í skrúðgöngu í menningargarðinum. Stærsti og fullkomnasti skemmtigarður heimsins — eða menningar- og hvíldargarður, eins og Rússar kalla, — er ó- efað Maxim Qorki garðurinn í Moskva. Maxim Gorki garðurinn nær yfir 300 hektara. 1 garðinum eru stórkostlegar menningar- stöðvar, og eru verkamenn, og ekki sízt æska Moskvaborgar hreyknir af honum. Maður furð ar sig á margbreytileik menn- ingarstofnana hans og öllu fyr- irkomulagi til skemmtunar þeim sem í garðinn koma. Daglega streyma þúsundir manna óg kvenna úr öllum iðngreinum inn í garðinn, til hressingar, hvíldar og menntunar. Grasfletir og trjágöng, blóma reitir, gosbrunnar, leikhús, barnagarðar, fallhlífarturn, danspallar, hringekjur, risahjól, baðstaðir róðrarbátar, og að ó- gleymdum flugvellinum og flug vélunum. Allskonar nýtízku- tæki tala sínu máli um orku og fegurð hins mikla lands. Til þess að menn villist ekki á hinu víðáttumikla svæði garðs ins, eru ótal leiðbeinendur, er standa þar sem göturnar og trjágöngin mætast, og gefa gestunum allar þær leiðbein- ingar, er þeir kunna að óska. Garðinum er skipt niður í mörg svæði; úti við Moskva- fljótið er baðstaður og er þar krökt af fólki allan daginn, er skemmtir sér við sund, róðra og dýfingar Baðstaðnum er skipt niður í margar laugar, sumar eru notaðar eingöngu til sunds, aðrar við dýfingar. Úti á fljótinu cru kappróðrarbátar, kajakar og vélbátur, er dregur fólkið á sjóskíðum um allt fljót- ið.. . Hingað og þangað um fljót- ið eru fljótandi kaffi- og mat- söluhús, þar fá menn hollan og góðan mat fyrir lítið verð. Eitt svæðið er kallað Fimm- áraáætlunarplássið. Pað cr svæði vísinda og tækni. Þar sér maður allskonar ,,modelu, svo sem af háofnum, loftskipum, flugvélum og alskonar vélum og rafmagnstækjum.. í þcssum byggingum, sem eru tvær, er afar stór salur sem tekur 3000 manns. Áhugi er mikill, ekki hvað síst hjá æskulýðnum, fyrir því að kynnast tækninni. Á öðrum stað eru 15 stór her- bergi með verkfærum og alls- konar vélum í fullri stærð fyrir þá sem sérstakan áhuga hafa f.yrir tækni, og þar geta hinir fróðleiksfúsu gestir gert margs- konar tilraunir og fengið ráð- leggingar og upplýsingar hjá verkfræðingum og prófessorum. Innarlega í garðinum eru smekkleg smáhýsi með bóka- söfnum og munum frá bylting- unni, þar geta menn sökt sér fiiðúr í lestur á bókum, blöðum ! og tímaritum og hvílt sig íhin- um þægilegu hægindastólum, einnig geta menn telft og spilað billjard. Stærsta leikhús garðsins er hið svo kallaða Græna leikhús, er rúmar 20 þús. áhorfendur og er útileikhús. Hin bestu leik- hús Moskva-borgar, sem ein- göngu yfirstéttin hafði aðgang að áður, svo sem hið heims- fræga kúnstleikhús og hið stóra operuleikhús, gffa gestum garðs ins kost á að sjá óviðjafnan- lega list. Flugvöllurinn er utan við garðinn, þar er hægt að fá ó- keypis kenslu. í flugi. Par lærir hin frjálsborna. æska. að stjórna | hinum fullkomnu Sovétflugvél- • um, loftbelgjum og svifflugum. Mest eftirsóttasti staður garðs ins er fallhlífastökkturninn. Þús- undir æskumanna skemta sér 1 daglega við að kasta sér úr turninum og svífa til jarðar, bornir uppi af mislitum fallhlíf- um'. í Sovétríkjunum er fallhlífa stökk einhver mest iðkaða íþrótt, sannkalíað fjölda-sport, ■ í hverju íþróttafélagi er einn liður íþróttanna fallhlífarstökk. I garðinum eru barnagarðar og barnaleikhús. Par geta mæð- : ur skilið eftir börn sín meðan þær eru að skemta sér, og er algerlega séð um þau á með- an. Þar geta börnin skemt sér við allskonar leiki og leikföng svo sem járnbrautir úr tré er renna eftir tréteinum, og bíl- um er taka 3—5 börn; bílarnir renna líka eftir tréteinum. Þar geta þau smíðað sér allskonar leikföng; þetta er eitt augljós- asta dæmið um umhyggju þá, sem Sovétríkin bera fyrir hinni uppvax.andi kynslóð. Þau svæði garðsins, þar sem fjöldaleikir og skemtanir fara fram, eru yfirfullir af ungum verkamönnum og konum. Dans- pallarnir eru afar vinsælir, þvi flesta langar til að dansa eft- ir hinum fögru tónum harmon- ikunnar. Hingað og þangað eru Frh.. á 4. síðu. Góður fundur í F. U. K. Fundur Félags ungra komm- únista á miðvikudagskvöldið var vel sóttur og hinn skemmti- legasti að vanda.. Fyrsta málið var erindi frá Félagi róttækra Háskólastúd- enta. Var þriggja manna nefnd frá félaginu mætt á fundinum hafði einn meðlimur hennar framsögu í málinu. Var erindi þetta þess efnis, að koma á stofn bandalagi eða einhvers- konar samstarfi milli allra vinstri æskulýðsfélaganna í bænum. Samskonar málaleitun hefir félagið sent til hinna ýmsu vinstri æskulýðsfélaga. Erindi þessu var tekið með miklum fögnuði og lófaklappi af fundarmönnum, og kosin 3ja manna nefnd til að hafa með höndum undirbúning málsíns fyrir félagsins hönd.. Að þessu loknu var rætt um 1. maí og samstarfið ásamt ýms um öðrum félagsmálum.. StórkostKegar framiarir i skíðaiþrétt i Sovétrikj- nimm. Meistarakeppni Sovétríkjanna í skíðaíþrótt, sem fór fram ná- lægt Sverdlowsk, er nú fyrir stuttu lokið. í keppninni tóku þátt, auk 460 sovét-skíðamanna, 7 úrvals skíðamenn — 5 karl- ar og 2 konur frá A. í F. í Noregi. Norskir skíðamenn hafa oft tekið þátt í skíðakeppni í Sovétríkjunum áður, og jafn an borið sigur af hólmi, þangað til núna, að sovét-fólkið bar af þeim. í 30 km. göngu var sovét- skíðamaðurinn Smirnov fyrstur á 2 tímum 14 mín., 48 sek.. og auk hans voru 6 aðrir sovét- skíðamenn á undan Norðmann- inum Nordli, sem var 2 tíma 20 mín. 29 sek. í 20 km göngu var sovét-skíðamaðurinn Dob- richin fyrstur á 1 tíma 25 mín. 46 sek., en norski meistarinn Johanson var sá fimrnti á 1 tíma, 28 mín. 40 sek., og næsti Norðmaðurinn, Solli, var sá 11. í röðinni á 1 tíma 30 mín. 27 sek. í 5 km. .göngu kvenna sigr- aði Kúlakova frá Moskva á 24 mín., en norska skíðakonan Pe- tersen varð sú 17. í röðinni á 28 mín. 18 seki. I 15 km. göngu kvenna sigraði María Potscha- tova á 1 tíma 23 mín. 28 sek. I 50 km.. göngu sigraði A. Karpow frá Moskva á 4 tímum 2 mín. 6 sek. En í skíðastökkinu sigruðu Norðmennirnir. Andersen stökk tvö stökk, 53 m. og Tinglund stökk 53 og 52,5 m. Af sovét- skíðamönnunum stökk Kapústin frá Moskva lengst, annað stökk ið 50 m. en hitt 50,5 m. Hjalmar Solli hefir fjórum sinnum verið meistari AIF í skíðagöngu 30 og 50 km. 1934 var hann fyrstur af þúsund keppendum í 35 km. göngu í Oslo. Honum farast þannig orð um skíðamenn Sovétríkjanna: ,,Þið eruð á réttri leið.. Fram farirnar, sem ég sé hjá ykkur núna síðan 1936 eru geysimikl- ar. Hinar hröðu framfarir Sovét skíðamannanna eru undraverð ar. Við Norðmennirnir höfðum ekki búist við svo sterkum keppinautum. Fjöldi skíða- manna, en þó einkum skíðá- kvenna, eru ágætir. Ég hygg, að kvenfólkið hafi meiri tækni en karlmennirnir. Þær bera sig mjög vel, auk ágætrar tækni á mishæðóttu landi. Skíða- göngumennirnir hafa líka náð mikilli tækni. Maður getur sagt um Dobrischin, Ivanov, Smirn- ov o.. fl., að þeir séu glæsilegir og öruggir meistarar í skíða- göngu.“ Það vorar. Hver morgunn sem rís lyftir huganum hærra,; á hærri og voldugri meið. Með hækkandi sól verður hugtakið stærra, hver hindrun þá víkur af leið. Pó nú virðist kalt kemur sumar og sunna, með sólroðans hjúp yfir land. Sér fuglar þá leika um laufgræna runna, og léttfleygar bárur við sand. Nú léttir á huga því niðdimmar nætur, og nístandi kaldviðrið dvín. Þið íslensku synir og ungbornu dætur, þú æska, — ég hrópa til þín. Til átaka — fram, það er ærið að vinna, og ýmsu að breyta til góðs. En fyrst er það sundraða saman að tvinna, og svo er að kveða sér hljóðs. Ef stöndum við sameinuð mikið við megnum, á menta og sannleikans grund. Og ísland á fjölda af ötulum þegnum, með æsku og vilja í lund. Sem hika ei vitund þá mæðir á móti, en magnast við sérhverja þraut. Þeir stigi ei halla þó stciti á grjóti, af stefnu á kærleikans braut. Kristinn p. Haukdal. Ásgeir Bl. Magnússon flutti skemmtilega ræðu um ferð sína til Sovét-ríkjanna. Að lokum söng einn félagi gamanvísur (þrítuga drápu) um lífið í F. U. K., og var tekið með ' geysifögnuði af fundar- mönnum. Æskufólk, gangið í F.U..K. Það cr ykkar félag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.