Þjóðviljinn - 09.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.04.1938, Blaðsíða 2
Laugardaginn 9. apríl 1938 ÞJÖDVILJINN Wð gröf sf ds elgln mmmúéms. Jónas frá Hriflu og umskifiiogar þjöðsagnanna. Við útvarpsumræðurnar um vantraustið kom það glöggt í ljós, hve blint hatur Jónas frá Hriflu bar í jbrjósti til kommún- ista og verklýðshreyfingarinnar í landinu..Þessi gamli fjandmað ur afturhaldsins, sem á sínum tíma vakti aðdáun margra í- haldsandstæðinga fyrir það, hve miskunnarlaust hann sagði í- haldsspillingunni til syndanna, er nú orðinn höfuðandstæðing- ur allra sinna æskuhugsjóna og verndari hverskonar óreiðu og fjármálaspillingar. Framsóknarflokkurinn er að stórum meirihluta flokkur frjáls lyndra bænda og samvinnu- manna. Enginn neitar því, og allra sízt við kommúnistar, að barátta Framsóknar hafi á upp- gangsárum flokksins haft stór- mikla þýðingu fyrir bændur landsins og þróunina í landinu yfirleitt. Hinar stórstígu fram- farir \ landinu frá 1927—30 áttu sameiginlegan stuðning bænda og verkamanna; án samvinnu þeirra hefðu þær verið ófram- kvæmanlegar. Á þessum fyrstu stjórnarárum Framsóknar komst oft upp ým- iskonar svindl og óreiða undir handarjaðri helztu forsprakka í- haldsins, er þar kunnust sjóð- þurrðin í Brunabótafél., sjóð- þurrð Einars M.. Jónassonar, mál Jóhannesar bæjarfógeta, Hnífsdalsmálið, íslandsbanka- hneykslið o. fl. o. fl. í öllum þessum málum kom til harðra átaka milli Jónasar og íhaldsins. íhaldið varði þá eins og nú alla óreiðu og glæpi yfirstéttarinnar án hinnar minnstu blygðunar. Jónas lét sig það engu skipta þá, þótt íhaldið hamaðist og trylltist, enda var hann á þeim árum ekki kominrij í ja'fn innilegt sálu- félag með Magnúsi Sigurðs- syni og nú. Saga Jónasar frá Hriflu er sorgarsaga. Ungur að aldri gengst hann fyrir stofnun ung- mennafélaganna og flokkssam- taka bænda. Æskan í landinu og bændurnir fylktu sér undir merki hans. Fylgi Framsóknar- flokksins eykst fyrir ötula bar- áttu fjölda áhugasamra og ein- lægra íhaldsandstæðinga um land allt, sem líta á stjórnmála- starfsemi Jónasar og Framsókn arfl. sem áfanga að fullu frelsi og efnalegu sjálfstæði. Þessar vonir yfirgnæfandi meirihluta fylgismanna Framsóknarfl. hafa nú algerlega brugðizt. Formað ur flokksins er orðinn eins og umskiptingar þjóðsagnanna. Þeir, sem fylgdust með orðum hans og gjörðum áður fyr, og svo aftur nú, hljóta að standa undrandi yfir þeirri brcytingu, sem orðin er á Jónasi. Jónas frá Hriflu er nú orð- inn höfuðverjandi þeirrar mestu óreiðu, sem nú er að grafa um sig í íslenzku fjármálalífi. Landsbankaóreiðunnar. ¦ Það er eins ,og komið sé við við- kvæmustu strengi hans ef við Landsbankanum er hróflað. Sama máli gegnir um braskfyr- irtækið Kveldúlf. Annað höfuð áhugamál Jónasar er að halda skuldasukki þess við á kostn- að þjóðarinnar. Það er þess vert fyrir Framsóknarfl. að gera sér það ljóst í tíma, að íhalds- klíkan í flokknum undir forustu Jónasar og Jóns Árnasonar, er i orðin fullkomlega viðskila við hina upprunalegu stefnu hans og siglir hraðbyri með flokkinn til hægri — í því ákveðna augnamiði, að koma á laggirn- ar samsteypustjórn með flokki Kveldúlfs, stjórn, sem fyrst og fremst væri stjórn hans, og Landsbankans, stjórn, sem skoð aði það, einkum <;em hlutverk sitt að breiða yfir og vernda það hyldýpi fjármálaspillingar og óreiðu, sem hefir .skapazt í þessum tveim fyrirtækjum á undanförnum árum. Það er hlutverk hinna raun- verulegu Framsóknarmanna að koma í veg fyrir þessi áform. Bændur landsins eiga meiri sam leið með verkalýðnum við sjáv- arsíðuna en „gjaldþrotabrösk- urum" og spekúlöntum íhalds- ins. Og einkennilegt mætti það heita, ef Jónas frá Hriflu hefði ekki orðið þess var, að bænda- stéttin'á íslandi er ekki á svo lágu þroska- og menningarstigi að hún láti hræða sig með kommúnistagrýlunni lengur. Þar skýtur gamli maðurinn frá Hriflu alveg yfir markið. Um það mun hann fá óræka sönnun áður en langt líður, hvernig sem honum tekst að sætta sitt vanstillta skap við þá staðreynd. Það hlutverk Yiggur nú fyr- ir vinnandi stéttunum í landinu að skapa þá einingu í samtök um sínum, og það bræðralag milli flokka sinna, að unntverði að mynda þjóðfylkingarstjórn í landinu, traust bandalag verka- lýðs og bænda, þar sem ríkir gagnkv. skilningur og samúð milli beggja stétta, myndi með ríkisstjórn sinnL lyfta Grettis- tökum á skömmum tíma. Hin aukna fasismahætta frá íhald- inu knýr þessar fjölmennustu stéttir þjóðfélagsins óhjákvæmi- lega til samstarfs. Allar tilraun ir erindreka afturhaldsins í iher- búðum vinstri flokkanna munu þar stranda á þeim vaxandi skilningi vinrandi stéttanna að þeim beri að fella niður óþarfa j'fingar ö'g vinna saman að lausn vandarnáía þjóðarinnar. Otvarpshlustandi.. Hérmeð vill .nefndin vekja athygli innflytjenda byggingarefnis og annara á því, að hún hefir sett þau skilyrði fyrir veitingu gjaldeyris-( og innflutningsleyfa fyrir timbri ;og cementi, að þessar vörur verði ekki seldar til bygginga á íbúðarhúsum, sem eru stærri en svo að '430 teningsmetrar tilheyri hverri íbúð, eða til annara húsa og mannvirkja, sem þurfa erlent efni fyrir meira en kr. 5000.00 með utsöluverði, nemasam- þykki hennar komi til, og gildir þetta jafnt, hvort viðkomandi hefir undirskrifað skuldbindingu hér að Iútandi eða ekki, þannig að innflytjendur bera ábyrgð á að ofangreind skilyrði séu ekki brotin. Reyícjavík, 6. apríl 1938. Gjaldcyris- og innflutningsncfnd. Kjötfars Miðdagspylsur Kindabjúgu Best og ódýrast í Mllners k]»tbHII Sími 3416. ornD Að gefnu tilefni eru innflytjendur hér með alvar- (iega varaðir við því, að gera ráðstafanir til innkaupa á erlendum vörum, nema þeir hafi áður trygt sé'r gjaldeyris- og innflutningsleyfí. Vegna erfiðs .gjaldeyrisástands geta men'n ekkibú- ist við?að leyfisveitingum á þessu ári verði hagað á > sama hátt og t. d. síðastliðið ár, og geta þess vegna ckki gcrt, áætlanir um innkaup frá útlöndum eftir fyrri réynslu. Þeír, sem.ekki taka ofangreinda aðvörun til greina, ;i'4ega búast við, að þeir verði látnir sæta ábyrgð, samkvæmt gjaldeyrislögunum. Reykjavík, 6. apríl, 1938. Gjaldcyris- og innflutningsncfnd. Gerist áskrifcndur! nriáksliiin Nýlega er útkomin bók, er heitir „porlákshöfn á sjó og landi. Höfundur bókarinnar, Sigurður porsteinsson, stund- a!ði sjóróðra Ifrá porlákshöfn um margra ára skeið og er það trygging fyrir þvi, að rétt sé hermt frá staðháttum og atburðum. Efni bókarinnar er á þessa leið: 1. Nokkrar sögulegar , heimildir um porlákshöfn, lýs- ingar á aðstöðu til sjósóknar, verbúðunum o.fl. 2. Sjóferðir, veiðarfæri, (fiskimið o. fl. 3. Sjóhr,akrjin(gur 29. mars 1883. Skipsskaðar ogmann- tjón 1840—1887 og nokkur dularfull fyrirbrigði í sambandi við sjóslysin. 4. Lan'dlegudagarnir, ferðir til versins og til Eyrar- bakka o.fl. - 5. Niðurlagsorð. Hvers virði úftræðið var fyriir nærliggjandi sveitir, pg hvað tapaðist, er það lagð- íst niður. , í bókinni ^ru allmargar myndir af einstaklingum og skipshöfnum, verbúðum. o. fl. — Fæst í öllum bókaverslunum Happdrætti Háskéla Isjands IDA6 er síðasti siSlndagnr iyrir annan ilokk. Oleymið ekki að endnrnýia! Dregið verður á mánudag 11. aprfl. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.