Þjóðviljinn - 09.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.04.1938, Blaðsíða 4
I afs Nfý/aföib s£ Horfin sjónarmíð (Lost Horizon) Stórkostleg amerísk kvik- | mynd gerð undir stjórn kvikmyndasnillingsins Frank Capra. Aðalhlutv. leika: Ronald Colman, jane Nyatt og fl. Kvikmyndagagnrýnend- ur heimsblaðanna hafa talið kvikmynd þessa hið mesta listaverk hvernig sem á hana sé litið. Revkjavíkurannáll h. f. BEVYAW ~ »Fornar d~gðir« 21. SÝNING á morgun kl.. 2 e. h. í Iðnó. Aðgöngumiðar scldir í dag kl.. 1—7 og kl. 1—2 á morgun. Venjulegt leikhúsverð frá kl. 3 í dag. Síðasta sinn fyrir páska.. Ekki tekið á móti símapöntunum. Yinnulöggjofin Ffh. af 1. síðu. væru sterkustu verklýðsfélög- in í landinu; t. d. Dagsbrún, Siglufjarðarfélögin, Vestmanna- eyjafélögin, yfirleitt öll þau fé- lög, sem væru vald í verklýðs- samtökunum. Það væri óvitur- legt að taka ekki tillit til þess- arar staðreyndar. Hér er um að ræða löggjöf fyrir atvinnurekendur á móti verkalýðnum, sagði Einar, og benti máli sínu til stuðnings á ummæli fulltrúa atvinnurekenda Thór Thórs, er hafði lýst fögn- uði sínum, og þeirra, yfir fram- komu frumvarpsins. Þingmenn Alþýðuflokksins eru hér að láta hafa sig í skollaleik. Atvinnurekendur vita að það er ekki hægt að setja vinnulöggjöjf, sem verkalýður- inn stendur einhuga á móti, —- þessvegna hafa þeir beðið eft- ir þeirri stundu, að hægt var að þvæla einhverjum hluta verkalýðsins eða stjórn Alþýðu sambandsins til þess að vera með vinnulöggjöf, sem síðar er í lófa lagið að gera að verstu þrælalögum. Pegar búið er að nota þing- menn Alþýðuflokksins til að samþykkja vinnulöggjöf, má ganga að því vísu, að hægri mönnunum; í ramsókn og samherjum þeirr'a; í íhalds- flokknum þyki tími til kominn að rjúfa stjórnarsamvinnuna, Kommúnistaflokkurinn er á móti þessu frumvarpi, í sam- ræmi við afstöðu meginhluta íslenzku verkalýðshreyfingar- innar. 1.. umr.. var lokið í gær og var frv. visað til 2.. umr. og allsherjarnefndar.. Greiddu þing menn Kommúnistafl. einir at- kvæði gegn því. wwwv Nauiakjöt Hangikjöt Svið Yerslunin Kpt & Flskar. Sími 3828 ,og 4764. ReykJQYÍkurdeild K. F. I. Framhalds aðalfundur deildarínnar verður á morgun sunnudaginn 10. apríl kl. 1.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (inngangur frá Hverfisgötu) DAGSKRA: Framhald aðalfundarstarfa. Aðeins skuldlausir félagar, þ. e. þeir, sem greitt hafa að fullu árstillag sitt til áramóta hafa atkvæðisrétt. Félagar sýni skírteini. DEILDARSTJÓRNIN Næturlæknir Jón G. .Nikulásson, Freyju- götu 42, sími 3003. Næturvörður ,er þessa viku í Reykjavíkur- apóteki og Lyf jabúðinni Iðunn.. Happdrætti Háskólans. í dag er síðasti söludagur fyrir II. flokk. Dregið verður í II.. flokki á mánudaginn. Flokksskrifstofan verður opin á morgun (sd.) frá kl.. 10—12. Þeir félagar, sem skulda flokksgjöld, eru eru beðnir að gera skil í síð- asta Iagi á morgun. Auk þess er skrifstofan opin í dag á venjulegum tíma. Iþróttafélag Reykjavíkur fer í skíðaferð að Kolviðar- hóli í fyrra málið kl. 8.30 og 9. Farið verður frá Söruturn- inum. Farseðlar seldir í Stál- húsgögn, Laugaveg 11, til kl. B í kvöld. Verkaíýðurinn mótmæiir réttarins, mjög mikla takmörk- un á almennu lýðræði félag- anna og möguleika til að þurrka sjóði þeirra með sektum og skaðabótadómum, eftir geð- þótta dómstóls, sem skipaður er næstum eingöngu af stéttar- andstæðingum verkalýðsins. Verkamannafélag Akureyrar telur, að slíkri löggjöf sé beint gegn hagsmunum vekalýðsins, og skorar á öll verklýðsfélög að standa sem einn maður gegn framkvæmd slíkra laga, ef þau verða sett, þrátt fyrir almenn mótmæli verka- lýðsins". ji Göjnlaföio 4 em iiíU. u if O Ö sitt. Óvenjuleg og afarspennandi amerísk talmynd, er gerist meðal „stjarnanna" í Holly- wood. Aðalhlutverkin leika: JOHN HALLIDAY, MARSHA HUNT og ROBERT CUMMINGS ásamt frægum leikurum frá tíma þöglu myndanna. Súðin fer héðan kl. 9 á laugardags- kvöld til Breiðaf jarðar og kem- ur á eftirgreindar hafnir: Arn- arstapa, Sand, Ólafsvík, Grundarfjörð, Stykkishólm og Búðardal... Leikfél. Reykjavikor „Skírn sem segir sex" gamanleikur í 3 þáttum eftir OSKAR BRAATEN SÝNING A MORGUN KL. 8. . Aðgöngumiðar seldir frá kl- 4—7 í dag og eftir kl.. 1 á morgun. Alexander Avdejenko: Eg elska . ö verðum að gæta hans betur framvegis. Skamt frá hreysi Nikanors liggur járnbrautin.. Daga og nætur þjóta raðir járnbrautarvagna fram hjá. Út um vagngluggana gægjast nauðrakaðir ný liðar. Þeir eru á leið til Asíu til þess aðberjast við Japani. Á litlu járnbrautarstöðinni er stöðugt táraflóð daga og nætur — grátandi mæður kveðja syni sína.. Ungar konur gráta og börnin kjökra.. Verkfall hefir brotist út í verksmiðjunni,. Vinna hefir verið. lögð niður í ásasmiðjunni og pípugerð- íinni.. Bráðum .verður vinna lögð niður við járn- bræðsluofninn. En í skálanum hans Nikanors ger- ir enginn sér mun á nótt og degi.. Rauðhærði námugrafarinn ^hleypur sem fyr af stað til námunnar, strax og eimpípan hvín.. Hann er fyrstur jað námugöngunum, fyrstur niður og fyrstum vísa /eftirlitsmennírnir honum til vinnu. Hann hugsar í aðeins um hreysið sitt, og víkur því eftirlitsmanninum á eintal.. —_ Qavril Gavrilytsj, þú getur víst ekki látið mig höggva í einhverjum krók, sem er ekki mjög erf- iður.. Ég skal launa þér það síðar á gildaskál- anum.. Eftirlitsmaðurinn klóraði sér í hnakkanum og ypti öxlum.. — Það má ég ekki, segir hann, hræsnandi. Námu- eigandinn hefir lagt sektir við öllum slíkum íviln- unum. — Hm — þú getur fengið fimmtándu námu- gíöngin — — það er samt ekki örugt enn------ Það gerir ekkert til, ég fer þangað einn.. Þú sendir mér engan sleðadráttarmann, sagði Nikanor ánægður.. Á þessu augnabliki vissi Nikanor ekki, að námu- maðurinn Kovalj hafði verið í þessum námugangi á næturvökunni íog neitað að vinna þar.. Þegar hann kom til baka, þangað sem eftirlitsmennirn- ir voru hafði hann sagt: — Eftirlitsmenn, það brakar og brestur í námu- ganginum.. Á /hverju augnabliki getum við búist við að verða grafnir í koladyngjunni, það verður að gæta meira öryggis.. — Ekki hefir verið kvartað undan þeirri hættu fyr. Þér er ekki vandara um en öðrum. — Hjálpið mér! Eg vinn ekkí í fimmtánda námu- gjanginum. — Þá það, þú getur farið heim, við höfum ekkert gagn af Ietingjum. : — Beitið ekki slíkri hörku. Eg sagði aðeins sann- Ieikann. — Hættu þessum þvættingi, sagði umsjónarmað- Urinn reiður. Piltar, hver ykkar vill fara inn í fimmt- ánda námuganginn? Eftirlitsmaðurinn sneri sér að námugröfurunum, 9em stóðu allsstaðar umhverfis hann. Námumennirnir hrukkuðu brúnirnar og sneru sér u^idan. Fyrir tveimur dögum hafði tíu þúsund puuda klumpur losnað í fimmtánda námuganginum. Klump- urinn hafði orðið einum námumanninum, Brovkin, a^ð bana. Þegar þéir voru búnir að grafa fram lík hans, sáu þeir, að munnurinn var galopinn og að tungan hafði skorist sundur á milli tannanna. — — — Enginn námumannanna vildi fara inn í fiímmtánda ganginn. En :nú kemur Nikanor og gengur inn í þessi hættulegu göng eins og ekkert sé um að vera. Hann veit íað vísu, að stoðirnar eru ekki stinnar, len huggar'sig við annað: — Hér eru koíin svo laus. Þau eru nærri því eins mjúk rog mold. Kolin renna undan hakanum, Hér getur'engin hætta verið á ferð', eí eg held mér Vakandi. Eg verð strax var við ef eitthvað bilar. Eftirlitsmennirnir hringja kampakátir til verksmið- jueigandans, og'tjá honum að allri óróahættu sé ajfstýrt. Besti fn.ámugrafarinn sé farinn inn' í fimmt- ^índu göngin.'-En námumenn'irnir standa í þéttum (h'napp og'hvísla, hver að öðrum: \ — Sá rrauðhærði. er kominn inn í f immtánda Igánginn. r — Ágirndin drepur hann. Kolin mala hann sundur. • Nikanor hamaðist 'inn í námuganginum. Þorstinn ásótti hann og kverkarnar voru skrælþurrar. Kola- rykið settist æ þéttara í munn hans og fyltti upp S milli 'tannanna. Það var kippkorn að vatnsbólinu bg Nika'nor mundi tefjast um hálftíma, ef hann færi f^igað. H|ann (krýpur niður og sleikir rakann a ^iámuveggnum með tungunni. Rakinn er beiskur og ^að leggur af honum brennisteinslykt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.