Þjóðviljinn - 13.04.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.04.1938, Blaðsíða 1
3. ÁRGANGUR MIÐJVIKUD 13. APRÍL 1938 86. TÖLUBLAÐ d I Horiln Fjoldi mmm hiðiparporli vepa fless að n taefir algerlesa broiðist. BæjirstjðFÐin leitar til Álpingis nm hjálp. EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐ- NORÐFIRÐI Hornafjarðarvertíðin hefir al- gerlega brugðizt. Sjö bátar af átta eru komnir heim. Við þessa báta vinna 70—80 manns og er flest þessara manna mjög illa statt fjárhagslega ogþarfn- ast skjótrar hjálpar sér og sín- um til framfæris. næstu daga. Ástandið er því mjög alvar- legt. Bæjarstjórnin hefir beðið rík- isstjórnina um nægilegan styrk handa hinum bágstöddu ver- mönnum, þar til úr rætist með afta, því að bæjarfélaginu er ofurefli að bjarga frá neyð þeim sem heima voru, ef ekkert batn ar mjög bráðlega. Nýlega 'er hafin vinna við stækkun Fiskimjölsverksmiðj- unnar, og er það einasta vinn- an, sem nú er að hafa hér. Vinnunni er miðlað, 25 menn í senn, en um vinnu hafa alls sótt 121 maður með með 221 manns á framfæri. Tekjur þess frá 1. okt. til 1. apríl s.l. námu 5770,00 kr., en auk þess fengu 42 umsækjendur kr. 4040,00 'út á óveiddan fisk, áður en þeir íóru á Hornafjarðarvertíð, sem peir skulda algerlega fyrir. Sýnir þetta betur en nokkuð annað hið alvarlega ástand, og vonar allur almenningur, að ríkisstjórnin og Alþingi hlaupi undir bagga nú þegar. FRÉTTARITARI Eftirfarandi erindi hefir verið lagt fram á Alþingi: „Á fundi bæjarstjórnar í dag var samþykkt» með öllum at- kvæðum eftirfarandi tillaga: Par sem Hornafjarðarvertíð hefir alveg brugðizt, og ver- menn komnir heim slyppir og snauðir, og ekki annað fyrir- sjáanlegt ,en að þeir 100 menn, sem hér eiga hlut að máli, geti ekki séð fyrir sér og sínum næsta mánuð ,og vegna þeirra áfalla, sem útgerðin hefir orðið fyrir má telja vonlítið, að hún geti starfað áfram þótt eitthvað rætist úr með aflabrögð, þá skorar bæjarstjórnin á hæst- virta ríkisstjórn og Alþingi fyrst að veita þessum vermönn- um nægilegan styrk til lífsfram- færis, þar til atvinna hefst, ann- ars að hlutast til um að útgerð stöðvist ekki vegna þess tjóns, sem hún nú hefir orðið fyrir. Bæjarstjóri." Skiðatyróttin eignast nýtt vigi. Ipróítafélag Rejfkjaviknr kanpir Kolíiðarhðl Á pálmasunnudaginn festi Iþróttafélag Reykjavíkur kaupá Kolviðarhóli, sem um fjölda mörg ár hefir verið einn þekkt- asti veitingastaður í nágrenni iReykjavíkur. Ætlar íþróttafélag Reykja- víkur að reka þar gistihús fyrir skíðafólk á vetrum og fyrir sumargesti 5 sumrum. t vetur hafa mörg hundruð manns tek ið þátt í skíðaferðum félagsins að Kolviðarhóli og sama máli hefir gegnt um skíðanámskeið pau, er þar hafa verið haldin. Mun félagið í framtíðinni halda hér skíðanámskeið sín og skíða- íTWðt. Kolviðarhóll hefir fjölmargt tfl síns ágætis fyrir það fólk, sem vill leggja stund á skíðaí- iþrótt og skíðaferðir, og munu óvíða betri skíðabrekkur nær- lendis en þar. í húsakynnum þeim, sem nú eru á Kolviðarhóli, eru þrír stórir salir, 11 herbergi ásamt baði, eldhúsi og geymslum. Þegar búið er að gera nokkrar breytingar mun Hóllinn geta geta veitt 100 mönnum nætur- gistingu. En auk þess, sem K«l- viðarhóll er í alla staði hinn heppilegasta staður til vetrarí- þrótta, er hann einnig tilvalinn til sumardvalar. Formenn félagsins á undan- förnum árum riðu á vaðið í fyrra og færðu félaginu 1000 kr. að gjöf, er skyldu renna til skíðaskála fyrir félagið. Auk þess gáfu tveir kunnir mennhér í bænum, sem ekki vilja láta nafns síns getið, sínar 500 krón- urnar hvo* J V ÍM mm W18 iH III i Shanahal Kfinver jar hvanretnaf sékia :.'¦¦ ;..¦:¦¦:¦. :¦. ¦ - ..¦¦¦¦.. ¦ ¦ . ¦ . ¦ . ¦ ¦¦¦.¦' ¦:¦¦¦ ¦ m \4 Shanghai éftir heimsókn Japana. LONDON I GÆRKV. FU. MO er það japanska setuliðið í Shanghai, sem býst til varn- ^ ar gegn hersveitum Kínverja. Stór kínverskur her nálgast borgina að vestan og er nú aðeins um 35 kílómetra frá henni. Flóttamenn, sem streyma inn í Shanghai af svæðinu, sem liggur milli kínverska hersins og borgarinnar, segja, að Jap- anir skyldi íbúa héraðsins til þess að reisa varnarvirki með- fram járnbrautinni til Hangchow. Á Lung-hai-vígstöðvunum sækja Kínverjar til Yi-hsien úr þremur áttum, en japanski herinn býst til undanhalds norðvest- ur á bóginn. Kínverjar senda mikinn liðsauka inn í héraðið milli Nanking og Shanghai og er ætlun þeirra að komast á hlið við japanska herinn. Sjaljapin lést í gær LONDON í GÆRKV. FU. Feodor Sjaljapin andaðist í dag í París, 65 ára 'að aldri, eftirt langvarandi vanheilsu. Nasistar í Suður-Jót landi h^imta sjálfsstjórn að dæmi nasista I Tékkpslóvakíu. EINKASK. TIL ÞJÓÐV. K.HÖFN; í GÆRKV. AFUNDI í danska þing- inu í gær bar prestur einn er þar á sæti Schmidt að nafni, fram afdráttar- lausa kröfu um, sjálfstjórn Suður-Jótum til handa. Krafa þessi er borin fram samkv. þingsamþykt er nazistar í Norður-Slés- vík gerðu nýlega. Schmidt krafðist þess ennfremur, að þýzkumæl- andi mönnum í Suður- Jótlandi yrði veittur sami. réttur til embætta og dönskumælandi mönnum. FRÉTTARITARI Feodor Sjaljapin var rúss- neskur að ætt, fæddur í Kazan, 15. febrúar 1873. Móðir hans var bóndadóttir, en faðir hans var lágt launaður skrifari, í þjónustu stjórnarinnar. I grend við foreldra hans bjó Maxim Gorki, og lærði hann hjá hon- um að lesa og skrifa. Hann var látinn læra skósmíði, en vann Frh. á 4. síðu. H. K. LAXNESS Halldór Kiljan Laxness komínn iil Kaupmanna- hafnar úr Rúss- landsför. Hann kemur með Lyra. KHÖFN í GÆRKV. FÚ. HALLDÓR KILJAN LAX- N£SS, skáld er kominntil Kaupmannahafnar úr för sinni til Rússlands, og leggur afstað heimleiðis með „Lyra" næst. Hefir hann dvalist fjóra mánuði í Rússlandi. Hann skýrir fréttaritara út- varpsins í Kaupmannahöfn svo frá, að hann hafi heimsótt fjölda samvinnubúgarða og menning- arstofnana, að hann hafi tekið þátt í rithöfundaþingi Sovét- Rússlands, að hann hafi verið viðstaddur öll réttarhöldin í Moskva, móti hinum 21 sakborn ingi, sem lokið er nú fyrir skömmu, og að hann hafi flutt erindi á dönsku í útvarpið í Moskva. I erindi þessu kveðsf hann hafa gert grein fyrir ýmsu því, er fyrir augu hans bar í Rússlandi og hvernig það hafi komið honum fyrir sjónir. Enn- fremur sagðist hann hafa gert grein fyrir áliti sínu á réttarhöld lunumf í Moskva. Þá skýrir hanrt ennfremuð frá því, að ákveðið sé að bækur hans komi útsam- tímis á rússnesku hjá tveimur stórum bókaútgefendum, öðr- um í Leningrad og hiaum í Moskva. Meðan Kiljan dvaldist í Rússlandi, kveðst hann hafa skrifað nýja bók, sem sé áfram- hald af „Ljósi heimsins", og heitir bókin „Höll sumarlands- ins". En nú segist hann hafa á prjónunum bók um Rússland 0flug sókn stjórnar- hersins vid Tortosa og Lcrida í Aragoníu LONDON I GÆRKV. FU. CJ PANSKA STJÓRNIN hefir hafið öfluga sókn á vígstöðv- ÍP unum við Tortosa og segist hafa tekið þar nokkra smá- bæi úr höudum uppreisnarmanna. Einnig hafa stjórnarhersveit irnár hafið gágnsókn á vígstöðVunum í grend við Lerida. Upp- reisharmenn viðurkenna, að stjój-narhersveitirnar séu í sókn, et» bera á móti því, að þeim hafi orðið nokkuð ágeagt. Hinsveg- ar halda þeir bví frarh, að á nýrstu vígstöðvunurri í Aragoniu sæki þcir áfram til Barcelana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.