Þjóðviljinn - 14.04.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.04.1938, Blaðsíða 1
3. ÁRGANGUR FIMMTUD. 14. APRÍL 1938 87. TÖLUBLAÐ Ekkert hitaveitnlán! Börgarstlórl tilkynti i gær að lán fengist ekkifiEng- landi nm ófyrirsjáanlegan tíma. Ovfst um lán 1 Sviþjóð Lygar íhaldsins í hita- vettnmáGmn aihjúpaðar. PÉTUR HALLDÓRSSON borarstjóri kom heim úr utanför sinni með Brúarfossi. Hafði hann, eins og kunnugt er, far- ið utan litlu eftir miðjan febrúar, til þess að ganga frá láni því, er hann hugðist útvega í Englandi. Borgarstjóri kallaði fréttamenn blaða og útvarps á sinn fund í gær, og tjáði þeim, að lánið fengist ekki um ófyrirsjá- anlegan tíma í Englandi, og stæði það á leyfi enskra stjórnar- valda. Hinsvegar kvaðst hann hafa leitað fyrir sér, í Danmörku og Svíþjóð um lánveitingu til hitaveitunnar, og kvaðst hann vongóður um, að það fengist, en gaf ekki frekari skýringar á því, hvar, hvernig og hvenær mætti vænta þess. F/ásögn Péturs Halldórssonar Borgarstjóri skýrði svo nán- ar frá atvikum á þessa leið: Um þær mundir, sem hann kom heim úr utanför sinni, lagði enska stjórnin bann við því, að lán væru veitt, án þess að leyfi hennar kæmi til, og fékk P. H. að vita það, fám dögum eftir heimkomu sína. .Pegar drógst að leyfi þetta fengist, kvaðst borgarstjóri hafa farið utan aftur, til þess að kynna sér nánar alla málavexti. Hafði þá nefnd sú, er var •ensku stjórninni til ráðuneytis í þessu efni, lagt á móti því, að lánið yrði veitt. En lánveitendur gerðu hins- vegar allt sem þeir gátu segir borgarstjóri — til þess að að lánið mætti takast. Setti þá stjórnin það helzt fyrir sig, að hlutfallslega væri lánið of hátt í samanburði við efni það, er kaupa skyldi í Englandi. Kvaðst þá borgarstjóri hafa, á- samt lánveitendum, farið þess á leit, að lánið lækkaði svo, að efnisk'aup næmu 75 af hundr aði lánsupphæðarinnar í stað 45 af hundraði, sem áður var gert ráð fyrir. En leyfi stjórn- árinnar til lánveitingarfinnar fékkst ekki að heldur, þó að láninu yrði svo fyrir komið. Framh. á 2. síðu Samningum Breta og Itala lofcið. Italir eiga að taka fult tillit til hagsmuna Breta og lýsa því yfir að þeir „þeir seil- ist ekki til valda á Spáni“ inn og skal ítölum heimil um- ferð um hann bæði í friði og ófriði með sömu réttindum eins og Bretar sjálfir hafa. Priðji kaflinn fjallar um Miðjarðarhafs málin og er talið, að hann muni verða raunveruleg viðurkenn- ing á jafnrétti Bretlands og It- alíu til siglinga um Miðjarðar- hafið. Fjórði kaflinn fjallar um Spánarmálin, og er talið, að hann muni aðallega vera á þá leið, að ítalía lýsi því yfir, að hún seilist ekki til landa eða yfirráða á Spáni. GALLO HERSHÖFÐINGI yfirmaður 31. herdeildarinnar spönsku, sem berst nyrzt í ÍAra- gomu. Bððir striðsaðilar ð Spáni tilhynna sigra LONDON I GÆRKV. FU. Uppreisnarmenn segjast hafa tekið bæ einnj í grennd við Tor- tosa og aðeins 14 mílur frá ströndinni. Pá segjast þeirhafa sótt fram sunnan við Morella og hafa tekið þar nokkrar hæð- ir. Einnig segjast þeir vera á góðri leið með að ná valdi yf- ir samgönguleiðinni milli Bar- celona og Frakklands. I tilkynningum stjórnarinnar segir aftur á móti, að á víg- stöðvunumi í grennd við Lerida hafi stjórnarherinn hrakið her uppreisnarmanna norður fyrir Segre-fljót og að þverá þess, sem borgin Tremp stendur við. Flokknr Haralds þriklof- inn í málinn nm hækknn atvinnnbótafjárins. Allar breytingatillögur kommúnista við fjárlögin feldar af samfylkingu íhaldsins Haraldsflokknum og Framsókn í gær fór fram atkvæðagr. um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur þær, erfram voru komnar. Voru allar breytingartillögur fjárveitinganefndar samþykktar, og auk þess tvær tillögur frá Finni Jónssyni, Bergi Jónssyni o. fl. Allar breytingatillögur Kom- múnistaflokksins voru felldar, og var yfirleitt órjúfandi sam- fylking íhatds, Haraldsmanna, Frajtnsóknar og Bændaflokksins um að hindra framgang þeirra hagsmunabóta fyrir alþýðu,sem , tillögurnar fólu í sér.. ' Þótti sérstaklega eftirtekta- vert, að „Alþýðuflokkur" Har- alds Guðmundssonar var þrí- klofinn um það ,hvort ætti að hækka framlagið til atvinnu- bótanna, eftir tillögu Kommún- i?taflokksins. Greiddi Erlendur Þorsteinsson atkv. með hækk- uninni, Ásgeir Ásgeirsson á móti hækkun, en verklýðsfor- ingjarnir Emil Jónsson, Sigur- jón Ái. Óláfsson, Vilmundur. Jónsson og Haraldur Guð- GRANDI sendiherra ítala í London. LONDON í GÆRKV. FU. jí REZKA stjórnin hélt ráð- herrafund í dag til þess að ræða um sáttmálann milli ítalíu og Bretlands, og verður þetta seinasti fundur stjórnarinnar áð ur en gengið verður að því að undirrita sáttmálann. Spádómar um inni- hald samningonna. Prátt fyrir það, þó að efni sáttmálans eigi ennþá að vera leyndarmál, þykjast menn nú vita, að hann sé, í fjórum meg- in köflum, og fjallar einn um Arabíu og undirróður ítala gegn Bretum, meðal Múham- edstrúarmanna. ítalía skuldbind ur sig til þess, að láta slíkan á- róður og aðra starfsemi, sem Bretland teldi sér fjandsam- lega, niður falla með öllu. Ann- ar kaflinn fjallar um Suez-skurð mundsson, j^pim þótti ekki á- stæða til að hafa skoðun íþessu máli og sátu hjá. Mætti minna þessa herra á þá afstöðu næst þegar þeim þykir tímabært að láta lýsa sér í Alþýðublaðitíu sem fórnfúsum forsvarsmönn- um atvinnuleysingjanu i. Banatilræði við Steincke dóms- málaráðherra Danmeiknr? Nasisti skaut á hann tveim skotiim. Ráðtaerrann sakaði ekki. * KHÖFN I GÆRKV. FÚ. ^ Á ATBURÐUR gerðist í danska þinginu í dag, meðan Steincke dómsmálaráðhera stóð í ræðustól þingsins, og var að tala, að skotið var á hann tveimur skammbyssuskotum úr einni af áheyrendastúkum þingsins. .Skotin sökuðu Steincke ekki ,en mönnum varð ákaflega hverft við í þinginu ogvarð um stund eins og öllum féllust hendur. Sá er skaut, og nokkrir menn sem með honum voru, voru þegar teknir fastir. Tilræðismaðurinn var Suður-Jóti 25 ára gamall, Erik Westergaard að nafni. Telst hann nú vera til heimilis í Aalborg, en er yfirlýstur nazisti og h'efir starfað um hríð að útbreiðslustarfsemi fyrir flokk þeirra. Dáttnr í útbreiðsiu- starfseni nasista Hann var þegar tekinn til yf- irheyrslu og gaf þær upplýsing- ar, að hann hafi gert þetta fyr- ir áeggjun ónafngreindra flokks manna sinna, en annars líti hann á þetta verk sem part af út- breiðslustarfi sínu. Lögreglan hefir þegar gert ráðstafanir til þess að handtaka þá menn, sem talið er að séu í vitorði með Westergaard, eða hafi v#rið á- eggjunarmenn hans. Wester- gaard hefir verið úrskurðaður í varðhald fyrst um sinn. Þegar nokkur ró var komin 'á í þinginu, flutti forseti álykt- unartillögu, þar sem skorað er í dómsmálaráðherrann að láta fara fram róttæka og gagn- gerða rannsókn á starfsemi nazista í Danmörku, með það fyrir augum, að löggjafarvald- ið gerði síðan ráðstafanir til þess, að komja í veg fyrir háska lega starfsemi af þeirra völd- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.