Þjóðviljinn - 14.04.1938, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.04.1938, Qupperneq 4
Sj£ [\íý/a fi'io ss ENGIN SÝNING fyr >cn á annan í páskum. —WMM—H—MMM—M3Ml Orbopginn! Næturlæknir í nótt er Ölafur Porsteins- son, Mánag. 4, sími 2255; aðra nótt Páll Sigurðsson, Hávallag. 15, sími 4959; og aðfaranótt páskadags Sveinn Pétursson, Garðastr. 34, sími 1611. Helgi- tíagalæknar: í ;dag Kristín Ölafs dóttir, Ingólfsstr. 14, sími 2161. Á morgun: Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur- apóteki og lyfjabuðinni Iðunn. Útvarpið. Skírdagur: 9.45 Morguntónleikar: „Elías spámaður“, oratorium eftir Mendelson plötur. 11.00 Messa í Dómkirkjunni, séra Friðrik Hallgrímsson. 12.15 Hádegisútvarp. 15..30 Miðdegistónleikar: Kirkjuleg tónlist, plötur. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Kirkju-kór- söngvar. . 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi og upplestur Meistari Jón Vídalin, Magn- ús Jónsson prófessor. 20.55 Hljómplötur: a. Piano- konsert í tí-moll eftir Mozart; b. Symfónía patetique, eftir Tschaikowsky.. 22.00 Dagskrárlok. Föstudagurinn langi: 9.45 Morguntónleikar: Kantöt- ur eftir Bacli, plötur. 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni, séra Bjarni Jónsson. 1J7.00 Messa í Fríkirkjunni, séra Árni Sigurðsson. 20.00 Upplestur og tónleikar: a. Orgelleikur í Dómkirkj- unni, Páll ísólfsson. b. Kaflar úr guðspjöllunum.. c. Kórsöngur Útvarpskórinn. Laugardagur 16. apríl: 20.15 „í fótspor Páls postula" minningar og hugleiðingar, Vilhjálmur P. Gíslason. b. Söngvar og hljóðfæraleik- ur. 21.30 Hljómplötur: a. Fiðlakon- fcert í D-dur eftir Brahms; b. Ófullgerða Symfónían h-moll, eftir Schubert. 22.40 Dagskrárlok. Næsta blað Þjóðviljans kemur út á páska- tíagsmorgun. Grænlandsfarið „Gustav HoIm“ K.HÖFN í GÆRKV. ORÆNLANDSFARIÐ Gustav Holm lagði af stað frá Kaup- mannahöfn í dag. En það verður móðurskip fyrir flug- leiðangur dr. Lauge Koch til hinna óþekktu eyja norður af Grænlandi. Um leið og skipið lét úr höfn, komu þeir niður á bryggju Daugaard Jensen forstjóri Grænlandsverzlunar og dr. Lauge Koch og árnuðu skipshöfninni góðrar ferðar. Dr. Lauge Koch leggur síðar af stað í flugvél norður í höf, en Gustav Holm hefir eina varaflugvél um borð. JjL Gemr)lö ttio IENGIN SÝNING fyr en á annan í páskum. LMfél. Beykjavlkar ,Skfirn sem segir sex4 Gamanleikur í 3 þáttum. Sýning á annan í páskum kl. 8 Aðgm. seldir á laugard. fyrir páska frá kl. 3 til kl. 6 og eftir >kl. 1 á annan í páskum. Skipafréttir. Gullfoss er í Leith, Goðafoss er í Hamborg, Brúarfoss er í Reykjavík, Dettifoss er á leið frá Vestmannaeyjum til Grims- by, Lagarfoss fór í gær frá Leith áleiðis til Austfjarða, Sel- foss er á leið til landsins frá Hull. Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikinn „Skírn, sem segir sex“, eftir Oskar Braaten, á annan í páskum. — Aðgm. seldir á laugardag fyrir páska frá kl. 3—6 og eftir kl. 1 á annaji í páskum. Utbreiðiö Þjóðviljann Gúmmískóia íslensku, vönduðu og sterku er best að kaupa í Gúmmísk ógerðinni Laugaveg 68 Par eru líka mjög vandaðar við£erðir á allskonar gúmmí- skófatnaði. Ennfr. höfuinviðoft til gúmmívettlinga. Reynslan hefir sannað, að það borgar sig að skipta við Gúmmiskógerðina Laugaveg 68 Hljómsveit Reykjavíkur ,Blða kðpan* verður leikin annan páskadag kl. 3 e. h. Aðgm. verða seldir í Iðnó á laugard. frá kl. 4—6 með hækk- uðu verði, og eftir kl. 1 á ann- an páskadag með venjulegu verði. Brúarfoss fer á páskadagskvöld 17. april kl. 10 til Breiðafjarðar, Vest- fjarða, Siglufjarðar og Akur- eyrar.. Aukahafnir: Súganda- fjörður og Bolungarvík í vest- urleið, og Sauðárkrókur í suð- urleið. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á laugardag. Málverkasýuing Ey|élis J. Eyfalls 1 Goodfemplarahúslno. °Pin 1 das kl- 10-7- Aðra daga ki. 10-10. Alexander Avdejenko; Eg elska ... 12 Kinnarnar voru innfallnar og augun sátu djúpt í höfðinu. Aðeins rauða skeggið virtist vera lifandi. Læknirinn bar mjólkurglas upp að vörum sjúkl- íngsins. Hann svolgraði mjólkina áfergjulega og ýtti lækninum því næst frá sér. Svo stóð hann á fiætur og gekk nokkur skref án þess að reika í gpori. — Marina, kondu, sagði hann hægt Námumennirnir viku úr vegi fyrir honum. Þög- ulir og undrandi horfa þeir á eftir Nikanor gamla Dg það leið nokkur stund, áður en þeir gátu kom- ið upp nokkru orði. — Þvílíkt heljarmenni. Þegar kom heim í skálann þyrptust námumenn- irnir utan um öldunginn. Hann lá á bekknum og hóstaði með lófann fyrir munninum og brjóst hans hófst og seig ákaft. Garbus gekk hægt í áttina til gamla mannsins, laut yfir hann, og tók upp hefilspón, sem var á frjákkanum, sem einhver hafði lagt yfir naktar axlir hans. Hann stakk hefilspæninum upp í sig, tugði hann um stund og spýtti honum því næst út úr |>ér. — Þarna sjáið þið hvernig námeigandinn leikur verkamennina. * Nikanor hrökk við og sveipaði frakkanum þétt- ar að sér. — Nei, það tjáir ekki að saka námueigandann um þetta, kallaði rödd úr hópnum. Nikanor gekk ekkiert annað en ágirnd til að vinna í þessum gangi. ■ — En vegna hvers var sú ágirnd? Það hafið þið víst enga hugmynd um. Ykkur væri sannar- lega nær að þegja. Nikanor reis upp við dogg. — Kæru vinir, hafið ekki svona hátt.. Ég er þreyttur og þarfnast hvíldar. En Garbus tók ekkert tillit til þessarar óskar. — Nikanor frændi. Þú ert blindur. Þú ert nú að byggja þér leirbyrgi, en þú hefir enga vissu fyrir því að fá að búa þar nokkru sinni. Nikanor þaut upp og reiddi til höggs. En það urðu engin áflog og engar skammir, þfví að í sama bili var hurðinni hrundið upp. í dyrunum birtist lögreglufulltrúi og þrír lögreglu- þjónar. Butylotsjkin var í för með þeim. Þeir gengu með harki og hávaða inn eftir skál- ainum og Butylotsjkin evddi ekki tímanum, held- ur byrjaði strax. — Þið standið ykkur, vinir mínir, og njótið hvíld- arinnar. Það er gullvægt fyrir líkamann að hvíla sig. En hvernig gengur það í verksmiðjunni og við bræðsluofninn? Svarið því, börnin góð. Bulytosjkin tútnaði allur. — Hlustið nú á, vinir mínir. Mínir heiðruðu belg'ísku yfirmenn hafa beðið mig að grennslast eftir því, hvort að þið viljið fara aftur til vinnu — Nei, víð förum ekki til vinnunnar, svaraði Garbus . — Hvað, svarar þú fyrir allan hópinn, vinur minn. Ostap stéypumaður, þú kemur til verksmiðj- unnar snemma í fyira málið. Þá færðu aftur vinnu siem aðstoðarmaður við bræðsluofninn. — Þið ætlið að kaupa hann. Ostap kemur ekki. Nikanor reis upp, stirðnaður af undrun. — Ert þú ekki að vinna í dag? sagði liann ógn- aindi, og leit til Ostaps. Hefir þú gert verkfall? Ert þú genginn í lið með óeirðarmönnum? Nikanor laut niður og seildist eftir vinnufötum sonar síns, kastaði þeim fyrir fætuf hans og skip- aði: — Farðu í föjtin ogkomdu þér að vinnunni. Svo fékk gamli maðurinn hóstakviðu og varð að leggjast fyrir aftur. Garbus ýtti fötunum aftur inn undir bekkinn og Bágði: — Hann fer ekkert til vinnu, Nikanor minn. Því næst sneri hann sér að Butylotsjkin og sagði: — Enginn af þeim, sem hér eru fer til vinnu í dag- Butylotsjkin sneri sér að lögregluþjónunum, sem biðu rólegir. Án þess, að aðrir veittu því eftirtekt, gaf hann þeim merki, og gekk svo til Garbus. — Hvað ert þú að gera hér? Hvetur þú fólkið til tnótþróa? — Snertu mig ekki, skipaði Garbus rólega og losaði um skyrtuhálsmálið. Snertu mig ekki, eg ræð þér heilræði. Butylotskin hélt áfram. y \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.