Þjóðviljinn - 17.04.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.04.1938, Blaðsíða 3
£ jú tj V í L j 1N Sunnudaginn 17. apríl 1138 (UÖOVIUINN Málgagn KommúnistaflokKs fslands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergstsðastræti 30. Snr.i 2270. Látum 1. maí 1938 verða að sigurdegi fyrir sameiningaröflin Afgreiðsla og auglj'síngaskrií- stofa: Laugaveg 38. Sími 2181. Kemur út alla. daga nenia mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Engum má takast að hindra það, að verklýðurinn gangi út á götuna 1. maí í einni fylkingu. Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. í lausasöiu 10 aura eintakiö. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2804. „Fyrst svo fór um hið græna tréð ..44 Hitaveitan er tvímælalaust eitt alfremsta menningarmál, sent tekið hefir verið á dagskrá hér í bænum á undanförnum árum. Ber rnargt til að svo sé: í fyrsta lagi mundi hún spara í framtíðinni stórfé í erlendum gjaldeyri til kolakaupa, í öðru lagi mundi bærinn þá að mestu losna við alt það ryk og sót, sem setur nú svo mjög svip sinn á hann vegna hinnar eilífu kolakyndunar, í þriðja lagiverð ur það öryggi aldrei tölum tal- ið, sem hitaveitan mundi veita, ef ófriður britist út og samgöng ur við landið teptust að meira eða minna leyti um skeið. Við þetta bætist ennfremur, að all- verulegur hluti þess fjár, sem hitaveitan kostar eru vinnu- laun, er mundu renna í vasa reykvískra atvinnuleysingja. Hitaveitan er þannig hagsmuna- mál bæjarbúa, og mundi um leið verða eitt mesta menningar mál þeirra, ef hún næði fram að ganga. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vetur tjáði borgarstjóri bæjarbúum, að hitaveitulánið væri fengið. Fyrsta fjársending- in kæmi í janúarmánuði, og vinna mundi hefjast í mars. Kvað borgarstjóri, að sú væri tilætlunin, að hitaveitan yrði þegar í haust tilbúin að ein- hverju eða öllu leyti, þannig að hægt yrði þá að selja vatn til hitunar. En loforð borgarstjórans þá reyndust firrur einar og fjar- stæður. Strax daginn eftir að hann kastaði hitaveitubombunni varð hann að gefa þær upplýs- ingar á fundi í bæjarráðinu, að lán þetta myndi ekki jafn laust fyrir og hann fullyrti daginn áður. pað kom því strax á dag- inn, að borgarstjóri hafði ekki fengið neitt lán, hvort sem hann á sök á því eða aðrir. En þar sem bæjarstjórnar- kosningarnar fóru í hönd, og hitaveitumálið var vinsælt með- al bæjarbúa, létu íhaldsblöðin einskis ófreistað til þess, að telja mönnum trú um, að lánið væri fengið. „Hitaveitulánið er fengið, Pétur Halldórsson segir það!“ hrópaði Morgunblaðiðfá- einum dögum fyrir kosningar, og Vísir tók undir „spekina". Jafnframt fræddu kosninga- smalar íhaldsins bæjarbúa áþví, fcvona í laumi, að Bretinn myndi Fyrsta maí — á hinum alþjóð lega baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins — hefir íslensk al- þýða einnig fylkt liði síðustu fimmtán árin. Pann dag hefir verkalýðurinn gengið út á göt- una og sýnt mátt sinn, látið rauðu fánana setja svipinn áhöf uðborgina og einnig aðra bæji landsins. Hátíðahöldin í Reykjavík 1. maí hafa á hverjum tíma verið mynd af því ástandj, I verklýðs- hreyfingunni, senr ríkt hef- ir. Meðan Alþýðuflokkurinn var ungur og uppvaxandi flokkur og átti í harðvítugri baráttu við íslenska auðvaldið, gerði hann 1. maí að baráttudegi verka- lýðsins. — í Reykjavík var fyrsta kröfugangan farin 1923, og svo á hverju ári fram til 1927. En eftir þann tírna teng- ist Alþýðuflokkurinn sterkari og sterkari böndum við ,,hægfara“ öflin í þjóðfélaginu, og það þótti ekki lengur tilhlýðilegt að fara út á götuna í kröfug'öngu 1. maí, og fjögur árin næstu, 1928, 1929, 1930 og 1931 hafði Alþýðuflokkurinn enga kröfu- göngu í Reykjavík. Pað er Kommúnistflaokkurinn sem vekur að nýju hin alþjóð- legu tengsl og baráttuhug verka lýðshreyfingarinnar. Frá Itofn- un sinni hefir flokkurinn staðið fyrir kröfugöngum 1. maí, í fyrstunni einn, en svo með sí- ekki láta neitt fé hingað til hita- veitunnar, nema íhaldið sigraði og yrði áfram við völd| í bæn- um. Var helzt að skilja á mönn- um þessum, að Bretar bæru hið mesta traust til Péturs Halldórs sonar, þó að þeir vildu að von- um ekki láría ,,rauðliðum“ fé. Svo lauk bæjarstjórnarkosn- ingunum og íhaldið hélt völd- unum. Enginn maður veit, að hve miklu leyti því tókst að sigra við kosningarnar á þessu eina máli, sem átti eftir að fá þann enda, sem nú er kunn- ugt orðið. Kosningunum lauk, og íhaldið strikaði yfir stóru orðin frá dögunum fyrir kosn- ingar. pað batt togarana við hafnargarðana, inni í sundum og suður í Skerjafirði. Til samræmis hækkaði það mjólkur verðið sem Morgunblaðið sagði að „rauðliðar“ ætluðu að hækka af mannvonzku sinniog skorti á „samúð“ með smæl- ingjum bæjarins. Á hitaveituna og hitaveitulánið minntust í- haldsblöðin ekki framar, af eðli- Iegum ástæðum. Pau voru jat’n vel /óvenjulega hljóð, þegar Pétur Halldórsson tók sér fari til Englands aftur hálf- um mánuði eftir kosningar, al- veg eins og þau væri farið að renna grun í, að Pétur mypdi vaxandi þátttöku annara verka- lýðssamtaka. Alþýðuflokkurinn fór aftur af stað með kröfu- göngu fyrsta maí, og næstu ár- in eru fylkingar verkamanna tvær, þrátt fyrir það, að Kom- múnistaflokkurinn reyndi öll þessi ár að knýja fram sameig- inlega kröfugöngu, vitandi það, tvær kröfugöngur verkalýðs- ins í Reykjavík gerðu mikið til að draga úr áhrifum dagsins, — gerðu það að verkum, að dagurinn gat ekki orðið aðþeim þýðingarmikla hersýningardegi, sem hann á að vera. En samfylkingarstefna Kom- múnistaflokksins fékk meiri á- hrif með hverju árinu sem leið.- f sameiginlegri barátti^ í verka- lýðshreyfingunni eyðist sú tor- trygni, sem reynt var að koma inn hjá verkamönnum, í Alþýðu- flokknum gagnvart kommúnist- um, og fyrir tveim árum síðan, 1. maí 1936, samþykkir meiri .hluti verklýðsfélaganna og full- trúa þeirra í 1. maí-nefnd sam- eiginlega kröfugöngu, og héldu hana, þó að foringjar Alþýðu- flokksins mótmæltu og héldu aðra kröfugöngu. En þenna dag fylkti verkalýðurinn sér út ágöt lurnar í Reykjavík í stærri og voldugri fylkingum en nokkru sinni fyrr, — um 5000 manns voru í báðum göngunum. Atburðirnir kringum 1. maí í fyrra eru svo nærri, að óþarfi ekki njóta stórum meira trausts í Bretlandi en „rauðliðar“. Svo kom borgarstjóri heim aftur, og tilkynnti bæjarbúum að lán fengist ekki í Englandi um ófyrirsjáanlegan tíma. Hann gaf að vísu góðar vonir um lán einhversstaðar annarsstaðar, belzt í Svíþjóð, en orð hans í þeim efnum voru loðin og sögðu lítið. Og fyrst svo fór með hið græna tréð, loforðin stóru um fé frá Englandi, í vet- ur, hvað skyldi þá vera um hið visnaða, lauslegan ádrátt? um fé í Danmörku eða Svíþjóð? ihaldið hefir enn einu sinni sýnt það, að það getur ekki ráðið fram úr vandamálum bæjarins, og að þess er að smíða axarsköft úr hverju máli. En hitaveitan er sama þjóð- þrifamálið, þó að svona tækist og kröfur bæjarbúa enn jafnhá- værar og áður um að máli þessu verði hrundið í fram- kvæmd. Geti bæjarstjórnar- meirihlutinn ekki leyst þetta mál, verða aðrir að gera það, og bæjarstjórnaríhaldiðað segja af sér. Sigur þess byggist í verulegum atriðum á því, að það gæti leyst hitaveiutmálið. pær forsendur virðast ekki leng- ur vera fyrir hendi. VerkifilIÍB í Frakklaiidi. Bílarnir teknir úr umferð. Frá ökumannaverkfallinu í París í vetur. Bjaldþrol fjðgarra-ára- áætlunarmnar. En einmitt á þe,-su aviði hafa nasistar lækkað vörugæðin fram Frh. af 2. síðu. mæli en á öðrum sviðum. Áður en þeir komu til skjalanna, var ekki aðeins til tilbúið silki, held- ur líka tilbúin ull,semnotuð var til margra, hluta. er að rifja þá upp. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík, samþykti sameiginlega kröfu- göngu með Kommúnistaflokkn- um, en það samkomulag var rofið af foringjum Alþýðuflokks ins. Afleiðingin varð sú, að kröfugöngurnar urðu fámennari en árið áður, fjöldi manna, sem hafði hlakkað til þess og talið það víst, að nú tækist að sam- eina’fylkingu alþýðunnar á bar- áttudegi hennar, sátu heima vegna vonbrigðanna. í bæjunum úti á landi voru víðast hvar samfylkingarkröfu- göngur, 1 en mikill meirihluti þeirra, er út á götuna fóru, fj'lktu sér undir merki samfylk- ingarinnar. Á því ári, sem síðan er liðið, hefir sameiningarviljinn í ís- lenzku verkalýðssamtökunum aukizt gífurlega. Pað er því fyllsta ástæða til að ætla, að í ár, 1. maí 1938, gangi verkalýð- urinn, bæði í Reykjavík og annarsstaðar, í einni einhuga fylkingu út á götuna, til aðsýna mátt verklýðssamtakanna, þann kraft, sem reiðubúinn er til að framfylgja kröfum þeirra. Aldr ei hefir þörfin verið meiri til þess að hvergi væri lát á röð- um verkalýðsins, og að hann stæði allnr bak við kröfurnar um óskert réttindi, kröfurnar um atvinnu og aukin skilyrði til lífs, sem mönnum er sæm- andi. íslenzk alþýða! Reykvískur verkalýður! Munið, að sameín- aðir stöndum vér, sundraðir föll um vér. Allir eitt t. maí. úr öllu hófi. Iblöndun lélegri vöruteg.unda eykst stöðugt. Al- menningur í Þýskalandi er nú neyddur til að kaupa garn co; dúka, af svo lélegri tegund. að slíkt m-yndi ekki vera, boðið ’nændunum í veseelustiu Balkan- þorpum. Nýjasta bann’ð, sem gefið hef- it’ verið út, og gengur út á það, að nærföt megi ekki hreinsa í sjóðandi vatni, hefir vakiö hæðnihláifur um, allan hei'm. Og því miður rétti legai Þjcðverjar, sem áður voru áli'.nir nianna fremstir um hreinlæti, mega nú ekki framar leyfa sér slíkt óhóf að sótthreinsa óhrein nærföt með suðu, sem jafnvel negrarn- ir í Miðafríku hafa fyrir löngu vanið sig á a,ö gera!®) Þrátt fyrir þser geysilegu tak- markanir í vörugæðum, sem Jiýska þjóðin er þannig neydd til að siæitt'a sig við, eru nasist- ar fjarri því að geta sjálfir full- nægt. vefnaðarvöruþörf laríds- ins. Innflutningur ullar og baðmullar hefir far’ð sívaxancii eftir að 4 áraaætlunin hófst. Heildarinnfultningurinn hefir í stað Jiess að minka, aukist um 30' o árið 1937., Jafnvel þótt. 10 af þessari auknu gjaldeyrisþöhf’ væri skýrö með verohækkun, er varð á síðasta ári, og jafnvel þó að tekið sé tillit fc l hins aukna víg-búnaðar cg aukins innflutn- ings til safna herríáðavbirgðum, er þó altaf eftir sú óhrekjandi staðreynd, að nú gerist það í íyrsta sinni í veraldarsogunni undir stjórn nasisfanna, að heil þjóö verður að'lækka lífskröfur sínar og lífskjör á friðartímum, þrátt fyrir aukna framleiðsíu innanlands. *) Hin nýja, þýska vefnaðar- vara, sem er búin til úr mjólk og slíku., þolir sem sé ekki suðu!!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.