Þjóðviljinn - 17.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.04.1938, Blaðsíða 4
ssp Níy/abio q Fanginn á Zenda Tilkomumikil og stórglæsi leg amerísk kvikmynd frá UNITED ARTITS ' samkv. hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni eftir Anthony Hope (sem sem komið hefir út í ísl. þýðingu). Aðalhlutverkin leika: Ronald Colman, Madeleine Carroll, C. Aubrey Smith, Douglas Fairbanks yngr.i, o. fl. Sýnd annan páskadag kl.. 5, 7 og 9. Or boi»g!rtni Næturlæknir í nótt Halldór , Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2334; aðra nótt Karl Sig. . Jónasson, Sóleyjar- götu 13, sími 2925; aðfaranótt þriðjudagsins Björgvin Finns- son, Vesturgötu 41, sími 3940; helgidagslæknir í dag Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234; á morgun Ólafur Þorstens son, Mánagötu 4, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Ctvarpið. Páskádagur: 8.00 Messa í Fríkirkjunni.séra »Árni Sigurðsson. þJÓÐVILJINN 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni, séra Bjarni Jónsson. 15.30 Miðdegistónleikar: Ýms tónverk, plötur. 17.40 Otvarp til útlanda 24,52 m. 20.00 Tónleikar. • a. Karlakórinn „Fóstbræður" syngur.. b. Níunda symfónían eftir Beethoven, plötur til kl.21.50 2. í páskum: 9.45 Morguntónleikar: Kvint- ett í C-dur, Op. 163, eftir Sehubert, plötur.. 11.00 Messá í Dómkirkjunni, séra Friðrik Hallgrímsson. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótil Borg. 18.30 Barnatími, Ungmeyja- kór K. F. U. K. 19.20 Hljómplötur, Frægir söngvarar. 20.15 Kvöld Barnavinafélags- ins „Sumargjöf": Ávörp og ræður, söngur, hljóðfæraleik- ur. Næsta blað Þjóðviljans kemur út á mið- vikudaginn. Börn, sem ætla að selja ;,Barna- blaðið", eru beðin að vitja blaðsins á afgreiðslu Morgun- blaðsins og í Grænuborg á þriðjudaginn kemur frá kl. 9 árdegis. Há sölulaun. Verðlaun veitt þeim duglegustu. Börn, verið dugleg að selja. Bæjarbúar, kaupið „Barnadags- blaðið". Bílþjófnaður. Um tvöleytið á fimmtudags- nóttina var stolið bíl, sem stóð fyrir utan Oddfellowhúsið. Var bílnum ekið suður á Laufásveg og ekið þar á grjótgarð. Bíll- inn skemmdist mjög mikið. Eig- andi bifreiðarinnar er Júlíus Jónsson, Klapparstíg 35. Ættu hinir tíðu bifreiðaþjófnaðir, sem nú eiga sér stað, að kenna mönn um meiri varfærrii í því að loka bílum sínum en verið hefir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á annan í páskum, hinn ágæta gamanleik „Skírn, sem segir sex" eftir norska rithöf. Oskar Braaten. Hefir leikur þessi verið s)'ndur alloft að undanförnu og unn- ið sér vaxandi vinsældir bæjar- búa með hverri sýningu. Eyjólfur Eyfells hefir málverkasýningu opna opna um þessar mundír í Good templarahúsinu. Sj'ningin erop- in frá 10—10 daglega* í síðasta sinn á morgun. „Barnadagurinn 1938" heitir blað, sem kemur út á þriðjudaginn og byrjar þá sala þess. I blaðinu eru meðal ann- ars: Ávarp frá Steingrími Ara- syni, Dagheimili barna, eftir Símon Ágústsson, Uppeldi barnsins innan skólaaldurs, eftir frú Aðalbjörgu Sigurðar- dóttur, Sumar, eftir Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi. Pað, sem þyrfti að gera, eftir ísak Jónsson kennara, og auk þess, ýmsar smágreinar, um uppeldisfræðileg efni. „Bláa kápan" verður leikin á morgun kl. 2 e. h. í Iðnó. Aðgm. með venjulegu leikhúsverði seldir eftir kl. 1 á morgun. Karlakór verkamanna. Samæfing á annan í páskum, á morgun, kl. 2 á venjulegum stað. Fulltrúaráðs- iundurinn. Frh. af 1. síðu. eru búnir að missa tökin á iólk- inu og hafa einskis annars að grípa til en ofbeldis og lýðræð- isbrota. Alþýðublaðið ræðir mál þetta mjög í gær, með venjulegum firrum og gífuryrðum. Til dæm is vill Alþýðublaðið fullyrða, að sameiningarmenn hafi verið í minni hluta á fundinum. Vegna hvers sleit þá Guðmundur R. Oddsson fundi eftir að úrskurð ur hans hafði verið felldur, og þorði hann ekki að bera úr- skurð ;sinn undir fundinn, af ótta við að hann yrði samþykkt ur? Af sama sannleiksgildi eru allar aðrar frásagnir blaðsins, öfugmæli og staðleysur á öfug- mæli og staðleysur ofan. Þar sem Alþýðublaðið segir að sam einingarmenn hafi efnt til slags- mála, var það Björn Blöndal og fleiri af hetjum og baráttu- mönnum klofningsmannanna. Fullyrt er af þeim, sem þeim málum eru kunnugastir, að það hafi æfinlega verið venja, að bera fulltrúa frá nýjum félög- um undir fulltrúafund, og stangast þetta við undirsknfta- söfnun Alþ)'ðublaðsins,en Rúti hefir aldrei verið annt um mann orð félaga sinna. . Skrifstofa flokksins er á Laugaveg 10. — Opin alla virka daga frá kl. 4—7 e. h. Sími 4757. Vordraumur „MAYTIME" Heimsfræg og gullfalleg Metro-Goldwin-Mayer söngmynd. Aðalhlutverkin í þessari miklu mynd leika og syngja uppáhaldsleikarar allra, þau Jeanette Mac Donald og Nelson Eddy. Sýnd á 2. páskadag kl. 4, 6,30 og 9. SSWWii *VWVi<iíVi.<V» toftfél Reykiavikar ,Skfm sem segir sex4 Gamanleikur í 3 þáttum. I Sýning á annan í páskum kl. 8 Aðgöngumiðar seldir eftir kl.. 1 á annan í páskum. Xívíívíií Kjötfars Miðdagspylsur Kindabjúgu Best og ódýrast í Mtlners kjötbúð Sími 3416. m® Flokbsfélaoar og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í pjóðviljanum, oglát- ið blaðsins getið! Alexander Avdejenkq; Eg elska 13 — Nei, en við ge rum þig ábyrgan fyrir því, sem hér er að gerast, vinur minn. Við krefjum þig reikn- ingsskapar og þú verður að gjalda þá skuld með skínninu af þínu eigin baki. Þvínæst greip eftirlits- maðurinn um hálsinn á Garbus. Garbus ýtti honum til hliðar með olnboganum, og í sama bili skaut Kovalj fæti fyrir hann, svo að hann valt endilangur á gólfið, og rakst um leið á bálkstokkinn. Þarna lá Butylotsjkin öskrandi fyrir fyrir fótunum á Garbus. — Hvaða ólæti eru þetta, þorpararnir ykkar, sagði Nikanor hásum rómi. Einkennisbúnu gestirnir risu hægt úr sætum sín um. Butylotsjkin stóð á fætur, benti á Garbus og hrópaði: — Takið æsingamanninn. Hann skal fá sín laun. Lögreglufulltrúinn nálgaðist Garbus. Drukkinn jiámusmiður, Dubnjak að nafni, varnaði honum göngu. — Hafið yður hægan, yðar hágöfgi, hafið yðui hægan! Hlátrar gullu við hvarvetna um skálann. Lögreglu. fulltrúinn reiddist þessari röggsemi. Rauðir flekkir komu irzrr* ? b!?.!e:.t,-,. nefíni!. H?.!!!i barði niður fót- unum og hrópaði af mikilli fyrirlitningu: •Burt drykkjuraftur! Grípið hann, kallaði hann svo til félaga sinna um leið og hann ruddist fram', í áttina til Garbus. Lögreglufulltrúanum var leyft að komast inn í miðjan hópinn. En strax þegar verkamennirnir höfðu umkringt hann, rak Kovalj honum hnefahögg í bak- ið. Verkamennimir reiddu upp hnefana og létu þá ganga á lögreglufulltrúanum sem hraktist eins og knöttur um hópinn. Pá heyrðist hávaði í hinum enda skálans, og dyrnar opnuðust. Það blikaði á rauða húfu ofan á þykku, dökku hári. Fyrsti riddarinn.úr kósakkaliðinu var að koma inn' í salinn. Hann bar sig djarft og fimlega og ruddi sér öruggur braut inn í hópinn. Hann rak Dubnjak högg fyrst í ennið og svo í hnakkann, svo að hann svimaði og féll á gólfið með hendurnar fyrir augunum, þá gaf kósakkinn honum högg á 'hálsinn og yfir hendurnar, og þegar Dubnjak l}'fti höndunum, fékk hann fyrsta höggið milli augn- anna. Dubnjak gat ekki frekari vörnum við komið. Hann var meðvitundarlaus á gólfinu.. Hesturinn tróð sér inn í fylkinguna og froðan úðaði úr nösum hans.. Mjúkar gólffjalirnar brotnuðu undan hófun- um, þar sem hann prjónaði upp í loftið í miðri mannþyrpingunni. Á eftir fyrsta kósakkanum kom allur hópurinn í gegn um gluggana blikaði á sverð og rauðar húf- ur og jódynurinn glumdi. Batinn gekk seint hjá Nikanor gamla.. rlann var marinn víðsvegar á líkamanum, og það þjáði hann við vinnuna, þó að hann kvartaði aldrei.Á helgi- dögunum vann hann eins og víkingur við húsbygg- inguna og hann unni sér engrar hvíldar fyr en það var fullbiíið, og hann hafði jafnað blettinn umhverf- is húsið.. Titrandi á fótunum gekk Nikanor umhverfis hús- ið og naut þess að starfinu var lokið.. Svo flutti fjölskyldan búslóð sína þangað.. Hús- ið var ennþá rakt. Gluggarnir voru lokaðir og það var dimt og kalt inni.. Kozjma kjökraði: — Mamma, mér er svo kalt.. Afinn leit hikandi á sonarson sinn og hugsaði: — Undarlegur sná ði. Hann er ekki af okkar sauða- húsi.. Þannig varð óþefskvosin að mannabústöðum. Þess var ekki langt að bíða, að ekkert rúm yrði frmar eftir þar sem kolin voru losuð áður, þegar þau komu út úr námuganginum.. Fjöldi fólks var nú farinn að byggja þar. Það voru námumenn, sem áður höfðu búið í skálanum, og auk þess smiðir, sem áður störfuðu hjá belgiska félaginu.. Við þettta bættust svo betlarar af torginu, þjófar, portkonur og annað fólk, sem ekki var rúm fyrir uppi í bænum í múrsteinsbyggingu þar niðri hafði lögreglan að- setur sitt og þar settust kósakkahermennirnir að. Þess var heldur ekki lángt að bíða að Agnanesko flytti þangað krá sína, sem nú hét hinu táknræna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.