Þjóðviljinn - 20.04.1938, Side 1

Þjóðviljinn - 20.04.1938, Side 1
3. ÁRGANGUR MIÐVIKUD. 20. APRÍL 1938 89. TÖLUBLAÐ Halldór Klljan Laxness nm róttarhðldln f IHoskva Framíarirnar fi Sovétrfib|anam hafa verið svo stórstigar sfiðasta fimm árin aö það er eins og maðnr komi fi annað land. Viðtal við Halldör Kiljan Laxness „Höll sumarlandsins“ fuilbúin Á borðinu í vinnustofu Hall- dórs Kiljan Laxness liggur handritastafli, — það er nýja skáldsagan, „Höll sumarlands- ins“, — vélrituð, en útstrik- uð og leiðrétt með grænum og rauðum blýöntum. Halldór er nýkominn heim úr misseris- ferðalagi erlendis. — Hefirðu verið að skrifa á ferðalaginu? spyr tíðindamað- ur Þjóðviljans. — Já, nýju söguna um Ölaf Kárason, „Höll sumarlandsins“. Sumarvinnan mín: í fyrra var fyrsti kapítuli þeirrar sögu, en undir haustið lagði ég af (stað í leit að kyrlátum stað til að skrifa áframhaldið, — og fann Moskva! Síðan hef ég skrif að 29 kapítula í viðbót, á meira en 3000 km. ferðalagi, í járn- brautarvögnum og hótelum. Lífið í Moskva gengur sinnn vanagang — Maður skyldi ætla, að Moskva væri ekki friðsamur staður, eftir borgarablöðunum að dæma. —Pað er hreinasti heilaspuni sem sagt hefir verið um „um- sátursástand“, „G. P. U.-bíla æðandi eftir götunum“ og ann- að þvílíkt frá Sovétríkjunum síðustu mánuðina. Lífið í Moskva gekk sinn rólega vana- g'ang. Ég las þaðj í blaði, að 10—20 þúsundir hermannaværu stöðugt á verði um húsið sem réttarhöldin gegn Bukharin og kumpánum fóru fram í. í tólf daga samfleytt gekk ég þar inn <og út tvisvar á dag og sá aldrei nema einn lögreglumann á gangstéttinni skammt í burtu. Málaferlin eru heims- sögulegur viðburður. — Hvernig lítur þú á máia- íerlin í Moskva? — Málaferlin voru heimssögu legur viðburður. Baráttan gegn sovétstjórninni hefir tekið á sig ægilegar myndir. Helztu sak- borningarnir voru úr gamla Halídór Kiljan Laxness. andstöðuarminum í Kommún- istaflokknum. Um ýmsa þeirra sannaðist, að þeir hafa aldrei verið bolsévikkar. Svik Sino- vjeffs og Kamenjeffs rétt áður cn byltingin braust út og ráða- gerðir Bukharins og fylgis- manna hans um að handtaka Lenin og fyrstu ráðstjórnina, gefa ti-lefni til að efast um af- stöðu þeirra frá upphafi. Bar- áttan af þeirra hálfu hefir stöð- ugt harðnað, og orðið ekki ein- ungis gagnbyltingarsinnuð, heldur hreint og beint fasistisk. Sakborningarnir gerðu banda- lag við öll þau öfl, sem voru fjandsamleg Sovétstjórninni. PYndingahislóríurnar. — Leizt þér svo á, að sak- borningarnir væru bugaðir af „pyndingum“, eins og reynt hefir verið að telja fóíki trú um? — Ekki sást annað, en að þeir væru í fullu fjöri líkam- lega og andlega. Þeir einbeittu hugsun sinni að j>ví að bjarga lífi sínu. Annars höguðu þeir sér ekki eins og sakborningar, heldur e*ns og kappræðendur, skrifuðu á minnisblöð, héldu síðan langar, lærðar ræður. — Lærdómsmaðurinn Bukharin sagði glæpaferil sinn með heim spekilegu orðaflúri og talaði í „kerfum“ og „áföngum“. Pynd ingasögurnar eru fjarstæða í augum þeirra, sem höfðu tæki- færi til að sjá sakborningana. Tökum ti! dæmis njósnara Þjóð verja, Tsjernoff, sem var úrkynj- aður drykkjurútur. Um hann lét Visjinski þau orð falla, að hann hefði aldrej litið eins hraustlega út og síðan hann var tekinn fastur og hafði ekkileng- ur aðgang að áfengi. Sama máli var að gegna um alkóhólistann Jagoda. SQkborningarnir jái- uðu ekki fyr en sann anirnar voru lagðar á borðið. — Þú álítur þá ekki, að sak- borningarnir hafi verið neyddir j til að játa? — Nei, og þeir játuðu ekki fyrr en sannanirnar lágu áborð- inu. Því má ekki gleyma, að þeir byrjuðu ekki á því að játa.. Á undan réttarhöldunum hafði farið fram löng undirbúnings- rannsókn. Þeir liafa aldrei ját- að annað né meira en það, sem á þá hefir sannast. Tökum til dæmis Sinovjeffs-Kamenjeffs- málaferlin.. Sakborningarnir í þessum fyrstu málaferlum ját uðu aðeins lítið af glæpum sín- um, aðeins þar, sem lögreglan hafði fullar sannanir fyrir. f Pjatakoff-málaferlunum tókst að bregða ljósi yfir fleiri þætti þessarar landráðastarfsemi, en einnig þá tóku hinir dæmdu ýmis þýðingarmestu leyndar- mál samsærismannanna með •sér í gröfina. í síðustu málaferl unum var tekið fyrir rætur meinsins og samhengi málsins er orðið lýðum ljóst. pjóðsagan um „sjón leikinn“ — Áttu ekki erlendir blaða- menn og sendiherrar aðgangac} réttarhöldunum? — Jú, þeir höfðu þar bekki út af fyrir sig. Ég gat ekki var- izt brosi, er ég las símfregnir útlendu fréttaritaranna, þarsem þeir reyndu að koma því inn hjá lesendum, að hér væri um sjónleik að ræða. Ég athugaði svip þessara blaðamanna, nieð- ,an á yfirheyrslunum stóð, og þeir litu sannarlega ekki út fyr- Frh. á 4. síðu. FoIItrúar írá Sovét- rihjoQDDm ð ning norska verkamanna sambandsins? EINKASK. TIL ÞJÓÐV. K.HÖFN, I GÆRKV. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- lanna í Oslo hefir samþykkt til- lögu kommúnístaleiðtogans Lövliens um að bjóða fulltrú- um frá verklýðsfélagasambandi Sovétríkjanna á þing Lands- sambandsins norska, sem verð- ur haldið bráðlega.. Fulltrúaráðið samþ. einnig að leggja til að á þinginu verði rætt um einingu innan verklýðs- félaganna, baráttu gegn stríði og fasisma, og sjálfstæði verk- lýðsfélagasamtakanna. FRÉTTARITARI. Vaxandi andðð gegn styriðldlnsl í Kína i iapanska hernnm. 18 japanskir her- menngraf nir lif andi fyrir að óhlýðnast yfirboðurum sínum EINKASK. TIL pJÓÐVILJANS MOSKVA í GÆRKV. Snemma í aprílmánuði voru 18 japanskir hermenn frá Tsi- nin-vígstöðvunum í Shantung- fylki dæmdir til dauða fyriraga brot og höfðu þeir neitað að skjóta kínverska fanga. Eftir skipun herstjórnarinnar voru þeir allir, átján, grafnir lifandi. Frá mörgum vígstöðvum koma nú fréttir um mótþróa og óhlýðni í japanska hernum, og er þessi andúð japanskra liðs- manna gegn styrjöldinni sum- staðar að verða alvarleg hætta fyrir herinn. Japönskum kaupmönnum, sem rekið hafa atvinnu í þeim héröðum í Kína, sem Japanir hafa unnið, hefir verið bannað að snúa aftur heim til Japan. Óttast herstjórnin, að þeirkunni að flytja heim með sér sannar fregnir af ástandinu í Kína. FRÉTTARITARI Port Bore í Pyreneafjöllum við landamæri Spánar og Frakk- lands. Stjórnarherinn heldnr sóhn nppreisnarmanna i Aragónin i skeijnm. PAfinn leggoi blessun sfna jrfir brytjnverk Francos í LONDON í GÆRKV. FU. Stjórnarherinn hefir enn get- að haldið sókn uppreisnarmanna í skefjum á Aragoniuvígstöðv- unum. pá hafa orðið miklar or ustur í Pyreneafjöllum og eru uppreisnarmenn þar að leitast við að komast á milli Katalóníu og frönsku landamæranna. par sýnist vera jafnari Ieikur og hef ir stjórnarherinn jafnvel sum- staðar sótt nokkuð á. Frá Spáni kemur fregn um það í morgun, að uppreisnar- menn séu þá komnir að útjöðr- um Tortoza. Reuters-fréttarit- ari skýrir svo frá, að brýrnar á Ebrófljóti standi ennþá og að hersveitir stjórnarinnar í borginni hafi ennþá samband við aðra heri stjórnarinnar. Uppreisnarmenn hafa einnig gert flugárás;r á Tortoza. Sömu leiðis gerðu þeir loftárás á Bar- celona árdegis í dag, og fórust þrír menn, en 22 særðust.. Páfinn hefir sent Franco post ullega blessun og árnað hon- um sigurs.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.