Þjóðviljinn - 20.04.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.04.1938, Blaðsíða 3
ÞjóÐviLjiNN Miðvikudaginn 20. apríl 1938 iMÓfSVllJINM Málgagn Islands. Kommúnistaflokks Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergstaðastræti 30. Síir.i 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla, daga nema . mánud'aga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakib. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Atvinnukúgun klofningsmannanna Eitt af höfuðhlutverkum verk- lýðshreyfingarinnar var og hef- ir æfinlega verið að berjast gegn skoðanakúgun þeirri, sem atvinnurekendur reyna jafnan að beita vei'kamenn. Enda hef- ir atvinnukúgun að jafnaði ver- ið talin eitt af þeim einkennum atvinnurekendastéttarinnar, sem minnst eftirsókn væri í. Á frumbýlisárum verklýðs- hreyfingarinnar, og á meðan A1 þýðuflokkurinn var flokkur al- þýðunnar og ekkert annað, var háð látlaus barátta gegn at- vinnukúguninni. Flokkurinn og blað hans fordæmdi kröftug- lega þá aðferð, að svelta úr mönnum sannfæringuna, og framar öllu, að mennværu látn- ir gjalda starfa sinna í þágu verkalýðshreyfingarinnar. Þegar Kommúnistaflokkurinn var s'tofnaður 1930, söðlaði Al- þýðuflokkurinn þó yfir í þess- um efnum. Þeir menn, sem fylgdu kommúnístum að málum eða voru grunaðir um fylgi við þá, voru vægðar- og nálega skilyrðislaust reknir frá störf- um sínurn, þó að þau væru ó- aðfinnanlega af hendi leyst í alla staði. Sóttu „foringjarnir“ mál þetta af ofurkappi hinu mesta, og beitti ríkisstjórninni pspart í herförum sínum gegn kommúnistum. Nú er sami leikurinn hafinn af hálfu hægri foringjanna í Al- þýðuflokknum, gegn þeim mönnum innan flokksins, sem vilja sameiningu allrar íslenzkr ar alþýðu. Afturhaldssömustu foringjar þess flokks, sem svo oft hefir stært sig af baráttunni gegn atvinnukúgun- inni, og hrósað sér af því, að nú gætu atvinnurekendurnir ekki lengur svelt sannfæringuna úr fólki, vega nú í annað sinn í sama knérunn, beita nú sömu kúgunaraðferðinni og verklýðs- böðlar allra tíma og allra landa. f)að átti eftir að ske á því herrans ári 1938, að hægri for- ingjar Alþýðuflokksins beittu sér fyrir skipulagsbundnari at- vinnukúgun en Sjálfstæðis- flokkurinn hafði nokkru sinni látið sig dreyma um, að væri hægt að framkvæma hér á Iandi. Það átti eftir að koma fyrir, að öðru sinni, að hluti pess flokks, sem ber nafn al- þýðunnar, leitaði á náðir rík- Hvað á að verða nm atvinnn i snmar? Engin hitaveita? Engir verkamannabúsaðir? Engar byggingar? Engin atvinmibótavinna? Og undir svona kringumstæðum fellir Alþingi með köldu blóði atvinnu- tillögur verkalýðsins og Kommúnistaflokksins. Hvar sem komið er, á vinnu- staði og á verkamannaheimili, alstaðar er sama spurningin. efst á baugi: »Hvað verðwr með at- vinnu í sunmr? Útlitið er það ískyggilegasta, sem verið hefur um langan tíma: Kosningaloforð íhaldsins um hitaveituna eru orðin að hneyxl- anlegustu loforðasvikum, sem þekst hafa í sögu landsins. Um verkamannabústaðina, ssm nú ættii að byrja að vinna við, fæst ekkert ákveðið loforð. Ríkisstjórnin virðist, eingöngu hugsa um vinnulöggjöfina.. Haraldsliðarnir eru ánægðir, þegar Jónas; Guðmundsson er flúinn frá Norðfirði og í banka- ráð Landsbankans, til að hjálpa l'uu' með að hóta verkalýðnum á Norðfirði og neita, verkamanna- bústöðunum um lán. En alþýðan íær að uppskera ávöxtinn af ö ára svikum meirihlutíans á Al- þingi við löggjöfina um bygg- inga.sjóð: kaupstaða og kaup- túna. Aðeins örfáar byggingar munu verða reistar í sumar. Og með atvinnubótavinnuna er alt í. óvissu. Verkalýðurinn spyr: Eru valdhafarnir svo blindir, að þeir isvaldsins, til þess að svelta sannfæringuna úr alþýðunni til þess að fótumtroða og buga félagsskap hennar og samtök. Hægri foringjar Alþýðuflokks- ins beita sér fyrir því, að fyr- irtæki, sem stjórnað er af flokknum, reki menn úr vinnu fyrir það eitt að mæta á fund- um og vinna þau trúnaðarstörf er þeim hafði verið falið að gegna af stétt sinni. Þetta hefði ekki þótt þokkabragð, ef Ólaf- ur Thórs hefði framið það, og . þó kórónar það fyrst skömm- ' ina, þegar slíkum brögðum er beitt af þeim, er kalla sig for- vígismenn verkalýðsins. Alþýðublaðið hefir oft og rækilega átalið slíka framkomu af atvinnurekenda hálfu, enþví er það svo hljótt um síðustu og svívirðilegustu atvinnukúgun- ina? Því setur nú hið hágalandi blað Finnboga Rúts hljótt? Ef til vill á það engin orð til þess að lýsa andstyggð sinni á slíkri framkmou? Eða er at- vinnukúgun góð og blessuð, ef nokkur hluti Alþýðuflokksins stendur að baki hennar. En pjóðviljinn mun draga verknað þessara „foringja11 verkalýðsins fram í birtuna.— peim er þýðingarlaust að skáka í því skjóli, að þeir geti fram- ið fantabrögð sín og níðings- verk óáreittir í myrkrinu. Og alþýðan mun kveða eng- an vægari dóm yfir þeim bleyð um, sem gæla við hana um leið og þeir leggja rítingnum íbak hennar, en hún hefir kveðið upp yfir þeim, sem gerðu það án allra vinahóta. okki sjái Imað ffamundan er, slíkar hörmungar atvinnuleysi.s og skortisi að alþýða, Reykjavík- ur hefur ekki áður séð þær slík- ar. Valdhafarnir vita vel hvað i hönd fer. En, þsir vonast til oq búast við að verkalýðurinn muni taka því öllu með þögn og þolin- mceði. Þess vegna gera þsir eklci neitt. Þessvegna sameinast í- haldsmenn, Framsóknarmenn og Haraldsliðarnir á móti tillög- um Kommúnistaflcikksins um aukna atvinnu. Það er því verkalýðsins að láta nú til sín taka, ad láita vald- hafwna vita það, að hann~ œtlar ekki að horfa upp á það þegj- andi og aðgerðarlaus, að hohivm sé meinað að vinna fy.rir brauði handa sér og börnum sínum ■— að samtök hans séu hnept í fjötra, —• að allar kröfur hans til sónmsamlegs lifs, svo sem til lieUsummlegs húsnæðis, séu fói- um troðnar og svívirtar. Verkarmenn! 1 einingu okkar, í fjölda okkar liggur sá kraftur, sem getur beygt valdhafana til aö láta að kröfum. ekkar. Sýn- um mátt okkar út á g'ötunni og á fjöldafundum! Fylkjum okkur sem einn maður um, kröfur okk- ar til lífsins1: Atvinnu, brauð og frelsi. Berið á i samræmi við tíðarfarið. — eftir því, hvernig vorar og viðrar —? réttan áburð á Téttum tíma pað er um að gera að fá full not af hverjum einasta áburð- arpoka. TILKYNNIN6 um síldarloforð til Sildarverksm. ríkisins peir sem vilja lofa síld til vinslu í síldarverk- ^miðjur ríkisins á næstkomandi sumri, skulu fyr- ír 1. maí n.k. hafa sent stjórn verksmiðjanna sím- leiðis eða skriflega tilkynningu um það. Útgerðar- maður skal tilkynina hvaða skip hann ætlar að nota tilveiðanna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess að afhenda ver ksmiðjunni alla bræðslusíldar- veiði skips síns eða kipa eða aðeins hluta veiðinn- ar, eða alla síldveiði skips eða skipa. pau skip, sem afhenda verksmiðjunum alla veiði sína, eða alla bræðslusíldarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipum, með samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af bræðslusíldarveiði sinni, eða hafa enga samninga gert fyrir fram. Verði meira framboð á síld, en stjórn verk- smiðjanna telur sýnilegt að verksmiðjurnar getiunn- ið úr, hefír stjórnin óbundnar hendur til að ákveða, af hve mörgum skipum verksmiðjurnar taki síld til vinjislu. Ef um framboð á síld til vinnslu er að íræða frá öðnum en eigendum veiðiskipa, skal sá, er býður síldina fram til vinnslu, láta skilríki fylgja fyrir því að hann hafi umráðarétt á skipinu yfir síldveiðitímann. Stjórn verksmiðjanna tilkynnir fyrir 15. maí jn.k. þeim, sem boðið hafa fram síld til vinnslu í verksmiðjurnar, hvort hægt verði að veita síldinni móttöku og skulu þá allir þeir, sem Iofað hafa síld' til verksmiðjanna, og stjórnin hefir ákveðið aðtaka síld af, hafa innan 5. júní n..k. gert samning við stjórn verksmiðjanna um afhendingu síldarinnar. Að öðrum kosti er verksmiðjunum ekki skylt að taka á móti lofaðri síld. Sigluficði, 11. apríl 1938. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. /x, Þad er sagt að í hópi klofn- ingsmannanna sé Guðbrandur Jónsson, »prófessor« og »doctor«, sérstaklega cestur út af mála- ferlumim í Moskva, Honum kvað vera rnjög illa -við að njósnarar séu skotnir og alveg sérstakléga ef njósnarar þýzku lögreglunn- ar eru skotnir. — Er það ekki von, skylt er skeggið hökunni1 -— En fyrir cinarða baráttu hans fyjrir »linu« klofningsflokksins í Möskvaimálaferlwnum, kvað al- varlega hafa komið til mála að ■ gera hann að heiðursforseta »AJ- þýðuflokksfélags Reykjavíkur«. ** Valdliafarnir ætla að þvinga upp á verkalýðinn vinnulöggjöf, — löggjöf, sem skerðir rétt hans til að ráða yfir einú eign sinni, vinnuaflmu. Og þessir valdhaf- ur þykjast vera að verncla per- sómufrelsi og eignarrétt — en herra? ** En hvað líður löggjöfinni um að tryngja vinnu handa verka- lýðniim? Skylcli valdhöfunum ekki vera ncer að fara að hugsa. um hana? ** Þið talið um vmnufrið! Látið þið verkalýðinn fá frið til að vmna ■— allan verkalýðinn fá tœkifæri Hl að hagnýta vinnu- kraft sinn! • • Aðsins í einu landi hefur verkalýðwrinn vinufrið, þannig að auðmmrnmtéttin kemst ekhi til að leiða yfir hana atvinnu- leysi. Þeita land svivirða svo skemdarvargarnir í þjóngustu cmðvaldsins, eftir að þeir sjálfir með svikum sínum og sundr- ungu hafa leitt síváxandi at- vinnuley i cg kúgun rfir alþýð- una. iti i Súðin j fer vestur og norður laugardag 23. þ. m. kl. 9 síðdegis. Tekið verður á móti vörum í dag og fram til hádegis á ' morgun, en engar vörur verða ‘ teknar eftir þann tíma. Farseðlar óskast sóttir degi fyrir burtíerð. Skrifstofa flokksins er á Laugaveg 10. — Opin alla virka daga irá kl. 4—7 e. h. Sími 4757.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.