Þjóðviljinn - 23.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1938, Blaðsíða 2
Laugardaginn 23. apríl 1938 Þ júÐ V 1 L j i N N Brejrtingar á iðniðggjðfinni. Iðnaðarmenn og iðnnemar verða að vera á verði um atvinnuréttindi sín. Eins og Þjóðviljinn hefir áð- ur skýrt frá, hefir á Alþingi komið frami frumvarp frá Jör- undi Brynjólfssyni um breyt- ingar á lögum um iðnnám. Gengur frumvarpið aðallega út á það, að taka með lögum rétt- inn af sveináfélögunum til að hlutast til umi að ekki sé tekið of rnikið af nemum inn í iðnirn- ar og þeir síðan notaðir þar sem ódýrt vinnuafl meðan námstím- ínn, stendur yfir og síöan hrakt- ir út í atvinnuleysi eftir að hafa eytt 4—5 árum í erfitt, nám, eða notaðir til þess að taka vinn- una frá öðrum, sem eldri eru í íðninni. En auk þess gerir frum- varpið ráð fyrir að taka, öll á- hrif og völd iðnráðsins frá því og fá þau í hendur iðnfulltrú- um Alþingis og ríkisstjórnar- innar. Það hefir kcstað sveinafélög iðnaðarmanna langa og þrautr seiga baráttu að koma málum, sínum í það horf sem nú er og fyrirbyggja óhæfilega fjölgun, sem leiðir af sór aukið ahvinnu- leysi í iðngreinunum. Einn'g' hafa sveinafélögin stöðugt orðiu að berjast, fyrir því, að'þeir nemar, sem teknir eru í iðnirn ar, fá,i raunverulega ti’sogn, læri raunverulega, sína iðn- grein, en séu ekki emgöngu not- aðir til þess að vinna það vanda- minsta meðan þeir eiga að vera að læra iðnina, ra'aðir í veistu verkin oft og tíðum fyrir sama og ekkert, kaup, en læri lítið eða ekkert og séu svo að loknum námstímanum lítt færir í iðn- inni og þá þar af leiðandi látnir út á götuna, út í atvinnuleysið, þegar þeir eiga að fara að fá íult kaup. Með frumvarpi þessu er því verið að ge-ra ósvífna tilraun til að svifta sveinafélögin þeim réttindum og iðnaðarmenn því öryggi umi afkom.u sína, sem þeir með löngu og erfiðu starfi hafa skapað sér. En þetta má ekki takast:. Iðn- ráð’ð, sem skipað er fulltrúum bæði sveinafélaganna og meist- arafélaganna hefir einróma mót- mælt þessari árás. En það þarf að gera, me’ra. Sveinafélögin verða líka að mótmæla c 11 sem eitt og iðnnemarn;r verða nú einnig að rums'ca til þess að vernda hagsmuni s'na.. Þ:ir verða að taka þetta mál upp oJ; mótmæla því í einu hljóði. H.ér er verið að gera tilraun til að traðka á rétti allra iðnað- armanna, en þó kernur árásin harðast. niður á renuiium- og gæti orðið til þess að evðilefgja framtíð fjölda þeirra. BréfakvöEd F. U. K. Annað bréfakvöld verður 21. maí. Félag ungra kommúnisfa hélt bréfakvöld í húsnocði sínu á Vatnssstíg 3 annan paskadag. Nokkur bréf, útlend og innlend, höfðu borizt félaginu til bréfa- kvöldsins og voru þau lesin og siðan seld hæstbjcðanda, sem um leið og hann kaupir bréfið skuldbindur sig til að svara því. Á meðan bréfin voru lesin var kaffi drukkið, en siiðan voru haldnar ræður, sungnar gaman- vísur, og var bréfakvöldið hið Stakhanoff-verkamaður í Sovétríkjunum. ánægjulegasta. Það hafði upphaflega verið á- kveðið að halda þetta bréfa- kvöld á skírdag, en vegna þess hve bréfin komu seint, var því frestað þangað til 2. páskadag. En eftir að bréfakvöldið hafði verið haldið, eða með Lyru síð- ast, kom ennþá mikiö af útlend- um bréfum, þar á meðal 9 bréf frá Svíþjóð og 5 frá Noregi. Mörg þessara bréfa eru mjög fróðleg og skemtileg, sumum fylgja Ijósmyndir bréfritara, sem óska að komast í bréfasam- bancl við jafnaldra s'na hér á »de varma kállornas ö« eða »sagaöen«, e’ns: og þeir kalla- Is- land. Til þess nú að svíkja ekki alla þessa ungu bréfritara í ná- grannalöndunum um svör við bréfum þeirra, hefir FUK á- kveðið að halda annað bréfa- kvölcl 21. maí, þar sem þess.i bréf verða lesin og seld. En fyr- ir það bréíakvöld væri æskilegt að fá einnig sem, mest, af ís- Framh. á 4. síðu Stríð á himnum. Einu sinni meðan ég var hermaður, dreymdi mig merki- legan draum. Mér þótti allir gömlu stjórmálamennirnir og herforingjarnir de-yja. Auðvitað dóu þeir í rúmunum, því að enginn stjórnmálamaður eða herforingi deyr annarsstaðar. Og auðvitað fóru þeir tilhimna ríkis. Sankti Pétur opnaði fyrir þeim, því að svo hafði Guð boðið honum að gera. Eftir að þessir gömlu stjórn málamenn og - herforingjar höfðu fengið nóg af vængjum, skarti og hörpum, leiddi eng- illin Gabríel þá um allan him- ininn til að sýna þeim dýrðina. Og allt var þar dásamlegt og fagurt! Alt var úr gulli, mjölk og hunangi. Og allt fólkið var svo hamingjusamt. Það hafði allt, sem það óskaði sér, og hvergi sást tár og engin stuna heyrðist. Gömlu stjórnmálamennirnir j og herforingjarnir sáu, að þeit voru raunverulega komnir í paradís. En það vantaði samt eitthvað. Þegar þeir höfðu skoðað allt, leiddi engillinn Gabríel þá til guðs. Og guð sá strax, að þeir voru eitthvað óánægðir og vonsviknir. „Jæja“, sagði guð, hvernig líkar ykkur himininn ?“ „Ágætlega“, sögðu þeir. „Staðurinn og allt er dásam- legt. Fólkið virðist vera ham- ingjusamt. Það er nóg til að éta og drekka og nógur klæða aður, þótt enginn virðist ísann leika sagt bera of mikið utan á sér“. „En?“ sagði guð. ,,Já“, sögðu gömlu stjórn- málamennirnir og hershöfðingj arnir, ,,í sannleika sagt, þá er- um við dálítið óánægðir“. „Mér þykir leiðinlegt . . . sagði guð. „Já, herra", sögðu þeir, hér hafið þið allsnægtir, en enga kastala, engar fallbyssur, eng- ar vélbyssur, engar sprengjur eða nein skotfæri, enga bryn- dreka og ekki neitt. Við skilj- um bara ekkert í þessu“. „En“, sagði guð, „við höf- um ekkcrt með þess konar að gera“. Gömlu stjórnmálamennirnir og hershöfðingjarnir hlógu að honum í meðaumkun. ,,0“, sögðu þeir, „það er ekki gott að segja. Fyrst þú átt öll þessi auðæfi jog fegurð, þá gæti einhverjum dottið í hug að ráð- ast á þig og taka það frá þér“. „En hver?“ sagði guð. „Hér eru allir vinir, hér hafa allir allt, sem þeir þurfa.“ „0“, sögðu gömlu stjórn- málamennirnir og hershöfðingj arnir, „það er ekki gott að segja, herra. Það er til fólk, sem vill alltaf meira og meira, iog sem er reiðubúið til að berj- iast út af því. Við leggjum þess vegna til, að þú leyfir okkur að æfa hermenn, byggja orustu- skip, brynreiðar, vélbyssur og ýmislegt fleira, svo að við get- um varið okkur, ef á okkur verður ráðist. Við viljum aðeins verja okkur. Það er allt og sumt“. „Ég veit ekki“, sagði guð. „Við höfum búið lengi hér uppi og aðeins 'átj: í einu stuttu stríði og það var í upphafi alls. En ef þið lialdið, að við þurfum að undirbúa okkur . . . .“ „Já, herra, auðvitað, vissu- lega, án efa!“ „Þá“, sagði guð, „ætla ég að gefa ykkur dálítið horn afhimn inum, sem þið getið haft út af fyrir j'kkur, og þar getið þið vígbúist eins og þið viljið án þess að trufla okkur hina.“ Og þetta varð úr. Gömlu stjórnmálamennirnir og herfor ingjarnir voru mjög ánægðir. Þeir skipíu horninu þegar í deildir, og svo fóru þeir að vinna eins og þeir gátu við að búa til orustuskip, kafbáta, fall byssur og vélbyssur svo þús- undum skipti. Og áður en dagurinn var lið- inn ræddu þeir liver fyrir sig ánægður með sinn vígbúnaðog hver um sig tortryggnir gagn vart náunganum og sögðu: „Og ég gæti svo sem ráðið við hann! Þú ættir bara að reyna það! Þú þorir ekki að reka nefið yfir þessi landamæri. Þú skalt láta það vera, að á- reita mig!“ Og áður en nokk- urn varði, höfðu þessir gömlu stjórnmálamenn og hershöfð- ingjar sagt hverir öðrum stríð á hendur. Það er auðviíað eklcert at- hugavert við það, að segja ná- unganum stríð á hendur, en þá þurfti að hafa einhverja, sem vildu berjast. Og þá fóru stjórnmálamenn irnir og hershöfðingjarnir til guðs. „Nú er ekki gott í efni, herra“, sögðu þeir. „Hér hefir okkur Ioksins tekizt að koma af stað stríði, en ekkert af fólki fólki þínu vill berjast þar. Hvað eigurn við nú að gera?“ „Það er einfalt mál“, sagöi guð. „Þið hafið hér eitt horn út af fyrir ykkur“. „Já“, sögðu þeir. „Og þið hafið lagt út í stríð?“ „Já“, sögðu þeir. „Þá getið þið bara barizt hvorir við aðra“, sagði guð. „Þetta er ykkar stríð, eða er það ekki?“ Gömlu stjórnmálamennirnir og herforingjarnir þögðu af undrun. Þeir bliknuðu af ótta og reiði. „Hvað!“ hrópuðu þeir. Berj- ast sjálfir og eiga á hættu að verða drepnir?“ „En ég hélt að það væri til- gangur stríðsins“, sagði hinn aldraði guð. „Já“, sögðu þeir. „En skil- ur þú ekki, herra, að ef við værúm drepnir, hver væri þá eftir til þess að halda stríð- inu áfram?“ „Enginn“, sagði guð. „Eng- inn, og það væri mjög æskileg landhreinsun.“ En þá fóru stjórnmálamenn- irnir og hershofðingjarriir nið- urlútir heimi í hornið sitt aftur. Og auðvitað fóru þeir ekki í neitt stríð, því að þeim datt ekki í hug, að láta drepa sig sjálfa. En oft hugsuðu þeir til jarðarinnar, fullir af þrá, og ósk uðu, að þeir væru komnir þang- að aftur, sem auðvelt er að fá unga menn til þess að fara og drepa hverir aðra í styrjöldum þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.