Þjóðviljinn - 23.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.04.1938, Blaðsíða 4
þJÓÐVILHNN Ráðstafanir vegna kreppa aps Níy/a Ti'io Fanginn á Zenda Tilkomumikil ogstórglæsi leg amerísk kvikmynd frá UNITED ARTITS samkv. hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni eftir Anthony Hope (sem sem komið hefir út í ísl. þýðingu). Aðalhlutverkin leika: Ronald Colman, Madeleine CarroII, C. Aubrey Smith, Douglas Fairbanks yngri, o. fl. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur apóteki og Iyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir Daníel Fjeldsteð, Hvg. 46, sími 3272. Hjónaefni. Á sumardaginn fyrsta opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Regína Emilsdóttir frá Stuðl- um og Karl J. Thorarensen járnsmiður, Laugavegi 30. Bazar * ■ verður haldinn á Laugaveg 10 sunnudaginn 24. apríl kl. 3 e. h. Dagsbrúnarfundur verður á morgun (sunnud.) jd. 2 í K.-R.-húsinu. Verða þar ræddir kaupsamningarnir viðat- vinnurekendur o. fl. mikilvæg mál. „Skírn, sem segir sex“. Pessi bráðskemmtilegi gam- anleikur verður sýndúr á morg- un kl. 8 og hefst aðg.m.salan í dag. ( Frh. af 1. síðu. sem væri orðið svo áliðið þings yrðu vandkvæði á því að nefndin lyki störfum á þessu þingi, og bar Einar fram breyt- ingartillögu um, að nefndin væri ekki bundin við að Ijúka störfum á þessu þingi. Urðu miklar tumræður um til- löguna. Einar Árnason lagði fil Iðja heldur fund á mánudag 25. apríl kl. 8>/2 í Alþýðuhúsinu, gengið inn frá Hverfisg. Hjónaband. * Nýlega voru gefin saman ; hjónaband ungfrú Hulda Jak- obsdóttir og Finnbogi Rútur Valdimarsson ritstjóri. „Fornar dyggðir“. Sýningin í gærkvöldi féllpið- ur sökum veikinda frk. Gunn- þórunnar Halldórsdóttur. Næsta sýning er á morgun kl. 2 e. h. Revyan verður aðeins sýnd í örfá skipti enn. U. M. F. Velvakandi heldur aðalfund sinn í Kaup- þingssalnum n. k. þriðjudag kl. 9 e. h. Útvarpið í dag. 20.15 Leikrit: „Eilífðarbylgj- an“, gamanleikur. Alfreð And résson, Marta Indriðadóttir, Valur Gíslason. 20.45 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21.10 Hljómplötur: Kórsöngvar. 21.30 Otvarpshljómsveitin leik- ur gömul danslög. í. R. ifter í ískíðaferð á morgun kl. 9 f. h. Lagt verður af stað frá Söluturninum. Farseðlar seldir í Stálhúsgögn, Lgv. 11 í dag. að henni yrði vísað til stjórn- arinnar. Héðinn Valdemarsson mælti með tillögunni, en kvaðst mundi bera fram breytingartil- lögur við hana. Eysteinn Jónsson lýsti því yf- ir, að stjórnin hefði tekið til at- hugunar skipun nefndar til að aðstoða ríkisstjórnina við að búa þjóðina undir ófrið. En á- kvörðun hefði enn ekki verið tekin í málinu, en það myndi verða gert á næstunni. ísleifur Högnason og Brynj- ólfur Bjarnason töluðu einnig með tillögunni. Umræðunni var frestað. Frá Spáni Frh. af 1. síðu. sjálfboðaliða, í binum ýmsu her deildum Francos. Þá eigi ítalir átta sveitir árásarflugvéla á hin- um ýmsu flugstöðvum Francos á Spáni, en þetta sé ekki nema lítill hluti af þeim ítalska flug- her, sem daglega taki þátt í styrjöldinni. Aðalstöð ítalska flughersins sé á Balear-eyjum og þar eigi ítalir yfir 1000 flug- vélar, bæði árásarflugvélar, sem aðeins séu notaðar til að kasta sprengjum yfir borgir og bæi, og orustuflugvélar, sem til þess séu ætlaðar, að skjóta niður í lofti, flugher óvinanna, og hraðskreiðar könnunarvélar, sem sendar séu, í njósnarerind- um inn jfir landamæri óvin- anna, til þess að njósna um til- færslu hersveita, matvælaflutn- inga og hergagnaflutninga, og hafi tæki til að koma boðum um slíka vitneskju þegar í stað til aðalherstöðva uppreisnar-H manna. REYKJAVÍKURANNÁLL H.F. REVYAN Fornar dygöit 22. sýning sunnudaginn 24. apríl kl. 2 e. h. stundvíslega í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 í Iðnó og frá kl. 1 á morgun. Venjulegt leikhúsverð eftir kl. .3 í |dag. mmmmmmmm Kjötfars Miðdagspylsur Kindabjúgu Best og ódýrast í Mllners hjfttbúO Sími 3416. Bréfakvöld Frh. af 2. síðu. lenskum. bréfum víðsvegar að af landinu og er líklegt að ungu fólki þyki gaman að skrifast á við jafnaldra sína, sem það ekki hefir séð og búa í fjarlægum landshlutum, segja þeim áhuga- mál sín ag kynnast áhugamál- um þeirr^. Sendið bréfin fyrir 21. maí. Utanáskrift bréfakvöldsins er: Snorri Jónsson, Pósthólf 761 Reykjavík. GöjnIöl31o % IVordraumur „MAYTIME“ Heimsfræg og gullfalleg Metro-Goldwin-Mayer söngmynd. Aðalhlutverkin í þessari miklu mynd leika og syngja uppáhaldsleikarar Iallra, þau Jeanette Mac Donald og Nelson Eddy. tolMél. Beykjaylkor ,Skfrn sem seglr sex‘ Gamanleikur í 3 þáttum. Eftir OSKAR BRAATEN Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4—7 og eftir kl .1 á morg- un. ; SOOööOöOöOOCX Aðalfundur U. M. F. VELVAKANDI Verður haldinn í Kaupþingssaln þriðjud. 26. þ. m. kl. 9 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslög- um. xmmmmrmmm Alexander Avdejenko; Eg elska ... 16 Inni var alt rólegt, og okkur systkinin var farið að syfja. Augnalokin sigu saman. Mitjka var þegar sofnaður og farinn að hrjóta. Svo lokaði ég einnig augunum, og það síðasta, sem ég greindi var afi, þar sem hann sat og las( í sálmabókinni. Nei, hann var hættur að lesa. Höfuð hans seig niður á bringuna og "hann greip stórum, sterklegum höndum um ennið. Svo greip hann um hárið og kipti í það eins og hann vildi reyna hvaða töggur væri ennþá í |því. Að því búnu þaut hann skyndilega á fætur og teygði úr sér og höfuðið nam nærri því upp við rjáfrið, svo laut hann höfði aftur og barði í ákafa með höndunum umhverfis sig. Það var eins og hann hefði orðið einhvers var iniýi í stofunni og að hann vildi hrekja það frá sér. Amma var hætt að prjóna, og augu hennar fylgdust áhyggjufull með hverri hreyfingu afa. Pabbi og mamma voru niðursokkin í störf sín (og tóku (ekki eftir neinu. Afi rak upp hást hljóð, og pataði með fingr- krnum í kringum sig, og seig svo þunglamalega niður á bekkinn. Höfuðið hallaðist aftur og rauð- grátt skeggið stóð beint upp í loftið, svo heyrð- ist hann stynja. Ég glaðvaknaði og glennti upp augun. Pabbi og mamma höfðu líka lagt verkið frá sér og horfðu á gamla manninn. Amma var gripin af augsýni- legri hræðslu, sem hún reyndi þó að dylja eftir föngum. Svo reyndi hún að láta afa átta sig. — Ertu orðinn ruglaður, heyra hvernig þú læt- ur, þú ert þó ekki að tapa vitinu. Þá fór afi að syngja og hvæsa til skiptis, unz hann tók já rás um stofuna. í þeirri viðureign hras- aði pabbi á gólfið, en afi hélt áfram þar til hann rdk sig sá dyraumbúnaðinn. Þar stóð hann um stund, þrýsti höfðinu upp að dyrunum og öskraði. — Drottinn minn, hvað gengur að honum? kvein- aði anima. L Njúrka og Mitjka vöknuðu og byrjuðu að skæla og amma brast í jgfát. En afi heyrði ekkert. Hann gekk aftur hægt að borðinu og reyndi að grípa ljósið á lampanum, eins og það væri skrautlegt fiðrildi. Mér heppn- a’ðist að sjá í áugu hans. Þau voru þreytuleg, sljó og útstæð, eins og í dauðri geddu. Kjálkarnir voru stórir, og nefið var rautt og það fóru viðstöðulaust krampateygjur um andlitið. Hann rétti fram hendurnar eftir ljósinu og það l;ék skjálkt bros um varir hans. Hann braut lampa- glasið eins og eggskurn, og það datt niður á gólf- ið. Ljósið slokknaði. Enn tók liann á rás um gólfið. Leirgólfið glamr- aði undir fótum hans. Amma rak upp angistaróp, sVm þó dvínuðu er frá leið. í sama bili kom Garbus hlaupandi. Við hlupum út í garðinn og angistarópin,1 í ömmu heyrðust um alla kvosina. Við heyrðum dyr opn- ast víðsvegar og brátt tóku að birtast ljós' í glugg- unum. Kvosin var að vakna. Fólkið kom þjótandi úr öllum áttum og þyrptist umhverfis okkur. Ég sá gleðina skína úr andlitum aðkomumann- anna, sigurvímuna, yfir því, að orka þessa manns iskyldi nú vera þrotin. Hann hafði sannarlega oft orðið þeim að ásteitingarsteini, með því að minna , þá á orku, sem þeir ef til vill attu einu sinni, en voru nú búnir að tapa. Hróp afa sljákkuðu unz þau dóu út. Okkur börnunum var stungið niður í rúm renn- blautum eins og við vorum. Mamma fór út til þess að leita að ömmu. Pabbi gat að lokum kveikt á leldspýtu, en í sama bili rak hann upp hljóð og misti eldspítuna. Einhver greip hana og lét bjarma hennar flögra meðfram veggnum. Þá sá ég ömmu. Hún lá eins og hún hefði lagt sig til hvíldar undir vegginn. Blóðtaumar lágu eftir e,nninu og út frá munnvikunum. Skamt frá henni lá afi með hendina krepta utan um borðfót. Æðin á enni hans sló ótt og títt og froðan rann úr munni hans og nösum. Alt varð þögult í hreysinu, uns Kovatj námumað,- ur spurði hljóðlega:. — Hvað (gengur að honum? Skottulæknirinn Bandara svaraði: — Konur! Það hefir hlaupið illur andi í Nikanor og það hefir orðið of þröngt um hann. Þessvegna kvelur hann gamla manninn svona hroðalega. Aganesoff veitingamaður endurtók hvað eftir ann- að með raunamæddri röddu: — Hann var prýðismaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.