Þjóðviljinn - 24.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.04.1938, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 24. apríl 1938 Þ jú Ð v i l j nN N Verkamannabréf Verkamenn á Patrekstirði tá kauphækkun. Kæru félagar! Það hefur dregist hjá mér að skrifa ykkur um kaupsamning- ana hér, sem voru undirskrifað- ir 6. febr. s. 1. Kaiwp í k a rfa v e rks mi ðj imn i er hjá kyndurum, þróa,rmönn- um og mjölmönnum 290,00 kr. á mán., og miðað við 8 stunda vakt á sólarhring (áður 275,00 kr.). Aðrir verkamenn í verk- smiðjunni; bafa 280,00 kr. á mánuði (áður 250,00 kr.). Hjá verksmiðjumönnum dragast nú ekki frá kaupi 3 veikindadagar á mánuði, og er það nýtt, á- kvæði: Félagi Sigurjón Jónsson Annars er karlmannskaupið sem hér segir: Almenn dagvinná 1,20 kr. (áður 1,05) Skipa- og bryggjuvinna 1,50‘— (áður 1,30) Nætur- og- helgidagavinna 2,30'— (áður 2,00) l Afgreiðsla togara á karfaveiðum 1,80 — (áður 1,35) Kvennakaupið: Fiskbreiðsla og algeng vinra 0,80 kr. (áður 0,75) Skipa- og bryggjuv. og lifrartaka 1,00 — (áður 0,85) Nætur- og helgidagayinna 1,60 — (áður 1,40) Áður voru kaffitímar (20 mdn. tvisvar á dag) ekki dregn- ir frá kaupi, en nú eru dregin írá hálftíma kaffihlé tvisvar a dag, og 20 mín. þrisvar sinnum á, nóttu ef unnið er alla nótt- ina, og er þetta það ákvæði samningsiiijs, sem lakast er, sök- um þess að það hefir verið við- tekin hefð að kaffitímar ættu ekki að dragast frá. Þá fengum við það inn í samn- inginn, að vinnu, semi fleiri þurfa til en 6—9 menn, skuli skift á tímabilinu frá nóvember- byrjun til aprílbka, og er það stórt spor til að fyrirbyggja úti- iokunarárásir atvinnurekenda vegna skoðana manna, og til- raunir til að knýja menn til að versla fremiur á einum stað en öðrum með atvinnuyfirráðumi Ennfremur var felt niður jafnaðarkaup fyrir dag- og næt- urvinnu hjá körlum og konum við karfalifrartöku, en það var 1,20 kr. fyrir karla en 0,85 kr. fyrir konur, og verður það nú greitt með dag- og næturvinnu- taxta. Verður því yfirleitt ávinn- ingur að þessumi samningi, þó lítill sé nema í karfavinnunni og verksmiðjunni. Aðalfundur verkalýðsfélags- ins var haidinn 20. febr., og voru kosnir þar í stjórn: Davíu Davíðsson, formaður, Björgvin Sighvatsson,, varaformaður, Sig- urján Jánsson, ritari, Magnús Brynjálfsson, gjaldkeri og Ey- mundur Austmann fjármálarit- ari. Varastjórn: Jóhmmes L. Jóhannesson, ritari, Hörðwr Da- víðsson gjaldkeri og Kristján Ingvarsson f jármálaritari. Með kærri kveðju Sigurjón Jónsson. Málaferlin í Moskva Skýrsla um málaferlin er nú komin bæði á ensku og þýzku. Bókin er 900 bls. í stóru broti, og hefir að geyma á- kæruskjalið, yfirheyrslurnar allar og niðurstöður dómsins. Verð aðeins kr. 4 00 0 Bðkaverslnnin Heimskriagla h. f. LAUGAVEG 38 — SIMI 2184 Utbreiðiö Þjóðviljann Ummæli jafnaðar- mannsins Henri Selliers um mála- ferlin í Moskva Hinn fyrverandi sósíaldemrv- kratíski ráðherra og borgar- stjóri í Suresnes í Frakklandi, Henri Sellier, ætlaði að tala á fjöldafundi, sem, haldinn var í París 11. míars til varna Sovét- ríkjunum. En þar sem flokks- stjórn Sósíaldemókrataflokksins franska hafði bannað Sell'er að sækja fundinn og, láta þar í Ijósi samúð sína með Sovéaríkjunum, sendi hann bréf, sem lesið var upp á íundinum við mikil fagn- aðarlæti. 1 bréfinu segist Sellier beygja ,sig undir flokksaga flokks síns en — segir hann—- nú fremúr en nokkru sinni fyr tel ég það skyldu allra verklýðssihna, sem vilja stuðla að þjóófélagslegum og mannlegum framförum, allra lýðræðissinna, sem vilja bjarga landi voru undan, hinum íasistísku ógnum, allra friðar- sinna, semi ákveðnir eru í því að koma í veg fyrir styrjöld, að slá skjaldborg um Sovétríkin, sem nú á dögumi er hinn eini raun- /verulegi varnarveggur gegn alræði auðvaldsinsi og tríðs- bruggurunum. ... Það er mjög eðlilegt, að þeir, ,sem telja refsingarleysi það, sem árásarmennirnir frá Etvile og morðingjarnir frá Villejuif og félagar þeirra njóta nú í Frakklandi samræmanlegt þjóðfylkinöareiðnum, frá 14. júlí 1935, fyllist vandlætingu yfir þeim strangleik, sem verka- rnannastjórnin rússneska beitir til að leiða í ljós og bæla niður samsæri hinna fasist’sku skó- sveina gegn rússnesku þjóðinni! En alla þá hins-vegar, sem harma það háskalega umiburðar- iyndi, sem 'hinar vopnuðu land- ráðasveitir fasista í Frakklandi njóta nú af hendi franskra stjórnarvalda, alla þá, sem fekilja, að þetta refsingarleysi et' stórhætt-ulegt ö-ryggi Frakk- lands — alla slíka menn hvetj- um vér til að taka. höndum sam- an og verja hið sósíalis.t,íska verkam.ríki gegn þeim sem stöð ugt og kerfisbundið vinna að því að níða það og draga það ofan í sorpið. Ibúar Parísarborgar . . . hafa fyrir lærdómana af sinni eigin sögu öðlast þá reynslunnar gagnrýni og sjálf- stæði í hugsun, sem, gerir það að verkum, að hin eitruðu voph níðsins um Sovétríkin, sem, nú á dögum er dreifti út, bíta ekki á þá. Eg stend með Sovétríkjun- um af öllu hjarta og heilli sam- visku. Bróðurlegar kveðjur. Henri Sellier. Ummæli þessa kunna jafnað- l armanns og fjölda annarra flokksbræðra* þe!rra, m.ættu Al- þýðublaðsritararnir vel léggja sér á hjarta. Ummæli slíkra manna um réttarhöldin í Mcskva ög' Sovétríkin yfirleitt ættu þeir held.ur að birta en um- rnæli afturhaldssömiustu s'síal- demokrataforingja, eins og Vandervelde, sem kunnur er að því einu að hafa, frá fyrstú tíð fjandskapast, gegn Sövétríkjun- ( Frh. á 3.. síðu. Kunjalecjur vioburöur. Þann 10. okt. 1796 varð sá atburQ- ur, að tíu vetra unglingur að nafni Jón, hvarf snögglega á Kjarlaks- völlum í Saurbæ 9' Dalasýslu), af blaðinu í hálfbjörtu; Strax var hans saknað og farið að kalla og leita þæðii í f jósinu og úthýsum, og petta gekk að vettugi alla nóttina. Um morguninn var sent á aðra bæi eftjr mönnum, og pá peir höfðu leitað um stund, kallaði kona á bænum eftir peim, og pá var sveinninn fundinn í fjósinu; gat hann lítt talað, svo var honum mikið niðri fj'rir af ekka og gráti. En pegar frá leið og menn gátu fyrst haft sannar sagnir af honum, sagði hann, að pegar hann hefði gengið fyrir hús á hlaðinu, hefði hleypt að sér dökkur maður á brúnum hesti, gripið sig upp og sett að baki sínu, og hlept í burt fram á Traðardal. Sveinninn sagð- ist hafa orðið svo hræddur, að hann hefði ei porað að gefa hljóð af sér. En pegar pessi maður var kominn með hann nokkuð fram á dalinn sagðist sveinninn hafa signt sig, pá sagði hann að maðurinn hefði seilst til sín og kastað sér af baki. Þar sagðist hann hafa nokkra stund leg- ið í dái eður ómegi og rignt, pví nokkurt regn og pykkviðri var um nóttina, og síðan skriðið heim'. í íjós- ið. — Drengurinn er skynugur og hægferðugur og snildugóður, ritar Magnús Ketilsson. (Strandlendingasaga Gísla Konráðss) ** Köttur á selveicum. 1 Svípjóð, á einum stað við sjávar- síðuna, sáu menn einu sinpí í sumar (1889) kópa liggja uppi á landi og baða sig í sólskininu. Þar nálægt sást köttur, sem ekki hafði augun af selnum. Kisa vindur sér við á allar hliðar, til pess að laga sig til, Og pegar hún eftir margar tilraunir hafði sett fæturnar í pær stelling- ar, sem henni líkaði, stekkur hún á selinn, ogj í sama vetfangi eru bæði, kisa og selurinn, komin á kolsvarta kaf á -sjó út; segir ekki af viðskift- um peirra par neðansjávar, en .eftir stutta stund, koma bæði upp aftur, kisa lifandi, en kópurinn dauður og með útrifin bæði augun. ** Maður einn undir Eyjafjöllum, sem pótti vera i frekara lagi drjúgur yfir sjálfum sér, sagði eftirfarandi sögu: „Einu sinni á ferðum rnínum óð ég yfir Markarfljót og náði vatnið mér í buxnastreng, án pess að verða votur. En ég hafði ofið pjötluna sjálfur". • • Bóndi einn úr F1 jótshlíð, seni var við messu á Breiðabólstað segir við annan, pegar hann kom úr kirkj- unni: „Eg var að hugsa um pað um embættisgjörðina, að ef pú fargaðir henni Rauðku pinni i haust, að -láta mig sitja fyrir átunni af henni, **. Síra Þorvarður Jónsson í Holti undir Eyjafjöllum, pótti skemtinn-og' gamansamur. Einu sinni sagði hannt „Kvennavalið í Holti, kammeráðið i Vatnsdal, kongurinn í Danmörku og keisarinn i Róm. Ef petta er ekki túskildings virði, pá veit ég ekki hver pað er“. Dtborgnn tekjnafgangs hefst n. k. mánudag á eftirfarandi stöðum: I Reykjavik: Skólavörðustíg 12 (skrifstofan). I Hafnarfirði: Strandgötu 28. I Keflavík: í sölubúðinni. I Sandgerði: í sölubúðinni. I Reykjavík verður borgað út til félagsmahna frá kl. 4 5 e. h. alla virka daga nema laugardaga , en utanfélagsmenn, sem eru að vinna sig inn í félagið, eru beðnir að koma til viðtals á skrifstofuna kl. 10—11 f. h. pfélaq \Á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.