Þjóðviljinn - 26.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.04.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 25. apríl 1Q38 P ju ö v 1 l j i l\ N Svertingjar tveir myrtu fyrir stuttu einn hvítan mann í Pierce- City í (Missouri. Skríllinn varð svo æfur við, að hann réðst að þeim og drap þá báða. en hefndargirn- inna var ekki þar með fullnægt, heldur rak lýðurinn alla svertingja burt úr bænum, og brenndi hús þeirra til ösku. ** Skólakennarinn: Jónsi litli! hvað verða 5 og einn mikið? — Ekkert svar. —. Skólakennarinn aftur: Setj- um nú svo, að ég gæfi þér fyrst 5 húfur og svo aftur 1 húfu, hvað ættir þú þá margar húfur? — Jónsi: Sjö. Ég átti eina húfu áður en þér gáfuð mér hinar sex. • • Áhrif gledinnar. Veitingamaður þokki^r í (Löwen vann nýlega hæstu upphæðina í happdrættinu í Aach een. Af gleði yfir þessu óvænta happi lagðist hann í svo geysilegt fyllirí, að hann varð vitlaus eftir nokkum tíma og kúrir nú á vit- lausraspítala. Fornminjar. Fyrir skömmu síðan fannst í mómýri á Suður-Jótlandi M’h, tfjr irce'Olmxrinx gtóViilm* Cx, aXj mundi vera frá 1. öldunum eftir Krists burð. Líkið var vafið' í gróf- an vaðmálshjúp og hafði ilskó á fótum og rautt hár. ** Hver er mumurinn á slysi og ó- happi, hjartað mitt, spurði kona mann sinn. Það skal ég segja þér, svaraði maðurinn: Ef móðir þin dytti í sjóinn væri það slys, en ef einhvei' bjargaði henni upp úr, væri það óhapp. Árni: Ég lánaði honum Bjarna krukku um daginn, en þar eð hann hefir brotið hana, verð ég að krefj- ast skaðabóta, herra dómari. Bjarni: Ég lýsi þetta ósannindi því að í fyrsta lagi hefir Ámi aldrei lánað mér neina krukku; í öðru lagi var krukkan brotin er ég fékk hana að láni, og í þriðja lagi var hún heil er ég skilaði Árna henni aftur. • • Kona nokkur, sem lifað hafði i 25 ár í sífelldu aggi og illdeilum við mann sinn, ætlaði rétt að springa af harmi við fráfall hans. Hversvegna ertu svona sorgibitin? sagði vinkona hennar, þú varst þó aldrei lukkuleg í hjönabandinu. Nei, svaraði konan kjökrandi, ég neroi nemur eigi barmat) svona mik ið, ef ég hefði ekki orðið ekkja svona gömul. Ummæli stærsta dagblaðs Hollands nm málaferlln í fflosfeva. Á fyrstu síðu stærsta blaðsins í Hollandi, hins boirgaraleg'a dag- blaðs »De Telegraaf« birtist ný- lega löng grein eftir læknirinn Dr. BertholcL Stokvis um nýaf- staðin réttarhöld í Moskva, þar sem læknirinn gerir sérstaklega morðið á Maxirn Gorki að um- ræðuefni. Dr. Stokvis tekur til meðferðar heilbrigðiástand Gork is síðustu vikurnar sem hann lifði og kemst að þeirri niður- stöðu, að fréttirnar, sem þá voru gefnar ut um heilbrigð.'sástand Gorkis, séu í fullu samræmi við framburð rússnesku iæknanna Levin og Pletnev fyrir réttinum. Dr. Stokvis skrifar- »Hinn mikli fjöldi af »inn- sprautunum«, sem læknir Gork- is gaf honum, hlaut; að hafa voða leg áhrif á líkama hans. Aðeins jafn hraustbygður maour og Gorki gat lifað í tvær vikur við slíka meðferð ... Þessi meöferð hlaut að leiða af sér slíkar skemdir á líkamanum, er að síð- ustu drógu hann til dauða«. »En svo er spurningin«, segir dr. Stokvis, »hversvegna hinir ákærðu játa alt þetta. Hafa þeir verið þvingaðir til þess? Hafa þeim verið gefin inn .sérstök lyf, sem fengu þá. til að játa alt þetta á sig? Eða, voru þeir ef ti! víll dáleiddir? Allar slíkar tilgút- ur eru óhugsandi frá lceknisvís- indalegu sjónarmiði. Vér þekkj- um engin töfralyf, sem hafa eng- in áhrif á, heilbrigðisástand manna en neyða þá samit sem áður til að segja alt það, sem, annar maður vill fá þá til að segja. Og framkoma hinna á- kærðu gerir slíkar tilgátur óhugs andi. Skyldi þá hér vera um dá- leiðslu að ræða? Þetta er alveg útilokað samkvæmit niðurstöðum vísinda nútímans. Slíkt er ekkert annað en hugarburður höfunda að »eldhússreyfurum«, að hægt sé að dáleiða menn og fá þá þannig til að segja hvað sem er. Heldur ekki sú tilgáta, að hin- um ákærðu hafi verið ógnað ti! að játa alt á. sig, fær staðist. Mis þyrmingar eða pyntingar eru óhugsandi, því að hinir ákærðu hlytu að hafa borið þess, merki. Það er því ekki til nema ein skýr ing á þessum hlutum: Hinir á- kærðu gerðu játningar sfnar af frjálsum vilja, og sennilegasta tilgátan er þessi: Þeir sögðu sannleíkann. Svar tll My ga dagblaðslns í nýja Dagblaðinu 8. apríl 82. tölublaði þ. á., er skætings- klausa til Brynjólfs Bjarnasonar Þar stendur þetta: „Þjóðviljinn segir í gær, að Brynjólf- ! ur Bjarnason haldi uppi vörnum j á Alþingi fyrir „lýðræði í S. I. j S.“. Meiri öfugmæli hafa ekki j sést á prenti; *) enda eru Kom- j múnistar eins og best sést í Rússlandi, verstu fjandmenn Samvinnufélaganna. . . .“ Fyrir hverja skrifar Nýja Dag blaðið slíkar fréttir? Og hvern eiga þær að skaða? Það getur ekki farið fram hjá blaðinu, að klausan um samvinnufélögin í Rússlandi eru hrein vísvitandi ósannindi, og skildi rnaður þá ekki ætla, að blað sem kennir sig við samvinnu, skuli sæmdar síns vegna, ,níða sinn eigin mál- stað, til þess að geta svívirt ná- pngann*. { þessu sambandi er rétt að minna á nokkrar staðreyndir sem hrekja bull Nýja Dagblaðs- ins æði harkalega. Árið 1937 eru í Sovétríkjunum nokkuð á 28. þúsund samvinnu- og neyt- endafélaga, og höfðu þau sam- tals um ,40 milj. meðlima. Sölu- staðir félaganna voru um 128 búsundir. Heildsöluumsetning fé laganna var um 2 miljarða rúblna, en smásöluumsetning þeirra var hvorki meiri né minni en um 34 miljarðar rúblna. Iðn- aðarfyrirtæki neytendafélaganna eru um 30 þúsundir talsins, af allskonar tegundum, en mest er þó af rjóma- og mjólkurbúum brauðgerðarhúsum og ýmsum matvælaverksmiðjum. Sjóðir fé- laganna sjálfra eru nú á öðrum miljarði, og, fara hraðvaxandi . . Þetta kallar Nýja Dagblaðið „Verstu fjandmenn samvinnu- félaganna!“ — Mikið mega túttudrengir Jónasar frá Hriflu trúa á óvit og sauðnautamenn- ingu lesenda sinna, að bjóða þeim slíkar fréttir. Eða liggur annað hér á bak við; sem sé það, að til þess að geta nítt pólitíska andstæðinga sína hér heima, þá skuli einskis svifist. Eitt mesta samvinnuland jarð- arinnar er Skastað auri og sögu- legum ósannindum, til þesseins, að svala hatri sínu á stjórnmála- legum andstæðingum hér heima Það er ósæmileg blaðamenska og ætti að hefna sín. SHmvinnumaður.* Utbreiðið Þjóðviljann *) Leturbreyting mín. Samv.m Ðrengjahlaupið fór fram á sunnudaginn eins j og hafði verið ákveðið. Fyrst- ur að marki varð Guðbjörn Árnason úr K. R. Setti hann nýtt met og rann skeiðið á • 7,36,4 mín. Útkoma félaganna í stigum varð þessi: K. R. vann vann með 28 stigum, Fimleika- félag Hafnarfjarðar hlaut 43 stig, Ármann 69 stig og íþrótta félag Borgarfjarðar 113 stig. Fomar dyggðir verða leiknar í 25 .sinn í kvöld. Má búast við, að sú sýn ing verði hin næst síðasta. Sovétrfildn velta fiína sterknstn stoðfina Alit „Manchester GnardianrC -Út af svari Litvinoffs til jap- anska sendiherrans, segir »Man- chesiter Guardian« eftirfarandi: »En Rússland hefir enn íleiri aðferðir tiil að hjálpa Kína. Hjn djarfasta er hótun ytri MongóJíu um að grípa inn í stríð ð í Kína. Ytri Mongóiía er sjálfstætt ríki, í nánasta samhandi við Sovét- ríkin, álíka nánu og samibandinu milli Englands og Egiftalands. En fræðilega séð er ytri Mon- g'ólía enn kínverskt land og þaö yrði erfitt að sanna upp á Rúss- iand opinber afskifti af stríðinu, þó her Ytri Mongólíu færi af stað. En jafnvel bara tilvera ytri Mongó'líu og hers hennar við landamæri Japana er sífelt. yf- irvofandi ógnun fyrir þá. Þar vio bætúst, sífeldur undirróður Mon- gólanna úr ytri Mongólíu í frændum sínum í innri Mongó. !í.u, sem, þjásti und'r oki Japana. En Rússar hafa þriðju aðferð- i ina við að hjálpa Kína og hún i er vafalaustí best. Hún er sú að Sovétríkin hafa síifelt reiðubúinn geysistóran her við landamæn Manchukuo. Þar m\eð eru Jap- anir knúðir til að hafa helming- inn af öUum her þeirra á megin- landi Asíu í Manchukuo. 400.000 hermenn hefir Japan orðið að bafa þarna frá. striðsbyrjur. Unt ieið og japanski herinn lendir nú í vandræðum í Mið-Kína og Jan- ; anir hætta á að taka nokkuð af j hernum, frá Mahchukuo, þá taka i Sovétríkin skarpari afstöðu gegn Japan. Fregnir berast út um að rússneski herinn á landamærun- urn sé a.uk'nn — (og fréttirnar einar nægja). Það má segja að þet.ta sé næstum g'læsilegasta baráttuaðferðin í kínverska stríðinu, — og þótt ekki séu not- uð vopn, þá er ekkert banvænna Jöpunum en. sjálfb'ekfnþur Lit- i inoffs«. Æflsana Lenlus eftir P. fiérscheBizew ef nýkomin á þýzku. Bókin er 390 bls. og kostar kr. 4.50. HóbaverslBBÍD Heimsferingla h. f. LAUGAVEG 38 — SIMI 2184 F^rpeffar með vögnum okkar áminnast hérmeð um, að gæta farmið3 sinna og sýna þá eftirliísmönnum félagsins, þegar þess er krafizt. Sá, sem ekki getur sýnt farmiða sinn, verður að kaupa miða að nýju. Stræíisvapar Hevfeiavikur h. f. AVIi i Eyjum Framh. af 1. síðu. á einni viku þessa vertíð, I dag var einnig ágætis afli á þábáta, sem komnir voru að um nónbil og’ höfðu sumir þá tvísótt í net sín. Mestan afla höfðu í vikunni: Leó 140 smálestir, skipstjóri Þorvaldur Guðjónsson; Veiga 136 smálestir, skipstjóri Finn- bogi Firmbogason; Hilmir 136 smálestir, skipstjóri Haraldur Hannesson; Lagarfoss 121 smá- lest, skipstjóri Þorsteinn Gísla- j son; og Von 114 smálestir, j skipstjóri Guðmundur Vigfús- j son. Þessi afli er fengimx' í sex j róðrum Fréttaritarinn hefir ! spurt Karl Runólfsson verkstj | Iive mikið lifrarmagn hafi kom j ið á land þessa viku, og kvað . hann það vera 345 smálestir lifr ; ar, sem jafngilda um 120 smál. af meðalalýsi, — en í fyrra fengust alla vertíðina 1175 smál lifrar. cFÚ. á sunnud.kv.) Björn Fr. Björnsson hefir fengið veitingu fyrir sjlslumannsembættinu í Rangár vallasýslu. Hefir Björn gegnt þeim störfum áður um skeið, sem settur sýslumaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.