Þjóðviljinn - 30.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.04.1938, Blaðsíða 4
9jB Ny/a Ti'iö a§ Lilli Willie Wmkie Amerísk stórmynd frá Fox félaginu, samkvæmt hinni heimsfrægu I ndlandssögu eftir enska stórskáldið rudyard kipling Aðalhlutverkið, Willie Winkie leikur undrabarnið SHIRLEY TEMPLE. ásamt Victor McLaglen, June Lang, / C. Aubrey Smith o. fl. Sýnd í kvöld kl. 6 fyrir börn og kl. 9 fyrir full- orSna . ... Aðgm .seldir frá kl. 4. Úrrboi*ginnT Næturlæknir Kristján Gunnarsson, Hvg. 39, sími 2845. Næturvörður þlÚÐVILIINN 1. maí skemmtun alþýðusamtakanna, sem Reykjavíkurdeild K. F. I. ann- ast, verður í K. R.-húsinu 1. maí síðd. Aðgöngumiðar seldir á Laugaveg 10 í dag og í K. R.-húsinu á morgun, 1. maí, eft- ir kl. 5. Fjölbreytt skemmti- skrá. F. U. J. og F. U. K. félagar, eldri en 14 ára, sem ætla að selja merki og blöð 1. maí, mæti á skrifstofu Jafnaðarm.fél. Reykjavíkur, Hafnarstræti 21, sími 4824, kl. 10—12 f. h. í dag. Póstferð til Englands. í dag verður póstferð til Vest mannaeyja og Englands. 1. maí skemmtun alþýðusamtakanna, sem Jafn- aðarmannafélag Reykjavíkur annast, verður að Hótel Borg í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Jafnaðarm. félagsins, Hafnarstræti 21, í dag eftir kl. 1 og við inngang- inn. Afmælismót Sundfélagsins Ægir, verður í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld kl. 8y2. Fjölbreytt dagskrá. Háskólafyrirlestur franska sendiherrans M. Haupt, verður haldinn næstkom andi mánudag 2. maí. Tímarit Tónlistafélagsins, 2. hefti 1. árg., er nýkomið út Hefst það á grein eftir og um Dr. Heinz Edelstein. Ennfrem- ur eru í heftinu: „Hönd tón- listamannsins", eftir Hallgrím Helgason og ýmsar smærri greinar. Ritstjóri tímaritsins er Kr. Sigurðsson. UNGHERJAR! Þið, sem ætlið að selja „Ung- herjann" 1. maí, mætið á afgr. Þjóðviljans í kvöld (laugardag inn 30. apríl) kl. 6 stundvísl. Dansleikur Iðnskólans, sá síðasti á þess- um vetri, verður haldinn íkvöld ikl. 9,30 í Iðnó. Otvarpsumræður um vinnulöggjöfina fara fram í kvöld. Kaupum gamlan kopar ávallt hæsta verði. VERZL. GRETTISGÖTU 45 (Grettir). Frá höfninni. Þessir togarar komu af veið- um í gær: Hafsteinn með 80 föt lifrar, og Tryggvi gamli einnig með 80 föt. Anna Borg leikkona er meðal farþega á Dr. Alexandrine, sem kemur á morgun. Barnavinafélagið „Sumargjöf“ auglýsir dagheimili sín hér í blaðinu í dag. Fólk, sem hyggst að koma börnum sín- um á heimilin í sumar, verður að sækja um sem fyrst. Þó verða engin ákveðin loforðgef- in um leið og umsóknir koma, vegna þess að aðsókn er mikil og börn þau sem bágastar eiga ástæður, verða látin sitja fyrir. 1. maí skemtun alþýðusamtakanna er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Útvarpið í dag: 8.30 Dönskukennsla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýzkukennsla. 19.10 Veðurfregnir. 19.30 Augl)'singar. 19.35 Fréttir. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Frv. um stéttafélög og vinnudeil- ur; 3. unnJ., í Nd. Skipafréttir. Gullfoss er væntanlegur hing að í dag, Brúarfoss og Goða- foss eru í Reykjavík, Lagar- foss var á ísafirð'i í gær, Detti- foss er í Hamborg, Selfoss er á leið til Grimsby frá Vestm,- eyjum, Dr. Alexandrine ervænt anleg frá útlöndum á morgim, Esja er í Reykjavík. Utbreiðið Þjóðviijaon sem Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur annast, verður haldin á Hótel Borg, 30. apríl kl. 9 e .h. 1. Skemmtunin sett: Steinþór Guðmundsson. 2. LJpplestur: Þórbergur Þórðarson. 3. Einsöngur: Kristbjörg Einarsdóttir. 4. Alfreð Andrésson skemmtir. 5. Dans til kl. 12. 6. Kl. 12: Ræða: Héðinn Valdimarsson. 7. Ræða: Ársæll Sigurðsson. 8. Dans. Aðgm. á skrifstofu Jafnaðarmmannafél. og við innganginn. Skemtinefndin, A Gamla, rblo % Swing time Fjörug og glæsileg söng- og dansmynd. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar: FRED ASTAIRE og GINGER ROGERS Nautakjot Hanglkjðt SvIO Vcrslunin Kjöt & Fiskur Símar 3828 og 4764 Kaupum tómar flöskur, soyu- glös, meðalaglös, dropaglös og bóndósir. Sækjum heim. VERZL. GRETTISGÖTU 45 (Grettir). Dagheimlli Snmargjafar starfar frá 1. júní n.k. Tekið á móti umsóknum frá kl. 5—6 daglega, í GRÆNUBORG, sími 4860, í VESTURBORG, sími 4899. Alexander -Avdejenko: Eg elska ... 22 mínu, eg er að deyja. Gefðu mér hálfa flösku af víni. Jafnvel þegar ég er kominn í gröfina skal ég þakka þér það vináttubragð. Höfug tár, stór og skær, hrundu niður vanga hans. Framrétt höndin var aumkvunarverð og orð- in titruðu á vörum hans af vissu um að honum mundi veitast þessi hinsta gleði. Mamma hikaði eitt augnablik. Peningarnir hringl- fuðu milli handa hennar. Hún hljóp út og kom að vörmu spori aftur með flöskuna. Um kvöldið kom pabbi heim frá vinnu sinni. Þegat afi sá hann, öskraði hann upp yfir sig, reis lupp í irúminu og valt fram á gólfið. Faðir minn laut niður til þess að hjálpa honum aftur upp í rúmið og fann óðara brennivínslyktina, sem lagði frá vitum hans. — Fullur. Alamma þvældi svuntuna sína vandræðalega milli fingranna, bar hana vandræðalega upp að augunum og játaði alt. — Hann bað mig svo vel .... nú þegar hann er kominn að bana. Pabbi reiddi höndina til höggs, og laust mömmu í höfuðið. Hún hneig niður á gólfið, án þess að nokkurt hljóð heyrðist til hennár. Pabbi laut niður h‘ð henni og draup höfði, eins og hann væri að bíða eftir einhverju, og eg veitti því eftirtekt, að það fóru harðir kippir um andlitsvöðva hans. Manima stundi veikt, og stuna hennar hljómaði í eyruin mínum eins og hún kæmi frá djúpum jarðarinnar. Þá lyfti pabbi fætinum aftur, sparkaðj í hana og kæfði þann-* ig stunur hennar. Pabbi barði mömmu af því, að hún hafði gefið afa brennivín, af því, að liann varð sjálfur að vinna 12 stundir á hverjum degi, og af því, að í húsinu var eklcert til annað en brauð, og það af skornum skamti. Hann barði hana af því, að föt barnanna voru tötrar, af því að hann vissi, að þeim mundi ekki líða hóti betur á morgun en í idag, og af því, að hann átti að hverfa eldsnemma til vinnu sinnar daginn eftir. Að lokuin hætti hann að sparka í hana, og strauk blautum vetlingunum yfir ennið. Ha^n horfði unn hverfis sig í istofunni eins og framandi gestur sem undrast hvernig hann er kominn á þennan stað. Svo þaut hann út úr stofunni og blóðblettirnir sátu eftir á gólfinu. 1 '■ Hann var á leið til krárinnar, til Aganesovs gamla. * Frá kránni var alt okkar heimilisböl komið. Um þessar mundir sátu félagar Kozjma á kránni og skoluðu kverkarnar með öli eða brennivíni. Þeir höfðu unnið með Kozjma á næturvaktinni. Nú sátu þeir hér skömmustulegir og feimnir. Þeim hafði orðið sundurorða, um hver af þeim skyldi fara heim til okkar og tjá okkur hvað við hafði borið í sívalningaverksmiðjunni. Að lokum komu þeir allir og leiddust. Án þess að heilsa hrópuðu þeir allir einum munni: Litta frænka........Farðu til sjúkrahússins og náðu í fötin hans Kozjma. Svo hlupu þeir allir leiðar sinnar, og lokuðu hurð- inni á hæla sér eins i>g þeir vildu forðast allar spurningar af okkar hálfu og alla okkar kveinstafi. * Á hverjum helgidegi kemur Varjka til mín, þar sem eg ligg uppi á ofninum. Hár hennar er flaxandi >og strýkst við kinn mína á m ðan hún hvíslar: — Sanj, flýttu þér á fætur. Sólin er kómin upp og við erum orðin of sein. Svo flýtum við systkinin okkur af stað með brauð- bita í hendinni, og mér hafði ekki gefizt neinn tími til þess að þvo inér. Þannig göngum við saman um sofandi borgina. Þegar við erum komin fram hjá síðustu kofunum, sest Varjka á grasið og andvarpar og tekur af sér skóna. Berfætt og með slegið hár hleypur lnin eftir steppunni. — Náðu í mig, hrópar hún hvellum rómi. Eg er fljótastur að hlaupa af öllum strákum í kvosinni. Svo brýt ég upp á buxnaskálmarnar og þýt eins og elding á eftir henni. En hana dró undan ist hún á tánum að staðnum, þar sem fuglinn sat, og mér sýndist hún fara síminkandi. Eg held áfram og horfi á hvíta fótleggi hinnar. þar sem hún hleyp- ur eftir grasinu. Ajt í einu fleygir hún sér til jarðar og hrópar með höndina fyrir munninum: Sa—á—nj, Sanjuska, flýttu þér. Eg hleyp til hennar og hún tekur um hönd mína og svo höldum við áfram. Rykið þyrlast upp, og það skrjáfar í grasinii und-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.