Þjóðviljinn - 04.05.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.05.1938, Blaðsíða 1
Eiiræðisherramir hittast til aO ráðgast nmöýia kúgunarherferð gegn menningooni lailan við HKatsveina- o§ þjónaiélagið ieyst. Þjónar matsveinar og búrmenn f á hækkun Hitler er tekið með ðskaplegri viðhöía i Rðm. „Yfirmorðingjarnir“ á ráðstefn u. Flngvéiin „0RNIC kemnr til Aknreyrar og er fagnað af bæjarbúnm. LONDON f GÆRKV. FÚ. Klukkan 18,30 í dag varHitl cr, ríkiskanslari Þýzkalands, væntanlegur til Rómaborgar. I allan dag hefir borgin verið skreytt í viðhafnarbúning, fáni á hverri stöng, fánadreglar milli húsa og þvert yfir stræti, og blómsveigar í bogum yfir þeim götum ,sem Hitler á að aka um. Klukkan 3 í 'dag, eftir ísl, tíma, tóku ítalskir hermenn að raða sér upp í skrautfylkingar með- fram þeirri leið, sem Hitler á að aka um, og öll móttökuat- höfnin hefir verið þaulæfð frá upphafi til enda. Þegar Hitler kom á landa- mærastöð ftalíu var þar fyrir sérstök sendinefnd frá Musso- lini og bauð hann velkominn á ítalska grund. Var þar dvalizt nokkra hríð og síðan haldið áfram. ’i Meiri viðbúnaður hefir verið hafður undir komu Hitlers til Rómaborgar, heldur en dæmi eru til áður um móttöku nokk- urs þjóðhöfðingja, síðan Musso lini komtil valda á ftalíu. í kvöld er Hitler í boði Ci- ano greifa, utanríkismálaráð- herra ítala. En aðalheimsóknirn ar í sambandi við komu hans byrja á morgun . Lange Koch bíð- nr í Tromsð eftir góðn flngveðri. Næsti áfangion er Tromsö- Spitsbergen. KHÖFN í GÆRKV. FÚ. Dr. Lauge Koch er kominn iil Tromsö í flugvél sinni. Veð ur hefir verið ákaflega óhag- stætt undanfarna daga og í samtali, sem hann átti yið frétta stöð danska útvarpsins kl. 5 í dag, sagðist hann ekki vita, hve nær hann teldi fært að leggja í næsta áfangann, en það er að fljúga til Spitzbergen. Eftir tveggja klukkustunda og 15 mínútna flug frá Reykjavík, kom hin nýja flugvél Flugfé- lags Akureyrar til Akureyrar í gær kl. 12.15. Undir eins og sást til hennar safnaðist afar- mikið fjölmenni við lendingar- staðinn, og er flugmennirnir stigu á land, ávarpaði forseti bæjarstjórnar Akureyrár, Bryn- leifur Tobíasson þá, og bauð þá velkomna, og bað mann- fjöldann hrópa ferfalt fagnað- aróp fyrir þeim og flugfélag- inu. Smámey afhenti flugstjóra blómvönd. Bæjarstjórn bauð flugmönnum og flugfélagsmönn um ásamt öðrum borgurum til samsætis að Hótel Gullfoss í gærkveldi. Frá Raufarhöfn er símað: Ak ureyrarflugvélín kom hingað í dag með framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins og Þorsteín M. Jónsson stjórnar- nefndarmann. Var 52 mínútur frá Siglufirðí. Stóð við í fjórar klukkustundir. Kínverfar hefla stór- kostlega sókn f Sjantang-fylki LONDON í GÆR. FÚ. Kínverjar hafa hafið stór- kostfega sókn í Suður-Shant- ungfylki og, segjast hafa sótt fram unr 7 mílur vegar. í þessari sókn taka þátt' 800,000 hermenm Samningar hafa nú Ioks náðst í deilu þeirri, sem staðið hefir yfri að undanförnu milli Mat- sveina og veitingaþjóna-félags Islands og Eimskipafélagsins. Voru samningar undirritaðir í gær .Hafa matsveinar og búr- menn fengið kjör sín bætt að allverulegu leyti. Helztu brevtingar frá eldri samningum eru þessar: Sumarleyfi er nokkuð aukið, þannig, að þeir, sem starfað hafa hjá félaginu í 2 ár fá 9 daga sumarleyfi í stað 7, sem áður var, og þeir, sem starfað hafa í 3 ár, fá 10 daga leyfi í stað 7 daga áður; Hjálparmat- sveinar höfðu áður ekkert sum arleyfi, en fá nú 5 daga eftir 1 ár, og 7 eftir 2 ár. Kaup búrmanna hækkar úr 200 krónum upp í 270 krónur, nema á Lagarfossi, þar sem það hækkar úr 150 krónum upp í 200 krónur. Þjónar á fyrsta farrými fá 100 krónur í kaup yfir vetr- armánuðina, en 60 kr. aðra mán uði ársins. Áður höfðu þeir að- eins 50 kr .á mánuði. Þjónar á öðru farrými fá 100 kr. yfié vetrarmánuðina 6 og 50 kr. fyr- ir sumarmánuðina. Áður höfðu 1 þeir 50 kr. á mánuði allt ár- ið um kring. Ennfremur er Eimskipafélag inu óheimilt að ráða danskt | starfsfólk á skipin ,eins og ver- ið hefir að undanförnu. Hafa matsveinar og þjónar þannig bætt kjör sín að veru- Iegu leyti, eins og sést af of- agrituðu . .s . y (f Tilboð frá stýrimönnum um lausn Stýrimenn höfnuðu tilmæl- unum frá forsætisráðherra um að leggja deilumálin undir gerðardóm ,er deiluaðilar skip- uðu. Töldu þeir ekki líklegt, að stýrimenn og atvinnurekend- ur gætu komið sér saman urn ^oddamann í slíkum dómi. En stýrimenn buðust jafn- framt til að ganga að tillögu sáttasemjara um kaupið, ef orð- á deilunni ið væri við kröfum þeirra um ákvörðun vinnutímans og önn- ur hlunnindi. Með þessu hafa stýrimenn- irnir sýnt það, að aðalatriðið í kröfum þeirra er ákvörðun vinnutímans. Hafa þeir með þessu tilboði sýnt. að þeir vilja leggja sitt til þess, að sem fyrst verði bundinn endi á deiluna. Signrjón Olaisson lætnr ijés sitt skina!! Vinnulöggjafarfrumv. var tek ið til 1. umij. í efri deild í 'gær og urðu um það allmiklar um- ræður. Brynjólfur Bjarnason sýndi fram á það1 í rökfastri ræðu, að löggjöf þessi væri árás á verklýðssamtök- in og réttindin, sem þau hefði öðlazt með baráttu sinni. — Benti hann þingmönnum á, að varasamt væri að samþykkja slík lög þvert ofan í vilja þýð- ingarmestu stéttarinnar í þjóð- félaginu, og myndi það sýn'á sig er til kæmi. Sigurjón ólafsson, sem er einn af höfundum frumvarpsins, flutti langa ræðu og einkenni- lega. Hóf hann mál sitt með því, að hann liefði aidm fyrr haft tækifæri til að láta opin- berlega álit sitt í ljós um þetta frumvarp, hvorki í ræðu né rit- uðu máli! Var öll ræða hans álíka furðuleg og þessi stað- hæfing, og var engu líkara, en hann hefði enga hugmynd um livað í frumvarpinu stendur. Kryddaði hann ræðu sína með því áð lýsa „þekkingu“ sinni og áliti á kommúnistum, ogvar það mjög á sömu leið og inni- haldið í aUlalegustu Morgun- btaðsgreinunum. Brynjólfur tal- aði aftur og veitti Sigurjóni maklega ráðningu fyrir ábyrgð- arleysi hans og vanþekkingar- vaðaí. * : ■a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.