Þjóðviljinn - 06.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.05.1938, Blaðsíða 2
Fösíudaginn 6. maí 1938 Þ JÓÐVILJINN Guðm. Ingi Kristjánsson „Sólstafir" Guðmundur Ingi Kristjánsson er bóndi og líklega hefir enginn Ijóðhöfundur úr þeirri sveit aett skýrar fram sjónarmið sveita- mannsins en ha.nn gerir í þess- ari bók. Maður gleymir því varla nokkra stund við lestur kvæð anna að það er bóndi, sem er að tala. Og þetta er bóndi 20. ald- arinnar, sem hefur vaxið upp og mótast, með tveim vakninga- stefnum sveitanna - ungmenna- félagsskapnum1 og samvinnu- hreyfingunni. Maður, sem hefir tekið hlutina alvarlega, og fylst guðmóði fagurra hugsjóna. Hann hugsar sem svo, hér i minni sveit er mér markaður reitur, hér ber mér að vinna: Ég vinn ekki arðsins, vegna, — þá veldi ég aðra leið. En óræktin hefur hrópað svo hát.t að mér sveið. Og hann sparar sér ekkert erf- iði til þess að geta orðið ánægð- ur með verk sín: Þúfnaklösun- um er bylt, ag þeir gerðir að sléttum flötum, sáð í þá gras- fræi, höfrum og jafnvel byggi, alt er vandvirknislega gert í von um ríkulega uppskeru og sigur- gleði. Hann fylgist með nýungum og framförum síns tíma, í söngvum hans koma fyrir orðin: sláttuvél, hemlar, stöng, skúffa; og hlaupa- stelpa. Þar er prédikun til bænda um að nota votheys- gryfjuna (þörf hugvekja): Misjafnar ær komu í húsin í haust, hrakningum sætt ekki gátu, hröktustu ærnar í afskekktri kró urðu með votheysgjöf hoidugri þó öðrum, er síldarmjöl átu, þrátt fyrir óáran, hrakning og hríð heyjunum1 bjargað þú getur. Ráðið er einfalt, til reynslunn- ar’sótt'. itæktaðu la.nd þitt og steyptu þér tótt. Votheyið sigrar um vetur. Hér er vísa úr kvæðinu Græn - kál: Þegar flest sem fagurt grær fallið er og dáið, rófur geymdar frosti fjær fölnað lauf og stráið, ætd-grösin önnur burt úti liíir súpujurt, grænkál gott og náið. Og hann ræktar einnig salat og yrkir um það. Og hann ræktar korn. Guðm. kveður um hrút- ana sína og gimbrarnar hvítu. Og eitt, kvæði er um fjárhúsilm- inn. Og í maí dvelur hann eitt sinn í Rvík. Þá getur hann ekki sofið, því sveitin og gróðrar- störfin væntanlegu toga hann til sín: Jafnvel um óttur ég fæ ekki frið, þá forðast, mig svefnværðir allar. Fyrst dreymir mig ræktun, svo vakna ég við, að vormoldin kallar. Það sem snertir mann í þess- um kvæðum, er fögnuður og hamingja þessa ma,nns, ánægja hans með hlutskifti sitt. En hann er fulltrúi hugsjónamensk- unnar, en ekki hinn venjulegi, hversdagslegi, fátæki, barna- margi, stritandi bóndi, sem læt- ur viðskifti sín við kreppulána- sjóðinn skyggja á starfsgleði sina og framtíðardrauma., Þetta eru kvæði um sólskinsstundirn- ar og baráttugleði þesö sem æti- ar að sigra. Guðmi. Inga, virðist alt verða að óði. Iíann er gáfaður maður, athuganir hans eru skynsamleg- ar cg prédikanir hans hollar og vitnun hans um sína persónu- legu hamingju er óefað einlæg og sönn — en, til þesa að yrkja um hversdagslega hluti og pré dika þarf töluvert meira en með- al verklægni í skáldlistinni og inér finst oft, töluvert vanta á það að höf. nái þeim tökum á efni sínu sem kröfur verður að gerá, til frá skáldlistarlegu sjón- armiði. Mörg kvæðanna geyma meira af almennri skynsemi en skáldskap og þetta særir mann einkum vegna þess að önnur kvæði bókarinnar sýna manni, að höf., getur oft unnið verk sitt vel og það stundum með fullum árangri. Það hættir mörgum við, sem eru of hagmæltir að láta, hag- mælskuna bera sig ofurliði og hafa svo ekki nægilega gagnrýni -á eftir, þegar ró er komin á skapsmunina, t.il þess að strika út, laga og fægja. Mörg þessara kvæða eru mjög sterkt rímuð og sjaldan brýtur réttan hrynj- anda, en það er ekki óalgengt að orð og heila,r setningar virð- ist einungis settar vegna ríms- ins. Slíkir gallar vitna um of rnikið kröfuleysi, of litla nenn- ingu til að leita að réttu orði eða hitt sem, maður vill síður trúa skort á smekkvísi. Til þessa benda kvæðin: Seinni sláttur. Grænkál, Vothey, Salat,, Smá- kvæði, Vilti riddarinn. Og þó eiga a., m. k. fjögur þau fyr- nefndu ákveðið og þarft erindi á prent. Nú vil ég aftur nefna nokkur þeirra kvæða, sem mér þykja vel gerð: Vornótt, Þér hrútar, Mold- in kallar, Bónorð, Kaldbakur, Sólveig, Merkið og Ingigerður. En fallegust og best samin kvæði' eru: Júdas Makkabeus, Sólveig Hrafnsdóttir, Hjörleifur kvensami og Hið nýja kemur 1 þeim kvæðum sér maður hvað Guðm. getur, þegar hann gerir best, Eg leyfi mér að taka hér upp 5 vísur úr kvæðinu Hið nýja kemur: Það kemur, það kemur, hið nýja, hið nýja! — Þú nemur hið mjúka, hið glaða og hlýja. sem ómar og skín, sem ilmar og hlær. þar sem eitthvað, sem nýtt er, kemur og grær. Það kemur sem vorsins blær yfir breiður, Gengislækkun f Frakklandi A. : Hérna eru hundrað krónur í silfri, sem ég ætla að lána þér. Það er bezt að þú teljir, svo að þú sjáir, hvort uppfteðin er rétt. B. (telur upp að 13): Rétt er það sem komið er, og þá hlýtur hitt að vera rétt líka, svo að mér er óhætt að láta þetta í budduna eins og það er. Móðirin: Það er ljótt af þér, drengur minn, að stela eggjunum frá veslings fuglunum. Aumingja móðirin verður svo hrygg þegar hún flýgur heim að hreiðrinu sínu og sér að eggin eru liorfin. Drengurinn: Hún flýgur víst aldrei him að hreiðrjnu sínu aft- ur, því að þú ert búin að taka fjaðrirnar af henni á hattinn þin. Ungfrúin: Hvað haldið þér að ég sé gömul? Prófessorinn: Það veit ég svei mér ekki, ég er ekki fornfræð- ingur. Sá held ég að sé volgur á sumr- in, sagði bóndi, sem aldrei hafði séð ofn áður, þegar liann lagði hendina á heitan ofninn og brenndi sig. „Bölvaðu ekki börnunum, Björg Utbreiðið Þjóðviljann sem blóm í varpa, sem egg í hreiður. Það nemur fjöll, og það nemur dal, hið nýja, sem kemur — og koma skal. Víst þarf það stundum á stormum að halda og stundum þarf það að brjótast til valda. Þá fylgja því gnestir og brestir og brak og brimhljóð og leysing og vængjatak. Við kjósum að græða þig, glóbjarta framtíð, á gröfum hins liðna í skjóli hjá samtíð. Við hreinsum þinn völl og við vökvum þín blóm og verndum þín hreiður og tignum þinn hljóm. En þurfirðu að berjast og brjótast til valda, á baráttuinönnum og uppreisn að halda, ^ og tæta hið gamla, sem torsóttast er þá tökum við plóglnn og byltum með þér. a. b. mín“, sagði karlinn. „Það getur komið frarn á þeim á efsta degi, h .. . ormunum þeim ama“. Hún: Því farið þér aldrei á dans- leiki? Hann: Af því að mig langar hvorki til þess að fá kvef né konu. Pétur: Þú gengur með glóðar- auga, Kristján. Kristján: Það er af því að ég er trúlofaður. Pétur: Gaf kærastan j)ín þér svona rækilega utanundir? Kristján: Nei, ég held nú síður. Það var hinn kærastinn hennar. Stúdentinn: Því varstu að prútta svona lengi um verðið á frakkan- um við skraddaragarminn. Þú borg- ar hvort sem er aldrei neitt í hon- um. Annar stúdent: Það er satt, en þessi skraddari er svo einstakt göfugmenni, að ég vildi svíkja hann um sem allra minnst. A. : Ertu hugaður? B. : Ja, ekki vantar mig áræðið. ið. A.: Lánaðu mér þá 50 krónur. Tillðgnr Konrni- unistaflokksins. Framh. af 1. síðu. I Neskaupstað (nýr liður) 5000 kr. Atvinnubótaféð hækki úr 500 þús. kr. í 750 þús. kr., en þessi hækkun á framlagi ríkissjóðs mundi þýða um einnar miljónar hækkun alls á atvinnubótafénu. Tillag til byggingarsjóða af tekjum tóbakseinkasölu (verka- mannabústaðimir, byggingar- og landnámssjóður) hækki úr 80 þús. kr. í 200 þús kr. Til að styrkja tilraunastarf- semi bæjar- og sveitarfélaga og einstaklinga í ýmsum verkleg- um framkvæmdum 50 þús, kr. Þar af 15000 kr. til vatnsöflun- ar fyrir Vestmannaeyjabæ. Til byggingu nýrra vita: Hækkun úr 65 þús. kr. í 150 þús. kr. Endurnýjun fiskiflotans: Að ábyrgjast fyrir félög útgerðar- manna, sjómanna eða bæjarfé- lög lán til kaupa á nýjum diesel- mótorskipum, 75—150 smá- lesta, er séu útbúin þannig að á þeim megi stunda allar algeng- ustu fiskiveiðaaðferðir hér við land. Ábyrgðina má veita fyrir alt að % kostnaðarverðs skip- anna, gegn 1. veðrétti í þeim, og fari ábyrgðir á árinu 1939 eigi fram úr 500 þús. kr. Fjárstraumurinn inn í landið sýnir að fjár- flóttinn var gerður í pólitískum tilgangi LONDON I GÆRKV. FÚ. MARCHANDEAU, * f jármálaráðherra Frakka, tilkynti í dag að gengi frankans hefði ver- ið ákveðið 179 miðað við sterlingspund. Þetta væri þó ekki gengisfesting, sagði hann, heldur yrðu ráðstafanir gerðar til þess að tryggja, að gengi hans færi ekki niður fyrir þetta, en hinsvegar yrði því leyft að stíga með eðlilegum hætti. Vegna yfirlýslngar Daladiers í gærkvöldi um að geugi frank- ans myndi verða lækkað, hefu* ógrynni af frönsku fé sem sent hafði verið til útlanda, verið flutt heim til Frakklands aftur, og hófst straumurinn þegar í morgun, jafnvel áður en Mar- chandeau gaf út tilkyiminguna um það, hverju gengislækkunin myndi nema. Hefir tvisvar til þrisvar sinnmn meira fé verið flutt heim í dag, en flutt var heim eftir gengisfellinguna 1936 og 1937, og taldi Marchandeau allar líkur til þess, að stjórnin myndi ekki þurfa að bjóða út landvarnalánið sem hún hafði ákveðið að taka. Stjórnin græddi á sölu gjaldeyris í morg- un 30 miljónir franka. Felling frankans gefur stjórninni einn- ig tækifæri til þess að verð- leggja á ný gullforða ríkisins. Innanríkisráðherrann tilkynti í dag gegnum útvarpið, að verð- felling frankans réttlætti ekki hækkun vöruverðsins, og myndu þeir sem notuðu sér hana á þann hátt verða látnir sæta refsingu samkvæmt lögunum um ólög- legan gróða. Fyrirmæli hafa verið send til borga- og bæja- stjórna þar sem þeim er boðið að gefa skýrslu um gangverð á nauðsynjum hverrí á sínum stað, og að gera ríkisstjóminni viðvart um allar hækkanir á verðlagi. Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa lýst yfir því, að þær telji ekki þessa ráðstöfun Frakklands í ósamræmi við þrí- veldagjaldeyrissáttmálann. Þá er tilkynt í Washington að gengi dollars muni ekki verða lækkað og engar breytingar á gengi sterhngspunds hafa komið til mála. Fiobhsfélaoar og aðrir Iesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í þjóðviljanum, oglát- ið blaðsins getið!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.