Þjóðviljinn - 07.05.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.05.1938, Blaðsíða 3
P JOÐVILJINN Laugardaginn 7, maí 1938 tUÓOVIUINII Málgagn Kommúnistaflokks Isiands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergstaðastræti 30. Sími 2270. Afgreiðsla og augh'singaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla. daga nema mánudaga. Askriftaa-gjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. / Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. ;K 1 lausasölu 10 aura eintakiö. : Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Atthagafjotrar Þjóðviljinn skýrði frá því í .gær, að Jórias frá Hriflu hefði á síðasta bæjarstjórnarfundi borið fram tillögu þessi efnis, að bæjarstjórn skoraði á Alþingi að samþykkja þegar í stað lög um bygðaleyfi. Með tillögu þessari virðist Jónas frá Hriflu hafa runnið skeið sitt á enda, og vera nú far- inn að »brosa. til vinstri« þegar nann lítur íhaldið girndarauga. Nú eru jafnvel enskir íhalds- menn hættir að vera fyrirmynd hans. Nú er fyrirmyndanna leit- að um aldir aftur í tímann, þeg- ar menn voru bundnir átthaga- fjötrum og urðu að lifa og deyja á sömu þúfunni og þeir fædd- ust, ef foreldrar og aðrir að- standendur voru fjárvana. Ef tillögur Jónasar um átthaga- f jötra yrðu að lögum, væri strik- að yfir hin frumstæðustu mann- réttindi, serw allir, að undan- teknum örgustu afturhalds- seggjum hafa skilyrðislaust við- urkent í 150 ár. Ánauð miðald- anna eins og hún tíðkaðist á blómaskeiði lénsveldisins væri gengin í garð á Islandi. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Fyrir nokkru síðan ritaði einn af alræmdustu afturhalds- seggjum landsins, Jón Árnason, sem venjulega er kendur vió Samband íslenskra samvinnufó- laga, ncrsku samningana eða Landshankastjórnina grein í Nýja dagblaðið, þar sem hann fullyrðir að fátækraframfærið sé svo þungti í Reykja.vík, vegna þess að pólitísku flokkarnir, sem mestu ráða, hér í bæ, séu á ei- hfum þönum eftir atkvæðum þurfalinganna, Sama sönginn hefir Jónas frá Hriflu að vísu sungið nokkrum sinnum áður í Nýja dagblaðinu. Þá hefir hann bætt því við, að koma þyrfti á fót sameiginlegu mötuneyti þurfamanna og að þeir yrðu látnir klæðast. öðrum búnaði en aðrir menn, svo að enginn þyrfti að efast um, að hér færi möður, sem einhverra aðstæðna vegna hefði ekki getað séð sér og sín- um farborða. Alt eru þetta vörður á sama vegi. Forstjórinn og formaður þankaráðs vilja augsýnilega láta svifta fátækiinga kosningarétti, og skólastjórinn vill .setja þá i einsktmar fængabúðir. Báðir eiga þessir »heiðursmenn« sajnmerkt i því, að þeir vilja skipa fátækl- " tngOHUrn fi- bekJrmfeð ghépa-' Togaraútgerðln og skattaivllnaiilr Skattafvilnanlrnar bjarga togaraútgerðinni ekkeri efns og sakir standa en gætn orðíð titgerðarmðnnum fégðfa ti lelgengnistimnm Einfl togarflnn sem greflðflr tebfn- og elgnaskatt greflðir kr. 82,90! Frumvarp þeirra Magnúsar Jónssonar og Bjarna Snæ- bjömssonar um skattfrelsi tog- araútgerðarinnar á árunum 1938—42 var til umræðu í efri deild í gær. Frumvarpi þessu hefir verið lýst áður hér í blað- inu og þarf ekki að fara nánar út í það mál í einstökum atrið- um. Fjárhagsnefnd efri deildar hefir haft frumvarp þetta til at- hugunar um nokkurt skeið og orðið öll sammála um það í meginatriðum. Allar breytingar nefndarinnar ganga út á það eitt að gera fyrirmæli laganna nokkuð þvælulegri, en ekki munu þær valda neinum efnis- breytingum í framkvæmd ef að lögum yrði. Undir þetta plagg rita þeir svo í einingu andans: Bemharð Stefánsson, Erlendur Þorsteinsson og Magnús Jóns- son. Þeir Brynjólfur Bjamason og mönnum, og öðrum þeim mönn um, sem þjóðfélagið telur sér hætt.ulega. En svo er eins og Jónas hafi vaknað af vondum draumi og séð, að hér dugði ekki mannrétt- indamissir cg fangahúningur. Orsakir fátæktarinnar áttu sér dýpri rætur og að bet.ur mætti gera ef duga skyldi. En honum kom ekki til hugar að gera neitt sem mætti draga úr fátæktinni, svo sem að reyna að efla atvinn- una. í landinu og lofa þannig öll- utn! þessum fátæku mönnum, sem hann »ber fyrir brjósti« að vinna fyrir sér. Ráð Jónasar var ofur einfalt eins og með alla snillinga, það voru átthagafjötr- ar., Sjálfur virðist, Jónas hafa gleymt því, að hann á allan sinn veg og frama, því að þakka. að átthagafjötrar voru óþekt hug- tak um og eftir síðustu aldamót. Sjálfur hefði hann að öðrum kosti orðið að hýrast við búskap eða betlilíf einhversstaðar í námunda við Ljósavátnsskarð. En Jónas virðist. hafa gleymt fortlð sinni, svo það er ekki að undra, þó að hann hafi gleymt svo smávægilegum atvikum sem þessum, En að lokum væri ekki úr vegi að spyrja Jónas frá Hriflu, hvaða ráð hann ætiar að sjá fyr- ir bændum landsins, þegar bú- peaingur þeirra er allur dauður úr Deildartunguveikinni. Or átt- högunum mega þeir ekki leita. Bæirnir eru þeim lokaðir, því að fæstir eiga þeir miklar irrni- stæður. Virðist þá aðeins edtt ráð framundan og það er að leggjast fyrir og deyja, þegar búpeningurinn er farinn á und- an þeim. Slíkum mpnnum yrðu þá allax bjargir báimaðar. Páll Zophoníasson voru hinir einu úr hópi deildarmanna er mæltu á móti frumvarpi þessu, brtt. fjárhagsnefndar voru sam- þykktar og frv. svo breyttu vísað til 3. umr. með öllum atkvæðum gegn atkvæðum þeirra Brynjólfs og Páls. Páll Zophoníasson upplýsti það við umræðurnar, að aðeins einn togari, Max Pemberton, greiddi tekju- og eignaskatt og næmi þessi skattgreiðsla kr. 82,90. Samkvæmt því er allur tekju- og eignaskattur, sem tog- araútgerðin greiðir aðeins ein- ar 82 krónur. Nú leiðir það af sjálfu sér að hér er ekki um neina stoð fyrir togaraútgerðina að ræða. Hún er jafn dauð eða lifandi fyrir þessum 82 krónum, sem hún greiðir í tekju- og eignaskatt nú. Samþykt ákvæðanna um t skattfrelsi togaraútgerðarinnar kemur henni því að engum not- um eins og sakir standa. Það má að vísu segja með sanni að ríkissjóður sé jafn tómur eftir sem áður þó að eigendur Max Pemberton hætti að greiða ríkis- sjóði þessar 82 krónur. En með því er hinsvegar skapað for- dæmi, sem virðist ástæðulaust að grípa til eins og allt er í pott- inn búið. Og útgerðarmenn eru ekki svo vitlausir, að þeir færu að leggja kapp á að fá þessu máh framgengt ef ekki vekti annað og meira fyrir þeim, en að losna við tekju- og eignaskattagreiðsl- ur þær er á þeim hvíla. En það sem liggur að baki þessu máli er alt annað og alls ekki miðað við núverandi af- komu togaraútgerðarinnar. Út- gerðarmenn búast við stríði og þeir búast jafnvel við því að geta fengið krónuna felda. Þeir vonast eftir nýju velgengnis- tímabili hjá útgerðinni fyrir at- beina annars hvort þessa utan- aðkomandi afla, og þá er auð- vitað ekkert æskilegra en að vera laus við allar skatta- greiðslur um fimm ára bil. Það er þetta, sem vakir fyrir út- gerðarmönnum og við þetta miðast kröfur þeirra, en um leið fer málið að líta nokkuð öðru vísi út fyrir ríkið. Skattfrelsið miðast við væntanlegt velgengn- istímabil en ekki núverandi á- sigkomulag útgerðarinnar. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að fé útgerðar- innar hefir á undanförnum ár- um runnið mjög til annars at- vinnureksturs, svo sem heild- sölu og annars, þar sem það gaf betri arð. Við þetta bætist svo hóflaus eyðsla og bruðl útgerð- armanna, .halhr þeirra, flakk, mútur og fyilirí, sem útgerðin hefir orðið að standa undir. —, Rannsókn á raunverulegtim bag. togaraútgerðarinnar hefir strandað á mótspyrnu útgerð- armanna og þýja þeirra. En samt gerast þessir menn svo fífldjarfir að fara fram á að þeim verði veitt undanþága frá skattgreiðslum og útsvars- greiðslum um fimm ára bil, vit- andi vits, að þeir eru steinhætt- ir að greiða skatta og nálega hættir að greiða útsvör. Frá sjónarmiði ríkisins kem- ur því ekki til mála að þessi undanþága verði leyfð. Að vísu er svo tekið fram í frumvarp- inu, að útgerðarfélögin megi ekki greiða arð, á meðan skatt- frelsi þetta varir. En hitt er hægur vandinn fyrir útgerðarfé- lögin að efla þeim mun meira varasjóði sína, og gætu hluthaf- ar og aðrir eigendur vafalaust beðið eftir aurunum, meðan út- gerðin nyti slíkra hlunninda. Það verður því skilyrðislaust að koma í veg fyrir að frum- varp þetta verði að lögum. Ríkissjóður eða bæjarfélög mega ekkiviðþvíað verðasvift þessum tekjustofnum ef ný gróðaöld kemur upp hjá útgerð- inni af völdum stríðs eða verð- fellingar krónunnar. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun gamanleik- inn, „Skírn, sem segir sex“ í næstsíðasta sinn og er nú lækk- að verð á aðgöngumiðum. Höfnin. í gær komu af veiðum Kári með 90 föt lifrar og Skallagrím- ur með 125 föt. Næturlæknir: Björgvin Finnsson, Vesturg. 4i, sími 3940. Næturvakt er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í dag: 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukensla. 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20.15 Leikrit: „Tárið“, eftir Pál J\ Árdal (Ingibjörg Steins- dóttir, Emelía Jónasdóttir, Gestur Pálsson, Gunnþórunn Halldórsd., Indriði Waage, Jón Leós, Þorsteinn Ö. Steph- ensen, Ævar Kvaran, Ása Stína Ingólfsdóttir). 21.30 Danslög. Ikviknun. ! fyrrinótt kom eldur upp á bifreiðaverkstæði Sveins Egils- sonar, Laugavegi 105. Kviknaði eldurinn í bifreið, er stóð inni í verkstæðinu ,og varð af því allmikið bál. Bílstjóri, er átti leið um þarna, varð eldsins var, gerði hann lögreglunni aðvart og tókst þá að slökkva eldinn eftir að allmiklar skemmdir að allmiklar skemmdir höfðu: orðið. Málið er í rannsókn. Avarp tii fslenskra stúdenta. STÚDENTAFÉLAG REYKJAVlKUR hefir í samráði við önnur stúdentafélög landsins ákveðið að boða til lands- fundar allra íslenzkra stúdenta, ungra og gamalla, dagana 17. og 18. júni næstkomandi, og er til þess ætlast, að þessi fyrsti landsfundur íslenzkra stúdenta verði upphaf slíkra móta, er haldin verði með nokkurra ára millibili, þar sem íslenzkir stúdentar komi saman til þess að ræða áhugamál sín. Þó að íslenzkir stúdentar hafi á öllum tímum haft rík áhrif á íslenzk stjórnmál og velferðarmál þjóðarinnar, er ekki boðað til þessa fundar til þess að ræða landsmál þau, sem nú eru efst á baugi, og skifta mönnum í andstæða stjórnmálaflokka, heldur til þess að sameina stúdenta, eldri og yngri, um rétt- indi sín og skyldur gagnvart þjóðinni. Með því að styrkja samtök sín og félagslíf ætti íslenzkum stúdentum að vera ljúft að beita áhrifum sínum til þess að milda andstæður þjóðfélagsins, og vera á verði um menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. Þessi fyrsti landsfundur verður settur á Þingvöllum að morgni þess 17. júní og fara fram umræður um máiefni stúdenta. Verður umræðunum haldið áfram næsta dag í Reykjavík og lyktar mótinu að kveldi þess 18. með sameigin- legum fagnaði allra stúdenta. Starfsskrá mótsins verður birt eftir nokkra daga. Reykjavík, 6. maí 1938. I undirbúningsnefnd: Alexander Jóhannesson, Hörður Bjarnason, Kristján Guðlaugsson, Laufey Valdimarsdóttir, P&tmi Hannesson, Ragnar Jóhannesson, Sigurffur Kggerz, Slgarffur öiason, , Þórunn Hafstein.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.