Þjóðviljinn - 08.05.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1938, Blaðsíða 4
þlOÐVIIrJINN m, l\íy/a,r5io sg Jeg ákæri.. (pættir úr æfisögu EMILE ZOLA) Stórkostleg amerísk kvik- mynd af æfiferli franska stórskáldsins og mikil- mennisins Emile Zola. I myndiitni er rakið frá upphafi til enda Dreyfus- málið alræmda. Aðalhlutv. leika: Paul Muni, sem Zola, Joseph Schildkraut, Robert Barrett, sem Esterhazy majór, o. fl. Sýnd kl. 7 og 9 LITLI WILLIE WINKIE verður sýnd fyrir börn kl. 3 og 5. Aðgm. að barnasýningun- um verða seldir frá kl. 11 til 12, að öðrum sýningum eftir kl. 1. Næturlæknir í nótt er Alfreð Gíslason, Brávallagötu '22, sími 3894; aðra nótt Bergsveinn Ólafsson, Hávallagötu 47, sími 4985; helgidagslæknir í dag Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Laugavegs og Ingólfs apó- teki. Bókaútsalan. Hafið þið munað eftir að fá ykkur verðlista um bókaútsöl- ;una| í Heimskringlu? Rar eru á boðstólum fjöldi skáldrita og fræðirita fyrir hálfvirði. Látið ekki þetta ágæta tækifæri ganga ykkur úr greipum. REYKJAVIKURANNÁLL H.F REVYAN Fornar dygðir 29. sýning í dag kl. 1 e. h. í Iðnó. Aðgöngum. með venju- legu leikhusverði við inn- ganginn. 30. sýning þriðjudagskvöld kl. 8. e.h. Aðgöngumiðar seldir á morgun (mánud.) kl. 4—7 og á þriðjud. frá kl. 1. Venjulegt Ieikhúsverð eft- ir kl. 3 daginn sem leikið er. NÆST-SÍÐASTA SINN T rúlofun sína hafa nýlega opinberað ungfrú Sigrún Helgadóttir, Freyjugo’tu 17 og Halldór Sig- urðsson, Grettisgötu 47. Leikfélag Reykjavíkur. „Skírn, sem segir sex“ verð- ur sýnd í kvöld í næst síðasta sinn. Verð aðgöngum. er lækk- að. 0amlal?)jb % Kuggurinn minn Gullfalleg og skemtileg frönsk gamanmynd Aðalhlutverkin leika LUCIEN BAROUX og þrettán mánaða snáðinn PHILLIPPE sem með hrífandi leik sínum fær áhorfendur til að hlægja og gráta með sér. ISýnd kl. 5, 7 og 9. Alþýðusýning kl. 7. Barnasýning kl. 5. Lclfcfél. Beybjavlkar ,Skfrn sem seglr sex‘ Gamanleikur í 3 þáttum. 1 Eftir OSKAR BRAATEN Sýning í kvöld kl. 8. LÆKKAÐ VERÐ! Næst síðasta sinn! Aðgm. seldir eftir kl. 1 í dag. ATH. Aðeins Ieiklð einu sinni ennþá. instnibæjarskóllnn. Sýning á vinnu barna opin í dag frá kl. 10 til kl. 22 Aðgangur ókeypis. Skölastjórinn Sellufundir á morgun (mánudag) verða fundir í öllum sellum. Deildarstjórnin. A morgun er síðasii söludagur í 3. flokki. Hafið pér munað aðendurnýja Happdrætílð Alexander Avdejenkœ Eg elska ... 29 um þrána, og allt það, sem býr í órafjarlægð að baki hinna grænu skóga. Gráfölir steypumenn ganga framhjá syngjandi. Einn þeirra nemur staðar og virðir stúlkurnar fyrir sér með heitu augnaráði. Hann er með gleraugu á nefinu, brennt andlit og óræktarlegar skeggtjáslur. Steypumaðurinn strýkur skegg sitt með harðri hend- inni, og litlausar augnabrúnirnar eru allar á tifi. Strákarnir flykkjast að hvarvetna úr verksmiðjunni til þess að taka þátt í söngnum. Þeir ýta sér fast íraml í jhópnum, og áður en varir er allur hópurinn karlar og konur, farinn að syngja. En í (sáma bili byrjar eimpípan að hlása, skerandi, hvellum rómi. í verksmiðjunni kemst allt á hreyf- ingu. Verkstjórarnir koma hlaupandi og verkafólkið skundar hvert að sínu verki. Reimar og skífur þjóta af stað. Hjólin býrjá að bifast. Varjka nemur staðar með skóflu í liendinni fyrir framan stóran sandhaug. Nastja vinkona hennar er rjóð í kinnum og með rauðan skýluklút á höfðinu. Hún kemur hlaupandi að sandhrúgunm með hjól- börur. Brjóstamikil verkakona rogast með byrði sína inn til steypumannanna. [ í horninu a húsinu, þar sem þær vinna, stendur borð úr járni. Umhverfis borðið er ’vírnet, sem glamrar í, hvert skipti, sem Varjka rekur skófluna í það. Borðið og vírnetið líkist einna helzt dýra- búrum þeim, sem fjölleikamenn hafa oft meðferðis, og borðið er hreint, eins og það hefði verið sleikt. Yfir miðju borðinu eru tveir stórir og sterkir öxlar. Þegar reimarnar byrja að dragast, þjóta þeir af stað eins og ólmir gæðingar á kappreiðavelli. Varjka kastar sandi, leir og mold fyrir fætur þeirra. Járn- gæðingarnir sparka hófnum fast í braut sína og elta blönduna, sandinn, leirinn og moldina, unz það er orðið að brúnum klumpum. Á þessu starfi járn- gæðinganna byggjast öll önnur störf verksmiðjunn- ar. Hér inni er fúlt, dimt og rakt, en uppi á liáum múrsteinabunka situr eftirlitsmaðurinn með hljóð- pípu á rnilli varanna. Fyrirskipanir hans hljóma eilíft og.tilbreytingarlaust: — Hæ, fallegu stúlkurn- ar mínar, verið þið ekki mjög latar. Látið nú hend- ur standa fram úr ermum, duglegu stúlkurnar mín- ar. Varjka stendur bogjn í baki klukkustundum sam- an við sandmoksturinn. Hún lítur aldrei upp, og sandurinn er svo þungur, að hún kiknar í knján- um, þegar hún lyftir upp sandskóflunni rneð bogn- um handleggjum. En áfram verður hún að halda, og ein skóflan af annari er sótt í isandhrúguna. Sandurinn fellur í vélina, dreifist og hverfur. Hendur Vörjku eru á sífelldri hreyfingu. Þær ber við axlir hennar, brjóstin, jörðina og blöndunarvél- •ina. Æðarnap í handleggjunum þrútna, handlegg- urinn verður þungur. En þrátt fyrir allt er aðeins jmiorgun ennþá — og sólin er að senda fyrstu geisla sína inn tim verksmiðjugluggana. Víð hlið hennar hennar hljóma aftur liin gamalkunnu, umbreytinga- lausu skipunarorð: — Hæ, fallegu stúlkurnar mínar, verið þið ekki mjög latar. Látið nú hendurnar standa fram úr ermum, duglegu stúlkurnar mínar. Þarna kemur Nastja nteð hjólbörurnar. Þær ;eru 'þungar ,svartar og fullar af sandi. Tréhjólið renn- ur eftir sporinu, ýskrar og hristist. Hún lyftir hand- (öngunum hátt og gult pylsið sviftist um hana. Hún ■hvolfir úr hjólbörunum, lyftir kjálkunum upp og hristir úr þeim sandinn. Þannig sækir hún hverjar Ibörurnar á fætur öðrum og er ótrúlega fljót( t ferð- um. Rjóðar kinnar hennar eru orðnar fölar, skýlu- klúturinn er kominti niður á herðar. Nastja gefur sér engan tíma til þess að laga hann. Guli kjóllinti hennar er orðinn leirugur á faldinum og fallegu skórnir rispaðir, en Nastja hirðir ekkert um það. Fyrir eyrum hennar dunar í slífellu: . — Hæ, fallegu stúlkurnar mínar, verið þið ekki mjög latar. Látið nú hendur standa fram úr erm- um, duglegu stúlkurnar mínar. í miðdagsmatarhléinu lifnar yfir verkastúlkunum. Þær hlaupa kapphlaup til sandþurkunarsalsins, til þess að tryggja góðan stað, þar sem þær geta steikt kartöflurnar sínar. Svo dífa þær kartöflunum ofan í salt og borða þær með beztu lyst. Með kartöflun- unum borða þær ilmandi rúgbrauð. í En á kvöldin á Varjka alltaf erfiðara og erfiðara með að halda á skóflunni. og að sama skapi vex þörf hennar til þess að rétta úr bakinu. Þegar eimpípan blæs að lokum, og vinnudagurinn er uti, er Varjka í þann veginn að falla í sandinn. Nokkrar mínútur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.