Þjóðviljinn - 11.05.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.05.1938, Blaðsíða 1
VILJINN 3. ARGANGUR MLÐVIKUD. 11. MAÍ 1938 107. TÖLUBLAÐ ðllskip sem haf a talstöðvar geta náð sambandiviðhvaða simanfimer i landinn sem er Ensk-italskl sðtl míllnn rmddnr ðfnndlþiððabandalagslns HALIFAX LÁVARÐUR Talpjónnsta nm loftskeytastoðina i Beykjavík var opnnð i gær. IGÆR var opnuð talþjónusta um loftskeytastöðina íReykja vík, milli skipa og báta við spðvesturland, sem talstöðv- ar hafa og talsímanotenda í landi. Athöfnin hófst kl. 12V2 e. h. með því, að Skúli Guðmunds son atvinnu- og samgöngumálaráðherra flutti vígsluræðu, Að ræðu ráðherrans lokinni, fór fram stutt viðtal milli ráðherr- ans og skipstjórans á björgunarskipinu „Sæbjörg“. Ræddu þeir um þýðingu talþjónustu þessarar, og heyrðist samtal ]>eirra prýðilega í útvarpinu. Að Iokum flutti Guðmundur Hlíðdal póst- c(g símamála- stjóri ræðu. 1 I skýrslu sem póst- og síma- málastjóri sendi d'agblöðunum i Reykjavík í gær um þetta mál, segir svo: Símtalagjaldið er ein króna og fimmtíu fyrir hvert Sjas mínútna viðtalsbil milli skipa, og Rvíkur, en utan Rvíkurbæt ist við venjulegt símtalagjald milli Reykjavíkur og þessstað- ar, sem talað e|r við. Sé um farþegaskip að ræða, eða önn- ur skip, sem taka sérstakt skips gjald, kemur það gjald vitan- lega til viðbótar. Á íslenzkum farþegaskipum verður það 50 aurar fyrir viðtalsbilið. Önnur íslenzk skip taka ekkert skips- gjald. Fyrst um sinn verða skipa- samtöl afgreidd um loftskeyta- stöðina í Reykjavík alla daga Framh. a' 2. síðu. Verklýðsfundurinn í gærkvöldi TAótmæli gegn vinnulöggjöfinni og krafa um atvinnubætur Borgarstjóri íieitir að fjölga í bæjarvinnunni um leið og atvinnubótavinnan verður lögð niður í dag. Fundur sá, er verkalýðsfélög- in boðuðu til í gærkveldi var fremur fámennur. þegar tekið er tillit til þess, hve atvinnu- leysið er mikið í bænum. Fxmdinn sóttu um 200 manns. Hinsvegar voru undirtektir fund armanna undir mál þau, er rædd voru, atvinnuleysið og vinnulöggjöfina, mjög góðar og umræður miklar. Fundarstjóri var Runólfuc Pétursson formaður Iðju, en til máls tóku Friðleifur Friðriks- son formaður atvinnuleysis- nefndar Dagsbrúnar, Þorsteinn Pétursson, Pétur Hraunfjörð, Rósinkrans Á. ívarsson, Bjöm Bjarnarson, Eðvarð Sigurðsson, Þorsteinn Löve múrari og Guð- jón Benediktsson formaður Sveinafélags múrara. Voru all- ir ræðumenn sammála um það, að skerpa þyrfti atvinnuleysis- baráttuna og samstilla mótmæli verkalýðsins gegn framkvæmd vinnulöggjafarinnar. Eftirfarandi tillögur vorusam þykktar; tvær þær fyrri með samhljóða atkvæðum, súþriðja' með öllum atkvæðum gegn 1: I. Almennur verkalýðsfundur haldinn í Reykjavík 10. maí 1938 að tilhlutun Verkamanna- félagsins Dagsbrún og fleiri verklýðsfélaga ,skorar á bæjar- stjórn og bæjarráð að auka svo verklegar framkvæmdir bæjar ins, að 300 verkamenn geti fengið atvimiu, auk þeirraf Framh. á 4. síðu. Hallfax vlrOlst taka Mussollni alvarlega LltvflnoH loginr anest npp úr fram- Ikvæmd sátflmálæns í eflnstðknm atrflðnm Við Genfarvatn. Hér eru þiiíg pjóðabandalagsins háð. LONDON í GÆRKVELDI (F.Ú.) J|^ F U N D I Þjóðabandalagsráðsins í morgun gaf Haliíax lávarður, utanríkismálaráðherra Breta, skýrslu um brezk-ítalska samninginn. Hann kvaðst líta svo á, að með sáttmála þessum hefði Bretum og Itölum tekist að nema á brott ýms hættuleg ágrein- ingsmál og þannig stuðlað að friði í álfunni. Ýmsir aðrir tóku til máls í þessu sambandi, þar á meðal full- trúar Póllands og Frakklands, sem báðir létu vel yfir sáttmálanum. Fulltrúi Sovét-Rússlands tók einnig til máls og kvaðst að sumu leyti geta látið í Ijósi ánægju sína yfir þessum sáttmála, en endanleg afstaða Sovét- Rússlands mundi þó velta á því, hvernig færi um framkvæmd sáttmálans í einstökum atriðum, eins og t. d. að því er snerti brottflutning útlendra hermanna frá Spáni. Japanir l pann veginn aðbefjaeitargashernaöi Klna Dr. Wellington Koo, full- trúi Kínverja, bar fram kæru sína yfir innrás Jap- ana í Kína og sagði margt frá framferði þeirra þar. Meðal annars, að Japanir væru í þann veginn að byrja að nota eiturgas í styrjöldinni. Hann skoraði á Þjóðabandalagið að gera öf lugar ráðstaf anir til þess að brjóta á bak aftur þessa hernaðarinnrás Jap- ana og sagði að það myndi gera út af við þá virð- ingu, sem Þjóðabandalagið kynni ennþá að eiga í hug- um manna, ef það sýndi sömu deyfðina og kæru- leysið í þessu máli eins og í Abessiníustyrjöldinni. Abesslninbeisari fer ebki ú fnndbjððabandalsosins Á íundi, sem lialdinn verður síðílegis í dag fjTÍr lokuðum dyrum, verður yfirráðaréttur ítala í Abessiníu tekinn til um- ræðu. Það er haldið að margir fulltrúarnir væru mótfallnir því að Þjóðabandalagsráðið geri nokkra ályktun um það mál. Haile Selassie keisari hefir ákveðið að fara ekki til Genf. Telur sendisveit hans í London jmð þýðingarlaust með öllu, með því að bréfum, sem liann hafi ritað Þjóðabandalaginu um þessi mál hafi ekki einu sinni verið svarað. lonnlðggjafarfram- yarpiðorðiðaðlögom Vinnulöggjöfin varð að lög- um í gær. Frumvarpinu um iðnaðarnám var breytt til stórbóta í efri deild og verður til umræðu í (dag í neðri deild aftur. Allar breytingartillögur Kom- múnistaflokksins við fjárlögin voru felldar við atkvæðagreiðsl una í gærkveldi. Tillaga Jóns Pálmasonar um að fella alveg niður styrk til Halldórs Kiljan Laxness var felld með 31 atkv. gegn 8 og varatillaga sama um að lækka styrkinn níður í 2000 kr. var felld með 29 gegn 17. Báðar að viðhöfðu nafnakalli. FjárlÖgin voru samþykkt kl. 2 f nótt með 28 atkv. gegn 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.