Þjóðviljinn - 12.05.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.05.1938, Blaðsíða 3
Fimtudaginn 12 maí 1938 HiúoviyiNii Málgagn fslands. Kommúnistaflokks Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergstaöastræti 30. Sími 2270. Afgreiðsla og augiýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla, daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstabar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakio. Vfkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. ÞJÖÐVILJINN Alþýðan mnn gera vinnulöggjöfina að pappirsgagni Vimrulöggjafarfrumvarp þeirra Sigurj. Á. Ölafssonar og Gísla Guðmundssonar er nú búið að afgreiða sem lög frá Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefir lengið þær óskir uppfylltar, er hann hefir barist fyrir árum saman, alt frá því að íhaldið bar fram tillögur um þetta mál, fyrir á milli 10 og 20 árum. Framsóknarflokk- urinn hefir fengið því fram- gengt, að þingið legði fjötra um fót verkalýðshreyfing arinnar, og slíkt hið sama, hefir síðastliðið ár verið ein af höf- uðkröfum hægri foringjanna í Alþýðuflokknum,: lo'gí verður ekki annað sagt, en að þeir hafi sýnt lítillæti sitt -og þjónslund við andstæðinga alþýðunnar eins og vonir stóðu til um þá herra.. Fyrir rúmu ári síðan sam- þ'ykti Alþýðusambandsþing að Alþýðuflokkurinn mundi aldrei styðja neina þá tillögu til vinnu- löggjafar, sem væri á móti vilja alþýðimnar.. þessi heitstreng- ing hefir verið strikuð út eins og fleiri heit hægri foringjanna, Langsamlega meiri hluti af verkalýð landsins hefir mót- mælt vinnulöggjafarfrv.. þessu annaðhvort beinlínis eða kraf- ist verulegra umbóta á frum- vrarpinu.. Aðeins eitt verklýðs- félag hefir ekki haft neitt við það að athuga. En hvað hefir það að segja fyrir hægri foringja Alþýðu- flokksins þó að verkalýðurinn mótmæli gerðum þeirra.. Síð- an þeir töpuðu fylgi verkalýðs- ins, hafa þeir kallað sig sjálfa verkalýðinn.. Þeir eru fylgjandi því að verkalýðurinn verði fjötraður með þrælalöggjöf. Því fylgja þeir frumvarpinu jafn vasklega og raun er á.. En á bak við þetta sést þó að þeir hfa eitthvert hugboð um að löggjöf þessi nær ekki til Stefáns Jóh.. Stefánssonar, Ingimars Jónssonar, Guðmund- ar R.. Oddssonar, Finnboga Rúts og V. S. V. Ef til vill er þá þegar farið að gruna, að þeir séu gkki verkalýður- inn og þeir telji sig ekki fram- ar eiga neina leið með honum.. Fjátlðgin taka ekkeit tillit til jffMandl kreppn og vaxandi atvinnaiejsis Aliar tillögnr Kommúnistaflokks- ios oio ankoar frsmkv. feldar. Fjárlögin fyrir 1939 eru af- greidd sem lög frá Alþingi.. Þau eru talandi tákn um fyr- ^hyggjuleysi ríkisstjórnarinn- ar og andvaraleysi um atvinnu- ástandið.. Þau gera að engu Ieyti ráð fyrir meiri útgjöldum til atvinnuaukningar en fjárlög undanfarinna ára, sem teljast verða góð ár í samanburði við það kreppuár, sem nú fer í hönd.. Þingmenn Kommúnistaflokks- ins fluttu og við 3.. umræðu Frumvarp þetta er orðið að lögum með sameinuðum atkv.. íiægr?, mannanna í Alþýðufi.. Ólafs Thors og Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu. Alþýðan veit hvernig þau lög hljóta að líta út, um hennar málefni, sem þeir Ólafur Thors og Jónas frá Hriflu standa að, Og tæp- lega verður það skilgreint sem meinlaus glettni örlaganna, að Sigurjón og kumpánar hans á á þingi, skuli fylla þessa van-< helgu þrenningu.. Vinnulöggjafarfrumvarp Sig- urjóns og Co.. er orðið aðlög- um, en það er ekki komið til framkvæmda. Nú bíður það hlutverk verkalýðsins að sjá um, að skaðsemdarákvæði þess verði aldrei annað en pappírs- gagn, og minnisvarði á póli- tíska gröf þeirra manna, sem svikust aftan að alþýðunni og brugðust þeim heitum, er þeir imnu henni fyrir hálfu öðru ári.. Tök sjómannanna á gerðar- dóminum í vetur hafa bent al- þýðunni á Ieiðina.. Hún má aldrei láta hafa sig til þess að viðurkenna skaðsemdarákvæði vinnulöggjafarinnar, eins og sjómenn neituðu að hlíta. gerð- ardómi Hermanns Jónassonar.. Alþýðan mun aldrei láta skerða rétt sinn til þess að gera skyndi- verkföll ef þörf krefur, oghún mun aldrei láta taka af sér réttinn til þess að mótmæla gjörræði atvinnurekenda og annara and- stæðinga sinna með verkföllum sem hafa pólitíska þýðingu.. Verkalýðurinn mun aldrei hlíta neinum þeim ákvæðum, sem skerða rétt hans til baráttu fyr- ir hag sínum og frelsi. Ef verkalýðurinn sameinast um þetta, verður vinnulöggjöf þessi pappírsgagn. Bregðist verkalýðurinn þessu, færhann á næsta þingi þau fáu ákvæði, sem ClaesSen þykir ennvanta.. Þessvegna eru örlög verka- Iýðshreyfingarinnar og framtíð hennar undir því komin, að hún slfti af sér þessa nýju fjötra.. breytingartillögur vlð fjárlögin sem gengu skemmra en þær, sem þeir fluttu við 2.. umr. Þannig var lagt til að hækka framlag til atvinnubóta úr kr.. .500.000 upp í kr. 750.000. þessi tillaga var felld að viðhöfðu nafnakalli með 38 atkv.. gegn 7 atkv.. Ennfremur lögðu þingmenn kommúnista til að hækkafram- lagið til verkamannabústaða úr 80.000 upp í 200.000. Var það og fellt.. Sömu leið fór tillaga þeirra um að leggja 30,000 kr.. til vegarins yfir Siglufjarðar- skarð.. Var hún felld með 28 atkv. gegn 5. TiIIagan um að veita 10,000 kr til að reisa heita sundlaug á Siglufirði var felld með 28 atkv.. gegn 8. En samþykktvar tillaga fjárveitinganefndar um 5000 til þessarar sundlaugar.. Tillagan um 50,000 kr. fram- lag til tilraunastarfsemi bæjar-, og sveitarfélaga í verklegum framkvæmdum var felld með 28:4.. Þá var felld tillaga kommún- ista um að auka framlögin til vitabygginga úr 65 þús.. kr. upp í 150,000.. Voru 25 atkv. móti en 6 með.. Tillaga sömu þingmanna um- ábyrgð ríkisins til að hjálpa til um byggingu 75—100 tonna vélbáta með dieselvél, var og felld með 25:5. þannig var allt á sömu bók- ina lært.. Ekkert tillit tekið til vaxandi erfiðleika fólksins og versnandi horfa, en viðvaranir kommúnista að engu hafðar.. Meðan aðrar þjóðir búa sig undir að mæta stríði og kreppu tmeðj stórauknum verklegum framkyæmdum, fæst ekkertgert hér.. Þingsályktunartillögu þing manna Kommúnistaflokksinsum nefndaskipun til að gera ráð- stafanir til slíks undirbúnings, var vísað til ríkisstjórnarinnar og allar tillögur kommúnista um aukningu verklegra fram- kvæmda voru drepnar.. En þjóðin þarf að láta þessa valdhafa vita að hún ætlar ekki að láta allt fljóta sofandi að feigðarósi.. Spánn er lykillinn að nýlendum Frakka Nýlega ntaði franskur hermálasérfræðingur, Amangaud grein i íronsk blöð um þýðingu þess fyrir Frakka að fasistar sigruðu ekki á Spáni.. Vakti grein þessi mikla athygli víða um heim. ^ efra koríinu eru sýndar samgönguleiðir (dökku línurn- ar) Frakka til nýlendna sinna eins og þær eru nú og telia ma víst að þær yrðu ef stjórnin sigraði. Á neðri myndinni sést hinsvegar, hvað bandalagi fasista- nkjanna ítaliu og Þýskalands, væri auðvelt að loka þessum leiðum ef það inni sigur áSpáni. Rómversku tölurnar á báðum myndunum þýða: I Ibiza, II Baleareyjar, III Sardina. En um þessar eyjar væn fasistum auðveldast að loka Ieiðinni milli Frakklands og Norður-Afríku. Ættu Frakkar þá erigan kost þess að komast að nýlendum sínum úr Miðjarðarhafi. Frá stðrfnm Alþingis FRAMH. AF 1. SÍÐU var feld með 20 atkv. gpgn 11 og tillaga Alþýðuflokksins var/ feld með 15 atkv. gegn 15. 1 þvínæst var frumvarpið sam- þykt óbreytt til efri deildar með 25 samhljóða atkvæðum. FRUMVARPIÐ UM IÐNNÁM hefir tekið stórum breyting- um til bóta við meðferðina í efri deild. Aðalbreytingin er sú, að nú er ákveðið að þeir 3 iðnaðarfulltrúar, sem viður- Tilkynníng frá bæjarsímannm Símanotendur, sem þurfa að fá fhittan síma sinn, nú um helgina, eru beðnír að tílkynna jþað í hdag í símanúmer 1000. Reykjavik 12. maí 1938. kenna skulu námssamninga, og geta 2 þeirra ráðið nemenda- fjölda, ef ekki er samkomulag milli meistara og sveina, _______ skulu þeir tilnefndir, einn af Landssamb. iðnaðarmanna, ann 31 Iðnráði Reykjavíkur og þriðji útnefndur af atvinnumála- ráðherra án tilnefningar. En eins og frumyarpið var áttu iðn- aðarnefndir Alþingis að tilnefna þá. — Samt hefir frumvarpið enn þann galla, að svifía sveina- félögin þeim rétti, sem þau nú hafa, til að neita um (Qð taka nýja nema. — Reyndu kom- múnistarnir að koma þessum galla brott úr frumvarpinu, en tókst ékki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.