Þjóðviljinn - 14.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.05.1938, Blaðsíða 2
Laugardaginn 14. apríl 1938. PJÓÐVILJINN Songskemmtnn Elsn Sigfnss. Bréí frá Vínarborg, skömmu eft- ir að Hitler tók par völdin: „Kæri vinur, hverjum skyldi hafa komið til hugar, pegar ég skrifaði pér síð- ast, að slík breyting mundi eiga sér stað.. Vínarborg er öll orðin að ein- um herskála, par sem allt úir og grúir af hermönnum. Flugvélarnar hvina alian daginn i loftinu og ætla að gera menn heyrnarlausa----------- Þú getur gert péá i hugarlund um tilfinningar okkar. Á morgun kemur foringinn, en við fáum ekki að sjá hann.. Lögréglupjónninn hefir sagt dyraverðinum, að við Gyðingar eig- um að halda okkur innan dyra á pjóðhátiðisdegi pýsku pjóðarinnar. Engir aðrir en alhreinir Þjóðverjar fá leyfi til pess að bjóða foringjann velkominn., Við verðum að vera heima og deila óhamingju okkar með öðrum 700.000 Vínarbúum. •* Prófessor nokkur í Zurich hefir gert miklar rannsóknir á hugsun- um manna. Hann segir að pað séu einkum pessi tíu atriði, sem venju- legir skrifstofumenn hugsi um pegar peir komi til vinnu kl. 10 að morgni.. 1. Mætti ég nú aðeins fara heim aftur og sofna ofurlitla stund.. 2.. Ef síminn hringir einu sinni ennpá, sker ég leiðsluna í sundur.. 3. Á ég að fara í kvikmyndahús i kvöld? 4. Fyrsta næsta mánaðar ætia ég að greiða allar skuldir mínar. 5.. Eiginlega hefði ég átt að verja kvöldinu i jgær til einhverra íprótta- iðkana. 6.. Hvað er langt til hádegisverð- ar? 7.. Ég held ég verði að fara út og fá mér eina sigarettu,. 8.. Ég fæ höfuðverk af miðstöðv- arhitanum.. 9.. Guð minn góður, hvað mér leiðist. 10.. Hvaða bölvaða vitleysu var ég nú eiginlega að gera. Þegar talað er um góða söng rödd er í raun og veru fyrst og fremst átt við góðan skiln- ing á tónlist, því að vandaður barki er vitanlega jafn þýðing- arlaus fyrir listina og fiðla eða slagharpa, sem enginn kann að fara með. Til þess að framleiða tóna eftir listarinnar reglum, þarf bæði þekkingu á hljóðfær- unum, sem á að framleiða þá á, og skilnig á þeim verkefnum, sem flytja á. Hér á landi, eins og sjálf- sagt allsstaðar, virðist vera ó- takmarkað af „materialea, góð- tim börkum, en skólaðar raddir fáar, vegna vöntunar á söng- skólum. Það er kostnaðarsamt fyrir íslendinga, að sækja tíma til Berlín eða Mílanó, þótt söngfólk eigi nú ekki annars úrkosti. Það er því eðlilegt að það sé þakklátt verk að syngja vel fyrir okkur hér. enda var söng ungfrú Elsu Sigfúss tekið mjög vel. Hún er einn af okkar kær- komnu gestum, og það á sínar eðlilegu orsakir. Rödd hennar er sérkénnileg og mjúk — al- veg óvenjulega þýð og elsku- leg — og meðferð hennar á því, sem hún syngur, og fram- koma öll látlaus og eðlileg. Slíkt verður aðeins sagt um fátt söngfólk. Mesta hrifningu vöktu ís- lenzku lögin, enda ,,á hún hér heima“, þótt hún dvelji mest utan landsins. Góður söngvari getur alltaf sungið vel „slagara“ og því er hér óþarfi að þakka ungfrúnni sérstaklega fyrir þá, en góður jazzsöngvari getur aldrei sungið verðmæt sönglög, og svo ekki meira um það. Sá, sem þessar línur skrifar, er vissulega ekki einn með þá ósk, að ungfrúin gefi okkur „gamla fólkinu“ eitt óblandað íslenzkt Ijóðakvöld, á sama hátt og hún hefir nú haft kvöld fyr- ir „unga fólkið“. Hún hefir með sínum fáu íslenzku lögum (þar á meðal er eitt eftir ung- frúna sjálfa)' sannfært marga um, að við eigum ótrúlega margar perlur úr innlendu efni — og því að láta-neyðina eina um það, að kenna okkur að grafa perlur úr okkar eigin jörð og slípa þær. 12. 5. E. R. J. Ódýrt Norðlensbt Ærbjði Hakkað buff 85 aura y* kg* Læri 60 — ,y2 —* Frampartur 45 — — Kjötverslunin flerðubreið. Fríkirkjuveg 7. Sími 4565. Nantakjðt Hanglkjðt Ærkjöt. Ycrslunin Kjöt & Fiskur i Símar 3828 og 4764 X>DOOO<X>OOOOC Islensknr aðall eftlr Þórberg ÞörOarson Ikemur út í næstu viku Bókaverslunin Beimskringla h. f. LAUGAVEG 38 — SIMI 2184 „Þjóðverjar í Suður- Tyrol öfunda Súdeten- Djóðv. af frelsi þeirra“ En Hitler fórnar þessum löndum sínum fyrir vináttuna við Mussoliní Þýska þjóðfylkingarblaðið „Deutsche Volkzeitung“, sem gefið er út í París, birtir að staðaldri greinar eftir þá menn ;er fremstir standa í baráttunni Igegn ógnarstjórn nasistanna, íinnan Þýskalands og utan.. 1. maí blaðið í ár hefst á snjöllu og alvöruþrungnu ávarpi eftir hið heimsfræga þýzka skáld Heinrich Mann. Þar birtist einn- ig eftirfarandi grein, sem blað- inu er skrifuð frá Bozen, höf- uðstað Suður-Tyrols -,e)n þar búa þjóðverjar við ítalska harð- jstjórn, án þess að það komi nokkurntíma við hjartað í hin- Um þýsku „þjóðernissinnum“L „Við heyrum klingja við í út- varpi nasistanna og lesum stöð- Ugt í blöðum þeirra um þann mikla órétt, sem Tékkar sýni Súdeíen-Þjóðverjum. Hvers- vegna er alltaf verið að tala um Sudeten-Þjóðverja, en aldrei minst á okkur? Eru kjör Súdet- en-Þjóðvtijj það miklu verrien kjör þýskra manna í Suður- Tyrol? Áður höloum við hér í Suð- ur-Tvrol 700 þýska skóla.. En þegar Mursolini komst tilvalda var öllum þýskum skólum loi • að með valdi.. í Tékkóslóvakíu eru nú mörg þúsund þýskra barnaskóla, ' þýskir mentaskól* ar og fagskólar, tveir þýskir tækniskólar og þýskur háskóli.. Enginn þjóðernisminnihluti í Cvrópu aðrir en Þjóðverjar í Tckkóslóvakíu, eiga æðri skóla, þjr sem kent er á þeirra máli. Þýska þjóðarbrotið í Tékkósló- vakíu hefir fullt frelsi til að varðveita þjóðerni sitt — en okku.r, sem lifum undir ítalskri fasistastjórn, er það fyrirmunað. Áður fyrr áttum við íbúar í Suður-Tyrol, þýska útvarpsstöð hér í 'Bozen.. Nú er svo komið að hegning liggur við því að nefna borgina sínu rétta nafni.. Fasistar haf? skýrt hana Bolz- ano.. í útvarpið má nú einungis tala Itölsku. En lýðræðisstjórn- in í Tékkóslóvakíu hefir -Játið reisa þýska útvarpsstöð fyrir þegna sína þar.. Hvar skyldi vera að finna hér í Suður-Tyrol þýsk leikhús, þýsk söfn og önnur þýsk menn* ingarheimkynni? I Tékkó-Slóv- akíu eru þýzkar menningarstofn anir ekki einungis leyfðar, held- ur njóta margar ríkisstyrks. í Suður-Týról eru 90% af í- búunum þýzkumælandi. Samter bannað að nota þýzku fyrir rétti eða til þess að ávarpa embættis menn. í Tékkóslóvakíu er þýzka réttarmálið allsstaðar þar sem Þjóðverjar eru tveir þriðju hlutar íbúanna eða meira. Það er meira að segja skylda að leyfa þýzkan málflutning þar sem e.inungis 20% íbúanna eru þýzkumælandi. Finnst ekki Sudeten-Þjóð- verjum það sjálfsagður hlutur, (að í heimkynnum þeirra standi þýzk minnismerki, myndastytt ur þýzkra karla og kvenna? Finnst ekki Þjóðverjum í Tékkóslóvakíu það sjálfsagður hlutur, að áletranir á legsteina Þjóðverja séu á þýzku? Þetta er Iangt frá því að vera sjálf- sagður hlutur fyrir okkur hér í Suður-Týról. Hér er það al- gerlega bannað að rita graf- skriftir Þjóðverja á móðurmáli þeirra, og einmitt hér í Bozen rifu skósveinar Mussolinis niður minnismerki hins mikla þýzka skálds og vísnasöngvara Wal- thers von der Vogelweide. í þýzkum bæjum, og meira að segja bæjum er fleiri þjóðir byggja, er alvanalegt að sjá þýzk götunöfn. Hér í Suður- Týról hefir hvert einasta götu- og staðarnafn verið „þýtt“ á ítölsku. ( I Tékkóslóvakíu mega þýzk æskulýðsfélög fara allra sinna ferða, og syngja þýzk ættjarð- arljóð hvar sem er. H^r í Suð- ur-Týról liggja þungar refsing- ar meira að segja við svo sak- lausu atferli. ! lok ársins sem leið voru tólf Þjóðverjar í Suð- u,r-Týról dæmdir í 3—12 ára tukthús fyrir það eitt, að syngja þýzk ættjarðarljóð. Hér í Suður-Týról eru allar hugsanlegar leiðir farnar til að fá okkur til að leggja niður þýzku nöfnin og taka ítölsk í þleirra stað. Hvergi í Tékkó- slóvakíu hefir slík ósvinna ver- ið, höfð í frammi, Þó er munurinn mestur er kemur til kosningaréttar og kjörgengis. Hér megum við ekki einu sinni bjóða Þjóð- verja fram við neinar kosning- ar, hvað þá kjósa þá. En í Tékkóslóvakíu hafa Þjóðverjar hið frjálsasta fyrirkomulag kosn ingaréttar og kjörgengis, sem nokkursstaðar þekkist fyrir þjóðernisminnihluta í Evrópu. Þjóðverjar eiga þar sæti og hafa víða meiri hluta í bæjar- og sveitarstjórnum, og eru fjöl mennir á þjóðþinginu. Og alls- staðar mega þeir halda ræður á sínu eigin máli. Við ættum rétt að reyna eitthvað slíkt heima í Suður-Týról! Hér megum við ekki einu sinni kjósa Þjóðverja í neinar stjórnir eða trúnaðar- stöður, hvað þá að þýzku megi tala á slíkum stöðum. Hversem færi fram á slík réttindi, ætti vísa vist á hinum illræmdu Lip- arísku-eyjum. Hverjir eru það þá, sem njótá réttar? Hvar er það, sem þjóð- erniskúguninni er beitt? I lýðræðisríkinu Tékkóslóvak íu njóta Þjóðverjar þjóðar- og" lýðréttinda. í fasistaríkinu ít- alíu eru þeir beittir svívirði- legri þjóðerniskúgun. Meðan Stresemann var utan- ríkisráðherra mótmælti hann oft harðlega kúgun þeirri, sem Suður-Týrólbúum var sýnd. En Hitler ,sem alltaf lá Strese- mann á hálsi fyrir eftirlátssemi og svik við Þjóðverja utanlands: hikar ekki við að fórna okkur fyrir vináttuna við Mussolini. Nazistarnir æsa alla þýzku þjóð ina gegn Tékkóslóvakíu undir því yfirskyni, að Sudeten-Þjóð- verjarnir búi við þjóðerniskúg; un. En Mussolini, st tn leggst á þiýzka þegna sína með slíkri kúgun, að þess eru ekki dæmi til fyrri að hafi yerið farið svo illa með Þjóðverja, er vinur Hitlers og bandamaður. Ef stjórninni í Berlin væri í raun og sannleika annt um þýzku þjóðarbrotin erlendis, þá mundi hún lifa í friði og sátt við Tékkóslóvakíu, en reyna í þess stað að rétta hluta Þjóð- verja í Suður-Týról. En þessu er þveröfugt farið, og- sannar það, að valdamönnum „þriðja ríkisins“ gengur ekki annað til en aukning valda sinna og rík- is, kúgun annara þjóða, þeirt berjast um yfirráðin yfír nýj- um iðnaðarsvæðum og hrá- efnalindum undir því yfirskyni, að þeir ætli sér að rétta hlut þýzku þjóðarbrotanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.