Þjóðviljinn - 18.05.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR MIÐVIKUD. 18. JWAI 1938. 11? TÖLUBLAÐ FnlllrAaii&iidur Alþjöða- sambands verklýðslálag- anna bðfst f Oslð f g»r. Sambandlð hellr anklð mjðg meðllmatðla sina a sfðarl áram og telar an nm tattagn mllfönlr. Upptökabeiðni ?erkalýðssambands Sevétrikfanna verðnr tekln iyrir i dag Einkaskeyti til Þjóðviljans Kaupmannahöfn í gærkv. Fulltrúafundur Amsterdam-sambandsins (I.. F. C.) hófsí í dag. Fundinn setja 54 fulltrúar frá 16 löndum og 25trún- aðarmenn 16 fagsambandsstjórna. CITRINE (Engliand) setti fundinn með ræðu, og lagði einkum áherslu á þá miklu aukningu e* orðið: hefði í alþjóðasambandinu, þar sem; i það hefði gengið: Landssamband norsku verklýðsfélaganna og verklýðs- félagasambönd í Bandaríkjunum og Mexico, og telji Al þjóðasambandið nú um 20 milj. meðlima. Einnig séu nú á döfinni samningarum upptöku verklýðsfélaga sambands Sovétríkjanna, en um það atriði yrði síðar rætt á fundinum. .. Citrine talaði þvínæst um heimskreppuna, og taldi að takast mætti að stöðva þró- un hennar, og ræddi þar næst um stjórnmálaástandið í heiminum, einkum með til- liti til Kína, Téki IKslóvakíu og Spánar.. Lýðræðisríkin yrðu að stöðva framsókn fas ismans, hlutleysisstefnan hefði orðið spönsku þjóð- inni til íls, — spánska stjórn in á heimtingu á að mega kaupa vopn erlendis. . Að lokirmi ræðu Citrines flutti Schevenels (Holland) framsöguræðu um starfsemi Alþjóðasambandsins. I um- ræðunum kom fram gagn- rýni á stjórnina fyrir ónógt samband við hin einstöku landssambönd. Á morgun mun Sch'even- els skýra frá samningsum- leitunum við verkalýðsfé lagasamband Sovétríkjanna. FRÉTTARITARI. Stassova, einn af helstu leiðtogum verk- iýðsfélagasambands Sovétríkj- anna. Stirkostlegt slys við nei- aejarðarbraQtina í London 30-40 meon fórust eða meíddast hættalega Hið stórkostlegasta slys sem nokkurn tíma hefir átt sér stað við neðanjarðarjárnbrautarkerfi Lundúnaborgar, vildi þar til í dag. Af einhverjum ástæðum sem ekki eru emi kunnar, hafði ein neðanjarðarjárnbrautarlest hægt á sér, og önnur sem kotnj á eftir á fullri ferð, rakst á lestina sem LONDON í GÆRKV. F. U. á undan var, og lögðust öftustu vagnar hennar saman. Sex manns biðu bana, en 29 slösuð- ust, sumir þeirra mjög hættu- lega. Fjórir farþegarnir náðust ekki úr járnbrotunum fyr en 2 klukkustundum eftir að slysið vildí til. Slys á neðanjarðarjárnbraut- unum í London eru mjög fátíð. Jouhaux, forse ti,hins sameinaða verka- lýðsfélagasambands kommún- ista og jafnaðarmanna í Frakk- landi. Aðalfondnr FUK Félag ungra kommíinista held ur aðalfund sinn annað kvöld (fimtud.) í K.R.-húsinu uppi, og hefst hann kl. 8y2. Á dagskrá fundarins eru mjög áríðandi mál auk venjulegra að- alfundarstarfa. Ungkommúnistar í Reykjavík Komið á fundinn og mætið stundvíslegá. Urvals fímleika- ftokknr kvenna úr ,Armann' fer íilOslo. Ákveðið hefir vefið að fim- leikaflokkur kvenna úr Ármann undir stjórn Jóns porsteinsson- ar, sæki íþróttamót, er haldið verður í Osk) dagana 26.—28. p. m. Fimleikaflokkum frá öllum Norðurlöndum hafði ver- ið boðið á mótið, og.var upp- haflega fyrirhu^að, að sendir yrðu héðan tveir urvalsflokkar úr „Ármann", karla ogkvenna, og einnig úrvalsflokkur kvenna ur K.R., en þátttaka íslendinga virtist ætla að stranda á gjald- eyrisvandræðum, en Norðmenn lögðu mikla áherslu á að fá flokk héðan, buðu honum m. a. ókeypis uppihald í Noregimilli ferða, en það er hálfs mánaðar tími. Orvals fimleikaflokkar 'úr Ár- mann og K. R. keptu á laugar- dagskvöldið var, var flokkur Ár manns hlutskarpari, og því val- inn til ferðarinnar. Lííggur hann af stað með „Lyra"' annað kvöld (fimtud.). í kvöld verður haldin fimleika sýning í íþróttahúsi Jóns Por- steinssonar tíl ágóða fyrir ferða sjóðinn. Sýna þar Noregsfar- arnir og úrvalsflokkur karla úr Ármann. Ættu sem flestir að nota tækifærið til að fá sér góða skemtun og leggja svo- lítinn skerf í ferðasjóðinn. Fylstu lýðrétt- indi til handa Þióðverjuin i Tékkóslóvakiu í frétt frá Prag segir, að í hinni i nýjú löggjöf tékknesku stjórnarinnar um réttindi til handa þjóðernisminnihlutum í landinu, sé gert ráð fyrir því, að Þjóðverjar þar í landi fái að hafa fulltrúa í öllum stjórn- um (bæjarstjórnum, sveitastjórn um o. s. frv.), í hlutfalli við íbúatölu þeirra, samanborið við önnur þjóðarbrot. Ennfremurað vald sveitarstjórnar yfir lög- reglumálum og mentamálu',m sé aukið frá því sem það áður var. í Tékkóslóvakíu eru daglega smá árekstrar milli Tékka og Þjóðverja. (F. 0.). Flnoferðir til Grænlands oin Island. Gðring lætur þýska ,visindamenn& rannsaka Grœnland KHÖFN í GÆRKV. FÚ. Yfirmaður danska loftflotans skýrir svo frá, að í sumar sé fyrirhugað að danski loftflotinn fari ýmsar merkilegar æfinga- flugferðir til Færeyja, íslands og Qrænlands, meðal annars með það fyrir augum, að rann- saka möguleika á að koma upp föstu flugsambandi milli Dan- merkur og Grænlands. Telur hann að slíkt flugsamband, ef það kæmist á, mundi eínkum verða notað til póstflutninga. Pýskur leiðangur heldur til Grænlands í sumar til þess að reka þar einskonar visindarann- sóknir og taka kvikmyndir af landinu. Leiðairgurinn er kostað ur af fé.þ'ví, sem Göhring hefír til umráða sem yfirveiðimeist- ari Pýskalands. Siglingaleiðin að verða íslaus Súðin fór fyrir Horn í dag, en hafði orðið fyrir miklum töf um vegna ísa og þoku. Skipa- útgerð ríkisins barst í morgun kl. 8,51 skeyti frá Súðínni, sem var á austurleið en var þá að leggjast á Hornvík. Hafði hún þá reynt í 14 klukkustundir að komast fyrir Horn, en ekki tek- ist vegna ísa og þoku. Virtist ísinn mjög þéttur og landföst spöng liggja til hafs. En kl. 12,55 barst annað skeyti. Var þokunni þá að létta og skipið að leggja af stað til þess að leita fyrir sér að nýju. Kl. 16,05 barst enn skeyti svohljóðandi: „Komnir fyrir Amdrupsboða. ís laus við land — á hraðri ferð norðvestur. Siglingaleið að verða íslaus." Amdrúpsboði er út af Bjarnarfirði, nálægt miðja vegu milli Horns og Reykja- fjarðar. — Samkvæmt símtali Skipaútgerðar ríkisins við Reykj larfjörð í Jdag, er lítill ís í Reykj arfirði en Norðurfjörður var enn fullur af ísi. (F. 0. í gær)' Norsklr laodbfiflaðar verkameon f ð launahækkon (F. C. I GÆR). Verkfalli 400 norskra land- búnaðarverkamanna er lokið,og samdist um launahækkun sem nemur 25V* og vinnuvikan er stytt um tvær stundir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.