Þjóðviljinn - 18.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1938, Blaðsíða 2
Miðvtícudagimi 18. maí 1938. Þ JÓÐVILJINN 3»8S8S8S8S$88S38S8S8S8S8S38E38S8S8S8S8EðS888E38S»8S38E I Verkamannabréf 1 á$5 gg 38 3838383838® Afstaða ÞÍDgroamiaiiDa til vinnulög- gjafarinnar er afstaða peirra til alþýðunnar. Alþingi hefir verið slitið að þessu sinni. Par hafa fulltrúar þjóðarinnar fjallað um mestu vandamál hennar og hverskon- ar úrlausnir félagslegra mála. En nú skulum við reyna að kom ast eftir því, hvort þing þetta Ihéfir í nokkru verið [rábrugðið öðrum þingum. Öll vitum við, að yfirgnæf- andi meirihluti landsmanna er fólk, sem vinnur í sveíta síns andlitis, alþýðufólk til sjáfar og sveita, fólk, sem með eigin hönd um hefir ræktað hvern ræktað- an blett og bygt upp alt sem þjóðin á. Við skyldum nú búast við, að fulltrúar þessara stétta væru fjöl fftennastír í þingínu og réðu par mestu. En hér verður ann- að uppi á teningpum, Lítil klíka braskara og fjárplógsmannahef ?r hrífsað tíl sín völdin á þingi, með sviknum loforðum um gull og græna skóga og hverskonar fagurmælum til háttvirtra kjós- enda fyrír hverjar kosningar. Alt þetta hefír stuðlað að því að draga völdín á þ'ingí úr hönd um alþýðunnar, sem raunveru- lega á þau. Eitt af afrekum þessa þings var að koma á vinnulöggjöf, sem er mjög svívirðileg árás á samtök verkalýðsins og sviftir hanA í verulegum atriðum rétt- inum til þess að geta lagt niður vinnu ef þörf gerist í b’aráttunni Verkalýðurinn mun í framtíð-» inni minnast þeirrar hlutdeildar, sem hinn „sannleikselskandi" „friðarpostuli" og „pakkhús- maður“ Framsóknarflokksins á* samt fleirum af hans tagi eiga í lagasmíð þessari. Pá má alþýð an ekki heldur gleyma þeim stuðningi sem afturhaldið fékk í þessu óþokka verki frá þeim mönnum, sem enn kenna sig við alþýðuna, þó að alþýðan vilji sem minst hafa saman við þá að sælda. En hverjir voru það sem börð ust á móti vínnulöggjöfinni? Þingmenn Kommúnístaflokksins og Héðínn Valdímarsson reynd- ust eínír málstað verkal)"ðsíns trúir. Verkalýðurinn mun Iengi mlnn ast þess, hverjir voru meðhon- um og hverjir á mótí í þessu máll og hann mun í framtíðinni haga afstöðu sínni eftír því. Hrafn Hængsson. -fc Fiuinsýning lclkritslns »I)óms- daírurinn« fór fram í Ny Theater í Oslo 2. mai. Leikritið tekur m. a. til meðferðar blekkingar nasistanna um ríkisþingsbrunann í Berlin. Uýski sendiherrann hafði árangurslausv rejmt að hindra sýningu á því. i frumsýningunni reyndu nasistar að trufla sýninguna, en yfirgnæfandi meirihluti kæfði gersamlega »píp« þeirra með dynjandi, lófataki. Pólltík Spaaks, sem nú er for- sætisráðherra i Belgiu, sætir vaxandi mótspyrnu I verkamannaflokknum. Hefur nú verkamannaflokkurinn i Briisssl ákveðið að heimta nú þegar kallað samir.n fiokksþing, ti.l að ræða utanríkispólitikir.a. Reyndi Spaak að fá þinginu frestað þangað til í októ- ber, en tillaga Vandervelde um að halda þingið strax var samþykt með yfirgnæfandi, meirihluta. — Hafa nú nógu margar deildir flokksins heimt- að flokksþing', til þess að lagalega verður að halda þaðl Síðan stríðtð í Kfna hófst hafa Japanir kvatt 1,250,000 menn til her- þjónustu á meginlandinu. Af þeim eru nú' 640,000 í Kina. Af japönsku hermönnunum hafa 225,000 faliið’ eða særst. Sá hluti japanska hersins, sem ekki er í stríðinu í Kína, er 1 Man- schukuo, Mongoliu og Kóreu. — Kína hefir nú 1,600,000 menn á hinum ýmsu vígstöðvum. Verið er að útbúa fjölda nýrra. hermanna og alls hafa nú verið útbúnir 2,400,000 nýir her- menn. Þar við bætast svo smáskæru- hóparnir. — Það er því auðséð aö það verður heil, vbpnuð þjóð, sem japanski herinn mætir og hana fær hann aldrei sigrað. Flokksshrifstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. I xtzsszmxixnziKiKíx. Bœn nngrar stúlku. Á báðum hnjánum, besti faðir, biðja vil ég þig; en betla ekki á miskunn þína fyr- sjálfa mig Og bænheyrslunnar bljúg i hug ég bjð í trú og von þú blessar mömmu, og gefur henni ríkan tengdason. ** 1 bókasafni emu í Ameríku tóku bókaverðimir eftir því að blökku- drengur kom á hverjum degi og fékk alltaf sömu bókina og er hann hafði litið í hana, rak hann strax upp skellihlátur, síðan skilaði hann bókinni aftur. Þeim þótti þetta kyn- legt og éinu sinni gægðist einn þeirra yfir öxl drengsins og sá að hann skoðaði mynd af stóru villi- nauti, sem var að elta svartan dreng. Hann spurði stráksa hvað honum þætti merkilegt vvið þetta. Hann sagði: „Það er svo gaman að boli skuli ekki vera búinn að ná honum enn“. • • Frúin hringir í bókabúðina: Gjörið svo vel að senda heim til mín bæk- ur, sem fylla tveggja metra langa hyllu. Þær eiga að vera í gröenu bandi, þvi það fer, held ég best: við veggfóðrið hjá mér. • • Kennarinn: Hver er munur á var- færni og hugleysi Nemandinn: Þegar maður sjálf- ur er hræddur, er það varfærni, en þegar aðrir eru það, er það hug- leysi. ** Gömul kona bjó í hrörlegum kofa i afskektri byggð í Noregi fyrir nokkrum árum. Hún bjó við mjög- þröngan kost. Nú kom nýr prestur í sveitina. Hann hehnsótti gömlu konuna einu sinni og spurði hana um hagi henn- ar. Hún sagði honum frá því m. a. að hún ætti son í Ameríku. — „Hjálpar hann yður þá ekki neitt‘? spurði prestur. „Nei, en hann skrif- ar mér alltaf í hverjum mánuði og setur alltaf ofurlitla mynd innan í bréfin1. — Presturinn fór nú að at- huga þessar „myndir" og kom það þá í ljós, að þær voru hver yá- vísnn upp á töluverða fjárupp- hæð í banka og samanlagt varð þetta stór fjárupphæð. F.. U. K. F. U. K. Aðalfnndnr Félags ungra kommúnista verður ! K.R.-húsinu uppi annað kvöld (fimtud.) kl.. 8 vl Mörg áríðandi mál á dagskrá auk aðalfundarstarfa. Nauðsynlegt að félagar mæti stundvíslega. . Stjórnin.. Tilkynniö bústaðaskifti. peir af áskrifendum pjóðviljans, sem hafa bústaðaskifti eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni hvert þeir flytja, svo að komist verði hjá vanskilum. ÞJ ÓÐV6LJINN Laugavegi 38. Sími 2184 Frá píoni enskra samvinnumanna. Hvefsvegna pegir Nýja digblaðið. Um miðjan apríl s. 1. héldu enskir samvinnumenn hið ár- lega, þing sitt. Á þessu þingi mættu 504 fulltrúar, rrveð um- boð fyrir samtals 5 miljónir cg 250 þús. manns. Aðalmál þings- ins var afstaða ensku samvinnu- hreyfingarinnar til friðarmál- anna í heild, cg á hvern hátt mætti takast, að losa bresku þjóðina sem fyrst við yfirráð Chamberlains og stjómar hans, áður en hún leiddi þjóðina út í nýtt stríð í bandalagi við fas- istaríkin, eða áður en henni tæk- ist að tortíma spanska lýðveld- inu með hinni glæpsamlegu hlut- leysisstefnu. Allir fulltrúarnir (í mótsetningu við Nýja dagbl. og Jónas Jónsson) voru á eitt sáttir með það, að Chamberlain og stjórn hans hefðu myndað glæpsamlegt samsæri við fas- istaríkin gegn lýðræðinu, og sameiginlegu öryggi þsirra, ríkja sem þrá frið. Allir voiru sammála um það, að Chamber- lain væri svikari við hugsjónir Þjóðabandalagsins, svikari v.ð lýðræðið, sem hann ]x> tilbiður í, orði kveðnu. Það eina sem menn deildi á um á þessu þingi, var leiðin sem fara skyldi, til þess að ráða niðurlögum íhalds- stjórnarinnar sem' fyrst, svo aö Bretland lýðraið’sins gæti skip- að sinn sess við hlið Frakklands, Sovét-Rússlands og annara lýð- ræðisríkja í baráttunni við styrjaldaræði fasisimans. Ákvörðunin, sem þessi fjöl- mennustu hagsmunasamtök enskrar alþýðu tóku, að loknum umræðumi bendir til þess, að í vændum séu söguleg straum- hvörf í breskum stjórnmálum. Með naerri h00 þús. atkv. meiri- hluta var samþykt ályktun. þess cfnis, aö vinda bráðan bug að sk'öpim þjóðfylkingar gegn í- h alds- tjórnimi i, med þátttölao j afnaðarmanna, frjál áyndra, lcomnvúnista og samvinnum anna. og annara félagssamtaka aJþýö- unnar, se>m til greina geta kom- ið. Það lætur að líkum, að enska samvinnuhreyfingin eigi, sinn Jónas frá Hriflu. Á móti þessari ályktun töluðu sjö af ní.u þing- mönnum flokksins og notuðu auðvitað sem röksemdir, skoðan- ir, sem íslenskum lesendum eru vel kunnar úr dálkum Nýja dag- bl., Alþýðubl. og Morgunbl. Með tillögunni talaði meðal annara Alfred Barnes þingmaður og forseti samvinnusambandsins. Hann skoraði á alla þá, sem væru á móti hinni »glæpsam- legu stefnu íhaldsstjórnarinn- ar«, að leggja tál hliðar öll minniháttar ágreiningsmál, en sameinast í baráttunni gegn fasismanum, svo að friður og lýðræði mætti sigra. Var þess- um orðum hans tekio með mikl- um fögnuði af þingheimi. Ákvörðun þessa þings hefur verið mjög mikið rædd í ensk- um blöðumi. Afturhaldið, að með- töldurn hægri foringjum verka- mannaflokksins, er lostið skelf- ingu. Blöð eins og New-Chron- icle, Manchester Guardian, Reynolds News (blað samvinnu- manna) og Daily Worker (blað kommúnista) taka þessari á- lyktun vel, og styðja hana á all- an hátt. Það er því margt sem bendir til þess, að frá Bretlandi sé tíðinda að vænta í náinni framtíð, sem geti truflað svika- myllu enska íhaldsins, og ruglað spilin í höndum þeirra hér heima, sem sundra kröftum ís- lenskrar alþýðu undir því yfir- skyni, að svona sé það í »ná- grannalöndunum«. Þjóðviljinn hafði jaínvel bú- ist við að sjá frásögn af þessu þingi í Nýja dagbl., sem talið er vera skrifað fyrir samvinnu- menn; þess vegna heifur hann dregið að birta þessa frásögn. En hvað dvelur? Hvers vegna eru öll þlöð Framsóknarflokks- ins eins og múlbundin? Hvers vegna þennan sneypusvip? Er það svo, að bin kæru »n,ágranna- lönd«, sem J. J. og leiguritarar Nýja dagbl. vitna svo oft í þeg- ar rætt er um stj .rnmál, séu farin að minka, og að þeir sjái fram á þá hættu, að ekkert verði eftir til að vitna í, þegar þeir berjast gegn sameiningu ís- lensku alþýðunnar, annað en Danmörk og Svíþjóð? Er ekki hin raunverultga ástæða fyrir þögn þessara blaða sú, góðir samvinnumenn, að blaðakostur ykkar sé fallinn í ræningja hendur, cg að slíkar fréttir um) ákvarðanir skoSana- bræðra ykkar erlendis, falli ekki saman við hinar skammarlegu fyrirætlanir Jónasar frá Hriflu og Jóns Árnasonar? Þjóðviljinn mun kappko,sta hér eftir, að flytja íslenskum samvinnumönnum fréttir um þessi mál jafnóðum. M. F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.