Þjóðviljinn - 20.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.05.1938, Blaðsíða 2
Föstudaginn 20. maí 1938. Þ JÓÐVILJINN Deilornar isænska jafnaíiarmannaflokknuffl Kartöflurnar fluttust fyrst til Ev- rópu um 1560—70. Talið er að tii Ir- lands hafi þær fyrst komið 1584. — Hér á landi voru þær fyrst ræktað- ar í Sauðlauksdal við Patreksfjörð af Birni Halldórssyni prófasti, sem sið- ar flutti að Setbergi í Eyrarsveit; þar er ennþá kartöflugarðurinn hinn sami sem hann notaði eftir 1782, og er við séra Björn kendur. Kartaflan hefur þv£ verið ræktuð hér á landi í nærri 200 ár og enn vantar mikið £ að sú rækt fullnægi þörfum lands- manna. ** Maður nokkur, sem var mjög íljót- * fær, og bögumæltur, sagði einu sinni: sÞað er sterkur Daði, sem get- ur borið hann séra hest dag langan að vori, og er kvöldgóður að jafni«. ** Gísli Konráðsson sagnfræðingur var ágætt rímnaskáld, eins og kunnugt er. Sagt er að Efemíakona hans „hafi ekki staðið manni sín- um þar að baki ef í það fór‘“. — Þegar Gísli bjó í Skagafirði var kvensnift nokkur tíður gestur á heimili þeirra hjóna og sat löng- um á eintali við konu hans. Gísla geðjaðist miður að komu kvenmanns þessa og áleit að hún færi moö sveitarslúður og hugði að kvekkja hana burt og segir: Enga kurt ber auðarlín, er í ringu standi. Efemía greip fram í og bætti við: Konráðsson við konu sín kveður svo látandi. ** Eitt sinn voru hjón á heimleið frá kirkju og var maðurinn hrepp- stjóri. Guðspjallið var: Jesús rak út djöful, 3. sunnud. í langaföstu. Á heimleiðinni segir konan við mann sinn: „Hver var það sem .presturinn nefndi Belsibubb í kirkj- unni í dag?“ Bóndi svaraði: „Það eru lireppstjórar og heldri menn í sveit“. Konan segir: „Þá ert þú einn Belsibubbinn, Jón minn“. „Svo á það nú að heita Herdís mín, þó ekki hæfi mér það‘“. ** Einu sinni voru hjón í sveit, sem alla sína æfi bjuggu við „gömlu mynt““, þ. e. áður en krónu og aura myntin var löggilt. Sagði kon- an eitt sinn við mann sinn: „Hvað eru margir fiskar í alin, Guðmund- ur minn?““ Hann svaraði: „Hver veit það nema þeir‘“. (1 alin = 2 fiskar). Menn héldu að hann hefði meint yfirvöldin. Hjónum, sem lengi áttu heima Saustur í Grímsnesi, kom frekar illa saman. Bar maðurinn það á kon- una, að hún væri sér frásnúin í rúminu og vanalega ísköld á fót- um. Um þetta kváðu gárungamir. Dauft er lífsins dýrsta hnoss dimmar oft um nætur, hvorki fæ eg klapp né koss, en kaldan rass og fætur. Noregsför Ármanns. Úrvalsleikfimisflokkur kvenna fór utan til Noregs með Lyru í gærkveldi. Ætla þær að taka þátt í 13. landsmóti Norðý manna. Áður en flokkurinn fór hélt hann leikfimissýningu á íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar er verður fararstjóri Þátttakendur eru þessarstúlk ur: Díana Einarsdóttir, Dídí Hermannsdóttir, Gróa ólafsdótt ir, Guðrún Úlfarsdóttir, Gyða Thorlacius, Ingunff Kristins- dóttir, Ólöf Björnsdóttir, Sigríð ur Þórðardóttir, Stella Árnadótt ir, Vigdís Jónsdóttir, Þórný Þórðardóttir. „pað er kominn dagur“. Frumsýning þeirra Reumerts hjónanna á þessum leik verður í kvöld. I tilefni af því; að 30 bæjar- fulltrúar jafnaðarmann^ í Stokk hólmi hafa lýst því yfir, að þelii muni ekki gefa kost á sér sem bæjarfulltrúar framar skrifar „Ny Dag‘“, blað sænska kom- múnistaflokksins eftirfarandi: „Ástæðan til yfirlýsingarinn- ar er talin sú, að kjósendafélag jafnaðarmanna samþykkti van- traust á þá fulltrúa, er greiddu atkvæði með uppástungu launa nefndar um laun opin- berra starfsmanna. En mál þetta dregur fram í dagsljósið mjög andstæðar stefnur, er lengi hafa verið við lýði í kjósendafélagi jafnaðar- manna í Stokkhólmi. Meðal verkamanna er ákveðin and- staða gegn þeirri afturhaldspóli tík, sem hægrimennirnir í bæj- arstjórninni hafa rekið í þýð- ingarmiklum málum, svo sem launamálum, þar sem kaupið var skorið við neglur handa lægri launaflokkunum, en hin- um betur launuðu sýnt meira örlæti. Fleira bar á milli. Af- staða bæjarfulltrúanna til til- lagna launanefndar, sem var upptök þessarar deilu, er óverj- andi frá sjónarmiði verkalýðs- ins. En hinsvegar verður að gera glöggan greinarmun á þeirri andstöðu, er kemur frá róttækum verkamönnum í jafn- aðarmannaflokknum, og þeim mönnum, sem eru að reyna að nota sér óánægjuna með hægri foringjana til þess að afla sér persónufylgis.“ Tilkynnino frá Hál og menning Fjórða bók félagsins í ár hefir verið valin Sögur eftir Nobelsverðlaunahöfundinn John Gals- worthy. Þýðandinn er Bogi Ólafsson yfirkennari. Vatnajökul og Rauða penna er verið að endurprenta. „Móðirin“‘ verður ennfremur end- urprentuð í sumar. Við getum ekki afgreitt hanalengurtilnýrra félagsmanna fyrr en í annari útgáfu. Við viljum benda félagsmönnum á að notfæra sér þann 15% afslátt, sem þeir fá af út- gáfubókum Heimskringlu. Nú eru að koma út þrjár merkisbækur hver eftir aðra, fslenskur aðall eftir Þorberg Þórðarson HöII sumarlandsins eftir Halldór Kiljan Laxness og sjötta bindi af Andvökum eftir Stephan G. Stephansson. Þetta eru alt rit, sem enginn bókhneigður mað- ur í landinu vill vera án. Með því að vera félagar í Mál og menning, spara menn sér, að- eins á þessum þremur bókum, þrjár til fimm krónur. Reykvíkingar þurfa ekki annað en fram vísa skírteinum sínum í bókaverslun Heimskringlu, annars staðar frá verða félagsmenn að senda pantanir til Heimskringlu eða snúa sér til umboðsmanna á staðnum. Byðingaoisð&nir nasisia i Þýskalandi '^ffiiy.istar Jiétu því í öndverðu, að þeir skyldu útrýma Gyðing- um með öllu úr Þýzkalandi. Að þessu takmarki hafa þeir unnið með oddi og egg. Aðferð nazistanna í þessum éfnum var mjög einföld. Þeir gáfu Gyðingum sök á öllu sem aflaga fór í landinu, bæði á sviði viðskipta og menningar- mála. Það, að vera Gyðingur, var í rauninni hið sama og að hafa framið glæp. Sá sem er fæddur af Gyðingum, verðskuld ar refsingu fyrir það eitt. Svo blint og rakalaust var batur nazistanna til þessarar þjóðar. í viðskiptamálum Þýzkalands gætti Gyðinga mjög mikið. Þeir voru séðir fjármálamenn ogvin sælli af almenningi en hinir „ar- ísku‘“ kaupmenn. Af þeim á- stæðum meðal annars, urðu Gyðingakaupmenn viíanlega ! mjög óvinsælir meðal hinna „arísku“ stallbræðra sinna,sem guldu oft ósmátt í sjóði Hitlers og nazistanna. Á sviði mennta- og menn- ingarmála í Þýzkalandi skipuðu Gyðingar mjög virðulegan sess, pýskur flóttamaður, sem dvalið hefir á Norðurlöndum hefir ritað allmikinn greina- flokk um nazismann þýska. Hér birtist ein af greinum þessum. Höfundur lætur ekki nafns síns getið af skiljanleg- um ástæðum. enda er það rétt hjá nazistum, að hlutfallslega gætti Gyðinga miklu meira um öll andleg störf í landinu en „aríanna‘“. Margir þessara Gyðinga höfðu enda átt mestan þátt í því, að slá ljóma á þýzka menn- ingu um allan heim. Það þarf ekki að telja upp nöfn slíkra manna, þau eru alþekkt í hópi vísindamanna, listamanna og annara andlegra frömuða. Hitler var ekki fyr kominn til valda, en hann hóf Gyðinga- ofsóknir sínar af geysilegri frekju. Fólk var hvatt til þess að leggja niður viðskipti við Gyðingaverzlanir. Hverskonar andgyðinglegur áróður var sett ur út í gluggana á verzlunar- húsum þeirra og vopnaðir stormsveitarmenn látnir gæta þess, að Gyðingarnir hreyfðu ekki við þessum plöggum. Lögreglan lét það afskipta- laust, hve háðulega sem frið- samir Gyðingar voru leiknir á götum borganna. Hvað eftir annað bar svo við, að bifreiðar Gyðinga voru stöðvaðar á götu og mennirnir sem í þeim sátu, voru barðir miskunnarlaust af óðum stormsveitarmönnum eða öðrum skríl. Svo langt gekk villimenskan á þessu sviði, að erindrekar er- Iendra stjórna voru ekki frið- helgir á götum Berlínarborg- ar, ef þeir voru Gyðingar. Á gistihúsum og öðrum opinber- um samkomustöðum voru hengd upp spjöld með áletr- ununum: „Gyðingar ekki æski- Iegir‘“, „Gyðingum bannaður aðgangur‘“, „Aðeins fyrir ar- iska gesti“. Á vegum voru sett- ar upp áletranir, sem sviftu Gyðinga almennri umferða- vernd. Baðstöðum var lokað fyrir þeim o. s. frv. Að hafa meira en 20% Gyðingablóð í æðum sínum, var sama og að vera úrhrak mannkynsins, sem hvergi á rétt á sér. Löggjöf nazista fór mjög í sömu átt. Þátttaka Gyðinga í öllum framkvæmdum var tak- mörkuð. Þó þorðu nasistar ekki að blaka við stærstu Gyðinga- iðjuhöldunum eða allra auðug- ustu fjármálamönnunum. Gyðingum var leyfður að- gangur að embættum og ýms- um menntastofnunum með viss- um skilyrðum, sem helst áttu að vera bundin við fjöldahlut- fall þeirra, miðað við aðra Þjóðverja, eða um 1 af hundr- aði. Sama máli gegndi um að- gang Gyðinga að skólanámi, og var reglum þessum fylgt fram af mikilli hörku. Einn af hverju hundraði mennOskólanemenda mátti vera a' Gyðingaættum. Sömu hlutfö* vo:U látin gilda um starfsrr nn í öllum grein- um, til dæmis lækna, lögfræð- inga, kennara og vísindamenn. Ekkert tillit var tekið til þess, hvort mennirnir kunnu það, er átti að gera og oft bar svo und- arlega við, að hæfustu Gyð- ingunum var vikið frá störf- um sínum, meðan aðrir, sem voru miður hæfir fengu að halda störfum sínum. Fjöldi Gyðinga tók þann kost að flýja land. Af nálega 600000 Gyðinga eru yfir 70.000 flúnir úr landi, eða hafa verið reknir úr landi. Auk þess er mikill fjöldi Gyðinga í fanga- búðum. Þeir af Gyðingum, sem vilja flytja búferlum til Palest- inu eða eitthvað annað, verða áður en þeir fara að greiða nasistum 80% af eignum sínum í skatt. Margir Gyðingar hafa því fremur kosið að sitja um kyrrt, þó að þeir megi aldrei um frjálst höfuð strjúka og geti átt von á hverskonar vand- ræðum, bæði á nóttu og degi. Þá má að lokum geta þess, að samkvæmt þýskum lögum, eru hjónabönd milli Gyðinga og „aria‘“, bönnuð. Gyðingaofsóknirnar í Þýska- landi eru skipulagðar af nas- istastjórninni, og heitir sá Jul- ius Streicher, sem er höfuð- paurinn til allra slíkra fram- kvæmda. Blað hans „Der Stúr- mer‘“ er annálað um öll lönd fyrir heimsku og hrottaskap. Höfuðviðfangsefni þessa manns og blaðs hans er að gefa Gyð_ ingaofsóknunum ákveðið mark- mið og „vísindalegan grund- völl“. í „Der Stúrmer“ er til dæmis ,,sannað‘“ vegna hvers Gyðingar eru mestu glæpa- menn og villimenn, sem jörð- ina byggja. Eítir skýrslum „Der Stúrmer‘“ að dæma hefir ald- rei verið uppi nokkur heiðar- legur Gyðingur. Og einmitt þetta blað er mjög útbreitt í Þýskalandi, þó að það sé víðast annarsstaðar talið viðbjóðsleg- asta blað heimsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.