Þjóðviljinn - 22.05.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.05.1938, Blaðsíða 1
Varalið tókkaeska hersias l?ati saman og flatt til landaaiæranna. Islyggileoar horfur ð Evripostpiild. EINKASK. TIL pJÓÐVILJANS K.HÖFN I GÆRKV. Stjómin í Tékkóslóvakíu hefir kvatt saman þrjá yngstu „árganga“ hersins, og gert aðrar þær ráðstafanir er þurfa .þykir til að halda uppi lögum og reglu í landinu, og vera viðbúin óvæntum atburðum. Benes, forseti Tékkóslóvakíu hélt ræð|u í dag. Lýsti hann þar varúðarráðstöfumim þeim, er stjórnin hefði séð sig knúða til að gera. Fullvissaði hann áheyrendur sína um, að engiri hætta væri á því, að komið yrði að Tékkoslovökum óvörum. FRÉTTARITARI. Pýzk blöð æsa gegn Tékkum. LONDON I GÆRKV. FÚ. Orðrómur hefir gengið um það í dag, að stjórn þýska- lands og Tékkoslovakiu væru báðar að flytja herlið að landa- mærasvæðum þessara ríkja. þýsk blöð eru ákaflega hávær út úr árekstrum og óeirðum. isem þau telja að hafi átt sér stað milli Sudetta og annara þegna Tékkoslovakiu og milli Sudetta og lögreglunnar, og mótmæla þau ákaft að Sudett- ar verði fyrir nokkrum hindr- •unum í starfsemi sinni. Tékkneski her~ inn viðbúinn. Fréttaritari Reuters í Prag skýrir frá því í dag, að nokk- uð af tékkneskum hermönnum hafi verið flutt til landamær- anna og þessi fregn er stað- fest af tékknesku stjórninni, sem að segir jafnframt, að her- flutningar þessir séu takmark- aðir og aðeins gerðir í því skyni, að æfa hermennina í því að fara með nýtísku vopn. Þá er einnig skýrt frá því, að nokkrar varaliðssveitir hafi ver- ið kvaddar undir vopn og að nokkrum landamæravegum hafi verið lokað. Pólskur og ung- verskur her til landamæranna. Pá hefir einnig gengið orð- rómur um það í ,dag, að pólsk- ar og ungverskar hersveitir séu að safnast saman við landamæri Tékkoslovakiu. Þessi orðrómur hefir ekki fengið staðfestu og pólska sendisveitin í London ber á móti því að um nokkurn iiðsamdrátt sé að ræða. Súdetum heitið fullum lýðrétt- indum. Tékkneska stjórnin tilkynti í gær, að hún væri reiðubúin til að gera víðtækar tilslakanir við Sudetta og aðra þjóðernisminni- hluta í landinu, þar á meðal að veita þeim sjálfstjórn og tryggja þeim hlutfallslega tölu fulltrúa í öll embætti og stjórnarstörf. Seinna í gærkveldi hélt stjórn- málanefnd Sudetta-flokksins fund og samþykti þar að setja fram nýjar kröfur. Fundurinn ákvað að skýra tékknesku stjórn inni frá því, að engar viðræður gætu farið fram milli fulltrá- Sudetta og stjórnarinnar fyrri en endi væri bundinn á þann fram, að hinn þýski minnihluti ójöfnuð, sem Sudettar halda eigi við að búa. Pessar ásakanir um ógnir og ójöffiuð eru end. Masaryk. fyrsti forseti Tékkoslovakiu urteknar í öllum þýskum blöð- um í dag og mikið gert úr þeim. Bæði í gær og í dag birta þau greinar um að Su- dettar verði að líða óþolandi kúgun og verði hvað eftir ann- að fyrir árástim af lögregltmni og öðrum flokkum. ð Betsvinmtofain 10. des. síðastliðinn stofnaði fólk það er vinnur við neta- bætingar hér í bænum, með sér félag, er gekk sem deild inn í Iðju. Nú undanfarið hafa staðið yfir samningaumleitanir, en strönduðu nú um miðjan mánuðinn. í gær var svostöðv- ;uð vinna hjá þrem atvinnu- rekendum í þessari grein. Vinnustöðvunin nær til um 40 manna, karla og kvenna. SjÓBOBBadaprioi Undirbúningur undir starf- semi dagsins er hafinn. —- Þeir, sem nú þegar hafa gef- ið sig fram, til þátttöku í knatt- spyrnunni, og aðrir, sem enn Ihafa eigi gefið sig fram, en hafa hug á að taka þátt í henni, mæti á knatispyrnuvellinum í dag, sunnudag, kl. 2. Peir, sem hafa gefið sig fram til þátttöku í söng, mæti á sama jtíma í K.R.-húsinu. Keppendur í kappróðri og stakkasundi mæti í Stýrimanna- skólanum sama dag kl. 4. Svo og aðrir þeir, sem styðja vilja að góðum árangri af deginum. Undirbúningsnefndin. Eirsar H. Kvaran, rithöfundur andað'st aö heimili rínu hér í bænum kl. óýa í morgun. Með Einari H. Kvaran er sá maður hniginn til moldar, sem. !um margra ára skeið skipaði öndvegi íslenskra bókmenta og skáldsagnaritunar. Einar H. Kvaran var fæddur í Vallarnesi í Múlasýslu 6. des. 1859. Foreldrar hans voru þau séra Hjörleifur Einarsson og kona hans Guðlaug Eyjólfsdótt- ir. Einar kom í lærðaskólann í Reykjavík haustið 1875 og lauk stúdentsprófi 1881. Að stúdents prófi loknu sigldi hann til Kaup- mannahafnar og hugðist að lesa hagfræði, þó að lítið muni hafa orðið úr því námi. Pegar Einar kom til Kaupm,- hafnar var Georg Brandes fyrir nokkru kominn fram á sjónar- sviðið og hafði farið sem stormsveipur um alt menning- arlíf þjóðar sinnar. Margt sem var feyskið hrundi til grunna og nýr gróður var að skjóta rót- um á rústum hins helstirðnaða tímabils, sam Danir kalla að vísu enn „gullöld“ sína. Raun- sæisstefnan var að sigra. Einar Kvaran hreyfst með þessum nýja straumi og ásamt félögum sínum, Hannesi Haf- Frh. á 3.. síðu. Mæðradagurinn er í dag Mæðrastyrksnefndin hefir skemmtanir og blómasölu til ágóða fyrir starfsemi sína Mæðrastyrksnefndin heíir und anfárin ár unnið mikið og gott starf. Pó að starfsemi hennar hafi takmarkast af fjárskorti hef ir þarna verið hafin starfsemi af einstaklingum, er ætti í raun réttri að vera skipulögð í stór- um stíl fyrir opinbert fé. • í viðtali við Pjóðviljann skýrði Katrín Pálsdóttir frá eftirfarandi atriðum í starfi nefndarinnar. Nefndin hafði eins og áður, Egilsstaði í Hveragerði til um- ráða í fyrra sumar. Par dvöldu á vegum félagsins um 220 mæð ur og börn úr Reykjavík, tveggja til fimm vikna tíma. Bjó fólkið í húsinu og 16 tjöldum er reist voru þar í nágrenninu. Aðstæður allar voru mjög gðð. ar í Hveragerði, en nú hefir húsið verið leigt öðrum, 0fr verður Mæðrastyrksnefndin því að flytja þessa starfsemi sína að Reykholti í Biskupstungum, en gert er ráð fyrir að hún verði með svipuðu sniði og áður. Auk þessarar starfsemi bauð Mæðrastyrksnefndin í fyrra 55 mæðrum úr Revkjavík til viku- dvalar á Laugarvatni, og nutu þær þar sama atlætis og aðrir gestir. Blaðamaður frá Pjóðviljanum talaðii í gær við eina af konum þeim, sem dvalið hafa á Laugar vatni undanfarin sumur á veg- um Mæðrastyrksnefndarinnar. Hún er fátæk verkanrannskona, 14 barna móðir, þrettán þeirra lifa og eru heima hjá foreldrum sínum, og er það yngsta aðeins þriggja ára gamalt. Hún hefir búið í Reykjavík í 16 ár sam- fleytt, og á þeim tíma aðeins einu sinni komist úr bænum, að fráskildum Laugarvatnsferðun- um. Augu hennar ljóma, þegar minst er á Laugarvatnsferðirn- ar. „Par var gott að vera. Við erum ekki vanar því, verka- mannakonurnar, að dekrað sé við okkur, -— ég hefi aldrei komist í slíkt lúxuslíf um mína daga. Þegar börnunum fjölgar, verður maður svo bundin, all- ur tíminn fer í heimilisstörfin, Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.