Þjóðviljinn - 22.05.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.05.1938, Blaðsíða 3
P JÖÐVILJINN Sunnudaginn 22. maí 1938. > ' •’ / 1 | ; f Aðdragandl alþjððlagrar elnlngar verklýðsiélaga Hægrl fiorlng|anam 1 Amsterdamsambandlnn hef- nr enn teklst að hlndra elnlnguna. En sameln- lngarðfilnnum vex stððugt fiylgl um allan helm« Gitrine, Stnnning og Co. éttaot sterba, einhnga verklýðshreyiingn ISlðOViUlNN Málgagn Kommúnistaflokks islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsiiigaskrif- 9tofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudnga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. I lausasölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Mæðradagnrinn Þó að kjör margra séu erfið um þessar mundir, og jafnvel flest. sund virðist. lokuð fyrir f jölda manna ef litið er til fram- ííðai'iimar, þá verður þó afstaða fátækra mæðra erfiðust. Þeirra er að deila mjlli þarna- hópsins því litla brauði, er aíl- ast. Þær verða fyrst og fremst að istanda, í, návígi við heilsu- leysi cg hverskonar heimilisböl. sem sjaldan lætur sig vanta a þau heimili, er olnbogabörn nú- verandi þjóðskipulags reása sér. Æfi fátækrar móður verður því c.ft auðugri af skuggum en af sólskini lífsins. Þær (ága þess engan kost að njóta af eigin ramleik þæginda nútímans og verða að jafnaði að búa í verstu húsakynnunumi, rökustu kjöll- urunum og köldustu hanabjálka- loftunum. Mæðrastyrksnefndin hefir á undanförnum árum unnið gott starf í þágu fátækra mæðra, sem þó að einkennilegt megi virðast hafa verið gerðar að oln- bogabörnum mannlífsins. Hefir nefndin veitt fátækumi mæðrum margvíslega aðstoð, útvegað ]>eim atvinnu og lialdið að rétti þeirra á ýmsumi sviðum. Um nokkur unclanfarin ár hefir Maðrastyrksnefndin geng- ist fyrir stuttri sumardvöl fyxir fátækar mæður úr Reykjayík að Ilveragerði og Laugavatni. Hefir nefndin, á þennan hátt gert allmörgum miðrum klgift að losna úr bæjarrykmu og barnaskarkalanum nokkra daga að sumrinu. Að framkvæmdir hafa ekki orðið meiri \ þessum efnum, stafar hinsvegar eingöngu af fjárskorti nefndarinnar. Til þess að afla fjárins hefir nefnd- in efnt til mæðradags nokkur undanfarin vor. Fé því er safn- ast. þannig hefir neindin varið til þess að standa straum af starfsemi þessari, auk þess, sem hún hefir fengið lílilsháttar styrk frá ríki og bæ í því skyni. Mæðrastyrksnefndin efnir til mæðradags í dag. Allar tekjur sem verða af deginum. renna til sumarheimilis mæðra, eins og að undanförnu. En þó margir bregðist vel við og láti nokkuð af hendi ra.kna, þá er þess ekki að vænta, að mál þetta komist a viðunandi reksipöl fyr en ríki og bær taka höndum saman og reisa sumardvalarstað fyrir fá- Valdataka Hitlers gerði ein inguna að lífsskilyrði fyrir verkalýðshreyfinguna. Baráttan \ gegn íasismanum var óhugs- andi nema með því móti, að allir kraftar verkalýðsstéttanna væri sameinaðir: Verklýðssam- band Sovétríkjanna reið enn á vaðið. Viljinn til einingar kem ur skýrast í ljós í bréfi til Amsterdamsambandsins, frá 7. mars 1935, þar sem sovétsam- bandið ’ býður samfylkingu um þessi atriði: 1. Að gera 1. maí 1935 að sameiginlegum baráttudegi gegn stríði, fasisma og afturhaldi. 2. Sameining verkalýðssam- banda kommúnista og jafn- aðarmanna í Frakklar/li og Spáni verði hraðað. 3. Sameiginleg átök um end- urreisn óháðra verklýðsfé- laga í Þýskalandi. Þessu boði var hafnað með gömlu röksemdafærslunum. Á sumri 1935 byrjar landvinn- ingastyrjöld Mussolini í Abessi- níu. Sá atburður verður til þess, ]að í fyrsta skifti í sögunni snýr Amsterdamsambandið sér til sovétfélaganna með tillögu um samvinnu, með það fyrir aug- um að nota samböndin til verndar friðnum — með því að’’ hafa áhrif á Þjóðabandalagið. Verkalýðssamband Sovétríkj- anna tjáði sig þegar reiðubúið ið til slíks samstarfs, en benti jafnframt á þá hættu, ,sem lægi í því, að varpa öllum áhyggjuiry upp á Þjóðabandalagið. Eina tryggingin fyrir friði væri sú, að þjóðir lýðræðislandanna væru vaktar til baráttu fyrir friði, til baráttu gegn fasisman- um. Sovétsambandið lagði því til, að boðað yrði tilráðstefnu fulltrúa frá verkalýðshreyfing. unni í Englandi, Frakklandi og Sovétríkjunum og báðum al- þjóðasamböndunum til þess að ræða um einingu verkalýðsfé- tækar mæður, og fyr eh þau láta ríflesrar af hendi rakna til þess að kosta dvöl mæðranna, á slíku heimili. En Mæðrasf.yrksnefndin á þakkir skilið fyrir starf sitt. Hún hefir riðið á vaðið, sýnt hváð þarf áð gera og hvao hægt er að gera. Þjóðviljinn vill skora á alla áð létta starf hénnar og auka árangra þess, ekki aðeins á morgun heldur altaf. laganna. En einmitt einingverka lýðsfélaganna væri fyrsta spor- ið til skipulagningar á vörn fyr jr friðinn í heiminum. Enþessu boði neitaði Amsterdamsam bandið — það mátti með engu móti vekja fjöldann til baráttu! ** Á þessu ári tókst að sam- eina verkalýðsfelagasambönd kommúnista og jafnaðarmanna í Frakkland, ekki sízt fyrir ó- þreytandi elju og óbilandi ein- ingarvilja frörísku kommúnist- anna. Á þingi Amsterdamsam- bandsins í London, er haldið var í júlí 1936, sátu í fyrsta skipti fulltrúar frá hinu sam- eiiiaða sambandi. Þarna var fengin áþreifanleg sönnun fyr- ir möguleika á einingu í verk- lýðsfélögunum, ef þau vildu taka ákveðna baráttustefnu gegn fasisma og öðru afutrhaldi. Enn var tekin til meðferðar hug- myndin um eitt alþjóðasamband verkalýðsfélaga, og samþykkt, að bjóða þeim landssambönd- um, er stóðu utan Amsterdam- sambandsins til heimsþings, er ræða skyldi stofnun heims- sambands verkalýðsfélaganna. Stærstu samböndin után Amst- erdamsambandsins voru lands- samböndin í Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um. Til Bandaríkjanna var tafar- laust send nefnd, er tók upp samninga við verkalýðssamband Green’s (American Federation of Labour), en stjórn þess er ákaflega afturhaldssöm, og hef ir nú á síðustu árum bariztgegn hinni stórkostlegu verkalýðs- hreyfingu, sem kennd er, við ,,lðnaðarskipulagsnefndina‘“ (John Lewis). En stjórn Amst- erdamsambandsins lét sér nægja að skrifa til verkalýðs- sambands Sovétríkjanna, og bjóða því inngöngu í Amster- damsambandið. Má telja það einkennandi fyrir afstöðu stjórn- ar Amsterdamsambandsins, að hún tekur feginshendi við slíkurn klofningsmanni og skemmdarvarg í verkalýðshreyf ingunni og Green er, en neit- ar sovétsambandinu um inn- göngu, einmitt þeim verkalýð, sem undanfarið hefir sýnt glæsilegt og rausnarlegt dæmi um alþjóðlega samhjálp, með söfnunum og annari stórfeldri hjálp til spönsku alþýðunnar. ** Það var ekki fyr en á þinginu í Varsjá 1937 að ákveðið var að hefja samninga við Rússana, og á trúnaðarmannafundi Amst erdamsamb. 15.—16. nóv. 1937 var kosin nefnd, er í voru þeir Jouhaux, Schevenels og Stolz, allt þekktir jafnaðarmannaleið- togar. Nefnd þessi fór til Moskva, og dagana 2,—-27. nóv 1937 sat hún að samningum við leiðtoga sovétsambandsins. Árangur þessa fundar varð yf- irlýsing undirrituð af báðum aðilum (en stjórn Amsterdam- sambandsins átti síðan að stað- festa afstöðu nefndarmanna).. Þessi yfirlýsing hefir inni að halda samkomulag um upptöku sovétsambandsins, og saman- kvaðningu heimsþings verka- lýðsfélaga til að ræða umfram- tíðarskipulagningu sambands- ins. í yfirlýsingunni er ennfremur gert ráð fyrir aukinni baráttu gegn fasisma og stríði, og skyldu verkalýðssamböndin hefja refsiaðgerðir gegn árás- arríkjunum Þýskalandi, ítalíuog Japan, — með því að neita að afgreiða skip þeirra, skipu- Rggja verkföll í vopnaverk- smiðjum, er framleiða vopn handa fasistaríkjunum o. s.frv. Ennfremur að alt yrði gert til að sameina verklýðsfélög jafn- aðarmanna og kommúnista í þeim íöndum, sem hreyfingin er klofin. Um öll þessi atriði varfullt samkomulag millijafn- aðarmanna í sendinefnd Amst- erdamsambandsins og samninga manna sovétsambandsins. Verklýðssamband Sovétríkj- anna setti það skilyrði, að þær 5 milj. franka, sem yrði með- limsgjald sambandsins í Amst. erdamsambandinu, yrcðu hvorki notað til áróðurs gegn sam- bandinu sjálfu né Sovétríkjun- um. Um það atriði varð auðvit- að algert samkomulag. Þess má geta að allar tekjur Amsterdam- sámbandsins af meðlimagjöld um deildanna var árið 1905 810.000 franskir frankar. ** Þessum samkomulagsgruud- velli höfnuðu hægri' mennirnir, er hafa meirihlutann í fram- kvæmdanefnd Amsterdamsam. bandsins, og kröfðust þess, að málið yrði lagt fyrir fulltrúa- fundinn í Oslo, ,er staðið hefir undanfarna daga. Þar tókst hægri mönnunum enn að hindra alþjóðlega ein- ingu verklýðsfélagannaum sinn. Citrine, Stauning og Co. hrósa enn sigri, cn hvílíkur sigur! Eins og endranær þegar þess- ir herrar þttast, að málstaður Einar H. Kvaran. H:,- QíCi ÖWt/1 fi stein, Gesti Pálssyni og Bertel E. O. Þorleifssyni sendi hann ársritið ,,Verðandi“' norðurum höf til íslands vorið 1882. Upp frá þessu helgaði Einar sig nálega eingöngu ritstörfum og blaðamennsku. Hann fór til Vesturheims 1885 og var rit- , stjóri Lögbergs. Að 10 árum liðnum kom hann heim aftur og gerðist meðritstjóri ísafoldar. Hann var ennfremur um skeið ritstjóri „Norðurlands“ á Ak- ureyri og „Fjallkonunnar“ hér í Reykjavík, „Skírnis‘“ og síð_ ast „Morgunns‘“. En höfuðviðfangsefni Einars og það sem lengst geymirnafn hans, varð skáldskapurinn. Ungur tamdi hann sér að yrkja ljóð, og komu þau út 1893. Varð það inerkur bqk- menntaviðburður og ljóð hans hvert öðru fegurra. Þar á með- al snjöll þýðing á hinu ógn- þrungna kvæði „Rizpa“ eftir Tennyson. Annars er nafn Ein-. ars H. Kvaran einkum tengtvið skáldskap í óbundnu máli og hefir hann ritað fjölda smá- sagna, skáldsagna og nokkur leikrit. Hér er ekki rúm til þess að telja upp nema fátt eitt. Af smásögum má nefna sögusöfnin „Vestan hafs og austan‘“, „Smælingjar‘“, „Frá ýmsum hliðum‘“, og „Sveitasögur“. Þá hefir hann ritað skáldsögurnar „Gull‘“, ,,Qfurefli‘‘, „Sálinvakn ar“, „Sambýli“ og „Sögur Rann veigar‘“. Loks má nefna leijf- ritin „Lénharður fógeti“, ,Hall- steinn og Dóra‘“, og „Jósafat“. Auk þess liggur eftir hann fjöldi ritgerða um ýms efni. Á efri árum snerist Einar H Kvaran mjög að andatrú (spirit- isma) og bera mörg af seinni ritverkum hans þess glögg merki, enda var hann alla tíð ritstjóri að tímariti Sálarrann- sóknarfélagsins, „Morgni‘“. Einari lét best í skáldskap sín um að lýsa olbogabörnum lífs- ins, þeim sem ekkert lagðist til“, og eru sumar, einkum smá- sögur lians um það efni, í röð j hins besta er ritað hefir verið á íslenska tungu. Einar Kvaran var tvíkvæntur Fyrri kona hans, dönsk, andað- ist 1886. Árið eftir kvænþst hann eftirlifandi ekkju sinniGísl ínu Gísladóttur. ipíksins verði klíkúm þcirrá yf- irsterkari, hófa þeir að kljúfa samtökín, ef þeir fái ekki sinn vilja fram. En þungur verður dómur sögunnar yfir þeim ,,verkalýðsfonngjurn“‘, ér á slíkri alvörustund beita allri orku sinni til að berjást gégn einingu verkalýðsins, viðhálda sunaruriginni í fylkingum al- þýðufmar, mitt í æðisgenginni sókn fasismans um fimm sjöttu hluta jarðar. En — „aftur niun þar vérða haldið af stað“. Eining verka- lýðsins á vísan sigur, - þó að óhappamennirnir, er leiddu hina voldugu verkalýðshreyfingu Þ)'skalands og Austurríkis pnd- ir járnhæl nasismans, reyui að halda áfram með verklýðshreyf inguna á braut ósigr^nná. ,■ 1 Itt* , fí í 1 • 'jl , ■ 1 1 n H . -! fiilt! 115

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.