Þjóðviljinn - 24.05.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.05.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN nú&wmm Þriðjudaginn 24. maí 1938 npaagincriwi T'ii'iiwa'ManiiiT'flrw lllll■ll■l 1111■ iiim PBntnnariélag verkamanna á Ak- nreyrt hefar náð göðnm árangrl Sk6pnn þns hefflr sftaðlað að Isekkan á vðrnverðfl og mlnkandfl sknldarerslnn. ViOtal við Steinnrlm AðalsteliRsson Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofá: Laugaveg 38. Sími 2184. Keniur út alla claga nema mánudaga. Aslcriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 28G4. Bygðaleyfi Það er auðséð að afturhalds- ðflin á fslandi eru að sameinast um bygðaleyfið. Það er um leið talandi tímanna tákn, að hluti af íslenzka auðvaldinu skuli nú hefja baráttu fyrir að banna það að vinnukraftur flytjist til bæjanna. Það var þó einmitt hin nýmyndaða atvinnurekenda stétt við sjávarsíðuna, sem ein dregnast fylgdi því- fram 1903 að vistabandið væri afnumiðog vinnukrafturinn flyttist til sjáv- arútvegsins, til að skapa hon- um þróunarmöguleika. Nú við- nrkennir þessi sama atvinnurek- endastétt með því að taka af- stöðu með byg'ðarleyfinu, að framförum aívinnuveganna við sjávarsíðuna undir hennar stjórn sé Iokið, áð skipulag hennar, auðvaldsskipulagið sé kcmið á hnignunarskeið og orðið fjöíur á frckari atvinnu- legum framíörum íslenskuþjóð arinnar. Og með aðstoð Jón- asar frá Hriflu og Jóns Árna- sonar, ætla nú þessir herrar að reyna að snúa hjóli sögunnar aftur á bak ti! að forða þann- ig dauðadæmdu skipulagi frá þeirri tortímingu, er þess bíð- ur, ef þjóðin fær að þroskast áfram og atvinnulífið að taka framförum. Það er eftirtektarvertj að um leið og bæjarstjórnaríhaldið í Reykjavík gengur inn á bygðar- leyfið að vissu leyti, reynirþað að koma öllum óvinsældunum af því yíir á ríkisstjórnina og hennar pólilík. Það heldur á- fram sama lýskruminu og áður um leið og það er að ganga inn á afturhaldssömustu tillögu sem fram hefir komið um lengri tíma. íhaldið veit sem er, að fjöldinn af fylgjcndum „Sjálf- stæðisflokksias, er algerlega mótfallinnn þessari tillögu og mun fcerjast á móti henni. Sama er um „Framsókna. Það er aðeins lang-afturhalds-' samasti hluti Reykjavíkurvalds hennar ,sem að bygðarleyfinu stendur, enda beinist bygðar- leyfið alveg sérstaklega gegn bændastéttinni, þar sem afleið- ing þess væri í senn að banna fátækustu bændunum að flytja, þegar óbúandi væri orðið á jörðinni, og neyða hina bænd- urna, til að taka á sig aukin sveitaþyngsli fram yfir það, sem þeir gætu borið. Fjand- samlegri tillaga gagnvartbænd- |um en bygðarleyfistillagan hef- ir ekki komið fram um Iangan tíma. — Hvernig gengur starfsemi Pöntunarfélagsins hjá ykkur á Akureyri? — Miðað við aðstöu félagsins má segja að starfsemi þess gangi mjög vel. Á sl. ári jók það vörusölu sína um Sóo/o1, en meðlimum þess fjölgaði um þriðjung. Síðan um áramót hafa allmargir gengið í félagið, og vörusala þess hefir vaxið tals- vert hraðara en áður — miðað við sömu mánuði s.I. árs. — Var þörf á að stofna og starfrækja pöntunarfélag á Ak- ureyri, þar sem svo voldugt samvinnufyrirtæki sem K. E. A. var fyrir. — Já, að minni hyggju. — Þó K. E. A. hafi leyst af hendi mikið og þarft verk, á sviðl verslunarmálanna, og án efa lækkað verð á neysluvörum, frá því, sem annars mundi verið hafa, hefir verkafólk á Akureyri fundið til þess, að kaupfélagið neytti ekki til fulls aðstöðu sinn ar og orku til að lækka vöru- Byggðarleyfið gefur enga þá möguleika, er dragu úr fá- tæktinni eða skapa nýja atvinnu möguleika. Það hefir í aðalat- riðum einn tilgang og hann er sá, að hindra það að þeir fá- tæku ,sem ílosna upp í sveit- unum, safnist saman á einn stað % bæjunum, finni þar til máttar síns og réttar sem verkamenn og sameinist, til að skapa þjóð'- félag, þar sem þeir ráða sjálf- ir vinnutækjunum, geta unnið ið og notið auðsins af vinnu sinni. Bygðarleyfið er sprottið af óttanum við fólkið, sem þræl- að hefir í sveitunum og séð framtíðina lokaða þar, kennir máttar samtakanna er þaðkem ur til bæjanna og skapi sér sjálft framtíðina þar. — Deilið og drottnið — er hugsun aft- urhaldsins, sem Iiggur á bak við bygðarleyfistillöguna, — Iátið þið fátæka sveitafólkið veslast upp út um hinar dreifðu bygðir, látið það um fram alt ekki sameinast verkalýðnum. Út frá þessari hugmynd er það, sem afturhaldið á Islandi nú býr sig til að brjóta á fcak aftur það persónufrelsi, semls- lendingar hafa nú notið í einn mannsaldur. En þeir herrar Reykjavíkurvaldsins munu fá að vita af því, að verkamenn og bændur íslands munu taka höndum saman við alla frjáls- lynda borgara, til að varðveita þann rétt, sem Jón Sigurðsson og Skúli Thoroddsen börðust fyrir, — og íslensk alþýðalæt- ur ekki svifta sig því frelsi, sem sjálfstæðisbarátta þjóðar- innar flutti henni, heldur mun þvert á móti auka það og efla. verð, svo sem því væri unt. Einnig hefir hinn gamli við- skiftaávani, skuldaverslunin, ver ið ríkjandi þáttur í starfsemi K. E. A., eins og kaupfélögunum yfirleitt. Pöntunarfélagið var hinsvegar stofnað í þeim til- gangi, að þrýsta vöruverðinu sem mest niður og vinnagegn skuldaverslunni, með því aðvið hafa aðeins staðgreiðsluviðskifti — Hefir Pöntunarfélagið náð árangri í þessum efnum? — Já, án efa. — Þrátt fyrir það þó smæð Pöntunarfélags- iins (borið saman við K. E. A.) valdi því, að það nær ekki eins góðum innkaupum og verður að borga hærri flutningsgjöld en t. d. K. E. A., hefir vöruverð þess yfirleitt verið lægra en ann ara verzlana — og hefir það í ýmsum tilfellum leitt til þess, að þær hafa orðíð að lækka verð hjá sér. — Þannig var það t. d. í haust, þegar Pöntunar- félagið flutti í stærra húsrúm, sem auk þess liggur beint á móti verslunarhúsi K. E. A., þá lækkaði K. E. A. verð á helstu neysluvörum all-verulega — eft ir að hafa fyrst hringt í Pöntun arfélagið og fengíð að vita um verðlag þess á sömu vöruteg- undum. Eg gæti nefnt fleiri dæmi um slíkt, ef þörf gerðist. í baráttunni fyrir staðgreiðslu viðskiftum í stað skuldaversl- unar, hefir einnig náðst árangur Auk þess sem Pöntunarfélagi& sjálft hefir viðhaft staðgreiðslu- viðskifti, upplýsti V. Þór., á síð- asta aðalfundi K. E. A., að á s.l. ári hefðu staðjgreiðsluvið- skifti K. E. A. vaxið um 45'o/ó meðan önnur viðskifti þess (skuldaverslunin) uxu mjög lít- ið. Er enginn efi á, að þessi þróun viðskiftanna hjá K. E. A., er fyrst og fremst vegna fordæmis pöntunarfélag- anna, og vegna þess áróðurs, í þessa átt, sem forgöngumenn neytendasamtakanna á Akureyri hafa haldið uppi á fundum K. E. A. og víðar. Þannig er það, að þó Pönt- unarfélagið haí i ekki nema lít- inn hluta þeirrar verslunar, sem fer fram á Akureyri, þá hefir það veruleg áhrif á vöruverð í bænum og almennar umbætur í viðskiftahátfum. I því liggur gildi þess og nauðsyn að siíkri starfsemi sé haldið uppi. Er ætlun þín að Pöntunar- félagið verði um langa framtíð keppinautur K.E.A. í viðskipfa- lífi Akureyrar? Eg vona að sá tími, sem þess gerist þörf, verði sem skemst- ur. K. E. A hefir öll skilyrði til að bjóða Akureyringum þá hagkvæmustu verslun, sem verða má. Ég tel að þessi skil- yrði hafi um of verið notuð til að auðga félagið, sem fyrirtæki, á kostnað neytendanna. Pönt- unarfélagið er tæki til að sanna þessa skoðun. — Og það hefir sannað hana. Þegar K. E. A. fæst til að líta sanngjarnar á þessar stað- reyndir og taka fullt tillit til (þeirra í jstarfsemi sinni, vona ég að Pöntunarfélagið verði ekki þröskuldur fyrir eðlilegri þróun þess. Á hvaða forsendum var bygð brottvikning þín úr K. E. A. í vetur? A því, sem stjórn þess kall- aði ,,fjandskap“ minn í garð félagsins, en sem hún annars rakti sérstaklega til þátttöku minnar í launabaráttu verk- smiðjufólksins á Akureyri í haust. Það sem raunverulega lá til grundvallar er því sú afstaða kaupfélagsforystunnar að skoða stéttarsamtök verkalýðs- ins sem fjandsamlegan aðila, er kaupfélagið verði að slást við, Leiðbeininpar iil skattgreiðenda Þeir sem kæra vilja skatt eða útsvar eða hvorttveggja, skal bent á að hafa hugfast: 1. Að skattkærur skulu stíl aðar til skattstjórans í Reykja- vík. 2 Að útsvarskærur skulustíl aðar til niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur. 3. Að kæra ekki skaft og út- svar í sömu kæru heldur senda skattkæru og útsvarskæru sitt í hvoru lagi. — Sfcattkæran inr.ihaldi allar upplýsingar og rök, sem kærandi óskarað bera fram, en í útsvarskærunni er þá nægilegt að vísa til skatt- kærunnar. 4. Að gleym ekki að rita nafn sitt og b .íilisfang undir kæruna. Ef jður ritar kæru fyrir annan, verður nafn og heimilisfang þess, sem kært er fyrir, að vera greinilegt. Með „heimilisfang“ er hér áft við heimilisfang samkvæmt síðasta manntali. Hafi flutningar áft sér stað síðar, verður að til- greina í svigum nýja heimilis- fangið. 5. Að draga ekki til síðustu stundar að senda kæru. Flokksfélagar og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í þjóðviljanum, oglát- ið blaðsins getið! en ekki viðurkenna sem banda- mann í hinni almennu hags- munabaráttu alþýðunnar til sjávar og sveita. 1 þessu felst aftur einskonar yfirlýsing kaup- félagsforystunnar um það,, að K.E.A eigi ekki að vera fyrst og fremst hagsmunasamtök þess mikla fjölda fátækra alþýðu- manna, sem mynda það, heldur umfram allt auðsöfnunarfyrir- tæki. Er ekki efi á, að K. E. A. er þarna komið út á hála braut, sem er hættuleg því sjálfu og þeim fjöldagrundvelli, sem það byggir á. Mér er líka kunn- ugt um, að auk verkamannanna á Akureyri, sem eru í K. E. A. eru margir smábændanna, sem fordæma þessa afstöðu til verk- lýðssamtakanna og óttast af- leiðingar hennar. — Enda er hún líka í algerðu ósamræmi t. d. við afstöðu „KRON“ hér í Rvík, eins og hún kemur fram í samþyktum síðasta aðalfundar þessa félags. Er þess að vænta, að K. E. A. breyti afstöðu sinni einnig á þessu sviði, svo tekist geti vin- samlegt samstarf með því og verklýðssamtökunuin í stað bar áttunnar, sem verið hefir. Verkfallið Framh. af 1. síðu. Er þannig var sýnt, að at- vinnurekendur vildu ekki semja um neitt viðunandi kaup, á- kvað félagið að stöðva vinnuna og i,er starfsfólkið í „Nót“ á- kveðið í að hætta ekki fyr en viðunandi lausn fæst. Skeiðará Framhald af í. síðu. Skeiðará enn lítil, en tveimur stundum síðar — eða kl. 9,30 — var hún tekin að vaxa og orðin mórauð. I al!an dag hef- ir hún svo halcið áfram að vaxa jafnt og þétt, og var laust fyrir miðaftan orðin meiri en nokkru sinni í allra mestu sumarleysingum. Allar líkur eru til. þess, að jökulhlaup sé I aðsigi, en Öræíingar telja hugs anlegt, að það stafi af fram- hlaupi jökullóna á vatnasviði ár innar, en ekki af eldgosi — enda hefir að svo komnu ekk- ert orðið vart við eldsum- brot í jöklinum. (FO. I OÆR). 3$838$8S88®8SS8«S$8SS8$S Flokksskrifstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. atíuvímmmmvm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.