Þjóðviljinn - 25.05.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.05.1938, Blaðsíða 1
3. ÁRGANGUR MIÐVIKUD. 25. MAÍ 1938 119. TÖLUBLAÐ Slmasamband slitið á Skeiðar- ársandi. Enn f ita menoekkert m orsakir hlanpsins Skeiðará óx í morgun enn á ný og sleit símasam- band austur yfir sandinn laust fyrir hádegi í dag..— Ctvarpið hafði í dag um kl. 16 tal af Hannesi Jónssyni faónda að Núpsstað í Fljóts hverfi — en hann var þá nýkominn austan af Skeið arársandi, frá þeim erind- um, að svipast eftir vötn. nnum. Hann sagði: Skeiðará var í gær eins og hún gerist allra mest í leysingum að sumarlagi og braut sér þá nýtt útfall und- an jöklinum um 2—3 kílómetra fyrir vestan aðalútfallið. — í nótt óx áin lítið, en í morg- un tók hún að vaxa og kl. 11.30 sleit hún símasamband á sandinum. — í dag var svo að sjá, að þriðja útfallið væri kom íð, en vestar, eða nálægt sælu húsinu, og virtist sú kvíslhafa grafið frá nokkrum símastaur- um og slitið línuna. — Ekki tel ég — segir hann — hægt að segja að svo stöddu um það Tivað valdi flóðinu. Ekkerthef ír orðið vart við eldsumbrot í jöklinum, — enda ekki við því að búast svona fljótt. (FÚ. I QÆR). Oöngnför á Esjn Félag ungra kommúnista efn ir til skemmtiferðar á uppstign ingardag. Ekið verður í bíl- um upp í Kollafjörð og gengið þaðan á Esju. Þátttakendur skrifi nöfn sín á lista, sem ligg ur frammi á afgr. Þjóðviljans fyrir kl. 6 í dag. Lagt verður af stað frá afgr. Pjóðviljans kl. SVs stundvíslega. Halldór Hall'idórsson lauk meistaraprófi í íslenzk- um fræðum í gær. Prófverk- efni hans var: „Helztu atriði merkingabreytinga, einkum nafnorða, í íslenzku". Lauk prófinu með fyrirlestri, er hann flutti um skoðanir fræði- Tnafína" "u"m "marihf jölda á ís- landi fyr og síðar. Tékkar nella Henleln nm sfálfssllörn lyrlr Sndeta En Sllnnn þjóðeruisininnlhlntnnn rikis- ins ern 'veitl margvisleg ný réttindi. Krofta utanríkisráðherra Tékka (til hægri), Stoyjadinovitsj forsætísráðherra Júgóslava og Comnen utanríkisráðherra Rúmena (til vinstri). 4 " y t EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVÍLJANS. KHÖFN I GÆRKV SAMKVÆMT tilkynningu frá Prag í dag hefir tékk- neska stjórnin lagt bann við, að nazistar í Sudet- en-héraðinu, komi upp eigin liðssveitum til hermdar- verka í héraðinu. Þá hefir tékkneska stjórnin vísað a bug kröfum Henleins um sjálfstjórn Sudeten-Þjóðverj- um til handa. Aftur á móti hefir hún fallizt á, að þeim verði veitt víðtæk sjálfstjórn á öllum þeim sviðum, sem snerta menningarmál; og að aðrir þjóðernisminnihlutaf í landinu verði sömu réttinda aðnjótandi. Þannig hefír stjórnin ákveðið t. d. að tékkneskan ein skuli ekki skoð- uð sem ríkismál. Öll embætti og opinberar sýslanir skulu skiptast á milli þjóðarbrotanna eftir stærðarhlut- föllum þeirra. Allir lýðræðisflokkar í Tékkóslóvakíu standa ein- huga með stjóminni að lausn þessa máls og fylgja henni að málum í öllum hernaðarlegum viðbunaði, er hún telur nauðsynlegan. I Tékkóslóvakíu er nú allt með kyrrum kjörum á yfirborðinu. FRÉTTARITARI.. LONDON í GÆRKV. F. U. Ástandið í málefnum Tékkóslóvakíu heldur á- fram að vera nokkru skárra heldur en út leit fyrirhelg- ina.. Ánægja virðist ríkja með viðræður þær, sem áttu sér stað í gærkveldi milli Henlein og dr.. Hodza. Stjórnin segir, að þessarvið ræður hafi verið vinsam- legar og farið að öllu leyti skipulega fram og af hálfu Súdeta er því haldið fram, að stjórnin hafi ekki verið ósanngjörn í framkomu.—• Upplýsingar frá hlutlausum heimildum virðast benda til að fyrstu fregnirnar um her flutninga Þjóðverja að landamærum Tékkóslóvak- íu hafi verið orðum aukn- ar.. Island og Dan mork viður'- kendu i gær valdarán Itala i Abessiníu 1 Einkaskeyti til Þjóðvilj ans. .Khöfn í gærkv. ÍKISSTJÓRNIR Islands og Danm. hafa lýst því yfir í ilag, að þær viðurkenni yf- irráðarétt ítala í Ab- essiníu.. Fréttaritari. ^TÍ ÖSSIETSKY, hinn heimsfrægi friðarvinur og Nóbelsverðlaunaþegi, sem naz- istar kvöldu úr lífið. Stiórnarherim sækir irsni ð 40 milna ivæði í KatalAnin EINKASK. TIL þJÓÐVILJANS K.HÖFN: I GÆRKV. 'ADRID fréttir herma, að stjórnarherúm hafi byrj- að sókn á Katalóníu-vígstöðv- unum. Hefir stjórnarherinn um- kringt nokkra bæi á þessum slóðum og rofið samband inn- rásarherjanna, er þar voru fyr- ir, við meginher Francos. FRÉTTARITARL LONDON í GÆRKV. F.Ú. Á norðausturvígstöðvunum á Spáni hefir stjórnarherinn haf ið sókn til varnar rafmagnsveit um Barcelonaborgar. Stjórnin segir að her hennar hafi sótt fram á 40 mílna breiðu svæði. Chiang Kai Shek og kona hans Mei Ling. Við hættum ekki mönnum okkaf að óþörfu, en brjótum niður mótstöðukfaft Japana. segir ráðgjafi Chiang Kai Sheks LONDON í OÆRKV. FÚ. Kínverjar bera á móti því, að Japanir hafi tekið Lun-feng, sem er víggirtur bær við Lung Hai járnbrautina, um 150 míl- um fyrir vestan Suchow. — Kínverjar viðurkenna að Jap- anir hafi gert lilraun til þess að taka bæinn, en segja, að áhlaupi þeirra haíi veriðhrund ið. Mr. Donald, hinn ástralski ráðunautur Chiang Kai Sheks, hefir skýrt frá því, að undan- hald kínversku hersveitannafrá Suchow á dögunum hafi farið (Frh. á 4. síðu.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.