Þjóðviljinn - 25.05.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1938, Blaðsíða 4
s^ !\fý/öJ5ib a§ TansIskiDssóDðtait Unaðsleg ensk tónlistarkvik mynd, þar sem fólki gefst kostur á að sjá og heyra frægasta píanósnilling ver- aldarinnar Ignace Paderew- ski spila Tunglskinssónöt- una eftir Beethoven, As-dur Polonaise eftir Chopin,ung verska Rhapsodi nr. 2, eft- ir Lizst og Menuet eftir Pa- derewski. % Or horglnni Næturlæknir. Björgvin Finnsson, Vestur- götu 41, sími 3940. Næturvörður er í Ingólfs og Laugavegs apóteki. Útvarpiðj í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Erindi umferðaráðsins: Umferðarslys og tryggingar. Ólafur Matthíasson fulltrúi. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Úr sögu líf- trygginganna. Carl Tulinius framkvæmdastjóri. 20.40 Hljómplötur: a. „Borgarinn sem aðalsmað-> ur", eftir Richard Strauss. b. 21.15 íslenzk lög. c. 21.40. Lög leikin á Haw- aii-gítar. 22.00 Dagskrárlok. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í síðasta sinn í kvöld sjónleikinn „Það er kominn þJÓÐVIUINN dagur", með frú Önnu Borg og hr. Poul Reumert — sem gest- um — í aðalhlutverkunum. Islandsglíman. verður háð á íþróttavellinum í Reykjavík miðvikudaginn 1. júní n. k., vegna eindreginna óska Vestmannaeyinga. Keppt verður um glímubelti í. S. í., handhafi Skúli Þorleifs- son (Ármann)'. : Ennfremur verður keppt um fegurðarglímuskjöld í. S. í., handhafi Sigurður Hallbjörns- son (Ármann) Öllum glímumönnum innan í. S. í. er heimil þátttaka. Kepp- endur gefi sig fram við formann Ármanns fyrir föstudagsköld 27. maí n. k. íþróttamótin í Reykjavík ) sumarið 1938, verða sem hér segir: 17. júní. íþróttamót. Allsherjarmót f. S. I. dagana 10., 11. og 12. júlí. Álafosshlaupið 31. júlí. Dfengjamót Ármanns 3.-5. ágúst. Meistaramót í. S. í. 27.-28. ágúst. Tilkynning. I'róf i eirsmíði, jámsmíði, ketilsmíði, málmsteypu rennismíði og vélavirkjun verður haldið nú í iúní- mánuði. Þeir nemendur, sem hafa rétt til þess að ganga undir prófið, sendi umsóknir sínar, ásamt námssamningi, vottorði meistara síns, vottorði lðnskólans og skírnarvottorði fyrir 27.. þ. m. til forstjóra Landssmiðjunnar &£*& Asgeirs Sigmrðssonar FAIULL Stórfengleg og áhrifamik- il söguleg kvikmynd frá Metro Goldwyn Meyer um samtíðarmann Glad- stones, írsku frelsishetj- una Parnell, sem kallaður hefir verið „hinn ókrýndi konungur íra". Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar: Clark Gable og _____Myrna Loy. Frá Kína Hafnarfjarðarhlaupið 31. á- gúst. Glímufélagið Ármann sér um öll íþróttamótin í sumar. Flokksfélagar og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í þjóðviljanum, oglát- ið blaðsins getið! Bðkin, sem allir tala m. „Islensbur aðall" Eftlr Þérberg Þórðarson Ennþá einu sinni hefir Pórbergur Þórðarson komizt á allra varir.. Nú deila menn um, hvor bókin hans, íslenzkur aðall eða Bréf til Láru, sé skrifuð af meirf, snilld.. Sú skoðun mun þó sigra, að aldrei hafi ritsnílld Þórbergs notið sín betu)r í allri fjölhæfni, háði, fyndni alvöru og gamansemi, heldur en nú í Islenzkum aðli.. Fæst í öllum bókaverslunum Skipafréttir. Gullfoss fór frá Leith í gær áleiðis til Vestmannaeyja, Goða- foss var væntanlegur hingað í morgun, Brúarfoss fór til Ak- ureyrar í gærkvöldi, Dettifoss 'var í Grimsbjy í gær, Lagarfoss er á leið til Leith. Framh. af 1. síðu. mjög skipulega fram og í sam- ræmi við þá stefnu kínversku herstjórnarinnar, að hætta ekkii sínum mönnum að óþörfu, en brjóta niður mótstöðuafl Jap- ana. Þá ber hann á móti þVí, að Japanir hafi umkringt kín verska herinn, og segir að þeir hafi ekki lið til þess. Leiktélag Beykjavikar Gestir: Anni Borg ~ Ponl Reumert "Það er komlnn dagur" Sjónleikur í 3 þáttum eftir Karl Schlúter. 5. sýning i kvofd kL 8. Síðasta sinn- Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1 á 6 kr. Ekki tekið á móti pöntunum í síma. Alexander Avdejenko; Eg elska .. 43 vinnurekstri sínum, að honum varð aldrei skota- skuld úr því að finna einhvern, sem gat selt fyrir hann, það, sem aflaðist. Svo hafði hann fullar hend- ur fjár og gat keypt eins og hann vildi af heima-! bruggi og kokain virtist hann aldrei skorta. Svo hófst glymjandi glasaglaumur, „Vængurinn" skelli- 'hló í öl- og kokainvímunni. Pá hafði hann það til að faðma mig að sér og sverja við allt sem hon- um var heilagt, að slíkan snilling hefði hann aldrei haft áður í þjónustu sinni. Hann reyndi meira að segja að kyssa mig við hvert tækifæri. ,Eg var byrjaður að drekka. „Vængurinn fylti glasið mitt Upp á barma og eg skolaði köldum vökvanum nið- ur kverkarnar og reyndi þannig að kæfa hinn dular- fulla eld, sem brann' í hjarta mínu. Þannig leið einn dagurinn á fætur öðrum: Heim- ^óknir í ókunnar íbúðir, fullir sekkir, heimabrugg og söngur. Dag nokkurn hafði eg og „Máninn" komið okkur slaman um að við skyldum látast vera veik'iir) 'Við láum í hnipri undir ábreiðunum og skulfum eins og rennblautir hundar. Eg var jafnvel farinn að trúa því sjálfur, að eg væri meira en lítið veikur. Eg ligg á hliðinni og smátt og smátt verð'ur mér öll min tilvera ljósari en áður. Eg lít á vin minn og nú sýnist mér eg sjá hanri; í !öðru ljósi en eg hafði séð hann nokkru sinni fyr. Daufur geisli frá olíulampanum fellur á tötra han. Höfuð hans er nær hulið af þykku, rauðu hári, >sem gljáir á eins og fægðan kopar. Þetta hár getur aldrei dökn- að, hvorki af sóti né óhreinindunum úr svörtu lambskinshúfunni, sem hann bar sýknt og heilagt á höfðinu. Hárið liggur í 'gullnum tjáslum Um enni hans og kinnar og hverfur að lokum undir óhrein- an klút, sem hann hefir um ha'lsinn. |Eg spyr blíðlega: — Hvaðan ertu? :— Eg er upprunninn hér úr kvosinni, svarar „'Máninn" og þrýstir heitum fótum sínum fastar að mér. i— Frá Óþefskvosinni, og eg man ekki til þess að hafa séð þig nokkru sinni. i— Eg er ekki frá þinni „Óþefskvos", eg er frá okkar Óþefskvos í Juzöoka. Hefir þú áldrei heyrt talað um bæ með því nafni? Faðir minn vann þar í námu, en mamma drakk og hóraðist. 'Stundum barði hún migj í andlitið svo að stórlega sá á mér, eg kvartaði undan þessari meðferð við föður minn, en hann var enginn maður til þess /að standa í slíkum málum. Pó ráðlagði hann mér að reyna að l'auna mömmu fyrir mig. Petta reyndi eg ,líka. Dag nokkurn gat eg lokkað hana að kjallarallúk- u;nni, sem stóð opin. Eg hafði hraðann á og hrinti henni niður í kjallarann og lokaði hlemmnum á eftir henni. Par varð hún að dúsa uns pabbi kom heim. Eg sagði honum hvernig komið væri, <en hann fór að öskra og óskapast og ',þaut eins og elding að kjallaraopinu. En þa ðan heyrðist hvorki stuna né hósti framar. Svo greip hann fyrir kverk- ar mínar, kastaði mér á gólfið og sparkaði á mér eins og vitstola maður. i„Máninn" þagnaði augnablik, leit á mig og hélt svo áfram sögu sinni: — Pá nótt hljóp eg að heiman ,og hefi aldrei látið sjá mig þar síðan. — Svo lá hann kyr við hlið mína, með opna»- varir eins og hann vildi halda áfram sögu sinni. En hann hikaði og vætti sóttheitar varir sínar með tungunni og starði áfjáðum tindrandi augum á olíu- lampann. Einhver hálf ósýnileg hönd dró glugga- tjaldið frá og gula yfirskeggið á myndinni, Gem hékk á veggnum, virtist hr.eyfast. Einhversstaðar í fjarska heyrðist hundgá. Kveikurinn í lampanum brann út og ljósið sendi frá sér bjartari geisla um leið og það sloknaði. „Máninn" lauk frásögu sinni í skyndi: — Faðir minn skyldi mér eftir minningu sem ég gleymi aldrei. Hann fálmaði í/myrkrinu eftir hönd minni og bar hana að fæti sínum. Ég fann að þar var gapandi ör. Eg gat mér strax til hverju „Máninn" mundi hvísla að mér. { — Hann braut fótinn. Hann slepti ekki hönd minni. Það var sem hann viæri hræddur um að hann misti hana þá alveg. — Pú segir, að þú sért kallaður vanskarjnaðuj\_„ Það er slæmt. Kallaðu þig heldur dýH]tng. Augu þín eru eins og í d)'rlingamyndunum. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.