Þjóðviljinn - 26.05.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.05.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR FIMMTUD. 26. MAÍ 1938 120. TÖLUBLAÐ Hinn nýbakaði guð. SiUansasta sorprit verald- arlnnar tekið i f 61« helgirita ,Mela Kiipr í staö UblittiDer á öSíbm Hýskra kirkia. lakikrossiii í stað bias kristoa knss LONDON I GÆRKV. (F. Ú.) D REZKA blaðið Manchester Guardian og Times og fleiri brezk blöð skýra frá stofnun nýs fé- fegsskapar í Þýzkalandi, er nefnir sig hina þjóðlegu kirkju þýzka ríkisins. Markmið hinnar þjóðlegu kírkju þýzka ríkisins er sett fram í stefnuskrá í 30 liðum. iSegir þar í fyrsta lagi að þessi kirkja beygi síg al- gjörlega undir vald ríkisins og skoðanir þær í þjóð- prnismálum, er þýzka ríkið byggir á. Fimmta grein stefnuskrár- innar hljóðar á þessa leið: Hin þjóðlega kirkja er staðráðin í Jjví, að afmá óafturkallanlega með öllum þeim ráðum, sem nauðsynleg eru, hina kristnu trú, sem innflutt var til þýzka- Iands á hinu háskalega ári 800 og þrýst upp á þýzku þjóðina þó að hún væri algerlega framandi eðlis. I þrettándu grein stefnuskrár innar er sagt svo : Hin þjóðlega kirkja þýzka ríkisins krefst þess, að prent- un og útgáfa heilagrar ritning- ar og allra kristilegra bók- mennta, verði þegar í stað stöðvuð. Hin eina trúarbók hinnar þjóðlegu kirkju erMein Kampf eftir Hitler ríkiskanslara Eftirfarandi stefnuskrárgreinar sýna hvernig hana á að nota sem biblíu hinnar nýju kirkju. 16. gr. Hin þjóðlega kirkja hins þýzka ríkis lýsir því yf- ir, að merkasta rituð bók þjóð- ar . vorar er bók leiðtogans, „Barátta mín", og hún er sér fyllilega meðvitandi þess, að þessi bók inniheldur ekki ein- ungis hinar háfleygustu, held- ur einnig hina hreinustu sið- fræði fyrir nútímalíf þjóðar vorar. 17. gr. Hin þjóðlega kirkja hins þýzka ríkis hefir gjörtþað að hlutverki sínu að beita öll- um kröftum sínum til þess að útbreiða bókina „Barátta mín" og til þess að hvetja hvern Þjóðverja til þess að lifa lífi sínu eftir þessari bók og sam- kvæmt grundvallarreglum Menn- ar. 19. gr. Hin þjóðlega kirkja vill hreinsa af ölturum kross- inn og biblíuna og allar myndir helgra manna. 20. gr. Á ölturum hinnar þjóðlegu kirkju skal vor helg- asta bók, „Barátta mín" vera helguð hinni þýzku þjóð og þar (Frh. á 4. síðu.) jóhannes Askelsson. JSknlM&iipiii nr Sketðarárjökli að ankast Hlaiap í Snln eg Náps¥Stnnm í gær. Tralr rannsóknarleiðanirar elga að leigja ai stað irá Reykjavik i dag. I ÖKULHLAUPIÐ frá Skeiðarárjökli færðist mjög í aukana í gær. Öx Skeiðará jafnt og þétt og breiddist út yfir eystri hluta sandsins.. í gær fóru Núpsvötn einnig að vaxa og stafar vöxtur sá frá jökul- hlaupi í Súlu, sém fellur til Núpsvatna úr Skeiðarár- jökli vestanverðum. Skeiðará hefir hinsvegar upptök sín í jöklinum austanverðum. Ekkert hefir enn orðið vart eldsumbrota, en Pálmi Hannesson rektor skýrði blaðinu svo frá í gær, að hann búist við, að hlaupið standi í sambandi við eldgos, er kemur upp seinna. í dag er í ráði að tveir leiðangrar leggi af stað frá Reykjavík austur, til þess að rannsaka jökulhlaupið.. Fer annar leiðangurinn land veg austur. Eru það þeir Jó- hannes Áskelsson jarðfræð- ingur og Tryggvi Magnús- son verzlunarmaður. Hug- mynd þeirra er að ganga á jökulinn og komast að eld stöðvunum við' Grímsvötn, þar sem gaus 1934. Pá fer flugvélin austur í kvöld, ef fært þykir, með þá Pálma Hannesson rektorog Steinþór Sigurðsson kenn- ara. I för með þeim verður Vigfús Sigurgeirsson ljós- myndari, og ætla þeir fé- lagar að taka ljósmyndirog kvikmyndir af jökulhlaup- inu. Verður að taka myndir þessar úr lofti, þar sem ekki er hægt að lenda flugvél þar eystra. Frásðgn Hannesar á Núpsstað Um sjöleytið síðdegis í gær. átti Þjóðviljinn tal við Hannes Jónsson bónda á Núpsstað. Skýrði hann svo frá, að jök- ulhlaupið hefði farið vaxandi andi eftir því, sem leið á dag- inn. Kvað hann mikið vatn renna niður miðjan Skeiðarár- sand, einkum við svonefnda Sigurðarfitjaála. Þá væri komið hlaup í Súlu, sem kemur undan vesturrönd Skeiðarárjökuls og fellur til Núpsvatna. Væru þau í miklum vexti. Hinsvegar sagði Hannes, að erfitt væri að átta sig til hlítar á gangi hlaupsins á austurhluta Skeið- arársands, sökum þoku, sem byrgir að miklu leyti útsýn yf- ir sandinn, Engra eldsumbrota hefði hinsvegar orðið vart enn- þá. Eins og áður hefir verið skýrt frá, er símasamband rof- ið austur yfir sandinn og hefir aðeins verið hægt að ná sam- bandi austur yfir sandinn með loftskeytum. F/egnir austan yfir Skeíð^rársand. FAGURHÓLSMÝRI I GÆR. FO. Skeiðarárhlaupið hefir færzt nokkuð í aukana í nótt. — Breidd hlaupsins er 3 kílómetr- ar um símalínu. — Vatnsmagn- ið fer mest allt til sjávar beint suður af Skeiðarársandi, en er lítið eitt farið að renna suður fyrir Ingólfshöfða. — Megn jök ulfýla er nálægt hlaupinu. Kl. 19.15 barst Fréttastofunni svohljóðandi símskeyti frá Fag urhólsmýri varðandi hlaupið í Skeiðará: Skeiðará hefir fjarað mikið í dag nokkurn spöl fyrir vestan Jökulfell, en vaxið meira enþví nemur austur við Fellið. — Vatnið ,sem rennur fram einn, kílómetra austan við sæluhús- Framh. á 4. síðu. Jar ðarf ör Sadet- anna fér fram með rö og spekt LONDON I GÆRKV, F, U. | Dag fór fram i Tékkó- * slóvakíu jarðarför hinna tveggja Súdeta, sem skotn- ir voru til bana af tékk- neskum landamæraverði á fimmtudaginn var. Fór hún fram að öllu leyti reglulega og á friðsamlegan hátt. Tékkneska lögreglan kom þar hvergi nálægt, heldur var lögreglu og herliði skip að að halda sig innan dyra á meðan á jarðarförinni stæði, en reglu var haldið uppi af einkennisklæddum Súdetum. Hitler og Göring höfðu sent blómsveiga á kisturnar, en Henlein hélt líkræðuna . Ekki hafa verið gerðarnein- ar ráðstafanir ttl þess, að þeir dr. Hodza og Henlein ræðist við í annað sinn, en dr. Hodza átti tal í dag við ýmsa aðra full trúa Súdeta. Bær brennnr til kaldri bola. Þann 23. þ. m. brann til kaldra kola bærinn að Svína- skógi á Fellsströnd. — Eldur- inn kviknaði út frá olíuvél, — Bóndinn, Sigurjón Halldórsson sem býr þar aleinn, gekk eitt- hvað frá með gesti, sem kom- inn var, en nokkru síðar sáu þeir rjúka úr bænum. Var eld- Framh. á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.